Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 Álþjóðlegi markaðurinn á ráðhústorginu. Á Kielar-viku 1988: Þanin segl, lopapeysur og kryddsfldarveislur Úr Holstenstrasse, helstu verslunargötu Kielar. Víða var hægt að dansa undir berum himni meðan á Kielar-vikunni stóð. Við endann á Holstenstrasse skóku ungmennin sig frá morgni til kvölds. MEÐ SJÖ klukknaslögum var Kielar-vikan sett hinn 18. júní síðastliðinn. Á sviði fyrir fram- an ráðhús borgarinnar lét skíða- drottningin Marina Kiehl, verð- launahafi á Ólympíuleikunum í Calgary, bjölluna klingja og gaf tóninn fyrir vikulanga þjóð- hátíð. Sauðsvartur almúginn skemmti sér við bjórdrykkju og innkaup á alþjóðlegum markaði, siglingamenn stýrðu dýrum knerri sínum í Kielar-firði og blaðamenn skeggræddu fjöl- miðlun í Evrópu. , Á meðal mörg þúsund manna á ráðhústorginu, sem hlýddu á setn- ingarræður, var blaðamaður ofan af íslandi. Heiðursgestimir stóðu á afgirtu svæði og var þess vand- lega gætt að múgurinn næði ekki tangarhaldi á því virðulega fólki sem, umkringt lögregluþjónum, mændi til himins, þar sem stóðu á svölum ráðhússins þeir Bjöm Eng- holm, forsætisráðherra Slésvíkur- Holtsetalands, Silke Reyer, forseti borgarstjómar Kielar og Philipp Jenninger, forseti þings Sam- bandslýðveldisins Þýskalands. Engholm var fagnað ákaft enda er hann holdgervingur þeirra vonar manna í fylkinu að stjómmál ein- kennist af heiðarleika en ekki valdafýsn og spillingu. Auk þess nýtur Engholm mikillar hylli kven- þjóðarinnar sem er meira en hægt er að segja um flesta áberandi stjómmálamenn í Vestur-Þýska- landi. Hins vegar lá við að ekki heyrð- ist mannsins mál fyrir blístri og stappi þegar Jenninger steig í ræðustól. Samfylgdarkona mín og leiðsögumaður á meðan ég var gestur Kielar-borgar tjáði mér að árið áður hefðu mótmælaseggir skorið í sundur rafmagnsleiðslur til þess að spilla setningarathöfn- inni. Ég tók að skima eftir mót- mælaspjöldum eða öðm slíku sem gæti upplýst mig um hvað ylli. Á einu stóð „Björgum Eystrasaltinu" og á öðm „Látið pólitíska fanga lausa“. Síðar um kvöldið þegar heiðurs- gestimir gæddu sér á „sehleswig- holsteinische Spezialitáten“, sem vom nær eingöngu sjávarréttir, veltu menn mjög vöngum yfir því hvers vegna ekki tókst að setja hátíðina án skakkafalla. Borgar- stjórinn var sármóðgaður og gest- gjafanum, bankastjóra Lands- banka Slésvíkur-Holtsetalands, var klappað lof í lófa þegar hann sagði mótmælin sýna „skort á tján- ingargetu". Sjálfur skildi ég blístrið og stappið þannig að al- menningur vildi gefa stjómmála- mönnunum, sem láta á sér bera við slík tækifæri, til kynna að hin mikla þátttaka í Kielar-vikunni væri ekki þeim til dýrðar. Hafnarborgin Kiel Kiel er höfuðstaður nyrsta fylkis Vestur-Þýskalands, Slésvíkur- Holtsetalands. Svipur borgarinnar er mótaður af geysistórum krönum skipasmíðastöðvarinnar Howaldts- werke Deutsche Werft AG. Stöðin er ein sú stærsta í heimi og eins og gefur að skilja þungamiðja iðn- aðar í Kiel og nágrenni. Um það bil 50 þúsund manns hafa lifibrauð sitt af skipasmíðum þar í borg en samtals búa 250.000 manns í Ki- el. Það er því ekki að undra að nú þegar þungaiðnaðurinn er í lægð er efnahagur' Kielar og Slésvíkur-Holtsetalands lakari en annars staðar í Vestur-Þýskalandi. Höfnin er hjarta Kielar enda hafnarskilyrði með