Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Island — Grænland Fáar þjóðir eru eins háðar milliríkjaverzlun, útflutn- ingi og innflutningi, eins og við Islendingar. Við seljum úr landi hærra hlutfall þjóðar- framleiðslu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við flytjum síðan inn dijúgstóran hluta meintra lífsnauðsynja. Viðskipti okkar við umheiminn, það er kaup- máttur útflutningstekna okk- ar, ræður því meiru um lífskjör þjóðarinnar en margir gera sér grein fyrir. Af þessum sökum er sjálf- gefið að leggja rækt við gamal- gróin viðskiptatengsl okkar vestan hafs og austan. Jafn- sjálfsagt er að nema ný lönd fyrir íslenzkar vörur og íslenzka þjónustu, hugvit og þekkingu. Það er mikilvægt að reisa sem flestar stoðir undir viðskiptahagsmuni okkar. I þeirri viðleitni höfum við víða borið niður. Það er þó ekki fyrr en á síðustu áratugum sem veruleg rækt hefur verið lögð við viðskiptatengsl við næstu granna okkar í austri og vestri, Færeyinga og Grænlendinga. Samskiptin við Færeyinga byggjast þó á gömlum grunni. Grænlandsviðskipti eru hins- vegar ný af nál. Þau hafa hins- vegar vaxið umtalsvert á allra síðustu misserum. I viðskiptablaði Morgun- blaðsins síðastliðinn fimmtu- dag birtist grein um þátttöku um 30 íslenzkra söluaðila í sjávarútvegssýningu í Nuuk (Godthaab) á Grænlandi. Þar er og fjallað um vaxandi við- skipti þessara grannríkja. Þar kemur fram að vöruútflutning- ur íslendinga til Grænlands nam aðeins rúmum 3 milljón- um króna árð 1983. Síðan hef- ur hann farið ört vaxandi. Árið 1986 nam hann um 44 milljón- um króna. „Síðustu tvö árin hefur útflutningurinn síðan aukist gífurlega, fyrstu sex mánuði síðasta árs var hann jafnmikill og allt árið þar áður og hefur enn vaxið síðan,“ seg- ir í greininni. Það eru einkum íslenzkar tæknivörur fyrir sjávarútveg sem seldar eru til Grænlands, toghlerar og bobbingar, en einnig umbúðir og burðarpok- ar. Líkur eru taldar á að selja megi báta til Grænlands, en tveir Sóma-bátar vóru afhentir í lok sjávarútvegssýningarinn- ar. Aukning viðskipta við Grænland byggist þó máske mest á því að fyrirtækið Icecon hefur tekið að sér að breyta fiskvinnsluhúsum víðs vegar um Grænland og búa þau til- heyrandi vélum og búnaði. Nema þau viðskipti hundruð- um milljóna króna. Þá hafa grænlenzkir togarar leitað hafna á íslandi um árabil og sótt hingað margvíslega þjón- ustu. Konunglega Grænlands- verzlunin hefur einkarétt á öll- um farmflutningum á sjó til Grænlands. Sama ver-ðskrá gildir fyrir flutninga frá fslandi til Grænlands og frá Álaborg í Danmörku, þótt vegalengd héðan sé mun skemmri. Ut- flutningur til Grænlands er og að stærstum hluta í höndum Dana, segir í viðskiptablaði Morgunblaðsins og „styrkir frá Danmörku til Grænlands kosta stóran hluta þeirrar uppbygg- ingar sem á sér stað í landinu og hefur svo verið frá stríðslok- um“. Það er því ekki auðhlaupið fyrir íslendinga að komast inn á Grænlandsmarkað. Markaðs- aðstæður eru og að öðru leyti frábrugðnar því sem hér ger- ist. Þannig segir í grein við- skiptablaðs, að fyrirtæki í Grænlandi séu fá og „flest þeirra í eigu heimastjómarinn- ar, og nær alls ráðandi í út- gerð, fiskvinnslu og verzlun í Grænlandi“. Staðreynd er eftir sem áður að iðnframleiðsla okkar og tækniþekking hentar græn- lenzku atvinnulífi á marga grein, ekki sízt sjávarútvegi þeirra. Við getum og efalítið sitt hvað til þeirra