Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 27 1 hc Namc In Laughtcr FromThc Hcrcaftcr Manstu eftir hinni frá- bæru mynd GHOST- BUSTERS? Ef svo er þá munt þú líka muna lengi eftir mér. Það sem er líkt með mér og Ghost- busters er að þið getið velst um af hlátri lengi vel á eftir. Hann Kevin Thomas hjá L.A. Times sagði, að Beetlejuice væri brjál- æðisleg gamanmynd. BEETLEJUICE SEGIR GÓÐA SKEMMTUN! SYND KL. 5-7-9 - 11 PG PARENTAL GUIOANCE SUGGESTEO J SOMI MATi MlAt MAV NOT Bf SUITABli »OB CHILDREN Kjarnorkuver í Sovétríkjunum: Hönnunargallar og vafasamt staðarval Moskvu. Reuter. VERIÐ er að reisa kjarnorkuver á Krím-skaga á landsvæði þar sem jarðskjálftahætta er mikil, að því er sagði i grein i dagblaðinu Sos- ialistítseskaja Industria i gær. Fram kom að rúmlega 20.000 manns, óbreyttir borgarar og sérfræðingar, hefðu undirritað áskorun þar sem hvatt væri til þess að vinna við kjarnorkuverið yrði stöðvuð. Vikuritið Moskvufréttir skýrði frá því á miðvikudag að sovéskur kjarneðlisfræðingur, sem framdi sjálfsvíg í apríl, hefði varað við fleiri slysum af sama tagi og varð í Tsjemobyl 1986. í frétt dagblaðsins sagði að í Léleghönnun Á miðvikudag skýrði sovéska vikuritið Moskvufréttir frá því að sovéskur vísindamaður, Valerí Leg- asov að nafni, hefði varað við því að alvarlegir hönnunargallar væru á kjamorkuverum af sömu gerð og í Tsjemobyl en þau eru alls 14 í Sovétríkjunum. Rithöfundurinn Ales Adamovítsj sagðist hafa hitt Legasov á sjúkra- húsi á síðasta ári. Vísindamaðurinn var þar í rannsókn vegna geislunar er hann varð fyrir í Tsjernobyl en hann var einn af fyrstu sérfræðing- um sem þangað komu eftir slysið og varð fyrir mikilli geislun. Að sögn lækna var hann þó við góða líkamlega heilsu en þjakaður af þunglyndi vegna kjamorkuslyssins sem hann taldi sig bera nokkra ábyrgð á. „Aðalorsök Tsjernobylslyssins hefur ekki verið íjarlægð, reyndar er það ekki hægt,“ hafði Ad- amovítsj eftir Legasov. „Vandinn er léleg hönnun. Fram til þessa höfum við ekki uppgötvað og mun- um aldrei uppgötva viðunandi ör- aprílmánuði 1987 hefði jarð- skjálftavirkni komið fram á mælum Jarðvísindastofnunar Úkraínu. Upptök skjálftans hefðu verið í nágrenni borgarinnar Kertsj á norð- austurhluta Krímskaga en skammt þar frá er verið að reisa kjamorku- ver. Forstöðumaður Jarðvísinda- stofnunarinnar hefði ritað miðstjóm sovéska kommúnistaflokksins bréf í ágústmánuði og bent á að stað- setning kjamorkuversins gæti ekki talist heppileg með tilliti til þessa. Ráðamenn hefðu látið fara fram rannsóknir en niðurstöður þeirra hefðu enn ekki verið birtar. „Af einhveijum sökum var ákveðið að birta ekki niðurstöður þessar mikil- vægu skýrslu," sagði í blaðinu. Bandarískar her- stöðvar á Grikklandi: Ný samn- ingalota að hefjast Aþenu. Reuter. KAROLOS Papoulias, utanríkis- ráðherra Grikklands, segir að ný samningalota, sú áttunda síðan í nóvember, um framtíð bandarískra herstöðva í landinu hefjist í Aþenu í næstu viku. Gríska stjómin sagði Bandaríkja- stjóm á miðvikudag að öllum bandarískum herstöðvum í landinu yrði lokað um miðjan næsta áratug. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segist líta á þessa hótun sem formsatriði af hálfu Grikkja til að flýta fyrir samning- um. Núgildandi samningur tekur til fímm ára og rennur hann út í desember. Náist ekki samkomulag um áfrámhaldandi vamar- og efna- hagssamstarf hafa Bandaríkja- menn 17 mánuði til að yfírgefa landið. Papoulias ítrekaði í gær þá stefnu stjómar sinnar að leggja nýtt sam- komulag undir atkvæði almennings. Sovétríkin: Dæmdur fyrir lélega kímnigáfu Moskvu. Reuter. IGOR Kukushkin hefur verið gert að greiða 2000 rúblur (um 150.000 isl. kr.) i sekt fyrir að setja á svið rán á sovéskri far- þegaþotu. Kukushkin, sem er frá Vladivo- stok, var á leiðinni til Kiev, höfuð- borgar Úkraínu. Flugið þangað tekur níu tíma og Igor ákvað að stytta ferðafélögum sínum stund- ir með því að þykjast ræna flug- vélinni og heimta að flogið yrði með sig til útlanda. Vélinni var lent í Kazakhstan en þar tók lög- reglan á móti Kukushkin og leiddi hann á brott. Fjölskylda hans hélt hins vegar áfram sumarleyf- isferð sinni. London. Reuter. FULLTRÚAR frá Kína og Sov- étríkjunum munu að öllum líkindum taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú heimur sem haldin verður í London í nóvem- ber. Það verður í fyrsta sinn sem fulltrúar þessara landa eru með- al þátttakanda í keppninni. Þetta kom fram í viðtali sem talsmaður fíeuíer-fréttastofunnar átti við framkvæmdastjóra fegurð- arsamkeppninnar í gær. Viðtalið fór fram á Heathrow flugvellinum í London skömmu áður en fram- kvæmdastjórinn, Julia Morley, lagði upp í ferð til Póllands þar sem hún mun ræða við pólsk stjórnvöld. yggiskerfí fyrir þessa gerð af afl- stöðvum.