Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 55 ÍÞRÖmR FOLX ■ JACK NICKLAUS, golfleik- aranum fræga, tókst að vinna bug á magapínu mikilli, sem hrjáði hann skömmu áður en Opna breska meistaramótið í golfí hófst. Nick- laus fór fyrsta hringinn á 75 högg- um, sem er fjórum höggum yfír pari. Nicklaus sagði að klukku- stund áður en fyrsta höggið reið af hefði hann legið á baðherbergis- gólfínu hjá sér og velt því fyrir sér hvort hann ætti nokkuð að vera að „stressa" sig á þessu. Eftir fyrsta hringinn var Seve Ballesteros í fyrsta sæti með 67 högg og lýsti Nicklaus þessari hringferð hans um gólfvöllinn sem einstakri. ■ PÓLVERJAR sigruðu Bandarikin með tveimur mörkum gegn engu í knattspymulandsleik á dögunum. Það var Roman Kosecki sém skoraði bæði mörk Pólveija. MJUPP Heynckes, þjálfari Bay- ern Milnchen, segist ætla að gera Olaf Thon að hýjum Platini. Thon er nú á sérstökum einkaæfíngum þrisvar í viku. Heynckes ætlar sér að byggja upp nýtt stórlið hjá Bay- ern Mtinchen en segir þó ekki víst, að liðið nái að vinna þýzka meist- aratitilinn næsta vor. Flestir þjálfa- ranna í þýzku 1. deildinni veðja yfírleitt á meistarana Werder Bremen eða Bayem MUnchen. Heynckes telur, að baráttan muni standa milli þessara liða auk Köln- ar og Stuttgart. ■ CHELSEA hefur áfrýjað dómi þeim sem félagið hlaut í kjölfarið á óeirðum sem brutust út eftir leik þess við Middlesborough í mai síðastliðnum. Middlesborough sigraði í leiknum, með þeim af- leiðingum að 102 áhorfendur að Stamford Bridge vom handteknir og 25 lögreglumenn slösuðust. Dómurinn skyldar Chelsea til að borga 75 þúsund sterlingspund og loka öllum áhorfendasvæðum á velli sínum þar sem staðið er, í fyrstu sex leikjum sínum næsta keppn- istímabil. í dómnum var einnig mælt með því að Lundúnafélagið styrkti samband sitt við lögregluna og önnur yfírvöld á staðnum. ■ JOHN MORTIMER fyrrum framkvæmdastjóri Benfica hefur nú snúið eftur til Portúgal og mun taka þar við knattspymufélaginu Balenenses. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Hrafn til liðs við Víking? HRAFN Margeirsson, lands- liðsmarkvörðurinn efnilegi úr ÍR, er að öllum líkindum á leið íherbúðir Víkinga. Hann mun tilkynna félagaskipti innan skamms. ÍR féll niður í 2. deild sl. vetur og hefur Hrafn mikinn hug að vera með í 1. deildar- baráttunni. Eg neita því ekki að það freistar mín mjög að leika með Víking- um. Þeir eru með mjög gott lið og skemmtilegan LogiB. Eiðsson skrifarfrá A-Þýskalandi hóp manna, sem væri gaman að vinna með,“ sagði Hrafn í viðtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Eftir að hafa verið með í 1. deildar- slagnum sl. vetur og leikið með landsliðinu, þá er það lítið spenn- andi að fara að leika aftur f 2. deild. ísland er með eitt af tíu bestu landsliðum heims. Eg hef metnað til að ná lengra með landsliðinu," sagði Hrafn. Víkingar misstu landsliðsmarkvörð- inn Kristján Sigmundsson eftir sl. keppnistímabil - hann lagði skóna á hilluna. Það verður því hlutverk Hrafns að taka við af Kristjáni, sem hefur verið einn besti markvörður ísland undanfarin ár. »> IMjósnað" í Leipzig Þrír landsliðsmenn íslands, Ein- ar Þorvarðarson, Kristján Ara- son og Þorbergur Aðalsteinsson fóru í gær til Leipzig, til að kort- leggja leik Sovétmanna, sem íslend- ingar mæta í dag f undanúrslitum í Magdeburg. Einnig var með í för- inni Davíð Sigurðsson, stjómarmað- urHSÍ, sem tók leikinn upp á mynd- band. Bogdan og strákarnir hans horfa á myndbandið fyrir leikinn gegn Sov- étmönnum og reyna að finna galla í geyststerkri vöm Sovétmanna. „Það verður erfitt að leika gegn þessu sovéska liði. Vamarieikur liðsins er æðislega sterkur og liðið leikur vel sem liðsheild. Þetta er besta lið Sovétmanna sem ég hef séð síðan 1982,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. „Við getum þó lagt Sovétmenn að velli á góðum degi.“ Hrafn Margelrsson. Island - Kína 39 : 19 Aðþjóðlegt handknattleiksmót í A- Þýskalandi. Dessau, fimmtudagur 15. júlí 1988. Gangur leiksins: 1:1, 7:2, 12:4, 17:8, 22:8. 