Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.08.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 29 Persaflóastríðið: 350 friðargæslumenn til starfa í Iran og Irak - samkvæmt tillögum framkvæmdastjóra SÞ Reuter íranskur klerkur (t.v) og byltingarvörður með gasgrímur á vígstöðvunum nærri Oshnavieh i íran. íranir héldu því fram síðastliðinn föstudag að írakar hefðu á ný beitt efnavopnum i Persaflóastriðinu. tilheyrandi starfsliði. Þessir menn framkvæmdastjórinn áætlar að muni annast skipulagningu hinna hefjist eigi síðar en þremur dögum eiginlegu friðargæslustarfa, sem fyrir vopnahlésdaginn. 0 0 Iranar-Irakar: Olía hækkar vegna líklegs vopnahlés Sameinuðu þjóðunum. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, hefur lagt til að allt að 350 eftirlitsmenn verði sendir til vígstöðva í Persaflóastríðinu til að fylgjast með framkvæmd vopnahlés. í skýrslu sem fram- kvæmdastjórinn sendi Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna segir að gæslumennirnir muni þurfa á stuðningi flugsveitar að halda og hugsanlega litillar flotadeild- ar. Gert er ráð fyrir því að eftir- litssveitirnar verði í fyrstu í sex mánuði við störf á þessum slóð- um. I skýrslu framkvæmdastjórans segir að gera megi ráð fyrir því að kostnaður vegna eftirlitsstarfa þessara næstu sex mánuðina verði um 74 milljónir Bandaríkjadala (rúmir 3,4 milljarðar ísl. kr.). Skýrsla de Cuellars byggir á upp- lýsingum sem hann fékk frá norska hershöfðingjanum Martin Vadset sem fór fyrir hópi sendi- manna frá Sameinuðu þjóðunum til að ræða framkvæmd vopnahlés við ráðamenn í íran og írak. Framkvæmdastjórinn kveðst telja að eftirlitsmennimir muni þurfa á stuðningi flugsveitar að halda og að hugsanlega kunni að reynast nauðsynlegt að halda úti lítilli flotasveit á Shatt al-Arab vatnaleiðinni á landamærum nkjanna. Að auki muni ótiltekinn fjöldi borgaralegra starfsmanna óhjákvæmilega taka þátt í gæslu- störfunum. Verkefni þetta nefnir de Cuellar UNIIMOG (United Nati- ons Iran-Iraq Military Observer Group). Gæslumennimir munu m.a. halda til í höfuðstöðvum herafla ríkjanna tveggja víða á vígstöðv- unum og verða þeir sendir þaðan til að rannsaka hugsanleg brot gegn vopnahléinu berist ósk þess efnis frá yfirmanni UNIIMOG- verkefnisins eða frá ráðamönnum í íran og írak. „Á tilteknum hem- aðarlega mikilvægum stöðum verður að auki að koma upp eftir- litsstöðvum," segir ennfremur í skýrslunni. De Cuellar leggur til að í.fyrstu verði gert ráð fyrir því að eftirlits- mennimir verði við störf i sex mánuði. I skýrslunni segir einnig að samþykki aðildarríki Öryggis- ráðsins tillögur þessar hyggist hann þegeir í stað senda 12 gæslu- menn til ríkjanna tveggja ásamt Lundúnum, Reuter. OLÍA hækkaði i verði í gær vegna fyrirhugaðs vopnahlés írana og Iraka. Talið er að frið- ur á Persaflóa geti leitt til meiri einingar innan Samtaka oliuút- flutningsríkja, OPEC. Verð á breskri Norðursjávarolíu hækkaði um 35 cent tunnan á frjálsum mörkuðum í gær eftir að Javier Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafði sagt að sama dag myndi hann lýsa yfir vopnahléi milli íraka og írana. „Friður stuðlar að verðhækk- un,“ sagði einn olíukaupmaðurinn. Hann var einn