Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
Ríkisfjármálakafli þjóðhagsspár:
Kaf linn aðeins lýsing á
óumdeildum staðreyndum
-segir Þórður Friðjónsson forsljóri Þj óðhagsstof nunar
ÞÓRÐUR Friðjónsson forsljóri
Þjóðhagsstofnunar segir að
ríkisfjármálakaflinn í endur-
skoðaðri þjóðhagsspá sé ein-
göngu lýsing á tölum og stað-
reyndum og um þær tölur og
staðreyndir sé enginn ágreining-
ur enda gefi þær eðlilega mynd
af stöðu ríkisfjármála. Jón Bald-
vin Hannibalsson fjármálaráð-
herra hefur gagnrýnt ríkisfjár-
málakaflann harðlega á þeim
forsendum að ekki sé gerð grein
fyrir því að greiðslu- og tekjuá-
ætlun fjárlaga geri ráð fyrir
svipaðri stöðu um mitt árið og
nú sé og þvi gefi kaflinn mjög
sverta mynd af stöðu ríkisfjár-
mála.
„Ég sé ekki í fljótu bragði að
saga þessarar greiðsluáætlunar hafi
mikla þýðingu frá sjónarmiði þjóð-
hagsspárinnar,“ sagði Þórður Frið-
jónsson í samtali við Morgunblaðið.
„Við töldum enga sérstaka nauðsyn
á að lýsa því hvernig greiðsluáæti-
unin var á hveijum tíma eða fjalla
sérstaklega um hana, heldur aðeins
setja fram staðreyndimar eins og
þær blasa við. Og það kemur ekki
fram í textanum að það sé eitthvað
virkilega óvenjulegt að gerast mið-
að við það sem áætlanir gera ráð
fyrir,“ sagði Þórður.
Hann sagði Þjóðhagsstofnun
telja að sú mynd, sem dregin er
upp í ágripi af þjóðarbúskapnum,
væri rétt í öllum aðalatriðum miðað
við aðstæður og gefi eðlilega mynd
af stöðu ríkisfjármála. „Það sem
er aðalatriðið í þessu er það að fjár-
lög voru afgreidd með 26 milljóna
króna tekjuafgangi. Samkvæmt
endurskoðun fjárlaga, sem fjár-
málaráðuneytið gerði í apríllok, var
reiknað með 53 milljónum í tekjuaf-
gang. Ný endurskoðun í lok maí
leiddi það í ljós að það yrði 483
milljóna króna halli á ríkissjóði, og
samkvæmt nýjum tölum frá fjár-
málaráðuneyti er áætlað að hallinn
verði 573 milljónir á árinu.
Hallinn fyrstu fimm mánuðina
var 3,7 milljarðar og við leggjum
aðeins áherslu á það eitt í texta
þjóðhagsspár að ljóst sé að erfitt
verði á síðari hluta ársins að hala
inn þennan halla frá fyrri hluta
ársins. Ég held að það liggi í augum
uppi að það er ekki létt verk,“ sagði
Þórður.
Aðspurður um þær áætlanir fjár-
málaráðuneytis að tekjur skiluðu
sér aðallega á síðari hluta ársins
meðan útgjöldin félli aðallega á
fyrri hluta og mitt ár, sagði Þórður
að ef litið væri á afkomu ríkissjóðs
bæði árin 1986 og 1987 hefði hún
verið svipuð um mitt árið og nú
væri. Bæði árin hefði niðurstaðan
orðið mikill halli á ríkissjóði en nú
væri stefnt að nær hallalausum
ríkisrekstri. Miklar breytingar
hefðu verið gerðar á tekjuöflunar-
kerfinu með útvíkkun söluskatts og
staðgreiðslu skatta, og það gæti
að sjálfsögðu breytt tekjumynstrinu
yfir árið, og haft það í för með sér
að síðari hluti ársins komi betur
út, en um þetta vissi menn ekki
mjög mikið. Það skipti síðan miklu
máli hvenáer ráðuneytið ynnir af
hendi ýmis framlög, og það gæti
verið skýring á þessum mrkla halla
á fyrri hluta þessa árs að þessi
framlög komi fyrr á árinu en áður.
Nýja ferðakortið, sem Landmæl-
ingar íslands gáfu nýlega út
bætt og endurskoðað.
Landmælingar
Islands:
Ný útgáfa af
ferðakorti
LANDMÆLINGAR íslands
sendu nýlega frá sér nýja útgáfu
af ferðakortinu svokallaða yfir
ísland. Kortið, sem er endurskoð-
að og bætt frá fyrri útgáfum,
er prentað í sex litum samkvæmt
nýjum staðli og er í mælikvarða
1:500.000. Öll veganúmer eru
merkt á kortið auk vegalengda
milli staða.
Rekja má sögu Landmælinga ís-
lands aftur til síðustu aldamóta
þegar landmælingadeild danska
herforingjaráðsins hóf kortagerð
hér á landi, en því verki lauk Geod-
ætisk Institut árið 1944. Landmæl-
ingar Islands voru áður deild innan
Vegagerðar ríkisins en urðu sjálf-
stæð stofnun árið 1956. Útgáfurétt-
ur allra þeirra korta, sem Danir
gerðu af íslandi, er nú í höndum
Landmælinga íslands og hafa þau
verið endurskoðuð og endurútgefin
reglulega síðan.
Helstu verksvið stofnunarinnar
eru kortagerð, kortaútgáfa, land-
mælingar, loftmyndataka og önnur
tengd verkefni. Starfsmenn eru á
þriðja tug.
□
FARSIMINN
ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR
□ Sérstaklega hannaður til
hnjask
□ 100 númera minni
□ Hægt að nota tvö símtól á sama
tæki án aukabúnaðar
□ Meðfærilegur og nettur
□ Tveggja ára ábyrgð
VANDAÐAN TÆKNIBUNAÐ OG SKYRAN HLJOM
að þola □ Sérhannaður fyrir framtíðar-
möguleika á tengingu við telefax
og fotofax
□ Viðurkennd viðgerðaþjónusta
Staðgreiðsluverð frá kr. 120.900,-
(Stofngjald til Pósts og síma kr. 9.125)
0
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Simi 695500
1