Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 15

Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 fram á, að kennarar í lagadeild séu undanþegnir slíkum verkefnum í þágu ríkis, einstaklinga og alls al- mennings? Ef svo er, hef ég þá hugmynd fram að færa við stúd- enta, að þeir hjálpi okkur kennur- um að losna undan nokkru af auka- störfunum, sem gjarna fylgja ger- nýtingu starfskrafta í litlu sam- félagi. Talið þið við alþingismenn og fáið aflétt lagaskyldu okkar til að gegna dómarastörfum í Hæsta- rétti, talið við stjómvöld og biðjið þau að hlífa okkur a.m.k. við hluta þeirra verkefna, sem upp á okkur er troðið, og talið við íjölmiðla og biðjið þá að hætta að kvabba á okkur um lögfræðilegt álit á alls konar vandamálum í þjóðfélaginu. Ef þið gerið allt þetta fyrir okkur og fáið einhveiju framgengt vinnst vafalífið meiri tími til ritstarfa og annarra háskólastarfa. Kennsluhættir og framlag stúdenta Hreinskilnislega skal játað, að fyrirlestraformið er aðalkennslu- formið í lagadeild eins og fleiri deildum. Reyndar skammast ég mín ekkert fyrir að þurfa að gera slíka játningu. Jafnvel erlendir sér- fræðingar, sem ég er viss um, að sumir laganemar trúa betur en okkur, hafa sýnt fram á, að fyrir- lestraformið sé heppilegasta kennsluformið í lögfræði, ekki síst ef því fylgir önnur stuðnings- kennsla (æfíngar, umræðutímar). Laganemum þykir súrt í brotið að fá ekki að vera virkari í kennslu og leggja fram skapandi vinnu. Þetta voru mjög gleðileg tíðindi. Það vill nefnilega svo til, að í laga- deild eru ýmis önnur kennsluform notuð en fyrirlestrar. Sjálfur hef ég frá upphafí reynt að hafa um- ræðutíma með laganemum, með lítilli aðsókn stúdenta fýrstu árin. Ég reyndi jafnvel að hafa seminör öðru hvetju með sérfræðingum ut- an úr bæ. En hvað skyldi hafa gerst? Við gerðum önnur kennslu- form (æfingar, ritgerðir o.fl.) að skyldu, en stúdentar börðust gegn þeirri tilhögun, svo að allt slíkt var aftur gefið fijálst (nema raunhæf verkefni). Skal nú lýst dæmigerðu samtali kennara og nemenda í umræðutíma: Kennari: „Mig langar að fá um- ræðu í hópnum um rök með og móti því að dæma drykkjusjúka brotamenn í hælisvist. Má ég biðja A að byija.“ A: „Eg er því miður ólesinn." B: „Ég treysti mér ekki til að svara þessu.“ C: „Ég hafði ekki tíma til að undirbúa mig.“ D: „Ég vil ekki svara þessu.“ E: „Jú, er það ekki óhepþilegt?" Kennari: „Ykkur er alveg óhætt að nefna einhver ákveðin sjónarmið eða rök. Til þess ætti ekki að þurfa mikinn lestur. Þá fáum við kannski einhvetjar umræður í gang. Má ég biðja um sjálfboðaliða?" Löng þögn, og umræðutíminn heldur áfram sem eintal kennarans. Ég hlakka til næsta vetrar, ef stefnubreyting skyldi nú hafa orðið hjá laganemum og þeir ætla að fara að leggja fram skapandi vinnu. Þá ættu að geta orðið fjörugir umræðutímar óg ég er til í að bjóða upp á svo sem 2—3 semínör að auki á haustmisseri. Og ekki efa ég, að starfssystkin mín í deildinni séu líka til í slaginn. Lagadeild er engin góðgerðastof nun Stúdentum þykir lagadeild hörð og ósveigjanleg. Rétt er það, laga- deild er engin góðgerðastofnun. Við verðum þá að minnast þess, að deildin er hvorki til fyrir stúd- enta né kennara, heldur fyrir íslensku þjóðina. Þrátt fyrir marga slæma bresti okkar kennara höfum við þó öll til að bera skyldurækni gagnvart samfélaginu og teljum ekki forsvaranlegt að senda á al- menning aðra lögfræðinga en þá, sem við treystum til að annast hin erfíðu störf að viðkvæmustu deilu- málum manna á milli. Ef sú festa og öryggi, sem laga- deild býður upp á, er gamaldags, þá er gott að vera gamaldags. Mér er það til efs, að aðrar deildir Há- skólans leggi meiri áherslu á jafn- ræði stúdenta og réttaröryggi, t.d. með því að hafa stjómskipaða próf- dómara við öll próf. Réttaröryggi og festa eru algild verðmæti, jafn- gild að fomu og nýju. Hver vill breytingar á námstilhögun? Af orðum sumra stúdentanna má marka, að hinir ómannúðlegu kennarar deildarinnar hafí staðið gegn umbótum og breytingum á námstilhögun. Það skrýtna er, að flestar