Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 -U Verðlagsráð heimilar hækkanir: Bensín, sement, leigu- bílar og innanlands- flug hækka um 5-9% Bensínlítrinn hækkar í 36,60 VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á fundi sínum á miðvikudag- að heimila hækkanir á gasolíu um 3,4%, bensíni um 6,7%, svartolíu um 6,8%, sementi um 9%, gjald- skrá sendi- og leigubíla um 5% og far- og farmgjöld i innan- landsflugi um 8%. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlags- stjóra eru hækkunarheimildir þessar byggðar á kostnaðar- hækkunum innanlands að und- anförnu. Verðlagsráð heimilaði hækkun á bensínlítra úr 34,30 krónum í 36,60 eða um 6,7%. Olíufélögin höfðu farið fram á 7% hækkun. hækkun á sementi. Þá var heimil- uð 5% hækkun á gjaldskrá sendi- og leigubíla, en þeir sóttu um 10% hækkun. Gjaldskrá leigubíla hækkaði síðast í mars á þessu ári um 11% og þar áður í ágúst á síðasta ári um 9,4%. Ennfremur var heimiluð 8% hækkun á far- og farmgjöldumí innanlandsflugi. Aðspurður sagði Georg Ólafs- son að Verðlagsráð hefði verið sammála um að eðlilegt væri að heimila ofangreindar hækkanir í ljósi þeirra kostnaðarhækkana, sem orðið hefðu hér á landi að undanfömu. Forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, hefur ver- ið á ferð um Vestfirði að undanförnu, heimsótt fiskvinnsluhús og rætt við forvigismenn útflutn- ingsfyrirtækja. Myndin var tekin á fundi Þor- steins með Flateyringum í gærmorgun en síðar um daginn hélt forsætisráðherra til Þingeyrar og kom til Bíldudals undir kvöld. Morgunblaðið/Magnea Forsætisráðherra fundarmeð Flateyringum Samkvæmt heimild Verðlagsráðs hækkar gasolía úr 8,90 krónum í 9,20 lítrinn, eða um 3,4%, en farið var fram á 10% hækkun. Svartolía hækkar úr 6.600 krónum tonnið í 7.050 krónur eða um 6,8% en óskað var eftir 9% hækkun á svart- olíu. Bensínverðið skiptist þannig að cif-innkaupsverð er 6,24 krón- ur, opinber gjöld 23,52 (þ.e. 64% af heildarverði), dreifíngarkostn- aður 5,72, flutningsjöfnunargjald 74 aurar og tillag til innkaupajöfn- unarsjóðs 38 aurar, samtals 36,60 krónur lítrinn. Sjálf álagningin hækkar, samkvæmt ofangreindri heimild Verðlagsráðs, á bensíni um 5,7%, en álagning á gasolíu hækkar um 10% miðað við sex mánaða tímabil. A fundinum samþykkti Verð- • lagsráð einnig að heimila hækkun á sementi um 9%, sem þýðir um 4 til 5% hækkun á steypu þar eð sement vegur tæplega helming í steypuverði. Farið var fram á 12% Sápa í Geysi GEYSISNEFND hefur ákveðið að setja sápu í Geysi í Haukadal kl. 15 á morgun, laugardag. Ef veðurskilyrði eru hagstæð má reikna með gosi úr hvemum nokkru seinna. Ætlunin er að setja sápu í Geysi á nýjan leik laugardaginn fyrir verzlunarmannahelgi, þ.e. 30. júlí. Erlend lán til fjárhagslegrar endurskipulagningar: Ekki verjandi að ráðstafa fénu samkvæmt tillögum bankanna - segir Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra TILLÖGUR viðskiptabankanna, um skiptingu á þeim eina millj- arði króna sem fyrirtæki I út- flutnings- og samkeppnisgrein- um fá að taka að láni erlendis, eru um að rúmlega 93% af láns- upphæðinni fari til fyrirtækja í fiskiðnaði, iðnfyrirtæki í sam- keppnisgreinum fái 6-7% en ekk- ert fari til iðnfyrirtækja I út- flutningsiðnaði. Friðrik Sophus- son iðnaðarráðherra segir að ekki sé veijandi að ráðstafa þess- um fjármunum eins og tillögur bankanna gera ráð fyrir, nema viðskiptaráðherra hafi í hyggju sérstakar aðgerðir fyrir iðnað- bönkunum að gera tillögur um láns- upphæðir til viðskiptavina sinna. Tillögur bankanna lágu fyrir í byij- un vikunnar og kynnti viðskiptaráð- herra þær á ríkisstjómarftmdi á þriðjudag en hann hefur úrslitavald um lánsheimildimar. Tillögur bankanna gera ráð fyrir að fyrirtæki í fiskiðnaði fái rúm 93% af áðurgreindri upphæð, að iðnfyr- irtæki í samkeppnisiðnaði fái f sinn hlut tæp 7% en fyrirtæki f útflutn- ingsiðnaði ekkert. í samtali við Morgunblaðið sagði Friðrik Sophus- son iðnaðarráðherra að ef litið væri á hlutdeild samkeppnis- og útflutn- ingsiðnaðarins í vergri iandsfram- leiðslu, væri hún að minnsta kosti jafn stór og hlutdeild sjávarútvegs- ins. Og þegar tillit væri tekið til þess, að atvinnugreinin ætti við samskonar vanda að etja og sjávar- útvegurinn, þá væri ekki veijandi að ráðstafa þessum fjármunum eins og tillögur bankanna gera ráð fyr- ir, nema viðskiptaráðherra hefði í hyggju