Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 19 Alexander Jóhannsson við komu kjameðlisfræðingsins Nielsar Bohr hingað til lands. af berklaveiki og fór því til Vest- mannaeyja sér til heilsubótar, til móðursystur sinnar (móður Óskars Bjamasen, sem síðar varð fyrsti umsjónarmaður Háskólans). Sigldi síðar til Hafnar og fékk læknis- leyfí að halda áfram námi með aðgát. Hann lauk meistaraprófí í þýsk- um fræðum og indógermanskri samanburðarmálfræði árið 1913, hélt þá til Þýskalands og lagði stund á þýskar bókmenntir. Tveim- ur árum síðar lauk hann doktors- prófí í Halle, og hét ritgerð hans Die Wunder in Schillers „Jungfrau von Orleans. “ Hélt hann nú heim til íslands og naut til þess nokkurs styrks frá Alþingi að halda fyrir- lestra í þýskum fræðum. Hófst þá merkur starfsferill hans, eins og lýst hefur verið. Það var sérstakt áhugamál Alexanders Jóhannessonar að kynna íslenskan kveðskap á þýsku málsvæði. í fyrsta sinn birti hann þýska þýðingu sína á íslensku kvæði árið 1916, og síðasta bókin hans, sem kom út 1965, nokkrum vikum áður en hann andaðist, voru þýskar þýðingar hans á íslenskum ljóðum frá Hallgrími Péturssyni til vorra daga, Gru aus Island. Úber- setzungen islándischer Gedichte. VI Alexander Jóhannesson var ókvæntur framan af ævi, en hann bjó rausnarlega á Vonarstræti 4, þar sem nú er til húsa Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. I des- ember 1934 gekk hann að eiga Hebu Geirsdóttur vígslubiskups á Akureyri Sæmundssonar, hina mestu sæmdarkonu. Bjuggu þau sér rausnarheimili, sem gesturinn fann að var hlaðið andlegri orku. Dr. Alexander var hár maður vexti og reisn yfír fasi hans. Það var höfuðeinkenni hans hve fljótur hann var að taka ákvarðanir, og framkvæmdir skyldu hefjast strax. Hann lifði iðnu og verkmiklu fræði- mannslifí og tengdi vísindin lífsnauðsynjum íslensku þjóðar- innar. Alexander Jóhannesson „var mikill maður“ segir einn nemenda hans, dr. Halldór Halldórsson, prófessor, í Andvaragrein. Ekki er síður um vert að hann var hlýr maður. Mönnum þótti vænt um hann, bæði nemendum og sam- starfsmönnum. Mig langar að ljúka þessum fá- tæklegu orðum mínum á því að vitna til orða Alexanders Jóhann- essonar sjálfs í Stúdentablaðinu 1. desember 1930: „Háskólinn íslenski átti að verða miðstöð íslenskrar menningar. Hann á að vernda og viðhalda öllu því besta sem til er í íslensku þjóðareðli, en um leið veita holl- um straumum erlendrar menn- ingar yfír landið. „Hann á að vera hinn sílogandi viti, er sendir birtu yfir gjörvallt ísland, inn til afdala og til ystu annesja." Höfundur er prófessor við Guð- fræðideild Háskóla íslands. Alexander Jóhannesson fyrrverandi háskólarektor Alexander Jóhannesson, pró- fessor og fyrrverandi rektor Há- skóla íslands, var allt í senn hug- sjónamaður, fræðimaður og at- hafnamaður. Verkin tala og segja sögu þessa óvenjulega manns sem skildi mikilvægi ftjáls háskóla fyrir þjóðlífið og með hvaða hætti Háskóli íslands gæti örvað bæði menningarlíf og atvinnulíf þjóðar- innar. Stofnun Happdrættis Há- skóla íslands var lyftistöngin sem gerði háskólanum kleift að verða sjálfbjarga í byggingarmálum en ekki háður pólitísku veðurfari á hvetjum tíma. Á þessum tveimur áratugum frá andláti Alexanders Jóhannes- sonar hefur Háskóli íslands vaxið og styrkst á öllum sviðum. Þessi ötuli athafnamaður sæi nú að margir draumar hans hafa orðið að veruleika. Hann sæi þróttmikl- ar rannsóknastofnanir með fjölda vísindamanna sem afla stöðugt nýirar þekkingar og veita henni út til íslensku þjóðarinnar og á alþjóðavettvang. Hann sæi blóm- lega akademíska starfsemi, dugmikla kennara og metnaðar- fulla kandídata sem fullir eftir- væntingar halda á vit framtíðar- innar. Háskóli íslands hefur vissulega þróast í þá veru sem vonir Alex- anders Jóhannessonar stóðu til. 