Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 Faðir okkar. t OLGEIR SIGURVINSSON, lést 12. júli sl. Erla G. Olgeirsdóttir, Guöborg K. Olgeirsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BENEDIKT J. BENEDIKTSSON, Dalbraut21, Reykjavík, lést þann 11. júlí sl. Hann veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 19. júlí kl. 13.30. Magdalena Guðmundsdóttir, Þóra Björk Benedlktsdóttir, Lúövík Einarsson, Gerður Benediktsdóttir, Magnús Pálsson, Rósmarfa Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓREY A. J. GUÐMUNDSDÓTTIR, Stórholti 29, Reykjavfk, er lést í sjúkradeild á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 8. júlí sl., veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 15. júlí, kl. 15.00. Jóna Sveinsdóttir, Sigurður Jóelsson, Jón G. Sveinsson, Elfnborg Pálmadóttir, Unnur Sveinsdóttir, Guðmundur R. Ingvason, barnabörn og barnabarnabarn. ÞóreyAJ. Guðmunds- dóttir—Minning Fædd 16. ágúst 1904 Dáin S.júlí 1988 Hún amma okkar elskuleg er dá- in. Hún lést á sjúkradeild á Elli- og hjúkrurarheimilinu Grund, en þar hafði hún dvalið síðustu fimm árin. Amma hét fullu nafni Þórey Arndís Jóhanna og var fædd á Am- arstapa í Tálknafírði 16. ágúst 1904. Foreldrar hennar voru Guðrún Odds- dóttir Hallgrímssonar prests í Guf- udal á Barðaströnd, og Guðmundur Sturluson Ólafssonar bónda á Bakka í Tálknafirði. Amma fluttist árið 1915 með for- eldrum sínum og systkinum að Suð- ureyri við Súgandafjörð. Að loknu skyldunámi fór hún að vinna fyrir sér eins og þá var siður, en seinna fór hún í húsmæðraskólann á Isafírði. Maki Þóreyjar og afí okkar var Sveinn Kristinn Jónsson frá Innri- Veðraá í Önundarfírði. Hann var fæddur 21. desember 1900 í Tungu í Önundarfírði. Afi lést 21. júlí 1981 í Reykjavík. Þau afí og amma hófu búskap árið 1931, byggðu þau séríbúðarhús á Flateyri við Önundaríjörð, og fluttu þau í það í desember 1933 þar sem þau svo bjuggu allt þar til að þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1960. Afí var skipstjóri á ýmsum bátum sem hann ýmist átti sjálfur eða í félagi við aðra menn allt til ársins 1944, en þá gerðist hann verkstjóri við frystihúsið á Flateyri og var við það állt þar til þau fluttu suður. Amma og afí eignuðust 3 böm, en þau eru: Jóna, fædd 9. desember 1932, kennari í Rvk., búsett í Kópa- vogi, hennar maður er Sigurður Jó- elsson kennari, þau eiga eina dótt- ur; Jón Guðmundur, fæddur 8. apríl 1940, vinnur á skrifstofu Lands- virkjunar í Rvk., búsettur í Garðabæ, hann er kvæntur Elínborgu Pálma- dóttur, þau eiga 5 böm, en eitt er látið; Unnur, fædd 3. júlí 1946, framkvæmdastjóri, búsett í Hafnar- fírði, hennar maður er Guðmundur R. Ingvason forstjóri, þau eiga 5 böm. Samtals eru bamabörnin því 11 og eitt barnabamabam. Við minnumst þess sérstaklega nú, hversu alltaf var gott að koma í heimsókn í Stórholtið til ömmu og afa. Allt var gert til að taka sem best á móti okkur og alltaf flýtti amma sér að baka handa okkur pönnukökur sem okkur fannst þær Björn G. Sigurbjörns- son vélstjóri - Minning t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓSKAR ÓLAFSSON, Iðjumörk 1, Hveragerðl, veröur jarösunginn frá Hverageröiskirkju laugardaginn 16. júlí nk. kl. 14.00. Kristín Þórðardóttir, Eyþór Ágústsson, Ólafur Óskarsson, Adda Hermannsdóttir, Steinunn Óskarsdóttir, Helgi Ársælsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Erlendur Óli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, GUÐRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Nýjabæ, Garði, verður jarðsett frá Útskálakirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14.00. Addbjörg Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, JÓNÍNA SIGURJÓNSDÓTTIR húsfreyja, Byggðarhorni, Sandvikurhreppi, Árnessýslu, sem lést 10. júlí sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 16. júlí kl. 13.30. Jarðsett veröur aö Laugardaelum. Geir Gissurarson, Gissur Geirsson, Ásdís L. Sveinbjörnsdóttir, Úlfhildur Geirsdóttir, Sigvaldi Haraldsson, Hjördfs Geirsdóttir, Þórhallur Geirsson, Gfsli Geirsson, Ingibjörg K. Ingadóttir, Brynhildur Geirsdóttir, Kristján Einarsson, barnabörn og