Morgunblaðið - 15.07.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
39
Aformum um hækkun
olíuverðs mótmælt
STJÓRN Útvegsmannafélags
Suðurnesja samþykkti á fundi
sínum þann 12. þessa mánaðar,
mótmæli við áformum um hækk-
un olíuverðs um 10%. Enginn
grundvöllur geti verið fyrir slíkri
hækkun á sama tíma og olíuverð
lækki erlendis.
Ályktun fundarins hljóðar svo:
„Stjórn Útvegsmannafélags Suður-
nesja mótmælir harðlega þeim
áformum, sem virðast vera uppi um
hækkun á olíuverði til fiskiskipa.
Stjórn Útvegsmannafélags Suður-
nesja sér ekki að raunhæfur grund-
völlur sé fyrir 10% hækkun á olíu
hér heima þegar lækkun á sér stað
á sama tíma á Rotterdammarkaði
úr 144 dollurum tonnið í 125 doll-
Stjórn Útvegsmannafélags Suð-
umesja bendir á að olíufélögin hag-
ræði í rekstri sínum á sama hátt
og krafa er gerð um gagnvart sjáv-
arútveginum. Að öðru leyti tekur
stjóm Útvegsmannafélags Suður-
nesja undir þau sjónarmið, sem
fram koma í Morgunblaðsviðtali við
Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ
þann 9. júlí síðastliðinn.“
INNLENT
Fimm mismunandi gerðir
af ljúffengum pylsum.
Opiðí kvöld til kl. 20
laugardag 8-18
og sunnudag 11-18^
KJÖTMIÐSTÖÐIN
GARÐABÆS. 656400
næstu mánuðum. Nafnvextir út-
lána hafa hækkað um 8% á síðustu
sjö vikum. Raunvextir óverð-
tryggðra skuldabréfalána voru að
meðaltali 8,4% á fyrstu sex mánuð-
um ársins og 9,5% af verðtryggðum
skuldabréfalánum. Samsvarandi
tölur í fyrra vom 4,7% og 7,7%.
Það er nánast óhugnanleg þróun
að raunvextir sem þegar em orðnir
um 10% skuli halda áfram að hækka
á næstu mánuðum vegna óstjómar-
innar í ríkisíjármálum og peninga-
málum.
Erlend skuldasöfnun mun halda
áfram. Samkvæmt endurskoðaðri
lánsfjáráætlun eiga erlendar lán-
tökur að nema 12 milljörðum króna
og vantar þá 5 milljarða til að fjár-
magna minn mikla viðskiptahalla.
Þjóðhagsstofnun bendir á að það
verði ekki gert nema ganga á gjald-
eyrisforðann — er hann þó orðinn
ærið rýr — eða með nýjum skamm-
tmalánum erlendis. Það er því ljóst
að skuldastaðan gagnvart útlöndum
fer á árinu yfir 100 milljarða og
nálgast nú óðum mörk sem ógna
efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinn-
ar.
Þjóðhagsstofnun vekur athygli á
því að kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna mun minnka á árinu. I þjóð-
hagsspánni og viðbrögðum forsæt-
isráðherra við henni er látið í það
skína að enn frekari kjaraskerðing
komi til geina á næstu mánuðum.
Einnig er ljóst að þjóðhagsspáin
gefur vísbendingar um að til við-
bótar við hinar miklu skattahækk-
anir sem orðið hafa á fyrsta ári
þessarar ríkisstjórnar verði enn
frekari skattahækkanir á dagskrá
ríkisstjórnarinnar á næstu mánuð-
um.
I þjóðhagsspánni er að finna ítar-
legar upplýsingar um horfur í af-
komu útflutnings- og samkeppnis-
greinanna og er niðurstaða Þjóð-
hagsstofnunar að hún fari versn-
andi á árinu. Á grundvelli þessara
upplýsinga og umfjöllunar um
gengismálin í þjóðhagsspánni er
ljóst að fæðingarhríðir þriðju geng-
isfellingar ríkisstjórnarinnar eru
þegar hafnar. Líkur benda til að
hún verði knúin fram fyrir lok árs-
ins eða í síðasta lagi í upphafi
næsta árs.
