Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 43 íslandsmeistaramótið í torfæruakstri: TVISYN BARATTAI BÁÐUM FLOKKUM ■ Haraldur Ásgeirsson hefur forystu i íslandsmeistarakeppninni í flokki sérútbúinna jeppa og ekur Jeepster. Hann hefur unnið tvö mót og náði þriðja sæti um sl. helgi. Staðan í íslandsmeistarakeppn- inni í torfæru: Sérútb. jeppar 1. Haraldur Ásgeirsson, Rvk. 2. Gunnar Guðmundsson, Rvk. 3. Guðbjöm Gnmsson, Rvk. 4. Bergþór Guðjónsson, Hvolsv. 5. Kjartan Kristinsson, Akureyri Gerð Stig Jeepster 2464.64 Willys 2130.13 Bronco 2033.29 Willys 1939.99 Bronco 1418.20 Óbreyttir jeppar 1. Þórður Gunnarsson, Rvk. 2. Gunnar Hafdal, Skagast. 3. Ámi Kópsson 4. Jón Valgeir Kristensen, Rvk. 5. Bjöm Bjömsson, Rvk. Ford’42 2635.26 Willys 2395.6 Bronco/Isuzu 2385 Willys x 1720.19 Willys v 1596 sæti eftir að hafa lokið öllum mótum á Willys, þó hann hafi aðeins einu sinni komist í verð- launasæti, í það þriðja í keppninni á Hellu. „Keppnin í Jósefsdal um sl. helgi er skemmtilegasta keppni sem ég hef ekið í, þó ég hafi ekki unnið. Þarna er komið nýtt og skemmtilegt svæði skammt frá höfuðborginni, sem vonandi verð- ur notað mikið í framtíðinni. Keppnin um íslandsmeistaratitil- inn er hörð og ég munmæta and- stæðingunum á Egilsstöðum í næstu keppni," sagði Haraldur Ásgeirsson. En það er ekki bara barátta í sérútbúna flokknum. Mikil þátt- taka er í flokki óbreyttra jeppa, svo mikil að undanrásir verða að fara fram fyrir hvert mót til að takmarka fjölda keppenda. Þórður Gunnarsson sem er ætt- aður frá Snæfellsnesi, en búsettur f Reykjavík, hefur forystu í flokknum á Ford ’42. Hann hefur unnið tvö mót á árinu, en velti f síðustu keppni í baráttunni um sigurinn. Hann náði samt þriðja sæti og um leið í dýrmæt stig til íslandsmeistara. „Eg hef mikinn hug á að ná í titilinn. Ég hef ver- ið heppinn með jeppann, það hef- ur aldrei bilað og mér hefur tek- ist vel upp í þeim mótum sem ég keppti í, þar til ég velti núna. Ég hef nú yfirleitt reynt að aka skyn- samlega og geri það í komandi mótum," sagði Þórður. Núverandi íslandsmeistari í flokki óbreyttra jeppa er Skag- strendingurinn Gunnar Hafdal. Hann vann um helgina eftir frem- ur slakan árangur í tveim fyrstu mótunum. Hann er meðal fjögurra ökumanna sem á góða möguleika á titlinum, en að neðan sést stað- an í báðum flokkum. í hverri keppni eru gefin um 8—900 stig, þannig að baráttan er tvísýn. Þar fyrir utan eiga nokkrir ökumenn eftir að missa stig þegar þeir fella lökustu stigagjöfina út. - G.R. Eftir að bilanir höfðu plagað Guðbjörn Grímsson á Bronco gekk dæmið upp í siðustu keppni í Jósefsdal og hann náði öðru sæti eftir mikla keppni við Bergþór. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rognvaldsson Bergþór Guðjónsson frá Hvolsvelli hefur unnið tvö mót f ár á Willys, en hann er fjórfaldur íslandsmeistari í torfæru. Mikill fjöldi áhorfenda fylgist með hverri keppni og Bergþór er hér umvafinn áhorfendum i síðustu keppni. ÞEGAR keppnistímabil torfæruökumanna er hálfnað hefur Reyk- víkingurinn Haraldur Ásgeirsson á Jeepster forystu i flokki sérút- búinna jeppa, en Þórður Gunnarsson í flokki óbreyttra jeppa. Mótin hafa farið fram á Akureyri, Hellu og i grennd við Reykjavík, en eftir er að keppa á Egilsstöðum, í Grindavík og Akureyri að nýju. Spennan er mikil í báðum flokkum torfærunnar og eru efstu menn ákveðnir að keppa í öllum mótum sem eftir eru. Fimm mót af sex gilda í endanlegri stigagjöf um íslandsmeistaratitil- inn, þannig að ökumenn geta