Morgunblaðið - 09.08.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
5
Barðaströnd:
ítalskur ferðamaður
hrapaði í fjallshlíð
TVÍTUGUR ítalskur ferðamaður
fékk alvarlega brjóstholsáverka
er hann hrapaði í Fjarðarhlíð,
norðarlega á Múlanesi við Kerl-
ingarfjörð á Barðaströnd, á
sjötta tímanum á laugardag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti
manninn og flutti hann á Borg-
arspítalann.
Maðurinn var ásamt þremur
löndum s'num á bílferð um Barða-
strönd og hafði hópurinn áð við
Múlanes, um 110 kílómetra frá
Patreksfirði. Félagar piltsins fóru í
stutta gönguferð um nágrenni án-
ingarstaðarins en pilturinn varð eft-
ir við bílinn. Þegar félagamir sneru
til baka var pilturinn horfinn en
fannst skömmu síðar liggjandi
bjargarlaus í Fjarðarhlíð. Hann var
með meðvitund en særður á bijóst-
Séð upp Fjarðarhlíðina. Efst í gilinu sjást sjúkrabörurnar, sem maður-
inn var borinn í.
, Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson
Á slysstaðnum í Fjarðarhlíð. Læknir og björgunarmenn flytja manninn á sjúkrabörur.
holi og í andnauð. Félagar manns-
ins gerðu lögreglu á Pareksfirði
aðvart og óskaði hún tafarlaust
eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar jafnframt því sem læknir og
sjúkrabíll fóru á staðinn frá Pat-
reksfirði.
Vegna ástands mannsins eru til-
drög slyssins óljós. Hann var enn á
gjörgæsludeild síðdegis í gær en
ekki talinn í lífshættu.
6 Mar eflir á verdi
fráþvífyriráðuslu
genmsfellingu
O C7 o
Árgerd 1989 væntanleg í
lok september — það er orðið
tímabært að skoða litina
og láta skrá sig.
G/obusn
Lágmúla 5, s. 681555
Nú eru síðustu forvöð að
fá sérSAAB 1988