Engin ríkisstjóm hefur þá fellt
jafn oft gengið á jafn skömmum
tíma og var þó „fastgengisstefnan
hornsteinn stjórnarsamstarfsins“
að sögn forsætisráðherra í þing-
byijun 1987.
Hin nýja þjóðhagsspá sýnir því
glögglega mikið öngþveiti á öllum
sviðum. Á undanförnum vikum hef-
ur vöxtur verðbólgunnar vaxta-
hækkanir, viðskiptahalli og aukning
erlendra skulda verið að koma æ
skýrar í ljós. Nú bætir þjóðhags-
stofnun milljarðamistökum í
meðferð ríkisfjármála inn í þessa
mynd. Þar með er brostin síðasta
réttlæting ríkisstjómarinnar.
Það er því ljóst að ríkisstjórnin
hefur misst öll tök á stjóm efna-
hagslífsins og er þó ekki tekið mið
af vaxandi deilum og sífelldum
ágreiningi innan ríkisstjórnarinnar
í þeirri niðurstöðu. Sú ófriðarsaga
er efni í sérstaka frásögn. I greinar-
gerð þjóðhagsstofnunar birtast hins
vegar hinar köldu staðreyndir efna-
hagslífsins og þær fela í sér ótví-
ræðan dóm.
Það er því nauðsynlegt að ráð-
herramir horfist í augu við vemleik-
ann: Ríkisstjórnin á að biðjast
lausnar og síðan þarf að efna til
kosninga svo að þjóðin geti veitt
nýrri ríkisstjóm umboð til að hefja
hið mikilvæga endurreisnarstarf.
Greinargerð frá Ólafi Ragnari Gríms-
syni formanni Alþýðubandalagsins
vegna niðurstaðna í nýrri þjóðhagsspá
Morgunblaðinu hefur borizt
eftirfarandi gTeinargerð
fráÓlafi Ragnari Grímssyni for-
manni Alþýðubandalagsins:
Þegar ríkisstjómin hefur setið í
eitt ár sýnir ný þjóðhagsspá að öll
efnahagsleg markmið ríkisstjórnar-
innar em hmnin og afleiðingar
óbreyttar stjómarstefnu verða á
næstu mánuðum:
— vaxandi verðbólga og veru-
legar vaxtahækkanir
— hrikaleg mistök og millj-
arðagat í ríkisfjármálum
— þriðja gengisfelling ársins
er á leiðinni
— viðskiptahalli eykst um 30%
og erlendar skuldir fara
yfir 100 milljarða •
— alda nýrra skatthækkana
og enn frekari kjaraskerð-
ing verða innan tíðar dag-
skrárefni ríkisstjórnarinn-
ar.
Á undanfömum áratugum er
ekki hægt að finna hliðstæðu slíkrar
óstjómar í efnahagsmálum. Þessi
niðurstaða er enn dapurlegri fyrir
þá sök að áfram ríkja óvenjulega
hagstæð ytri skilyrði í efnahagslífi
íslendinga. Aflaverðmæti og út-
flutningsframleiðsla sjávarafurða
verði um 15% meiri að raungildi en
árið 1985 og útflutningsframleiðsla
í heild verður meiri en á síðasta
ári. Rýmun viðskiptakjama nemur
aðeins 1% og efnahagsþróun í
helstu viðskiptalöndum okkar er
hagstæð.
Það em því ekki óhagstæð ytri
skilyrði sem skapa hinn mikla efna-
hagsvanda. Þau em áfram íslend-
ingum í hag. Vandinn er algerlega
heimatilbúinn. Hann er afleiðing
rangrar stjómarstefnu.
Þegar ríkisstjómin var mynduð
vom helstu markmið hennar í efna-
hagsmálum: minnkandi verðbólga,
stöðugt gengi, lækkandi vextir,
hallalaus ríkisbúskapur, jafnvægi í
viðskiptum við útlönd og minni er-
lend skuldasöfnun, traustur rekstr-
argmndvöllur atvinnuveganna og
batnandi lífskjör almennings.