breytingar á reglugerðar- hluta lagadeildar hafa verið gerðar að frumkvæði kennara og undir- búnar af þeim — þrátt fyrir út- breitt áhugaleysi og jafnvel hræðslu nemenda við breytingar. Frá þessu var undantekning á síðasta ári, er fram komu rökstudd- ar óskir um breytingar á námstil- högun á 1. ári. Námsnefnd, skipuð 2 kennurum og 2 stúdentum, gekkst strax fyrir skoðanakönnun meðal nemenda, framkvæmdri með réttum og viðurkenndum aðferð- um. Síðan voru strax gerðar ráð- stafanir til reglugerðarbreytingar nákvæmlega eftir óskum nemenda sjálfra. Hvemig væri nú, ef nemendur tækju sér smáfrí frá allri aukavinn- unni eða öðru daglegu amstri og reyndu af alvöru að móta einhveij- ar sameiginlegar rökstuddar hug- myndir? Þá mætti kannski reyna aftur, hvemig við tökum hugmynd- um þeirra, áður en þeir láta reka okkur (sbr. tímaritsviðtal við laga- nema). Vantraustskenning Brynhildar Ég get ekki látið hjá líða að nefna einn stúdent á nafn, Bryn- hildi Flóvenz, þar sem viðtalið við hana kom mér mest á óvart. Við þennan nemenda tel ég mig hafa haft gott samband og vona, að svo verði áfram. Brynhildur segir, að nemendur beri almennt ekki traust til kennaranna, þótt eitt- hvað sé það misjafnt eftir kennur- um. Mér er spum, hvort slík al- menn staðhæfíng telst samboðin vísindalega þenkjandi manneskju. Hvað þýðir „almennt"? Hefur verið gerð skoðanakönnun meðal nem- enda, hefur Brynhildur sjálf spurt svo marga nemendur, að hún geti gefíð slíka yfirlýsingu fyrir nem- endur almennt? Og hvemig var þá spurt? Eða byggist þetta einungis á sögusögnum eða næmu innsæi hennar sjálfrar? Þá er mér einnig spum, hvort nemendur vantreysti ákveðnum þáttum í fari okkar, svo sem heiðarleika (t.d. við einkunna- gjöf), fræðilegri hæfni, dómgreind okkar almennt eða jafnvel öllum þessum þáttum og fleiri til. Það er von, að spurt sé, því að það mun vera í fyrsta skipti í sögu Háskól- ans, að jafnalmenn og afdráttar- laus vantraustsyfirlýsing kemur Meitillinn hf: fram á kennaralið heillar deildar. Þá vaknar líka sú spurning, hvort nokkrir þeir menn fyndust, sem hlutaðeigandi nemandi og aðrir sama sinnis myndu treysta nægi- lega vel til að sinna þörfum sínum. Fjarvistakenningin Almenningur má gjama vita, að starfsbræður mínir, sem sitja reglu- lega við vinnu í Lögbergi, húsi laga- deildar, nokkrir við ritstörf einnig yfír sumarmánuðina, em eðlilega nokkuð sárir yfír fullyrðingum um, að kennarar séu ekki við eða að stúdentar þori ekki að tala við þá. Og þótt ég sitji sem stendur mikið í Mjólkurstöðinni gömlu við Lauga- veg hafa dymar þar einnig verið opnar fyrir stúdentum og síma- númer öllum tiltækt á skrifstofu lagadeilar og skiptiborði Háskól- ans. Höfundur er prófessor í lögfræði ogforseti lagadeildar Háskóla fs- lands. Gerum það sem við getum til að halda fyrirtækinu gangandi Selfossi. „VIÐ gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda fyrirtæk- inu gangandi,“ sagði Guðmundur Sigurðsson skrifstofustjóri Meit- ilsins hf. Hann vildi taka þetta fram til að forðast misskilning vegna þess sem haft var eftir honum í Morgunblaðinu laugar- daginn 6. ágúst um erfiðleika Meitilsins hf. í Þorlákshöfn. Haft var eftir Guðmundi að það væri meira en full alvara að stöðva fyrirtækið. Einnig að flármagns- kostnaðurinn hefði stefnt í rúmar hundrað milljónir. Guðmundur vildi leggja áherslu á að fjármagnskostnaðurinn myndi að óbreyttu nálgast 200 milljónir hjá fyrirtækinu. Að auki sagði hann: „Uppsagnimar eru neyðaráðgerð. Með þeim viljum við fírra okkur vandræðum ef þessi rekstur þarf að stöðvast sem allir vona auðvitað að ekki verði." — Sig. Jóns. w ELDHUSUNDRIÐ FRAAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! KM21 frá ersarmkallað eldhúsundur, enda er fjölhæfnin undraverð. Bara aðnefna það, KM 21 gerirþað: Hrærir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá AEG ermargra tækja maki en á makalausu verðiaðeinskr. 6.963,- Vestur-þýsk gæði á þessu verðT^engin spurning. AEG AFKÖST ENDING GÆÐI AEG heimilistœki því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.