Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Lyklar himnaríkís og1
lásamir í Fríkirkjunni
eftirSigurð
Sigurðarson
Við þekkjum mörg söguna, sem
séra Bjami Jónsson vígslubiskup
sagði eitt sinn í Dómkirkjunni. Hann
var á ferð erlendis, og í einni borg-
inni sá hann blasa við sér kirkjudyr.
í ijarska gat að líta áletrun yfir
kirkjudyrum þar sem sagði: „Hér
er hlið himins". Séra Bjarni hugðist
ganga inn um þessar dyr, en þegar
hann kom nær sá hann svolítinn
seðil á kirkjuhurðinni, sem á var
letrað: „Lokað yfir sumarmánuð-
ina.“
Þessi saga snertir við samvisku
kirkjufólks með tvennum hætti.
Annars vegar minnir hún á að kirkj-
an, samfélag safnaðarins um Guðs
orð og sakramentin, er hin eina ör-
ugga leið til sáluhjálpar og oft van-
ræktur vegur, sem látinn er gróa.
Hins vegra vekur sagan okkur til
umhugsunar um hversu opin kirkjan
sé sem söfnuður og kirkjuhús, til
þess að fólk laðist inn á hinn rétta
veg.
Marteinn Lúter tók í grundvallar-
atriðum undir þau sjónarmið kirkju-
feðranna, að í gegnum kirkjuna liggi
vegurinn til lífsins. Hann áleit líka,
að Kristur hefði skilið eftir lyklavald-
ið í kirkju sinni, valdið til að leysa
og binda, valdið til að áfellast og
fyrirgefa. Presturinn er í guðfræði
hans vörslumaður sakramentanna
og predikari Guðs orðs. Þess vegna
hafa aldrei dugað neinar tylliástæð-
ur til að losna við prest í lúterskri
kirkju. Guðs orð á óheft að ná fram,
og það er svo erfitt að greina það,
hvort andstaðan við einstakan prest
er andstaða við persónu hans eða
við þann dóm, sem hann boðar yfir
synd heimsins. Til þess að slíkt sé
auðvelt úrskurðar, þarf presturinn
að vera sekur um eitthvert það at-
hæfí, sem er augljóslega hneykslan-
legt öllum og jafnvel glæpsamlegt.
Vel kann að vera, að slíkar upplýs-
ingar skipti ekki miklu máli í hugum
margra Islendinga. Örugglega væri
auðveldara að heimfæra þær hvetj-
um manni t.d. í Noregi. Enn eru
fáir áratugir síðan nasistarnir
hnepptu presta þar í fangelsi fyrir
það eitt að skilja ekki réttilega
hvemig þeim bæri að hlýða þeim sem
borguðu þeim launin.
Þessir hlutir komu mér í hug, er
ég frétti að safnaðarstjómarmenn í
Fríkirkjunni í Reykjavík hefðu farið
með skrúfjárnin sín til að skipta um
lása í kirkjunni éftir að þeir sögðu
prestinum upp. Nýlega hafði verið
skipt um lása og fáir lyklar voru í
umferð. Tilgangur þessarar aðgerð-'
ar virðist því hafa verið sá að koma
í veg fyrir að presturinn burtrekni
kæmist inn. Ekki er ég viss um, að
þetta fólk hafi gert sér ljóst, að það
var með þessu á verklega sviðinu
að föndra við þau kirkjulegu sann-
indi, sem hér var aðeins drepið á
að ofan.
Óvænt uppsögn og óeðlileg
Eins og alþjóð veit, var séra Gunn-
ari Bjömssyni fyrirvaralaust og án
allra viðvarana sagt upp störfum hjá
Fríkirkjunni í Reykjavík. Að þessu
stóð meirihluti nýkjörinnar' safnað-
arstjómar. Prestafélag Islands bað
um fund með safnaðarstjóminni, til
þess að fá skýringar á uppsögninni.
Eftir að skýringar höfðu verið gefn-
ar af hálfu meirihluta stjórnarinnar
komst stjóm félagsins að þeirri nið-
urstöðu, að ekkert lægi fyrir, sem
réttlætti embættissviptingu prests-
ins. Þar með lauk afskiptum stjómar
Prestafélags Islands af málinu. Fél-
agið mun þó fylgjast með framvindu
málsins og taka afstöðu til þess
síðar, hvort það hvetur til þess að
dómstólar fjalli um málefni skjól-
stæðings síns. Því er líka rétt að
fram komi, að þessi grein er ekki
skrifuð í neinu umboði Prestafélags
íslands eða í nafni þess. Hún er á
mína ábyrgð að öllu leyti.
Ástæður þær, sem stjórn prestafé-
lagsins fékk .fyrir uppsögninni, eru
þær sömu og fram komu í greinar-
gerð safnaðarstjómar, sem birt var
í Morgunblaðinu. Sú greinargerð
hlýtur að minna hvem athugulan
lesanda á málsskjöl galdramála, sem
í seinni tíð eru stundum birt til fróð-
leiks. Efnislega er þetta ekki eins,
en aðferðin er alveg sú sama. Ein-
stök atvik og ummæli eru tekin úr
samhengi til þess að gera einstakling
tortryggilegan. Sláandi er, hvemig
þess er gætt eins og í galdramálun-
um að draga maka hins ákærða inn
í málið og þar með einkalíf hans. Á
ég þar við hvernig frú Ágústa
Agústsdóttir er dregin inn í þetta
mál, til þess að sýna fram á hvernig
séra Gunnar sé óhæfur til prests-
þjónustu við Fríkirkjusöfnuðinn og
þá væntanlega til prestsþjónustu
almennt.