sótt. Hags- munir fiskveiðiþjóða við Norð- ur-Atlantshaf fara og saman um margt. Það er því flest sem styður það, að við leggjum meiri rækt við menningarleg og viðskiptaleg samskipti við Grænlendinga hér eftir en hingað til. Þátttaka okkar í sjávarútvegssýningunni í Nuuk var viðleitni í þá átt. Hún var skref að viðskiptalegu land- námi okkar á Grænlandi. Vart er þó að búast við, að aðild okkar að sýningunni skili sér að ráði í aukinni sölu fyrr en eftir eitt til tvö misseri, enda um sölu á fjárfestingarvörum að ræða og ákvarðanir um kaup á þeim taka nokkurn tíma. Þessari sölukynningu þarf og að fylgja eftir með skipulegri markaðssókn og markaðssetningu, bæði vöru og þjónustu. „ Auðlindaskatt- ur“ er rangnefni iii. eftir Gylfa Þ. Gíslason I. Væntanlega eru allir nú orðnir sammála um, að nauðsynlegt hafi verið að taka upp stjóm á fiskveið- um á íslandsmiðum í því skyni að takmarka sókn í fiskistofnana. Það var gert í ársbyrjun 1984. Hitt er ekki óeðlilegt, að menn hafi greint og greini enn á um, hvaða aðferðum eigi að beita við stjómina. Hags- munir einstakra byggðarlaga og eigenda mismunandi fiskiskipa eru ólíkir. Reglur, sem minnka þann afla, sem draga má á land, geta ekki bitnað hlutfallslega jafnt á öll- um, og væri raunar ekki réttlátt, að þær gerðu það. Þá þarf að gera upp á milli hagsmuna. Það er ávallt erfítt, og getur jafnan sitt sýnst hverjum um, hvað sé réttlátast. En sem betur fer virðist mönnum ekki lengur blandast hugur um, að heildartakmörkun á veiðunum sé nauðsynleg. Reynsla hefur og sýnt, að afköst fískiskipaflotans hafa aukizt síðan 1984, útgerðarkostn- aður hefur minnkað og úthald hefur dregizt saman. Hitt er svo annað mál, hvort náðst hefur nægilega góður árangur, hvort enn mætti auka afköst flotans og lækka út- gerðarkostnað. Aðalreglan, sem hér hefur verið beitt við stjóm fiskveið- anna, hefur verið sú, að úthluta hveiju fískiskipi rétti til þess að veiða ákveðið magn, „aflakvóta", eða til þess að stunda veiðar í ákveðinn tíma, „sóknarkvóta". Þessum veiðiréttindum hefur verið úthlutað ókeypis. II. Ýmsir, sem kynnt hafa sér efna- hagsmál fiskveiða og hagnýtingu sameiginlegra auðlinda yfirleitt, hafa á undanfömum árum — í raun og veru á undanförnum tveim ára- tugum — bent á, að fiskveiðirétt- indi séu verðmæt, þegar úthlutun þeirra er takmörkuð og fleiri vildu fá að veiða enn óhætt er að leyfa veiðar, ef vernda á fiskistofnana. í þijá áratugi eða frá 1930 til 1960 var innflutningur til landsins lengstum takmarkaður með leyfis- veitingum. Rökin vom að vísu ekki hliðstæð þeim, sem með réttu em færð fyrir nauðsyn leyfa til fisk- veiða. Innflutningsleyfi vom talin nauðsynleg til þess að spara gjald- eyri, sem ekki var nóg af vegna rangrar gengisskráningar. En allir virtust þá gera sér grein fyrir því, að innflutningsleyfin vom verðmæt. Innflytjendur vildu flytja meira inn en hægt var að leyfa þeim. Þeir, sem fengu innflutningsleyfi, gerðu sér grein fyrir því, að þeir höfðu sérréttindi. Þeir, sem fengu ekki innflutningsleyfi, reyndust í mörg- um tilvikum reiðubúnir til þess að kaupa leyfí og greiða hátt verð fyr- ir. Hugmyndir komu fram um, að ríkið skyldi selja leyfin á uppboði, enda vom dæmi um slíkt annars staðar. Það var þó ekki gert, eflaust m.a. vegna ótta við áhrif slíks á verðlag innanlands. En öllum var ljóst, að innflytjendum var í raun og vem mismunað. Öllum var ljóst, að þeir, sem