Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
~1
ffclk í
fréttum
ROD STEWART
Fjölskyldan framar
öllu
KRISTÍN
DAVÍÐSDÓTTIR
Starfar á
sjúkrahúsi
íThaiIandi
Nýlega lagði Kristín Davíðs-
dóttir hjúkrunarfræðingur
af stað til Thailands þar sem
hún mun dvelja næstu sex mán-
uði við störf á sjúkrahúsi. Þetta
sjúkrahús er á vegum alþjóða-
ráðs Rauða krossins og er í
flóttamannabúðum í Khao-I-
Dang við landamæri Kampútseu
og Thailands.
Kristín hefur áður fengist við
hjúkrunarstörf við svipaðar að-
stæður en þá fór hún til Eþíópíu
á vegum Hjálparstofnunar
kirkjunnar.
Sjúkrahús Rauða krossins í
Khao-I-Dang er skurðsjúkrahús
og tekur u.þ.b. 100 sjúklinga.
Auk erlendra sendifulitrúa, sem
eru læknar og hjúkrunarfræð-
ingar, er starfsfólkið flest úr
hópi flóttamanna sem hafa hlot-
ið þjálfun hjá sendifulltrúum
sem eru frá ýmsum landsfélög-
um Rauða krossins. Kristín er
tuttugasti og fyrsti sendifulltrú-
inn sem Rauði kross íslands
i sendir til starfa á vegum Rauða
krossins í Thailandi.
Enn eru yfir 200 þúsund
manns í flóttamannabúðum við
landamæri Kampútseu og á
annað hundrað þúsund flótta-
menn eru annars staðar í Thail-
andi. Af þessum fjölda eru 85
þúsund flóttamenn frá Laos, 27
þúsund frá Kampútseu og 7
þúsund frá Víetnam. Þessi
gífurlegi fjöldi flóttamanna sem
hafa fengið bráðabirgðahæli í
Thailandi eru u.þ.b. 80% allra
indó-kínverskra flóttamanna í
Suðaustur-Asíu.
Kristín Davíðsdóttír hjúkr-
unarfræðingur er nú stödd í
Thailandi þar sem hún vinn-
ur á vegum Rauða krossins
á sjúkrahúsi i flóttamanna-
búðum.
Flestir þeirra sem dvelja í
flóttamannabúðunum við landa-
mærin hafa verið þar um árabil
og margir eygja ekki möguleika
á því að komast burt. Thailand
er fátækt land og á i erfiðleikum
með að ráða fram úr málefnum
flóttamannanna.
Stjórnvöld í landinu hafa að
undanfomu hótað að koma í veg
fyrir frekari straum flótta-
manna inn fyrir landamærin sín.
Að sögn Hildar Magnúsdóttur
hjúkrunarfræðings, sem hefur
verið í Thailandi síðustu 6 mán-
uði, hyggjast stjómvöld færa
búðirnar nær hættusvæðinu.
Það er því ljóst að erfiðleikar
þessa fólks munu enn aukast á
næstunni.
Það hefur sjaldan verið logn í
kringum Rod Stewart í gegn-
um tíðina. Nú hefur karlinn hins-
vegar róast nokkuð og hugsar fyrst
og fremst um fjölskylduna og böm-
in sín.
Rod var lengi vel giftur Alönu
Hamilton Stewart og eignaðist tvö
böm með henni. Hjónabandið gekk
ekki upp, þau skildu að borði og
sæng og Alana fékk bæði bömin.
Rod býr í Bandaríkjunum þrátt
fyrir að hann hefði helst kosið að
flytja heim til Englands. Alana býr
í Los Angeles og þar em börnin
an, í skóla.
degi og fer með þau heim til Alönu.
Hann getur ekki hugsað sér að
flytja til Englands næstu 10 árin
því að þá getur hann ekki hitt böm-
in sín eins oft. Hann ætlar ekki að
flytja fyrr en Kimberley og Sean
eru komin af skólaaldri.
í Englandi hefur Rod samt sem
áður þegar fjárfest í stóm húsi sem
hann hefur innréttað að eigin
smekk. Hann kemur oft til Eng-
lands til að hitta fjölskyldu sína sem
honum þykir mjög vænt um.
Eftir að Rod og Alana skildu,
hitti Rod fyrirsætuna Kelly Em-
berg. Þau eiga saman 11 mánaða
dóttur sem heitir Ruby og
Efri mynd: Rod Stewart ásamt Kelly
Emberg og dóttur þeirra, Ruby. Neðri
mynd: Rod er orðinn leiður á
sukkinu og hugsar nú mest um börnin
sín og tilvonandi eiginkonu, Kelly
Emberg.
UNGMENNASAMBAND
VESTUR-SKAFTA-FELLSSÝSLU:
Lengsta grinda-
hlaup
Islandssögunnar
Félagar í Ungmennasambandi
Vestur-Skaftafellssýslu
öfluðu §ár fyrir skömmu með því
að hlaupa grindahlaup milli sýslu-
marka í austri og vestri, eða um
180 km langa leið.
Tilgangurinn var að safna
áheitum til að kaupa grinda-
hlaupsgrindur fyrir sambandið, en
vegalengdin var 500 m á milli
grinda. Aheitasöfnunin gekk vel
og einnig var gefið út blað af sama
tilefni.
Páll Pétursson framkvæmda-
stjóri USVS sagði í samtali við
Morgunblaðið að blaðið hefði verið
geflð út í 5.500 eintökum og dreift
í öll hús á Suðurlandi. Sagði Páll
að Ungmennasambandið hefði no-
tið aðstoðar Ama Johnsens og
Unnar Stefánsdóttur í þessu sam-
bandi.
Félagar úr hinum ýmsu ung-
mennafélögum skiptust á að
hlaupa, en bílar óku stöðugt með
grindur fram fyrir hlauparana.
Hlaupið hófst kl. 7 að morgni
á miðjum Skeiðarársandi. Félagar
úr UMF Ármanni hlupu fyrst, en
vestan við Kirkjubæjarklaustur
bættust við félagar úr Meðallend-
ingi sem er minnsta félagið innan
USVS.
Veður var gott alla leið út í
Skaftártungu, en þá fór að hvessa
úr vestri. Var þá um sinn hlaupið
í strekkingi og moldroki en það
voru félagar úr Skafta sem hlaupu
þá leið. A hluta Mýrdalssands var
hlaupið í sandroki en síðan var
renniblíða. Félagar úr Drangi
hlupu að Hvammsá en endasprett-
inn hlupu félagar úr Ungmennafé-
laginu Dyrhólaey og luku þeir
hlaupinu á Sólheimasandi í úða-
rigningu þannig að flestar gerðir
veðurs höfðu komið við sögu.
Alls hlupu 65 í hlaupinu sem
tók 12 klukkustundir. Páll sagði
USVS vilja þakka Skaftfellingum
fyrir aðstoðina og góðar undirtekt-
ir því með þessu móti tókst að
saftia fyrir nær öllum hlaupagrind-
unum.
COSPER
Mér þykir þetta leitt, læknir, en konunni minni er batnað.