þeirra _sem telja að friður milli íraka og írana mjmdi leiða til meiri einingar meðal OPEC-ríkja. Aðrir telja hins vegar að til langs tíma litið geti friðurinn leitt til lægra olíuverðs þar sem íranir og Irakar geti aukið olíu- framleiðsluna til að leysa þann efnahagsvanda sem stríðið hefur skapað. íran: Bretar ræða opn- un sendiráðs á ný Breskur sendimaður fer til Teheran Lundúnum, Reuter. BRESK stjórnvöld tilkynntu í gær að breskur sendimaður færi til Teheran til viðræðna við yfirvöld um að opna á ný sendi- ráð Breta í Iran. Einnig mun hann ræða aðstoð írana við að fá lausa vestræna gísla í Líban- on. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði að David Reddaway, sérfræðingur um mál- efni íran, sem starfaði við sendiráð Breta í Teheran frá árinu 1977 til 1980, myndi koma til Teheran á fímmtudag þar sem hann myndi dvelja í tvær til þijár vikur. Ákvörðunin _um að senda Reddaway til íran kom í kjölfar vopnahlésviðræðna í stríði Irana og íraka og loforða írana um að láta af árásum á skip á Persaflóa, að sögn talsmannsins. Bretar lokuðu sendiráði sínu í Teheran árið 1980 og hafa Svíar farið með málefný Breta í íran síðan þá. Sendiráði írana í Lundún- um hefur ekki verið lokað en að- eins viðskiptafulltrúi hefur verið að störfum þar undanfarið. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins sagði að ekki væri ljóst hvort för Reddaways myndi verða til þess að sendiráð Breta yrði opnað á ný. „Þetta er skref í þá átt að koma á efllilegu ástandi í samskipt- um þjóðanna," sagði talsmaðurinn. Reddaway mun fara þess á leit við írönsk stjómvöld að þau að- stoði við að fá lausa þrjá breska gísia, þeirra á meðal Terry Waite, sem verið hafa í haldi íranskra öfgahópa í Líbanon. Reuter Þrátt fyrir að tiltölulega rólegt hafi verið á Vesturbakkanum frá þvi að Hussein Jórdaníukonungur tílkynnti um ákvörðun sína er enn grunnt á þvi góða með ísraelum og Palestínuaröbum, en hér sést israelskur hermaður stjaka við Palestinuaraba eftir að til orða- skipta kom í biðröð við skráningarskrifstofu bifreiða á Vesturbakk- anum. Hún var opnuð í fyrsta skipti i þrjá mánuði i gær. Afganistan: Undanhald Rauða hers- ins frá Kabúl loks hafið Moskvu, Daily Telegraph. AFGANIR kvöddu Sovétmenn mjög um ágæti PLO og hlutverk samtakanna og þrátt fyrir að full- trúar samtakanna láti sem þeir stjómi uppþotunum á hemumdu svæðunum ber mönnum saman um að PLO geri lítið annað en að taka á sig ábyrgðina á atburðum, sem þeir hafa litla ef nokkra stjóm á. Þegar fólkið í Jalazone var spurt hvort það hefði fengið eitthvað af þeim milljón Bandaríkjadölum á mánuði, sem Arababandalagið sam- þykkti að veita til PLO til þess að fjármagna Intafada, eða uppþotin á hemámssvæðunum, svaraði það með hæðnishlátri. Hyggist PLO á hinn bóginn nú auka hlut sinn í Intifada eða reyna að koma sér á framfæri sem rétt- mætum valdhöfum svæðisins getur það aðeins endað með fjöldahand- tökum og hertum tökum ísraela á hemámssvæðinu. Á hinn bóginn benda aðrir á að lýsi Palestínuara- bar yflr sjálfstæði á Vesturbakkan- um muni margir ísraelar líta svo á að PLO hafi í raun horfið frá hinu gamla stefnumarki sínu, að uppr- æta ísraelsríki. með blómsveigum I gær þegar fyrsta sovéska hersveitin hóf und- anhaldið frá Kabúl, höfuðborg Afganistans. 