fengu leyfi, högnuð- ust. Hitt var mönnum ekki eins ljóst, að kerfið olli óhagkvæmni í innflutningsverzluninni. Það tryggði engan veginn, að þeir flyttu inn, sem gætu keypt ódýrast og hefðu lægstan dreifingarkostnað. A ámnum eftir 1960 var innflutnings- leyfakerfíð gert óþarft með réttri skráningu gengisins og öðmm ráð- stöfunum til styrktar gengisskrán- ingunni og jafnvægi í þjóðarbú- skapnum. Það var hægt að afnema inn- flutningsleyfakerfið með því að koma í veg fyrir gjaldeyrisskortinn, sem það var réttlætt með. En það er ekki hægt að komast hjá fisk- veiðileyfum, því að takmörkuð stærð fiskistofnanna, skorturinn á fiski í sjónum miðað við veiðigetu flotans, er staðreynd, sem ekki er hægt að ráða við, a.m.k. ekki þegar Iitið er til afmarkaðs tíma. Á ókeyp- is veiðileyfakerfi er hins vegar sami annmarki og var á ókeypis innflutn- ingsleyfakerfi, að engin trygging er fyrir því, að afkastamestu skipin sæki þann afla, sem óhætt er að veiða, og að hann sé sóttur með sem lægstum kostnaði. Og sú staðreynd á auðvitað jafnt við um fiskveiði- leyfin og innflutningsleyfin, að þau em verðmæt. Reynsla hefur líka sýnt, að þau ganga kaupum og sölum. I fylgiskjali með frumvarp- inu að þeim lögum um fiskveiði- stjóm, sem síðasta Alþingi sam- þykkti, kemur fram, að söluverð- mæti aflakvóta á ámnum 1984— 1986 er talið hafa numið um 6 til 9 milljörðum króna á því verðlagi, sem gilti, þegar lögin vora sett. Þessar upplýsingar í stjórnarfmm- varpinu taka auðvitað af öll tvímæli um, að veiðileyfín em verðmæt. í raun og vem var engin þörf á því að benda á svo augljósa staðreynd. En upplýsingarnar sýna, að hér er um mikið verðmæti að ræða. IV. Hvað gerist í raun og vem, þeg- ar eigandi skips fær ókeypis veiði- leyfi, en selur það síðan eiganda annars skips? Hann fær greiðslu fyrir leyfí, veiðirétt, sem hann hefur fengið ókeypis. Sá, sem kaupir leyf- ið, gerir það af því, að hann telur viðbótaraflann, sem hann fær, vera verðmætari en nemur veiðikostnað- inum að viðbættu kaupverði leyfis- ins. Gera má ráð fyrir því, að fyrir þjóðarbúið í heild sé það hag- kvæmara að sá, sem keypti leyfið, veiði samkvæmt því, en að hinn, sem seldi það, hefði gert það. Út- gerðarkostnaðurinn verður eflaust minni. En eftir stendur, að aðili hefur fengið greitt fé fyrir leyfi eða rétt, sem hann fékk ókeypis. Getur það talizt réttlátt? V. Af þessum einföldu staðreyndum er auðvitað ekki hægt að draga aðra ályktun en þá, að rangt sé að afhenda veiðileyfi ókeypis. Fyrst þau em verðmæt, eiga þeir, sem fá þau, að greiða fyrir þau. Fiskur- inn í sjónum er ekki og verður ekki eign þess, sem fær ókeypis rétt til þess að veiða hann. í nýju lögunum er þvert á móti tekið fram, að fiski- stofnamir séu sameign þjóðarinnar. Þeir aðilar, sem ríkisvaldið veitir takmarkað leyfi til þess að veiða af fískistofnunum, em að hagnýta sameign, sem öll þjóðin á. Því skyldu þeir ekki greiða fyrir þennan nýtingarrétt, eins og þeir greiða eigendum olíulinda fyrir olíuna, sem þeir nota, eins og fiskvinnslustöðin greiðir fyrir hráefni sitt, bóndinn fyrir jarðarafnotin, húsbyggjandi fyrir timbur og sement, kaupmaður fyrir keypta vöm? Hér er hins vegar komið að at- riði, sem víðs ijarri er að samstaða sé um. Hagfræðingar og fjölmargir aðrir, sem látið hafa þessi mál til sín taka, em þeirrar skoðunar, að þeir, sem hagnýta þá sameign, sem fískistofnarnir em, eigi að greiða