fádæmum góð innst í Kielar-firði. Þangað koma stórar feijur frá Ósló og Gauta- borg og smærri frá dönsku eynni Langalandi og Korser á Sjálandi. Um ein milljón sjófarenda á leið um höfnina á ári hverju. í Kiel er líka mynni skipaskurðar milli Norðursjávar og Eystrasalts sem grafinn var skömmu fyrir síðustu aldamót. Borgin er fyrst og fremst áningarstaður þess ferðafólks sem þangað kemur; vinssell áfanga- staður er Kiel helst í þá einu viku á ári sem borgin skrýðist viðhafn- arbúningi. Markmiðið er bætt sambúð þjóðanna Kielar-vikan svokallaða er rúm- lega aldargömul. í fyrstu voru það einkum skútueigendur sem komu saman árlega til að reyna með sér í íþrótt sinni á meðan tiginbornir aðalsmenn þreyttu fótamennt sína á dansgólfum borgarinnar. Enn þann dag í dag er siglingakeppnin, sem er sú stærsta í heimi, mest áberandi hluti Kielar-vikunnar. En þar við bætist fjölbreytt dagskrá á sviði þjóðfélagsumræðu og list- sköpunar. Viðfangsefnin eru jafn- an valin með hliðsjón af markmiði Kielar-vikunnar sem er aukinn skilningur þjóða í millum. Síðdegis er múgur og marg- menni í miðbænum sem spássérar á milli sölubúða úr öllum heimsins hornum og gæðir sér á framandi réttum og bergir á tilheyrandi eð- alvínum. Bömin kjósa að hoppa og skoppa eftir strandlengjunni þar sem blasa við seglskútur í öllum regnbogans litum og þar sem hægt er að fá sér snúning í hringekju. Lopapeysur og f latbrauð Á besta stað við austurenda ráð- hústorgsins gat að líta burstabæ þar sem seldar voru þjóðlegar ís- lenskar afurðir. Þama voru menn minntir á að tímabært væri að huga að jólagjöfunum (!) og boðið var upp á margvíslegar ullarvömr. Hægt var að gæða sér á ýsurúll- um, síldarréttum, skelfiski, hrognakæfu, reyktum laxi, flat- brauði, rúgkökum og öðra hnoss- gæti. Hvað vinsælastur var samt ískaldur brennivínssnafs, eða „Yð- ar eigin frostlögur". Fyrir þá sem vildu sjá hvaðan krásirnar kæmu var stöðugt í gangi myndband um land og þjóð. Lovísa Birgisdóttir jarðfræðing- ur, sem búsett er í Kiel, varð fyrir svöram þegar ég forvitnaðist um hveijir stæðu að þessari myndar- legu kynningu á íslenskum vöram. Hún sagði að fyrir fjóram áram hefðu þijár íslenskar konur í Kiel — Lovísa, Danfríður Skarphéðins- dóttir og Björg Þorleifsdóttir — séð að ekki mátti lengur við svo búið standa að ísland væri ekki með sölubúð á alþjóðlega markaðnum. Síðan þá hafa nokkrir íslendingar í Kiel undirbúið á hveiju ári slíka kynningu, keypt íslenskar vörar og selt á Kielar-vikunni. Að þessu sinni vora í búðinni auk Lovísu: Daníel Hansen, framkvæmdastjóri AFS, Erla Gísladóttir sem er móð- ir Lovísu, Hólmfríður Valdimars- dóttir auglýsingateiknari, sem reyndar var með myndlistarsýn- ingu í sölubásnum á sama tíma, og Oddný Jónsdóttir námsmaður. Á meðan ég. staldraði við í burstabænum kom fjöldi fólks til að forvitnast eins og gengur og vakti athygli þeirra að „orgínal“ íslendingar stæðu bak við búðar- borðið en oftast vinna Þjóðveijar í söluskálunum. Aðspurðir um hvort halda ætti áfram á sömu braut sögðu íslensku kaupmennimir að erfitt væri fyrir fólk í námi að sinna öllum undir- búningi. Þó hefðu ýmis fyrirtæki á íslandi styrkt kynninguna og bæri þar helst að nefna Ferðamála- ráð og Arnarflug en stuðningur Svifið seglum þöndum . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.