barnabarnabarn. í dag verður til moldar borinn Bjöm Guðmundur Sigurbjömsson, elskulegur afi okkar. Hann var fæddur 8. júní 1913 á Ökrum, Haganeshreppi, Fljótum. Foreldrar hans voru Friðrika Símonardóttir og Sigurbjöm Jós- epsson. Fluttust þau síðár að Lang- húsum í Fljótum. Friðrika og Sigur- bjöm eignuðust sjö böm en létust tvo þeirra í bemsku'. Afi var tekinn ungur í fóstur til hjónanna Guðrúnar Símonardóttur og Bjöms Sölvason, sem bjuggu á Hamri í sömu sveit. Afí var oft kenndur við þann stað, þ.e. Bjöm frá Hamri. Guðrún var móðursystir afa. Guðrún og Bjöm eignuðust böm, sem öll létust við fæðingu. Var það því blessun fyrir þau að fá þennan litla dreng, ásamt fleiri bömum, sem þau gengu í foreldra- stað. Bjöm og Guðrún fluttust til SigluQarðar 1918 og þar ólst afi upp í húsi, sem fóstri hans byggði við Suðurgötu 39. Geta má þess, að móðir okkar er fædd í þessu húsi og var hún mikið hjá gömlu hjónunum sem barn. Afi fór ungur til sjós. Hann var vélstjóri á fískiskipum í mörg ár og fer til Sambandsins eftir 1965 'og var lengst af á ms. Mælifelli og ms. Hvassafelli þangað til hann lét af störfum árið 1978. Hann kvæntist Bergþóru Bald- vinsdóttur árið 1936 og eignuðust þau þijú böm, þau Sigríði, Fjölni og Matthías, en Matthías lést af slysforum aðeins þrettán ára gam- all. Var það þeim mikill harmur. Amma og afí slitu samvistir árið 1949. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, Hrfsatelg 35, lést af slysförum 13. júlí. Jarðarförin hefur verið ákveðin þriðjudag- inn 19. júlí kl. 10.30 frá Fossvogskirkjugaröi. Magnús Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Andrésson, Áslaug Kolbrún Jónsdóttir, Gunnar Harðarson, Sigrfður Magnúsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega vottaöa samúð við fráfall og útför MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR, frá Syðra-Langholti, Rauðarárstfg 28, Reykjavfk. Vandamenn. t Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vináttu við and- lát og jarðarför móður minnar, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Hátúnl 10, Reykjavfk. Fyrir hönd aðstandenda, Pálmi Pátursson. bestu í heimi. Ekki má heldur gleyma kleinubakstrinum, því að síðustu ár afa hjálpuðust þau hjónin að við hann, og best þótti okkur að fá kleinumar heitar og nýjar. Amma var einstaklega minnug á alla afmælisdaga og merkisdaga hjá fjölskyldu sinni, og er okkur minnis- stætt, er hún hringdi heim til okkar snemma dags til að óska okkur til hamingju með afmælin okkar. Að síðustu viljum við þakka elsku- legri ömmu okkar fyrir allt sem hún var okkur og biðjum henni Guðs blessunar. Hvíli hún í friði við hlið afa. Barnabörnin Eftir að Sigríður móðir okkar og pabbi giftu sig árið 1956 fluttist afí til Reykjavíkur og átti heimili hjá okkur allt til hann lést, þann 7. júlí. Mamma og pabbi reyndust afa mjög vel öll árin og eftir að þau fluttu í Fossvoginn bjó hann í séríbúð í sama húsi og gerði sér þar fallegt heimili. Við kveðjum afa með þesum fáu orðum. Það var oft mikill spenning- ur þegar afí var að koma heim frá útlöndum með sælgæti og ýmislegt annað handa okkur og það var gaman að geta gefíð útlenskt gott- erí, sem margir höfðu aldrei séð áður. Þegar bamabömin fóru að koma, þá var gott að geta bankað á dymar hjá langafa og fá eina heimabakaða köku, en afí var dug- legur að baka. Veikindi sín bar hann með mikl- um kjarki, og ró var yfír lífi hans. í sálmi 121 í Biblíunni em eftirfar- andi orð: „Drottinn mun vemda þig fyrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. Drottinn mun varðveita út- göngu og inngöngu héðan í frá og að eilífu." Við þökkum afa allar stundirnar, sem við fengum að eiga með hon- um. Blessuð sé minning hans. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engií, svo ég sofi rótt.“ Systkinin Geitlandi 37, Bergþóra, Biraa Guðrún og Matthias. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóra blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins i Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Samá gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafíii höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.