Ýmsir hafa legið stjórn Prestafé-
lags íslands á hálsi fyrir það, að
taka of eindregna‘afstöðu með prest-
inum í upphafi. Þarna er auðvitað
höggvið að mér éinum. Ekki gat ég
kallað saman stjórnarfund til að
bregðast við spurningum frétta-
manna, þar sem ég sat innilokaður
í kjörstjómarstörfum vegna forseta-
kosninga þann 25. júní. Svör mín
byggðust þá á því, sem séra Gunnar
þegar hafði tjáð stjórn prestafélags-
ins. Þar kom fram að honum hafði
verið sagt upp án nokkurrar aðvör-
unar og án þess að hann renndi
grun í hvað til stóð. Þetta eitt er
nóg til að fullyrða að uppsögnin var
óeðlileg, enda alveg óvenjuleg aðferð
í mannahaldi félaga og fyrirtækja á
íslandi. Engar skýringar fylgdu upp-
sögninni heldur. Viðbrögð mín
byggðust einnig á því, að félagi í
prestafélaginu, eins og öðrum stétt-
arfélögum, nýtur trausts félagsins
Séra Sigurður Sigurðarson
„Kynni mín af þessu
máli gera mér ljóst, að
Fríkirkjan í Reykjavík
er rötuð í nokkrar
óg’öngnr. Þegar svo er
komið ber að leita leiða
til baka. Nú blasir •
tvennt við. Annað hvort
ganga menn til sátta á
vegnm biskups Islands,
eða til átaka kemur.“
þangað til hann augljóslega hefur
fyrirgert því. Menn verða líka að
gæta þess, að Prestafélag íslands
er ekki hinn sjálfsagði sáttaaðili í
þessu máli, eins og fram kemur
síðar.
Má ekki fríkirkja
reka prestinn?
Margir hafa spurt mig þessarar
spurningar á síðustu vikum. í
Bandaríkjunum, þar sem allar kirkj-
ur eru fríkirkjur, tíðkast sú regla
hjá megin kirkjudeildum, að enginn
söfnuður geti rekið prestinn nema
að undan fari rannsókn þess máls á
vegum kirkjudeildarinnar. Þannig á
presturinn áfrýjunarrétt eins og
söfnuðurinn einnig á slíkan rétt ef
honum þykir presturinn bregðast í
einhveiju. Aðeins baptistar tíðka
það, að reka presta með þeim hætti,
sem nú stóð til hjá Fríkirkjunni í
Reykjavík. Sjálfur hef ég hlustað á
svæðisprest úr þeirri kirkjudeild lýsa
þeim erfiðleikum sem þetta fyrir-
komulag skapar í samskiptum presta
þeirra og safnaða. Þar situr hver
um annan, eftir því sem hann sagði.
Þegar söfnuður vill losna við
prest, kemur einkum þrennt til. í
fyrsta lagi kann presturinn að hafa
gerst sekur um eitthvað glæpsam-
legt.
I öðru lagi kann hann að boða
villutrú, eða eitthvað það sem alvar-
lega stangast á við játningagrund-
völl viðkomandi kirkju.
I þriðja lagi kann hann að vera
talinn sekur um að falla ekki í dag-
legri breytni sinni inn í borgaralegt
samhengi safnaðar síns og smekk
einhverra þeirra, sem við hann eiga
að skipta.
Tvennt hið fyrrnefnda felur í sér
gildar ástæður fyrir því að skipta
þurfi um prest. Hið síðastnefnda er
algengast, en yfirleitt aldrei talið
fela í sér gildar ástæður til brottvikn-
ingar. Ef það væri tekið tilgreina
óttast menn að það gæti leitt til
þess að prestar yrðu eindregnar
málpípur almenningsálitsins á hveij-
um stað og eindregnir málsvarar
viðtekinna fordóma, eins og t.d. kyn-
þáttafordóma, hver á sínum stað.
Hvað á nú við um séra Gunnar
Björnsson? Auðvitað hið síðast-
nefnda, og bendi ég því til sönnunar
á greinargerð meirihluta safnaðar-
stjórnar.
Með því að miða við þær ástæð-
ur, sem safnaðarstjórn gefur fyrir
brottvikningu prestsins, er hún að
draga prestinn og söfnuðinn út úr
hinu kirkjulega samhengi og inn á
hið borgaralega svið, og á þeim vett-
vangi ætlar hún að skera úr um
málið. Þau ætla að skipa öllum
málum eftir því sem þeim þóknast
út frá borgaralegri reynslu sinni. Svo
mjög hafa þau gert þetta upp við
sig, að einn af stjórnarmönnum sagði
við mig, að hann væri ekki viss um
að Fríkirkjan væri skyldug að hafa
neinn prest.
Vinningstölurnar 6. ágúst 1988.
Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.222.969,-
1. vinningur var kr. 2.111.812,- og skiptist hann á milli 4ra
vinningshafa, kr. 527.953,- á mann.
2. vinningur var kr. 633.360,- og skiptist hann á milli 174
vinningshafa, kr. 3.640,- á mann.
3. vinningur var kr. 1.477.797,- og skiptist á milli 5.619 vinn-
ingshafa, sem fá 263 krónur hver.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Milljónir á hverjum laugardegil Upplýsingasími: 685111
NÚFÆRÐU. .
105g MEIRIJOGURT
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!*
* miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.