Morgunblaðið - 09.08.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
13
Engin sólstofa án flísa frá Flísabúðinni!
Mikið úrval gólf- og veggflísa á stofur, eldhús og böð
FLISABUÐIN
Kársnesbraut 106, Kópavogi
sími 46044
Sumarráðstefna SÍNE:
Löggiltum endurskoðanda
falið að yfirfara bókhaldið
SAMTÖK íslenskra námsmanna
erlendis, SÍNE, efndu til sumar-
ráðstefnu sinnar síðastliðinn laug-
ardag. Þar var samþykkt að fela
löggiltum endurskoðanda að fara
yfir bókhald samtakanna, en vara-
formaður SÍNE hefur opinberlega
vænt formann þeirra um fjárdrátt
og skjalafölsun. Fundurinn hvatti
nýkjörna stjórn til að snúa sér að
almennum hagsmunamálum stúd-
enta og harmaði þær persónulegu
deilur sem uppi hafa verið í stjórn
SÍNE í vetur. Sumarráðstefnuna
sátu um fimmtíu manns.
Kosningar voru til stjórnar SÍNE
í vor gegn venju, eftir að fleiri höfðu
boðið sig fram en sitja í stjóminni.
Ritdeilur spunnust vegna þess að
fimm frambjóðendur sendu frá sér
sameiginlegt kynningarbréf. Á sum-
arráðstefnunni var gerð athugasemd
við þau ummæli í skýrslu stjómar
um starfið í vetur að fimmmenning-
amir hefðu verið nátegndir Samtök-
um ungra sjálfstæðismanna. Jónas
Egilsson, annar tveggja úr hópnum
sem náði kjöri, bar fram tillögu um
að þessi klausa yrði máð úr skýrsl-
unni en hún var felld með 23 atkvæð-
um gegn 10.
Fundarmenn ályktuðu einnig um
nauðsyn þess að endurskoða útreikn-
inga á framfærslukostnaði í ýmsum
löndum þar sem íslendingar em við
nám. Gagnrýndu þeir stjómvöld fyrir
skerðingu námslána á undanfömum
ámm. Nýkjörinni stjóm var falið að
þrýsta á Flugleiðir um lægri fargjöld
fynr stúdenta.
Á fundinum fóm fram stjómar-
skipti. Jón Ólafsson tekur við for-
Henning
Henriksen
útgerðar-
maðurlátinn
HENNING Henriksen, útgerðar-
maður á Siglufirði, lést laugar-
daginn 6. ágúst, 55 ára að aldri.
Talið er að banamein hans hafi
vérið hjartaslag.
Henning var fæddur 14. mars
1933, sonur Óla Henriksen sfldar-
saltanda og konu hans Sigrúnu Guð-
laugsdóttur. Hann var þekktur at-
hafnamaður á Siglufírði, stundaði
síldarsöltun og útgerð. Hann var
lengi vel verkstjóri hjá Síldarsöltun-
arstöð Óla Henriksen og seinna skip-
stjóri á Öldunni, sem hann gerði út
ásamt bróður sínum Guðlaugi.
Henning var ógiftur og bamlaus.
mennsku samtakanna, Sigurður Jó-
hannesson er fulltrúi SÍNE í stjóm
Lánasjóðs íslenskra námsmanna,
Jónas Egilsson gjaldkeri og Hólm-
fríður Garðarsdóttir starfsmaður á
skrifstofu.
HEFOPNAÐ
læknastofu mína aftur að loknu leyfi.
Gísli Einarsson,
endurhæfínga- og íþróttalækningar,
Grensásvegi 50, sími 689606.
KLIPPIÐ
Ég undirrituö/aður óska eftir aö fá sendan nýja FREEMANS
pöntunarlistann í póstkröfu.
SENDIST TIL :
ftiaajiíLUöö'
Greiöir
póstburöargjaldiö
Má setja
ófrímerkt í póst
Nafn
Heimilisfang Póstnúmer
Nafn.nr.
PÓSTVERSLUN BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFJÖRÐUR
Pöntunarlistinn kostar 160 kr. + póstburöargjald Sl’mi 53900
Henning Henriksen