Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 ■ ■■ ■ .................................... Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Borpallur hefur verið staðsettur fyrir utan höfnina í Sandgerði í sumar en frá honum hefur verið unnið við að sprengja úr innsigl- ingunni. Sandgerði: Sprengt úr innsiglingunni Keflavík. Dýpkunarframkvæmdir hafa staðið yfir við innsigling- una til Sandgerðis í sumar. Við verkið er notaður borpall- ur og er unnið við að sprengja úr innsiglingarennunni frá pallinum. Stefán Jón Bjamason sveitar- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að unnið yrði fyrir 27,5 milljónir króna í sumar og væri það um 10% af heildarverkinu. Framkvæmdir hefðu gengið ágætlega og yrði þessum hluta væntanlega lokið um miðjan ágúst. Ýmsar framkvæmdir hafa ver- ið í gangi í Sandgerði í sumar og sagði Stefán Jón Rjamason þær helstu vera viðbyggingu við skólann, malbikun gatna og klæðning á íþróttahúsið — og væri kostnaður við þessar fram- kvæmdir áætlaður um 10 millj- ónir króna. Auk þess ætti að koma fyrir dælubúnaði hjá vatnsveitunni í haust og væri markmiðið að freista þess að ná upp hærri vatnsþrýstingi, en lág- ur vatnsþrýstingur á kaldavatn- skerfinu hefði verið vandamál í Sandgerði. - BB Forsvarsmenn banka um samkomulagið um sölu spariskírteina: Leiðir væntanlega til um 0,5% lækkunar raunvaxta SAMKOMULAG fjármálaráðherra við banka, sparisjóði og verð- bréfafyrirtæki um sölu á spariskírteinum ríkissjóðs mun væntan- lega leiða til um hálfs prósentustigs Iækkunar raunvaxta ef eng- inn stór aðili skerst úr leik að mati þeirra bankamanna sem Morg- unblaðið ræddi við. Eins og fram hefur komið ætla peningastofnan- irnar að ábyrgjast sölu á spariskírteinum fyrir um 3 milljarða króna og á það að standa undir mestallri innlendri lánsfjárþörf ríkissjóðs. Landakotsspítali: Veigamiklar breytingar * •• - segir Olafur Orn Arn- arson yf irlæknir um orðalagsbreytingarnar Fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra hafa gert orða- lagsbreytingar á samkomulagi sínu um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda Landakotsspítala. Sú breyting er helst, að sögn Guðmundar Bjarnasonar heil- brigðisráðherra, að eftirlits- stjórnin, sem hafa átti umsjón með framkvæmd tillagna ráð- herranna, hefur fengið nýtt heiti og kallast nú samstarfsnefnd. Fulltrúaráð Landakotsspítala fundaði um þessar breytingar í gær og að sögn Ólafs Arnar Arnarsonar, yfirlæknis spítalans, var almennt tekið jákvætt í þær. Segjast Landakotsmenn nú bjart- sýnir á samkomulag í deilunni um rekstur spítalans, en endan- legt svar við tillögum ráðherr- anna munu þeir gefa á miðviku- dag að loknum öðrum fulltrúa- ráðsfundi. Breytingar hafa einnig verið gerðar á öðrum liðum samkomu- lagsins, en heilbrigðisráðherra segir þær minniháttar. Þar mun meðal annars vera um að ræða breytingu á lið um greiðslur til ráðgefandi sérfræðingar. Hvorki heilbrigðis- ráðherra né Landakotsmenn vildu tjá sig nánar um þessar breytingar að svo stöddu. „Það er auðvitað allur annar og jákvæðari andi í því að tala um samstarfsnefnd undir forystu heil- brigðisráðuneytis en einhveija eftir- litsstjóm,“ sagði Ólafur Öm. „Við teljum þetta veigamiklar breytingar og góðar líkur á samkomulagi." „Landakotsmenn lögðu áherslu á að kalla þetta ekki eftirlitsstjóm og töldu það brot á stofnsamningi spítalans að setja nýja stjóm yfír hann,“ sagði Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra. „Við köllum þetta þess vegna samstarfsnefnd, enda hef ég alltaf lagt þann skiln- ing í rnálið." Skákmótið í Gausdal: Margeir í 3. sæti Margeir Pétursson er nú í þriðja sæti á skálunótinu í Gausdal, hefur hlotið 6 vinninga eftir átta umferðir. Níunda og síðasta umferðina á mótinu verður tefld í dag. Tómas Björnsson og Þröst- ur Arnason hafa 4,5 vinninga en Jón Garðar Viðarsson er með 4 vinninga. Efstir á mótinu eftir átta um- ferðir eru þeir Jansa frá Tékkósló- vakíu og Mainka frá V-Þýskalandi með 6,5 vinninga hvor. Allt starfsfólk Kaupfélags Skaft- fellinga verður, með samþykki þess, ráðið til Kaupfélags Ámesinga án uppsagnar. Kaupfélag Ámesinga kaupir allar vörubirgðir Kaupfélags Ólafur Öm Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans, sagði að aðilar samkomulagsins vonuðust til að það gæti orðið til að lækka vexti um að minnsta kosti hálft pró- sentustig. „Menn byggja þessar vonir meðal annars á því að þeir telja að hluti af skýringunni á því hversu háir vextir em sé hve markaðurinn er ófullkominn,“ sagði Ólafur Öm. „Það ætti því að vera reynandi að athuga hvort Skaftfellinga og tekur á leigu fast- eignir ásamt tilheyrandi tækjum og áhöldum varðandi verslunarrekstur eða aðra starfsemi. Þessar aðgerðir kaupfélaganna markaðurinn þolir ekki einhveija lækkun vaxta ef skilvirkara sölu- kerfí er komið upp.