eigandanum, þjóðarheildinni, fyrir það með einhveijum hætti. Þeir, sem nú hagnýta þessa sameign, em því af skiljanlegum ástæðum mjög andvígir. Og stjórnmálamenn virð- ast til þessa yfirleitt ekki reiðubún- ir til þess að ganga gegn þessum hagsmunum. Þess ber þó að geta, að í áhrifamiklum flölmiðlum hefur gætt mjög vaxandi skilnings á því nauðsynjamáli, sem hér er um að ræða, ekki aðeins vegna þess, að núgildandi skipan feli í sér þjóð- félagslegt ranglæti, heldur einnig vegna hins, að greiðsla slíks af- gjalds muni leiða til aukinna af- kasta í sjávarútveginum og lægri útgerðarkostnaðar. Slíkt gjald fyrir afnot af fiski- stofnunum hefur verið nefnt „auð- lindaskattur". Enginn skattur er vinsæll hjá þeim, sem á að greiða hann. Út af fyrir sig er ekki undar- legt, að þeir, sem stunda sjávarút- veg, andmæli því að á þá sé lagður skattur, sem öðmm er ekki ætlað að greiða. En hér er komið að merg málsins. Orðið „auðlindaskattur" er rangnefni í þessu sambandi. Hér er alls ekki um „skatt“ að ræða i sama skilningi og þegar rætt er t.d. um „eignaskatt", sem öllum er ætlað að greiða. Eignaskatturinn er gjald, sem lagt er á eignir, sem fara umfram visst mark, allar nán- ar skilgreindar eignir. Gjaldið fyrir afnot af fiskistofnunum er afgjald fyrir hagnýtingu verðmætrar sam- eignar, algerlega hliðstætt því gjaldi, sem allir, er hagnýta eignir annarra, verða að greiða fyrir þau afnot. Er það skattur á bónda, að hann verður að greiða afgjald fyrir jörðina, sem hann býr á? Er það skattur á húsbyggjanda, að hann verður að greiða eiganda skógar gjald fyrir timbrið, sem hann notar Á síðasta Alþingi var heimild landbúnaðarráðherra til að veita undanþágu til slátmnar í slátur- húsum, sem ekki hafa hlotið lög- gildingu en talin nauðsyn á að slátr- un fari fram í, framlengd um tvö ár eða til 1. júní 1990. Við af- greiðslu málsins lagði landbúnaðar- nefnd á það áherslu, að þegar í stað yrði hafist handa um endur- skipulagningu og endurbætur á sláturhúsum landsins, og að loknu þessu tveggja ára tímabili yrðu öll sláturhús landsins komin með lög- gildingu. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu þykir ljóst að þau sláturhús sem hafa notið undanþágu verða að leggja út í vemlegar framkvæmdir og kostnað ef þau eiga að hljóta löggildingu. Þar sem vafasamt þykir að þetta skili sér til baka hljóti sláturleyfis- hafar undanþágusláturhúsa að fara varlega í frekari framkvæmdir á húsum sínum, og era þá meðtaldar endurbætur og lagfæringar sem dýralæknar telja nauðsynlegar til Gylfi Þ. Gíslason úr skóginum hans? Er það skattur á frystihúsin, að þau verða að greiða fyrir fiskinn, sem þau frysta? Er það skattur á neytanda, að hann verður að endurgreiða bakaranum mjölið, sem fór í brauðið? Eru for- eldrar að leggja skatt á ungling, som byijar að vinna utan heimilis, ef þau láta hann greiða eitthvað til heimilisins, þótt þau hafi ekki gert það áður? Mér býður í gmn, að nafngiftin „auðlindaskattur" eigi dijúgan þátt í því, hversu torvelt hefur reynzt að afla því skilnings, að ekki er aðeins sanngjarnt, heldur einnig hagkvæmt að láta þá, sem hagnýta fiskimiðin, greiða fyrir það. Sann- girnissjónarmiðið er auðskilið. Það á ekki að afhenda neinum ókeypis rétt, sem hann getur selt. Hitt er flóknara, að slíkt sé hagvæmt. En skýringin er sú, að sé greitt gjald fyrir hagnýtingu fiskistofnanna, eykur það líkur á því, að þeir hag- nýti þá, sem