sleppt út lélegasta mótinu þegar stigin eru reiknuð. Haraldur Ásgeirsson hefur for- ystu í sérútbúna flokknum eftir að hafa tekið þátt í öllum mótum til þessa. Hann vann á Akureyri og síðan á Hellu ásamt Bergþóri Guðjónssyni, sem einnig vann síðustu keppni. Guðbjöm Grímsson hefur ekið í öllum mót- um en heilladlsimar voru honum ekki hliðhollar fyrr en í keppni BÍKR um sl. helgi, þegar hann náði öðru sæti, sem hann gerði einnig á Akureyri eftir mikið stímabrak vegna bilana. Á Hellu varð hann hins vegar að hætta keppni og fékk því fá stig, en er engu að síður þriðji að stigum. Gunnar Guðmundsson er í öðm Minning: Elías M. V. Þórarins son á Sveinseyri Að undanfömu varð mér tíðhugs- að til Ella vinar míns, ég átti von á að hitta hann á næstu dögum og ég hlakkaði til. Svo barst mér frétt- in sem gerði þá von að engu, Elli er allur. Fundum okkar Ella bar fyrst sam- an fyrir 16 ámm, þegar ég var ný- kominn til starfa á skrifstofu Kaup- félags Dýrfirðinga. Við Valdi bróðir hans stóðum undir fjárhúsvegg og röbbuðum saman eftir útreiðar, þeg- ar Ella bar að, lágan vexti, úfinn og ekkert snyrtilegan, en með lif- andi svip og leiftrandi augu. Hann þekkti ekki gestinn og spurði hvort þar færi sá sem átti að mæla fyrir raflínu út í dalinn. Því var neitað án frekari skýringa. Hann hlustaði um stund á rabb okkar Valda og komst svo að þessari niðurstöðu: Mögnuð gerist manni kvölin, mikið blóð um hælana. Þetta er sá sem skrifar skjölin og skattleggur okkur þrælana. Síðan kvaddi hann, en forvitni mín var vakin, forvitni sem átti eftir að leiða til góðra kynna og síðan vin- áttu. í vísunni hér að framan kynnti hann lífsskoðun sína í hnotskum. Hann vildi að hvert mannsbam gæti lifað sem fijálsustu lifi i nánum tengslum við náttúmna og hann hafði rótgróna andstyggð á öllu og öllum sem lögðu stein í götu annarra á leið þeirra til betra og heilbrigðara lífs, einkum ef það var gert til eigin ijárhagslegs ábata. Fyrir nokkmm ámm tók ég saman stutta lýsingu á Ella, sem var ætlað að tjá honum vináttu mína og virð- ist, án væmni, sem hann hafði engar mætur á. Hann sagði mér oft að honum félli lýsingin vel og ég læt hér fylgja brot úr henni: Hann Elli vinur minn er lár í loft- inu, klofstuttur og hjólbeinóttur glettinn á vorin en þyngri í skamm- deginu. Hann er sóldýrkandi og trúir á drauga, hann skýrði eina dætra sinna eftir draug. Hann hefur gaman af að glingra við stút á góðum stund- um og þá talar hann helst ekki óbundið mál. Visnagerð er honum meira en áhugamál, hún er ástríða. Hann er kommúnisti af gamla skó- lanum, sem sér froðufellandi óarga- dýr í kaupmanninum en geislabaug og vængstubba á erfiðismanninum. Hann er draslari í búskapnum, laginn smiður og tekur í nefíð. Mest yndi á eftir vísnagerð hefur hann af að smíða báta. Hann á aldrei peninga og þó á enginn neitt hjá honum. Hann er eitt af síðustu afsprengjum íslenskrar afdalamenningar. Inn í þessa lýsingu vantar þátt um föðurinn, sem átti traust og vin- áttu bama sinna svo óskorað að unun var á að horfa. Síðasta athöfn Ella í þessu lffí var að fá sér sund- sprett í tjöm í Keldudal, dalnum sem hann fædidst í, ólst upp og bjó með fjölskyldu sinni þar undir Amamúpn- um í tólf ár eftir að annað fólk var flutt úr dalnum. Hann synti yfir í móðuna miklu. Hefði Elli mátt velja sér dauðdaga, þykir mér sennilegt að hann hefði orðið í líkingu við það sem raunin varð á. Að minnsta kosti er ég sannfærður um að Keldudalinn hefði hann viljað sjá sfðastan allra staða í þessu