“ Ólafur taldi að til að þessar aðgerðir bæm árangur væri brýnt að enginn stór aðili skærist úr leik og byði áfram háa vexti af banka- bréfum. „Það kæmi þó aftur í bakið á þeim sem það gerðu," sagði Ólafur Öm, „því að þeir myndu þar af leiðandi selja minna af spariskírteinum og þyrftu að em áfangi að því marki að á Suður- landi verði starfandi eitt sterkt kaupfélag til þess að fást við versl- unarþjónustu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá kaupfélögun- um. í því sambandi vísa kaupfélags- menn til góðrar reynslu og hag- kvæmni Mjólkurbús Flóamanna og Sláturfélags Suðurlands af stóm félagssvæði. — Sig.Jóns. kaupa þau sjálfir. Það verður hver banki að meta það fyrir sig hvað hann gerir.“ Tryggvi Pálsson bankastjóri Verslunarbankans sagðist telja að hægt yrði að lækka vexti á banka- bréfum og spariskírteinum vegna þess að óeðilega lítill munur væri- orðinn á vöxtum traustustu bréfa á markaðinum og annarra bréfa. „Bankabréf hafa undanfarið selst með um 10 til 11 prósent raun- vöxtum," sagði Tryggvi, „og vext- ir á spariskírteinum verið litlu lægri. Bréf fjármognunarleigufýr- irtækja, skuldabréf einstakra fyr- irtækja og bréf verðbréfasjóða hafa borið hærri vexti, en þó hefur mjög lítill munur verið á ávöxtun þeirra annars vegar og bankabréfa og spariskírteina hins vegar." Seðlabankinn lækkaði ávöxtun- arkröfu sína við sölu spariskírteina á Verðbréfaþingi íslands sl. föstu- dag úr 9,3% í 8,5% ogtaldi Tryggvi að þessi tala gæti enn lækkað á næstunni. Hann sagði að ávöxtun bankabréfa hefði þegar lækkað en taldi óvíst að ávöxtun bréfa verð- bréfasjóðanna eða á sjálfstæðum skuldabréfum myndi lækka eins mikið. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans taldi á sama hátt og Ólafur Örn að hluti af skýring- unni á því hve háir raunvextir væm á íslandi væri hve markaður- inn fyrir verðbréf væri ófullkom- inn. Hann taldi að þegar vextir af spariskírteinum lækkuðu úr 8,5% í 7 til 8% eins og gert er ráð fýrir í samkomulaginu myndu aðr- ir vextir breytast í samræmi við það og raunvextjr lækka. „Við þetta myndast ný viðmiðun í kerf- inu, hálfu prósenti lægri en sú sem gilti áður,“ sagði Sigurður. Sigurð- ur sagði að íjármögnunarleigufyr- irtækið Glitnir hefði þegar ákveðið að lækka ávöxtun á sínum bréfum um hálft prósent. „Samningurinn er í raun árás þessara aðila á of - háa vexti markaðarins eins og þeir hafa verið til þessa,“ sagði Sigurður, „og tilraun til að færa markaðinn í.betra horf.“ Launhækka á Keflavík- urflugvelli KAUPSKRÁRNEFND hefur úr- skurðað að verslunar- og skrif- stofufólk, sem starfar hjá Varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli skuli hækka um 13,7% í launum frá og með 1. janúar síðastliðnum að telja. Auk þess kemur áfanga- hækkun sem samdist um i kjara- samningum verslunarmanna 5. mai á laun og fastlaunauppbót. Kaupskrárnefnd er skipuð full- trúum Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands, ásamt oddamanni frá ríkisvaldinu. Starfsmenn Vamarliðsins hafa ekki samningsrétt og hefur nefndin með höndum ákvarðanir um launakjör og að þau séu sambærileg við það sem gerist á almennum vinnumark- aði. Launahækkunin er til komin vegna launaskriðs á meðal verslun- ar- og skrifstofufólks á síðastliðnu ári. KAyfirtekur rekstur Kaup- félags V- Skaftfellinga Stefnt að því að á Suðurlandi verði eitt kaupfélag í verslunarrekstri Selfossi. KAUPFÉLAG Ámesinga hefur tekið nær allan rekstur Kaupfélags Skaftfellinga á leigu frá og með 7. ágúst. Þetta er gert til þess að auðvelda fjárhagslega endurskipulagningu Kaupfélags Skaftfellinga áður en endanleg sameining getur farið fram. Viðræður hafa átt sér stað milli kaupfélaganna á Suðurlandi, að Vestmannaeyjum meðtöldum, um nánara samstarf eða sameiningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.