“ Mikil andstaða Á Krímskaganum og víðar er fyrirhugað að reisa kjamorkuver af sama tagi og Tsjemobyl-verið og er andstaða mikil gegn þeim áformum meðal íbúa á svæðunum að sögn embættismanna. í maí' skýrði flokksmálgagnið Pravda lauslega frá ábendingum Legosovs er hann ritaði skömmu fyrir dauða sinn. Þar sagði hann einnig að kast- ast hefði í kekki með honum og yfírmönnum kjamorkumála er hefðu vísað tillögum hans um aukið öryggi á bug. neuier Rætt um vopnasölu Kínveija Georges Shultz, utanríkisráðhera Bandaríkjanna, skálar við Qian Qichen, kínverskan starfsbróður sinn. Shultz er nú staddur í Peking þar sem hann ræðir við kinverska leiðtoga um alþjóðleg vopnaviðskipti. Þeir tóku vel í tillögur Shultz um viðræður tíl að hefta útbreiðslu langdrægra eldflauga. Kínveijar fullvissuðu Shultz um að þeir hefðu einungis selt Saudi-Aröbum slíkar flaug- ar en sá orðrómur gengur nú fjöllunum hærra i Miðausturlöndum að kinversk stjórnvöld bjóði hveijum, sem hafa vill, langdrægar flaugar til kaups. • • Oldungadeild Bandaríkjaþings: Hótar Sandinistum auk- inni aðstoð við kontra Washington. Reuter. SAMSKIPTI Bandaríkjanna og Nicaragua fara nú hriðversnandi. Öld- ungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með miklum meirihluta að hóta stjórn Sandinista i Nicaragua þvi að kontra-skæruliðum verði veitt hemaðaraðstoð ef stjórnin gerist brotleg við friðarsamkomulag það í Mið-Ameríku sem samþykkt var fyrir tæpu ári. Tilefni sam- þykktar öldungadeildarinnar var það að Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, hefur kallað saman neyðarfund i Samtökum Amerikurikja vegna „yfirvofandi innrásar Bandaríkjamanna { Nicaragua1*. Ortega vill einnig að á fundinum aragua, ásamt sjö samstarfsmönnum verði tekin fyrir sú ráðstöfun Banda- úr landi á sunnudag fyrir að „kynda ríkjamanna frá því á þriðjudag að undir mótmæli gegn stjóminni". vísa Carlos Tunnermann .sendiherra Nicaragua í Bandaríkjunum, og sjö samstarfsmönnum hans úr landi. Til þessa greip Bandaríkjastjóm er Sandinistar ráku Richard Melton, sendiherra Bandarílqanna í Nic- BrTTTTT Stjóm Nicaragua segir að ekki sé rétt að víkja Tunnermann úr landi því hann sé einnig sendiherra Nic- aragua hjá Samtökum Ameríkuríkja en höfuðstöðvar þeirra em í Was- Það var Robert Byrd úr Demó- krataflokknum sem lagði til við Öld- ungadeildina að Sandinistum yrði hótað því að kontra-skæruliðum yrði veitt hemaðaraðstoð. Fram til þessa hefur Byrd barist hatrammlega gegn hemaðaraðstoð við kontra-skæruliða og var hún felld niður snemma á þessu ári. Byrd segist hafa lagt til- löguna fram vegna meðhöndlunar stjómar Nicaragua á þeim sem tóku þátt í mótmælafundinum á sunnudag auk þess sem útgáfa La Prensa, málgagns stjómarandstöðunnar, hefði verið stöðvuð í tvær vikur og útsendingar útvarpsstöðvar kaþólsku kirlq'unnar um óákveðinn tíma. hington. .......................... Fegurðarsamkeppni: Kínveijar og Sovétmenn meðal þátttakenda Fulltrúar frá Póllandi hafa áður tekið þátt í keppninni en fegurð- ardísir frá Kína og Sovétríkjunum hafa aldrei verið meðal þátttak- enda. „Það eina sem við höfum áhyggj- ur af er að héraðskeppni í Sovétríkj- unum ljúki ekki í tæka tíð til að ungfrú Sovétríkin geti tekið þátt í keppninni," sagði Morley m.a. við talsmann Reuters í gær. í för með framkvæmdastjóranum til Póllands er núverandi ungfrú heimur, Ulla Weigerstorfer, sem mun krýna ungfrú Pólland. Fegurðardrottning íslands Linda Pétursdóttir tekur þátt í keppninni í London. BMHMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.