jarðlífí. Hann unni Keldudalnum meira en öðrum stöð- um á jarðríki, enda var honum tregi í huga þegar hann neyddist til að flytja þaðan í skuggann norðan und- ir fjallinu. Það var þoka þann dag og hann kvað: Þungt er allt mitt þrautastand þokan hylur veginn. Flyt af mold á svartan sand sólarleysismegin. Nú veit EUi vinur minn, hvort trú hans á líf eftir dauðann reyndist rétt. Ég treysti því að hann láti mig vita ef svo er, því þá veit ég að við eigum eftir að hittast. Til þess get ég hlakk- að, því ég sakna hans. I dag er'til hinstu hvílu borinn, frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði, Elías Mikael Vagn eins og hann hét fullu nafni. Sá vinsæli drengur lést fyrir aldur fram. Hann var sannur vinur okkar allra, sem einhver kynni höfð- um af honum. Það er oft sagt að það komi vinur í vinar stað en ég held hann verði vandfundinn. Elli, eins og við kölluðum hann venjulega, var hagur í hug og hönd og lét ekki standa á að hlaupa frá sínu verki til að hjálpa öðrum, létt- lyndur var hann og hagmæltur og gamanvísur fuku hver af annarri. Þá er varla hægt að lýsa því með orðum hvað gamanljóð hans gerðu samkomur okkar glaðlegar og skemmtilegar. Með Eliasi Þórarins- syni missum við öll mikið en heimili hans og sveitin þó mest. Elli var vel gefínn maður og lifði breytta tíma og vissi hvað var frá bamæsku að lifa við erfíð kjör. Hann var fæddur í Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 2. maí 1926 og ólst þar upp hjá foreld- rum sínum, ásamt stórum systkina- hópi, sem allt varð mannvænlegt og gáfnafólk. Elías réð sig eina vertíð á bát á Þingeyri og þar kynntist hann ást- mey sinni, Kristjönu Sigríði Vagns- dóttur. Þau gengu í heilagt hjóna- band árið 1952, tóku við búi for- eldra hans á Hrauni og bjuggu þar í 5 ár, þá var allur dalurinn kominn i eyði, þau keyptu stærstu jörðina, Arnarnúp, og fluttu þangað og voru þar í 12 ár. Á þeim tíma var búið að leggja niður farskóla svo erfitt var að koma börnunum i skóla, en samt þraukuðu þau. Helga, dóttir okkar og tengdasonur, Guðmundur Andrésson, bjuggu á Þingeyri og tóku af þeim 3 böm 1 vetur í skóla. Það virtu þau mikils við þau hjón og vinskapur stóð alla tíð. Vegna vandræða út af skólamál- unum fluttu þau innfyrir torfærum- ar að Sveinseyri i sömu sveit. Þaðan gat hann ekið bömunum í skóla daglega og sótt að kvöldi. En dalur- inn var honum kær og erfitt að skilja við hann, enda nytjaði hann Amamúp fram á síðustu ár. Á Amamúpi byrjaði hann að smíða smá skektur og hefur haldið því áfram og alltaf stækkað bátana og hafa margir notið þess en ekki síst hans ágætu synir. Einn þeirra hefur sótt sjó á bát eftir föður sinn i 2 sumur og annar átti hálfsmíðaðan 12 tonna bát á stokkunum þegar Elli féll frá. Af þessari smá lýsingu má sjá hvað mikill dugur var í þess- um manni, með öllu öðru sem hann hafði um að hugsa. Ég ætla mér ekki að rekja ættir Elíasar en hann er landskunnur maður fyrir skrif sín og viðtöl í sjón- varpi og útvarpi og er það leitt ef það glatast sem liggur eftir svona mann, sem hefur allt sitt án skóla- göngu. Ég enda þessi fátæklegu orð mín með virðingu og þökk til hans fyrir allar okkar samverustundir og það sem hann hefur verið mér og mfnu fólki og ég efast ekki um að svo myndu margir segja. Við hjónin sendum eiginkonu hans, bömum og öðrum ættingjum og vinum hug- heilar samúðarkveðjur og segjum: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) Ottó Þorvaldsson frá Selvogum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.