Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 32

Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSHPTI/AIVINNULÍF FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Fyrirtæki Hljóðver hrannastupp Verð á upptökutímum aldrei verið jafn lágt ■*- MIKIL fjölgnn hljóðvera hér lendis undanfarin tvö eða þrjú ár hefur vakið athygli. Þó kastaði fyrst tólfunum í vetur sem leið þegar fjöldi þeirra tvöfaldaðist, en nú iosar fjöldi hljóðvera í Iandinu tvo tugi. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að þeir tónlistarmenn sem áður voru meðal stærstu viðskiptavina gömlu hljóðveranna hafa nú komið sér upp eigin hljóðverum, og beita sér í mörgum tilfellum af fullum krafti í samkeppninni um þann markað sem enn er fyrir hendi. Hefur þetta leitt til harðnandi samkeppni, og spá nú margir að þess sé ekki langt að bíða að hljóðverin fari að týna tölunni. Morgunblaðið/Bjarni SAMKEPPNI — Á myndinni sjást norskir upptökumenn sem hafa verið að vinna fyrir Mezzoforte, ásamt tækjunum í hljóðveri þeirra við Súðarvog. Sagan á bak við upptökur á Islandi Sú var tíðin að allar hljómplötur sem íslenskir listamenn unnu hér- lendis voni teknar upp hjá ríkisút- varpinu. í lok sjöunda áratugarins fór svo Pétur Steingrímsson, nú í Japís, að taka upp hljómplötur, en það var ekki fyrr en árið 1975 að fjölrása hljóðver tók til starfa hér- >. lendis, þegar Hljóðriti í Hafnarfirði opnaði átta rása hljóðver. Fljótlega upp úr því stækkuðu þeir í 24 rásir, og var þá eina sjálfstæða hljóðver landsins, auk átta rása hljóðvers sem Svavar Gests starfrækti í fímm ár. Það var svo árið 1980 að Sigurður Rúnar Jónsson, öðru nafni Diddi Fiðla, opnaði ásamt félögum sínum hljóðverið Studio Stemmu, sem var sextán rása. „Við vorum handvissir um það á þessum tíma að pláss væri fyrir hljóð- .ver af millistærð á markaðnum," ' 'sagði Sigurður í samtali við Morgun- blaðið. Hljóðriti og Stemma voru svo allt að því einráð á markaðnum eftir að Tóntækni Svavars Gests lagði upp laupana í upphafí 9. áratugarins, nema hvað Stuðmenn höfðu hreiðrað um sig í Grettisgati og Axel Einars- son var einnig farinn að dunda sér við upptökur í eigin hljóðveri. Ekki má þó gleyma þeirri starfsemi sem Rúnar Júlíusson hóf í hljóðveri sínu Geimsteini á árunum upp úr 1980. Það var svo ekki fyrr en um 1985 sem hljóðverum tók að fjölga að ráði, þegar íjórir eða fimm aðilar hófu að reka slíka starfsemi. Þá þegar var orðið þröngt um fyrirtækin á þessum markaði, en síðastliðið ártók steininn . • úr. Svo reið bylgjan yfir Þeir sem þekkja til eru sammála um að vildarkjör fjármögnunarfyrir- tækjanna hafi gert útslagið með að svo margir hófu hljóðversrekstur. Þegar sá orðrómur komst svo á kreik að von bráðar yrði farið að tollskylda hljóðverstæki létu margir slag standa, og pöntuðu tæki. Alls hafa rúmlega tíu hljóðver hafið starfsemi undanfarið ár, og eins og áður kem- ur fram er þar um helmingsfjölgun að ræða. Einnig má segja að markað- urinn fyrir þennan rekstur í landinu hafi minnkað í kjölfar hljóðverabylgj- unnar, þar sem aðstandendur margra - „nýju fyrirtækjanna eru hljómsveitir sem áður létu mikið að sér kveða á markaðnum, aðilar eins og Mezzo- forte, Gunnar Þórðarson og_ Skrið- jöklar svo dæmi séu tekin. í þeirri miklu samkeppni sem geisað hefur undanfama mánuði er að finna dæmi um örvæntinguna sem ríkir á þessum markaði. Ónefnt hljóðver hefur opin- berlega boðið magnafslátt af hljóð- verstímum, og flest eru hljóðverin tilbúin til samninga um afslátt og greiðslukjör fyrir stærri verkefni. Hægt er að fá hljóðverstíma á u.