Hin nýja þjóðhagsspá sýnir að í
öllum þessum höfuðþáttum efna-
hagsstjómarinnar blasa við þveröf-
ugar niðurstöður.
Markmið ríkisstjómarinnar var
að ná verðbólgunni niður fyrir 10%
strax á fyrsta árinu. í síðustu þjóð-
hagsspá var talið að verðbólgan
yrði 16% á árinu 1988 en nú hefur
sú spá verið hækkuð í 25%. Miðað
við að verðbólguhraðinn er um þess-
ar mundir mun meiri, eða 50—60%,
og þjóðhagsspáin gefur til kynna
áframhaldandi óstöðugleika í geng-
ismálum og veruleg þensluáhrif
vegna hinna hrikalegu mistaka í
stjóm ríkisfjármála, þá em veruleg-
ar líkur á því að verðbólgan haldi
enn áfram að vaxa og árshraðinn
geti orðið 35—45% eða jafnvel enn
meiri.
Við afgreiðslu fjárlaga og hvað
eftir annað í allan vetur tilkynnti
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
stjómarinnar að hallálaus rekstur
ríkissjóðs væri kjamaatriðið í efna-
hagsstefnu ríkisstjómarinnar. Þessi
rök vom notuð til að réttlæta hinn
illræmda matarskatt og stórfellda
hækkun almennra skatta. Hlutfall
skatta af landsframleiðslu óx í
25,3% og ný þjóðhagsspá sýnir að
skattatekjur ríkissjóðs verði auk
þess 4,4 milljörðum meiri en gert
var ráð fyrir í fjárlögum.
Þrátt fyrir þessa miklu aukningu
almennra skatta greinir Þjóðhags-
stofnun nú frá því að hrikaleg mis-
tök hafa orðið í stjóm ríkisfjármála
og milljarðagat blasir við. Þjóð-
hagsstofnun upplýsir að á fyrstu
fimm mánuðum ársins hafi tekju-
halli A-hluta ríkissjóðs verið um 3,7
milljarðar króna sem er 1,3 milljörð-
um meira en hann var á sama tíma
í fyrra.
Þessum halla ríkissjóðs hefur
verið mætt með yfirdrætti í Seðla-
bankanum sem nemur tæpum 4,3
milljörðum króna. Tekjuhalli ríkis-
sjóðs í mailok var um 3,2 millj-
örðum króna umfram það sem
áætlað var að hann yrði í árslok
og fyrstu fimm mánuði ársins
hefur ríkissjóður aukið eftir-
spurnina í hagkerfinu um 2,9
miiljarða króna og þar með orðið
verulegur verðbólguvaldur. í
áætlun ríkisstjórnarinnar var hins
vegar stefnt að því að ríkissjóður
dragi úr eftirspuminni á árinu um
rúmlega 4 milljarða króna. Þjóð-
hagsstofnun bendir síðan á það með
kurteislegu orðalagi að „veruleg
umskipti þurfa því að verða á síðari
hluta ársins til þess að áætlanir
standist"!!
Það er því ljóst að hrikaleg mis-
tök sem nema mörgum milljörðum
hafa orðið í meðferð og stjóm ríkis-
fjármála. Grundvöllur ijárlaganna
er hmninn og óbreytt stefna mun
leiða til þess að í árslok verður stórt
gat í fjármálum ríkisins. í stað
þess að ríkissjóður væri tæki til
að draga úr verðbólgunni hefur
hann í höndum núverandi fjár-
málaráðherra orðið hreinn verð-
bólguvaldur. Hinn mikli halla-
rekstur frá fjármálaráðherratíð
Þorsteins Pálssonar heldur áfram
hjá nýjum fjármálaráðherra.
Þrátt fyrir yfírlýsingar ríkis-
stjórnarinnar um vaxtalækkun og
jafnvægi í stjórn peningamála þeg-
ar efnahagsaðgerðimar í maí vom
tilkynntar sýnir Þjóðhagsstofnun
að vemlegar vaxtahækkanir blasa
við á síðari hluta ársins. Halla-
rekstur ríkissjóðs er að dómi
Þjóðhagsstofnunar ein helsta
orsök hækkandi raunvaxta á