treysta sér til þess að greiða gjaldið vegna hagkvæms rekstrar, en hinir, sem búa yfir minni afkastagetu eða hafa hærri kostnað, stundi veiðarnar ekki. að undanþága fáist til slátmnar í haust og ítrekaðar hafa verið í bréfí ráðuneytisins til þeirra. Með tilliti til þessa og um leið að stuðla að hagkvæmari rekstri sláturhúsa hef- ur verið ákveðið að gefa viðkom- andi sláturleyfíshöfum, sem slá- tmðu í eigin húsi samkvæmt undan- þágu árið 1987, kost á framlagi til úreldingar viðkomandi sláturhúss. Tekjur til úreldingar sláturhús- anna er hluti af verðmiðlunargjaldi, sem tekið er af innvegnu kinda- og nautgripakjöti í sláturhúsum lands- ins á hveiju verðlagsári, og skal það innheimt frá 1. september 1988. Hækkun verðmiðlunargjalds- ins miðast við þörf til greiðslu bóta. Framleiðsluráð landbúnaðarins annast innheimtu, bókhald og vörslu verðmiðlunargjaldsins eins og annarra verðmiðlunargjalda, og sér um greiðslur til sláturleyfishafa eftir ákvörðun nefndar að fengnu samþykki landbúnaðarráðherra, en í nefndinni eiga sæti einn fulltrúi tilnefndur af Framleiðsluráði land- búnaðarins, einn fulltrúi tilnefndur VI. í umræðum um þessi mál undan- farið hefur það oft heyrzt, að frá- leitt sé að gera fiskiskipaflotanum að greiða gjald fyrir hagnýtingu miðanna, því að hann hafi engan rekstrarafgang, sé jafnvel rekinn með tapi. En slíkt gjald gæti sjávar- útvegurinn greitt með ýmsu móti, eins og oftsinnis hefur verið gerð grein fyrir. Það er þó athyglisvert, að krafan um lækkun á gengi krón- unnar kemur ekki frá útgerðinni, heldur fiskvinnslunni. Gæti þetta ekki einmitt átt rót sína að rekja til þess, að auðvitað er um aðstöðu- mun veiða og vinnslu að ræða. Vinnslan þarf að sjálfsögðu að greiða fyrir sitt hráefni. En veiðarn- ar greiða ekkert fyrir rétt til hag- nýtingar á fiskistofnunum, sem öll- um, sem málið hugsa, hlýtur að vera ljóst, að er verðmætur. Það má vel vera, að veiðamar séu, eins og nú háttar, ekki færar um að greiða fyrir þann rétt, sem þær fá nú ókeypis hjá samfélaginu. En sé svo, ber það aðeins vitni um, að gengið sé of lágt skráð. Gengið er því aðeins rétt skráð, að hag- kvæmar veiðar geti greitt fyrir þau verðmæti, sem þær hagnýta. Sam- félagið gæti hagnýtt tekjurnar af gjaldinu í baráttunni við verðbólg- una, meðan við hana er að etja. Meðan fiskveiðarnar fá verðmætan afnotarétt af auðlindum þjóðar- heildarinnar afhentan ókeypis, er hallað á fiskvinnsluna og iðnaðinn og samfélagið svipt réttmætum tekjum af eign sinni. Nú em uppi hugmyndir og kröfur um breytingu á gengi krónunnar. Það væm alvarleg mistök, ef tekn- ar væm ákvarðanir um nýtt gengi krónunnar, án þess að koma skyn- samlegri skipan á stjórn fiskveið- anna. af stjórn Landsambands sláturleyf- ishafa og formaður nefndarinnar, sem landbúnaðarraðherra skipar án tilnefningar. Bókfært verð fasteigna og sér- hæfðs búnaðar til slátmnar 31. desember 1987 verður einnig notað sem viðmiðunargmndvöllur fyrir úreldingu sláturhúsa á ámnum 1989 og 1990, framreiknað og af- skrifað samkvæmt venjulegum bók- haldsreglum. Miðað er við að greiðslur bóta skiptist niður á 3 ár, og mun út- borgun til þeirra sláturleyfishafa sem leggja niður slátmn í haust nema að lágmarki 35% af heildarbó- taupphæðinni, og skal hún greiðast fyrir 31. desember 1988, en eftir- stöðvamar skulu vera verðtryggðar fra'þeim tíma að telja. Greiðslur skulu ekki ná til þeirra