þ.b. 600-1.000 krónur, og ef upptöku- maður er tekinn með í reikninginn ætti að vera hægt að sleppa með innan við 1.600 krónur samtals, á meðan slíkir tímar kosta að minnsta kosti tæpar 3.000 krónur í nágranna- löndunum. En hvað segja þeir sem eru orðnir gamlir í hettunni um þessa þróun — sjá þeir fram úr rekstri sínum í dag? Jón Aðalsteinn Jónasson hjá Hljóð- rita vill meina að útlitið á markaðn- um sé svart, og segist reikna með að einhver hljóðver fari að heltast úr lestinni fljótlega upp úr áramót- um. „Þetta er í raun ósköp einfalt reikningsdæmi," sagði Jón Aðal- steinn. „Ef reiknað er með að gefnir séu út 60 plötutitlar á ári, sem sam- svarar útgáfunni í fyrra, og að gerð hverrar þeirra útheimti 160 hljóð- verstíma, sem er ríflega áætlað, fæst að um 10.000 tímar fari í gerð þeirra. Ef svo er reiknað með að um 5.000 stundir séu notaðar í gerð útvarps- auglýsinga, útvarpsleikrita og ann- ars tilfallandi efhis, fæst að um 15.000 hljóðversstundir skiptast ár- lega á milli þeirra rúmlega tuttugu hljóðvera sem eru í borginni, eða um 700 á hvert þeirra. Og miðað við það verð sem tíðkast á hljóðverstímum í dag og þeirra miklu peninga sem kostar að koma sér upp svona bún- aði, þá sér hver maður að í þessu er engin glóra. Og ekki batnar útlit- ið hjá þessum minni hljóðverum ef tekið er með í reikninginn að við hjá Hljóðrita seljum u.þ.b. 3.000 hljóð- versstundir á ári,“ sagði Jón enn- fremur. Hljóðriti annast einnig fjölföldun á tónböndum og myndböndum auk hljóðsetningar á myndbönd, samhliða hljóðupptökunum. Þó sagði Jón að hljóðverin væru og yrðu alltaf burð- arliðurinn í rekstrinum, en Hljóðriti rekur nú tvær hljóðstofur. Þegar Jón var spurður hvort hann teldi að þetta verðstríð hafi komið forráðamönnum nýju hljóðveranna á óvart sagði hann að svo væri ekki. „Það þarf enginn að segja mér það að þessir menn hafi ekki vitað að hveiju þeir gengu. Þeir gátu reiknað með að þurfa að borga tæp- lega hundrað þúsund krónur í af- borganir og vexti á mánuði, sé miðað við lágmarksfjárfestingu að upphæð tvær og hálf milljón, og þó reiknað sé með nokkuð hærra tímaverði en nú tíðkast, þarf að selja u.þ.b. hundr- að tíma á mánuði. Þá er eftir húsa- leiga, viðhald og fleira, að ekki sé minnst á dauðan tíma, þannig að þetta gengur aldrei upp eins og stað- an er í dag. Hins vegar stöndum við það vel að við þurfum aðeins að bíða, því okkar er tíminn." Þarf að veija rétt viðskiptavina betur Sigurður Rúnar hjá Stemmu segir að Stemma hafi reynt að forðast verðstríðið, en að sjálfsögðu hafi það haft áhrif á afkomu fyrirtækisins. „Árið 1985 var Stemmu óvænt sagt upp sínu gamla húsnæði, og var í kjölfar þess óstarfhæft í u.þ.b. ár. Við opnuðum svo aftur í fyrra í gamla ísbjamarhúsinu, og má segja að nýt- ingin á hljóðverinu hafi verið 160—170% fyrstu mánuðina. Hér var bókstaflega unnið dag og nótt.“ Sigurður segir einnig að tækja- búnaður hljóðversins sé með því besta sem gerist á landinu, þeir hafa nýverið tekið í gagnið tölvustýrt hljóðblöndunarkerfí sem iéttir undir með upptökumanni, og auðveldar honum að einbeita sér að verkinu. „Ég vil meina að Stemma njóti virð- ingar vegna þess að aðstandendur þess eru nafnkunnir fagmenn. Stundum fínnst mér sorglegt að hver sem er geti gengið inn af götunni og opnað hljóðver, og síðan klúðrað gjörsamlega þeim hlutum sem við- skiptavinur hans borgar fullt verð fyrir. Það skeður of oft að við fáum í hendumar verkefni sem óhæfír menn hafa farið höndum um, og það er ekki nógu gott að viðskiptavinir hljóðvera séu á þennan hátt vamar- lausir," segir Sigurður ennfremur. „Það er náttúrulega hlægilegt að nokkur maður skuli láta sér detta í hug að fjárfesta fyrir 4 til 5 milljónir í atvinnutæki sem síðan er selt út fyrir minna tímagjald en tepparyk- suga, en einmitt þannig lítur dæmið út fyrir hljóðverseigendur í dag,“ bætir Sigurður við. Því harðari sem samkeppnin hefur orðið, því meira hefur borið á því að mörg hljóðveranna velja þá leið að sérhæfa sig á einhvem hátt, í þeirri viðleitni að tryggja sér fastan mark- aðsgrundvöll. Eitt þessara hljóðvera er Hljóðaklettur, sem er til húsa á Klapparstíg. Magnús Guðmundsson forsvarsmaður þess sagði að þeirra starfssvið einangraðist nú að mestu leyti við útvarpsauglýsingar, og vinna þeir þá jafnt fyrir auglýsendur og auglýsingastofur, auk þess sem þeir hafa unnið við hljóðsetningu fyrir sjónvarp, en þrátt fyrir þessa sérhæfíngu hafa þeir ekki sagt alveg skilið við tónlistarupptökur ýmiskon- ar. „Við höfum forskot á nýju hljóð- verin að því leyti að við erum vel staðsettir miðað við ýmis markaðs- hom, og því