500 hermenn og um 100 farartæki héldu norður á bóg- inn, en mannfjöldi var viðstaddur til þess að kveðja innrásarherinn. Brottför þessarar hersveitar er talinn til merkis um að Sovétmenn ætli að efna það heit sitt að innrás- arher þeirra i Afganistan hverfi á braut. GENGI Bandaríkjadollars snar- hækkaði i gær gagnvart vestur- þýsku marki og hafði gengi hans ekki verið skráð svo hátt frá því í janúar á síðasta ári. Er gjaldeyri- sviðskipti hófust í Evrópu i gær- morgun fengust 1,9040 vestur- þýsk mörk fyrir doUarann en gengi hans lækkaði litUlega er Uða tók á daginn vegna doUarasölu seðlabanka Bandaríkjanna og V estur-Þýskalands. Sérfræðingar töldu að hækkunina mætti einkum rekja til þess að fjár- málamenn teldu sig sjá merki um vaxtahækkun i Bandaríkjunum á Þrátt fyrir þetta er ljóst að Sovét- menn munu enn um sinn hafa öflug- an herstyrk í borginni en skæruliðar i hæðunum umhverfís borgina hafa ' aukið eldflaugaárásir sínar og pólitísk framtíð landsins er engu tryggari en áður. Vestrænir stjómar- erindrekar í Kabúl telja að í herbúð- um Sovétmanna séu um 22.000 her- menn. Samkvæmt Genfarsamningnum um „lausn Afganistansvandans", sem undirritaður var í Genf í apríl næstunni til að halda aftur af verð- bólgu. Verðhækkun dollarans í sumar getur haft aukna verðbólgu í för með sér í helstu viðskiptalöndum Banda- ríkjanna þar eð innflutningskostnað- ur eykst. Að sama skapi kann hækk- andi verð á bandarískum framleiðslu- vörum erlendis að ógna viðleitni stjómvalda í Bandaríkjunum til að draga úr viðskiptahallanum, sem aft- ur kann að leiða til lækkunar gjald- miðilsins. Gengi dollars hefur hækkað um 22 prósent frá 4. janúar á þessu árí er það var skráð á 1,5615 vestur- þýsk mörk. síðastliðnum, ber Sovétmönnum að hafa kvatt heim að minnsta kosti helming heija sinna í Afganistan fyrir næsta mánudag, en allir skulu þeir á brott fyrir 15. febrúar. í lok síðustu viku fóru Sovétmenn úr hinni suðlægu borg Kandahar og dagblað Rauða hersins skýrði frá því að engar hersveitir væru eftir í suð- urhluta Afganistans. Að sögn sov- ésku fréttastofunnar TASS í gær munu sveitir Rauða hersins hafa yfir- gefið 25 héruð af 29 innan nokkurra daga og sagði fréttastofan engan vafa leika á því að Rauði herinn yrði á brott úr Afganistan á tilsettum tíma. Sovétmenn hafa varað Pakistana við afskiptum af málefnum Afganist- ans að undanfömu og sagst myndu gríþa til sinna ráða ef Pakistanar hætti ekki „grófum brotum" á Gen- farsamningnum. Sovétmenn hafa þó ekki greint frá því í hveiju meint brot Pakistana felist. Áfganskir skæruliðar hafa bækistöðvar í Pa- kistan. í síðustu viku skutu Pakistanar niður sovéska orrustuþotu, sem farið hafði inn fyrir lofthelgi Pakistans. Flugmaðurinn varpaði sér út í fallhlíf, en var tekinn höndum af landamæraættbálki nokkrum og var síðast þegar til fréttist á leið til Isl- amabad, höfuðborgar Pakistans. Tveir menn í flugher stjómarinnar í Kabúl lentu í gær MIG 21-þotu sinni í Pakistan og báðu um hæli sem pólitískir flóttamenn. Bandaríkjadollar: Mikil hækkun gagn- vart þýsku marki I nndnn Ri»nfpr. ™ ^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.