'Háskóli íslands er bijóstvöm íslenska lýðveldisins, hlutverk hans er ekki aðeins kennsla og rannsóknir, það er jafnframt stöð- ug barátta fyrir sjálfstæði íslend- inga, fyrir menningarlegu, efna- hagslegu og stjórnmálalegu sjálf- stæði, baráttan gegn valdbeitingu og kúgun í hvaða mynd sem hún birtist. Háskóli íslands stendur í mik- illi þakkarskuld við þennan mikil- hæfa mann og mun minningu hans haldið á lofti í sögu háskól- ans. Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla Islands. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Sumartónleikar í Skálholtskirkju Manuela Wiesler og Einar G. Sveinbjörnsson munu leika á sumartónleikum í Skálholts- kirkju nú um helgina. Tvennir tónleikar verða haldnir laugar- daginn 16. júlí. Fyrri tónleikam- ir hefjast kl. 15 og þeir síðari kl. 17. Efnisskrá síðari tónleik- anna verður síðan endurtekin á tónleikum sunnudaginn 10. júlí kl. 15. Messað verður í Skálholts- kirkju á sunnudag kl. 17. Á fyrri tónleikum laugardagsins mun Manuela Wiesler flytja verk fyrir einleiksflautu eftir Stettholm, Báck og Holmbor. Á seinni tónleik- um laugardagsins flytur Einar G. Sveinbjömsson tvö verk fyrir ein- leiksfíðlu, þau eru Partíta í h-moll- BWV 1002 eftir Bach og Ballade op. 27 eftir Ysaye (YSAYE). Tón- leikunum lýkur síðan á verki eftir Birtwistle sem þau Manuela og Ein- ar leika saman. Manuela Wielser og Einar G. Sveinbjömsson er nær óþarft að kynna íslenskum tónlistarunnend- um. Manuela hefur leikið á sumar- tónleikunum frá upphafi þeirra, en þetta er í þriðja sinn sem þau hjón- in leika hér saman. Þau koma hing- að frá Svíþjóð gagngert til að halda þessa tónleika, en Einar er um þess- ar mundir leiðbeinandi við Alheims- hljómsveit unglinga (World Youth Orchestra). Messað verður í Skálholtskirkju sunnudaginn 17. júlí kl. 17. Prestur er séra Guðmundur Óli Ólafsson og organisti er Hilmar Öm Agnarsson Manuela Wiesler og Einar G. Sveinbjörnsson. en Manuela og Einar munu einnig flytja tónlist við messu. Áðgangur að tónleikunum er ókeypis að venju og stendur kirkjan öllum opin. Kaffiveitingar eru veittar í lýð- háskólanum og áætlunarferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni á sunnu- dag kl. 13 og til baka kl. 17.45 sama dag. (Fréttatílkynninsr) Ferð á Biskupstungnaafrétt Sunnudaginn 17. júlí fer Hið íslenska náttúrufræðifélag dags- ferð um Biskupstungnaafrétti. Lagt verður af stað frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 9.00 árdeg- is og áætlað að koma þangað aftur um kvöldmatarleytið. Fólk hafí með sér dagsnesti. Allir eru velkomnir. Leiðsögumenn verða Ólafur Am- alds jarðvegsfræðingur og Ása Ara- dóttir líffræðingur. Ætlunin er að skoða gróður- og jarðvegsleifar á afréttiiíum og huga að uppblásturssögu svæðisins. Staldrað verður við nokkur jarð- vegssnið þar sem ræddir verða ýmsir þeir eiginleikar íslensks jarð- vegs sem hafa áhrif á jarðvegseyð- ingu. Birkileifar við Brunnalæki verða kannaðar og hugað að göml- um kolagröfum. Á fáum afréttum landins hefur orðið jafnmikil jarðvegseyðing og á Biskupstungnaafrétti. Nú er svo komið að fáar torfur sitja eftir á þeim hluta afréttarins sem er fyrir sunnan Bláfellsháls. Þessar torfur em enn að blása en talið er að af- rétturinn hafí að mestu verið gróinn fyrr á öldum og birkikjarr hafí ver- ið útbreitt þar. (Fréttatilkynning) BÍ#mi«IÍlfclEÍ€E€€g BEEtIEJUICE Tlic Namc In Laughtcr FromThc Hcrcaftcr K W \v M Nafn mitt er Beetlejuice og nú er ég kominn til íslands, sem er annað landið í röðinni er ég heimsæki. Þannig segja þeir hjá Bíóhöllinni og Bíóborg- inni að ég sé Evrópu- frumsýndur á íslandi. Þið eigið það svo sann- arlega skilið að fá mig svona fljótt í heimsókn til íslands. BEETLEJUICE SEGIR GÓÐA SKEMMTUN! SÝNDKL. 5-7-9 -11 ' PG PARFNIAL GUIOANCE SUGGESTFO -2 JLU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.