má heldur ekki gleyma að við eigum okkar tæki skuldlaus,“ sagði Magnús. „Þau hljóðver sem búa svo vel, og gera jafnframt vel við góða, fasta viðskiptavini, koma tvímælalaust til með að standa upp úr í samkeppninni á komandi mánuð- um. Við vitum til þess að reynt hef- ur verið að stela frá okkur viðskipta- vinum, en ég óttast ekki að nokkrum takist að gera það, svo lengi sem við höldum áfram að leggja upp úr vön- duðum vinnubrögðum. Við höfum varað okkur á því að færast of mikið í fang, við tókum þá ákvörðun að minnka heldur við okkur í tækja- kosti, en hafa þess í stað fullkominn minni búnað. Við eigum nú gott, tölvustýrt upptökukerfí, og tækja- búnaður okkar stendur í raun aðeins skrefi frá digital-upptökutækni. ís- lendingar hafa alltaf hneigst til að gleyma sér í mikilmennskubijálæði. Við höfum reynt að forðast slíkt eft- ir megni, þetta fyrirtæki okkar er hugsað sem atvinnutæki fyrir nokkra menn, og allar breytingar verða að miðast við að þetta atvinnutæki gefí meira af sér og annað ekki,“ sagði Magnús ennfremur. Þegar hann var spurður hvað hann héldi um framtí- ðarhorfur í greininni sagði hann að hann fengi ekki séð að öll þau hljóð- ver sem til eru í landinu nú gætu lifað, nema til kæmi að útlendingar færu að sækja í upptökur hingað. Hvernig standa nýju hyóðverin? Það má vera ljóst af því sem að framan stendur að þeir menn sem þar tala telja framtíð nýju hljóðver- anna síður en svo bjarta. Morgun- blaðið kannaði viðhorf forsvars- manna tveggja nýrra hljóðvera. Hljómsveitin Mezzoforte rekur eigið hljóðver í húsinu nr. 7 við Súð- arvog. Það settu þeir upp fyrst og fremst til eigin nota, en selja út hljóð- versstundir til að afla því aukatekna, og munar þá mest um hljómplötu- upptökur sem þeir stjóma eða taka þátt í sjálfír, en slík verkefni taka þeir aðeins að sér í eigin hljóðveri. Þá sögðust þeir njóta góðs af sam- starfínu við Steina hf., sem er hlut- hafí í fyrirtæki þeirra. Þeir eru sam- mála því sem sagt er hér að ofan, um að það verð sem tíðkast á upptök- utímum hérlendis sé of lágt til þess að hljóðver geti borið sig, og að það kæmi fyrst og fremst til af því að markaðurinn fyrir hljóðverin væri mjög lítill. Þeir sögðu að þeirra hljóð- ver, sem að vísu er búið dýrum tækj- um, þyrfti fulla nýtingu 12 tíma á sólarhring 6 daga vikunnar allt árið ef það ætti að skila viðsættanlegum arði, en því hefðu þeir gert sér grein fyrir í upphafi. Einnig kom fram að hljóðver eins og þeirra hefði ekkert að gera inná útvarpsauglýsinga- markaðinn, þar sem minni og sér- hæfðari hljóðver væru í raun alls ráðandi. Það má af þessu ætla að tilgangur uppsetningar þessa hljóð- vers sé sá að minnka útgjaldaliði hljómsveitarinnar, ef til lengri tíma er litið, en það sé ekki til þess hugs- að að afla meðlimum hennar auka- tekna. „Auðvitað væri það besti kostur- inn, en eins og útlitið er í dag er slíkt íjarlægur draumur," sögðu þeir. Tækin í hljóðveri þeirra kosta líklega um 4 milljónir í dag, og þá er ekki tekið tillit til hljóðfæra. Það var Steingrímur Einarsson sem varð fyrir svörum hjá hljóðverinu Studio Bjartsýni. Hann sagði að það væri hljómsveitin Kan sem stæði á bak við rekstur þess, sem hann vildi meina að gengi nokkuð vel. Hann taldi þó að fjárfesting í tækjum væri hlutfallslega allt of dýr miðað við það verð sem tíðkast á upptökutímum, og til marks um það benti hann á að búnaður þeirra hafí kostað 4-4,5 milljónir. Einnig kom fram að hann er þeirrar skoðunar að það væri ill- mögulegt eða ógerlegt að láta svona rekstur borga sig ef það væri ekki hagsmunaaðili sem stæði að rekstrin- um, eins og i þessu tilfelli, og gæti þannig notið góðs af rekstrinum með því að notfæra sér hann sjálfur. Hvað gerist næst? Það verður spennandi að sjá hver framvindan á hljóðveramarkaðnum verður, en eitt er víst að þar mun engin lognmolla ríkja. Eins og skilja má af þessu greinarkomi, eru flestir þeir sem til þekkja á hljóðveramark- aðnum sammála um að mikil offjár- festing hafi átt sér stað, og að horf- ur séu ekki bjartar. SIEI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.