Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 11 Morgunblaðið/JúUus Ólöglegt athæfi í REGLUGERÐ um skráningu ökutækja er skýrt kveðið á um að á hveiju skráningarskyldu vél- búnu ökutæki skuli vera tvö skráningarmerki, annað að aftan og hitt að framan. Þetta virðist þó hafa farið framhjá sumum bifreiðaeigendum, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðalvarðstjóra umferðardeildar, hafa verið nokkur brögð að þvi að undanförnu að menn, einkum ungir menn, hafi skrúfað annað númerið af bílum sínum hver svo sem tilgangurinn er með því. Lögregl- an mun nú taka fast á þessu máli og viðkom- andi bifreiðar verða færðar til aukaskoðunar, með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn sem þvi fylgir fyrir eigendur bílanna. Þá verður einnig gengið eftir þvi að bílar, skráðir á íslandi, séu ekki með erlend þjóðareinkenni, enda einnig óheimilt samkvæmt reglugerð. KRINGLUNNI S. 685440 Islenskir kvikmyndagerðarmenn: Vinna myndband með Agnethu Fáltskog „PROPAGANDA Film“, sem er í eigu Siguijóns Sighvatssonar og „Saga Film“, fyrirtæki Egils Eðvarðssonar, hafa haft samvinnu um vinnslu á myndbandi fyrir sænsku söngkonuna Agnethu Faltskog, sem söng með ABBA-flokknum heimskunna hér í eina tíð. Hér er um að ræða myndband með laginu „Let It Shine", sem væntanlegt er á markað í Bandarikjunum innan tíðar. Að sögn Egils hafði Siguijón samband við hann og bað hann um að annast leikstjóm á myndbandinu og fóm upptökur fram í Stokkhólmi dagana 16. og 17. júní síðastliðinn. Framleiðandi myndabandsins er „Propaganda Film“ en auk leik- stjómar annast Egill og „Saga Film" frágang myndbandsins, klippingu og fleira. Egill sagði að mjög ánægjulegt hefði verið að vinna með þessari þekktu söngkonu og kvaðst hann ánægður með útkomuna. „Þetta verkefni einkenndist mjög af því að gera kúnnanum til hæfis. Það var beðið þama um ákveðna hluti og ég held að það hafí tekist að uppfylla óskir hans eins og til var ætlast og hafa allir hlutaðeigandi lýst yfir ánægju sinni með útkom- una. Með því er ég þó ekki að segja að þetta sé það besta sem eftir mig liggur í gerð myndbanda. Hins veg- ar fannst mér ánægjulegast að fá þama staðfest að við erum fyllilega samkeppnisfærir við útlendinga á þessu sviði," sagði Egill. Reynimelur - einbýli Þetta fallega hús á besta stað við Reynimel er til sölu. Húsið er alls u.þ.b. 270 fm. Á neðri hæð er m.a. eld- hús, wc, stór borðstofa og stór stofa með arni, þvotta- hús, herb., o.fl. Á efri hæð eru 4 rúmgóð svefnherb. og baðherb. Stór lóð mót suðri. Laust strax. Teikningar á skrifst. Verð 15,0 millj. EIGNAMIÐUMN 2 77 11 ÞINGHOLTS S T R Æ T I 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.-Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 Hella - Hvolsvöllur: Höfum til sölu íbúöarhús af ýmsum geröum. Sumarbústaðir - beitilönd: Til sölu eru lóðir undir sumarbústaði úr jörðinni Þjóöólfshaga i Rangár- vallasýslu. Á sama staö eru til sölu afmörkuð beitarhólf fyrir hross og er hvert þeirra 5-6 hektarar. Til leigu eru lóðir undir sumarbústaði úr jörðinni Skammbeinsstöðum í Rangárvallasýslu. Heitt og kalt vatn er íeitt aö lóðunum. Jardir í Rangárvallasýslu: Þjóðólf shagi 1, Holtahreppi. Á jöröinni er nýlegt ibúöarhús, fjárhús og nýtt fjós sem hentar auk þess mjög vel fyrir svín eða geldneyti. Tún og útjörð ca. 70 hektarar. Hábær 2, Djúpárhreppi. Á jörðinni eru 2 ibúöarhús, kartöflugeymsla og gömul útihús. Landstærð ca. 250 hektarar. Gott garðræktar- og beitiland. Gæti selst í tvennu lagi. Þrúðvangi 18,850 Hellu síman 98-75028 - 75228 Fannar Jónasson, Jón Bergþór Hrafnsson. SJÓVÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.