að efna til sérstakra að- gerða fyrir iðnaðinn. Friðrik sagði að þegar aðeins væri litið á lánveitingar til útflutn- ingsgreinanna virtist ekki óeðlilegt að sjávarútvegurinn fengi 80% og iðnaðurinn 20% en í þessu tilviki væri gert ráð fyrir að sjávarútveg- urinn fengi allt. Friðrik sagðist hafa óskað eftir upplýsingum frá viðskiptaráðuneyt- inu um hlutfall iðnfyrirtækjanna í fyrirliggjandi umsóknum, en bank- amir hefðu haft þá yfírlýstu steftiu að sniðganga iðnfyrirtækin. Víglundur Þorsteinsson, formað- ur Félags fslenskra iðnrekenda, sagði við Morgunblaðið, að það væri ljóst að iðnaðurinn væri með öllu sniðgenginn í þessum tiliögum bankanna. Því væri spuming hvort hvort ekki ætti að líta á þennan milljarð sem sjávarútvegsmál og iðnaðurinn yrði að fá sérúrlausn eins og Sambandið. inn. Ríkisstjómin hefur heimilað að fyrirtæki í útflutnings- og sam- keppnisgreinum fái að taka 1 millj- arð króna að láni erlendis til §ár- hagslegrar endurskipulagningar. Umsóknir frá fyrirtækjum um er- lendar lántökur námu alls um 7,5 milljörðum og fól viðskiptaráðherra Valur Arnþórsson ráðinn bankastjóri Landsbankans Morgunblaðið/KGA Aðlokinni frumsýningu Samiska kvikmyndin Leiðsögumaðurinn var frumsýnd fyrir full- um sal i Regnboganum í gærkvöld en meðal frumsýningargesta var forseti íslands. Á myndinni eru f.v. Nils Gaup, leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur, Vigdís Finnbogadóttir, for- seti íslands, Helgi Skúlason, sem leikur eitt aðalhlutverkanna, John M. Jacobsen, framleiðandi myndarinnar, og Jón Ragnars- son, eigandi Regnbogans. VALUR Arnþórsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri og stjómarformaður Sambands islenskra samvinnufé- laga, var i gær ráðinn banka- stjóri Landsbankans, frá og með 1. janúar næstkomandi, en þá lætur Helgi Bergs af störfum. Ráðningin var samþykkt í banka- ráði Landsbankans með fjórum atkvæðum en einn sat hjá. í samtali við Morgunblaðið sagði Valur að það hefði verið mikil og erfið ákvörðun að láta af starfí kaupfélagsstjóra KEA, sem hann hefur gegnt í 17-18 ár, og taka við bankastjórastöðu í Landsbanka ís- lands. Valur mun einnig láta af öll- um öðrum störfum fyrir Samvinnu- hreyfinguna. Aðspurður um gagnrýni vegna mögulegra hagsmunaárekstra, þar sem Sambandið er stærsti við- skiptavinur Landsbankans, sagði Valur að ekki væru frekar hags- munatengsl í þessu tilfelii en varð- andi hvem þann.mann sem ráðinn hefði verið í starf bankastjóra. „Menn eru sífellt að skipta um störf og þegar menn taka við nýju starfi þá taka þeir við nýjum skyldum og ljúka þá sínum fyrri skyldum. Ég hef fyrst og fremst verið stjómandi stórs fyrirtækis um langa hríð og fer núna að stjóma öðru stóru fyrir- tæki og í mínum augum er fyrst og fremst um fagleg viðfangsefni að ræða,“ sagði Valur. Þegar Valur var spurður hvort líta mætti á hann sem fulltrúa at- vinnureksturs í dreifbýlinu í banka- stjóm Landsbankans sagði hann að ekki mætti líta svo á að hann væri sérstakur fulltrúi hagsmunahópa, landshluta, eða atvinnugreina. „Það er hins vegar ljóst að Landsbankinn er lang þýðingarmesti viðskipta- banki þjóðarinnar og hann hefur gegnt grundvallarhlutverki í því að þjóna atvinnuvegum landsmanna varðandi bankafyrirgreiðslu. Til þess að bankinn geti gegnt því hlut- verki áfram verða landsmenn að sýna honum traust og það liggur því í augum uppi að almenningur eflir eigin hag með því að efla Landsbankann. Það hlýtur að vera höfuðviðfangsefnið að Landsbank- inn geti veitt atvinnuvegunum bankaþjónustu og þá að sjálfsögðu einnig, og ekki síst, grundvallarat- vinnuvegunum sem eru einmitt staðsettir á landsbyggðinni. Ég vona það vissulega að landsbyggðin eigi áfram góða samleið með Lands- bankanum," sagði Valur. Samband íslenskra bankamanna ítrekaði í gær ályktun frá 29. októ- ber sl. þar sem því er mótmælt harðlega að bankastjórar séu pólitískt ráðnir eftir ákvörðun stjórnmálaflokka. Valur á sæti í Valur Arnþórsson. framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins. Valur sagðist ekki hafa séð þessa ályktun stjórnar Sam- bands bankamanna en bæri fulla virðingu fyrir þeim samtökum. Hinsvegar hefði bankaráð Lands- bankans ráðið sig í þessa stöðu og það væri bankaráðsins að gera grein fyrir því, eftir því sem það kærði sig um, hvaða forsendur réðu því vali.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.