24:8, 83:13, 34:15, 37:15, 37:18, 39:19. Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 10/5, Júlíus Jónasson 7, Guðmundur Guðmundsson 4, Sigurður Gunnarsson 4, Þorgils Óttar Matthiesen 3, Atli Hilmarsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Karl Þráinsson 2, Geir Sveinsson 2, Páll olafsson 2, Atli Hilmarsson 1. Varin skot* Hrafn Margeirsson 7/1, Bryiyar Kvaran 7. Utan vallar: Sex mín. Mörk Kína: Futian Am 5/1, Vian Sun 4, Wie Jia 3, Tabing Li 2, Joung Ku 2, Yuong Wang 1, Fei Sun 1, Ding Liu 1. Varin skot: Via Miao Wang 4, Shuo Shan 1. Utan vallar: Sex mín. Dómarar: Ralf-Ditrick Illert og Georg Zier frá A-Þýskalandi. ■ GONZALEZ var ekki sá eini hjá Real Madríd sem fékk dóm af þessu tagi mildaðan, því framheij- inn hjá þeim, Hugo Sanches fékk þríggja leik bann mildað niður f eins leiks bann. FRJALSAR IÞROTTIR Af ósty rkum taugum orgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ágústi Ásgeirssyni, formanni Frjálsfþróttasambandsins: í annars ágætri frásögn fréttaritara Morgunblaðsins í Skotlandi af land- skeppni Skota, íra og íslendinga í fijáJsíþróttum í Grangemouth um helgina eru mér eignuð ummæli, sem ég kannast ekki nógu vel við og valdið hafa misskilningi. Um fí-ammistöðu landsliðsins er ég látinn segja; „þegar stundin rennur upp og út í keppni er komið, bregð- ur fólki við og það verður taugaó- styrkt." Þvf miður er hér ekki farið rétt með, en ég geri mér svosem ekki grillur út af því þar sem ég veit að góður hugur býr að baki skrifum, hins skozka fréttaritara. Setning þessi hefur hins vegar vald- ið misskilningi hér heima og leitt til rangra ályktana um starf lands- þjálfara FRI. Það er út af fyrir sig eðlileg álykt- un að hér sé um þunga gagnrýni á landsþjálfarann að ræða. En þegar forsendur eru rangar verður niður- staðan skökk. Ekkert er mér jafn fjarri og að setja út á störf Guð- mundar Karlssonar. Þau hefur hann innt af hendi af samvizku og alúð. Hann hefur hvarvetna hlotið góðar viðtökur, ekki sfzt hjá afreksmönn- unum. Reynslan hefur leitt í ljós að ráðning hans var hárrétt. Ég átti langt samtal við fréttaritar- ann þegar um þriðjungur var af keppni. Lét ég í ljós ánægju með mótið og frammistöðu okkar lands- liðsmanna f heild. Sagði ég þetta hentuga keppni fyrir íslenzka lands- liðið og góða reynslu fyrir ungt keppnisfólk þar sem það þyrfti að ganga f gegnum strangt eftirlit- skerfí og tímsetja upphitun og keppnisundirbúning með tilliti til þess. Mótin heima væru lausari í reipunum og þvf öðluðust óvanir keppnismenn mikla reynslu. Væri í raun um smækkaða mynd af al- þjóðlegum stórmótum, s.s. Olympíuleikjum, að ræða. Að lokum vil ég að fram komi að stjórn FRÍ telur keppnina mjög hentuga fyrir landslið okkar og stefnir ótrauð að því að fá íra og Skota til annarrar keppni að ári í írlandi og að löndin reyni með sér hér á landi árið 1990 því fyrst þá sé að vænta keppnisaðstöðu hér á landi, sem boðleg getur talist.“ GLUGGASKREYTINQARMANN vantar TIL FÆREYJA I Þórshöfn, höfuðstað Færeyja, er eina verslunar- miðstöð eyjanna, SMS, eins og við nefnum hana. Húsið, sem er um 9000 fm að stærð, var nýver- ið endurnýjað frá grunni og er í dag sérlega glæsi- leg bygging. 24 verslanir eru í húsinu. En okkurvantarduglegan og hugmyndaríkan gluggaskreytingamann. Því snúum við okkur nú til frænda okkar í norðri. Við óskum eftir manni eða konu, sem býr yfir starfsreynslu og hefurfaglegan metnað, til að sjá um að skreytingar í verslunum séu í sem bestu samræmi við glæsileika „nýju“ SMS, versl- unarmiðstöðvarinnar. Réttum manni/konu bjóðum við góð laun og ókeypis húsnæði; við greiðum flutnings- og ferða- kostnað auk einnar ferðar til íslands á ári hverju. Umsækjendur eru beðnir að senda undirrituðum viðeigandi upplýsingar. Þeir, sem kunna að hafa áhuga, mega gjarnan hringja eftir nánari upplýsingum. SMS Postboks 1057, HOTórshavn, Færöerne. Gissur Patursson, símar 90298 -13041 eða 16932.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.