sláturleyfishafa, þar sem rekstur stöðvast vegna gjaldþrots, eða þeirra sláturleyfishafa sem ekki hafa innt af hendi greiðslur til fram- leiðenda fyrr en þeirri lagaskyldu hefur verið fullnægt. Þá greiðist ekki fyrir fasteignir sem að öðm jöfnu em notaðar til annarra hluta en slátmnar. Tilboð þetta stendur til 20. ágúst 1988, og þurfa þeir sem ætla að notfæra sér það að tilkynna land- búnaðarráðuneytinu það fyrir þann tíma. Höfundur er prófessor. Landbúnaðarráðuneytið: Sláturleyfishöfum gef- inn kostur á framlögum til úreldingar sláturhúsa ÁKVEÐIÐ hefur verið að gefa þeim sláturleyfishöfum, sem slátruðu í eigin húsi árið 1987 samkvæmt undanþágu landbúnaðarráðuneytis- ins, kost á framlagi til úreldingar viðkomandi sláturhúss samkvæmt sérstökum reglum, sem unnar hafa verið af ráðuneytinu, fulltrúum Landsambands sláturleyfishafa og fulltrúa Stéttarsambands bænda. Samkvæmt þessu skal hver sláturleyfishafi eiga kost á greiðslum sem nema bókfærðu verði fasteigna og sérhæfðs búnaðar til slátrunar þann 31. desember 1987. Auk þess skal sláturleyfishafi fá greiddar bætur sem svarar tíu krónum fyrir hvert kíló kinda- og nautgripa- kjöts, sem að meðaltali var vegið inn í viðkomandi sláturhús síðastlið- in 5 ár. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HREFNUINGÓLFSDÓTTUR Míkhaíl Gorbatsjov vill hraða framkvæmd perestrojku: Sjálfstæði einstaklingsins forsenda efnahag'sumbóta MÍKHAÍL Gorbatsjov, Sovétleiðtogi, hefur vakið alþjóðaathygli fyrir tillögur sínar til úrbóta í efnahags- og stjórnmálalífi lands síns. Fyrr í sumar voru samþykktar á flokksráðstefnu kommúni- staflokksins mjög víðtækar ráðagerðir um að auka lýðræði og bæta efnahag landsins. En frá þeim tíma sem Gorbatsjov tók við sem leiðtogi Sovétmanna í mars 1985, hafa margar áætlanir hans verið þynntar út eða þær hafa strandað í svifaseinu sovésku skri- fræði. Því lagði hann fram áætlun, á fundi sovésku miðstjórnar- innar nýlega, þar sem hann tímasetti þær helstu breytingar sem samþykktar voru á flokksráðstefnunni. Hann lagði áherslu á það á miðstjórnarfundinum að brýnt væri að hrinda þessum breyting- um í framkvæmd. Að áliti Gorbatsjovs er nú runninn upp tími athafna og framkvæmda sem löngu em orðn- ar tímabærar. Áætlanir hans em margþættar og stefnt er að um- bótum á sem flestum sviðum. Hann áformar að afhenda bænd- um jarðir sem þeir myndu rækta sjálfír, í þeirri von að slíkt verði til þess að auka framleiðni og bæta úr fæðuskorti í Sovétríkjun- um. Hann segir að lausn á fæðu- og húsnæðisskorti þoli enga bið og að bæta verði læknisþjónustu. Einnig lagði Sovétleiðtoginn fram drög að því hvemig draga mætti úr spennu á milli ólíkra þjóðar- brota. Miklar breytingar í landbúnaði Gorbatsjov telur að með því að fá bændum og fjölskyldum þeirra jarðir sem þau geta ræktað sem sínar eigin og að umbuna þeim í samræmi við árangur, megi fá meiri uppskem og bæta þannig úr fæðuskorti og þar með lífskjör fólks. Með þessari nýju stefnu er að hluta til horfið frá samyrkjubú- skapnum sem Jósef Stalín þröngv- aði upp á Sovétmenn fyrir 60 ámm. Ástæða þessarar stefnu- breytingar er að gamla kerfið hefur ekki reynst vel. Uppskeran er léleg og íjárfestingar hafa ekki borið arð. Tillögur Sovétleiðtogans njóta stuðnings miðstjómar kommúni- staflokksins. Þegar hann kynnti þær fyrir miðstjórnarmeðlimum lagði hann áherslu á að brýnt væri að koma þessum breytingum í framkvæmd. Hann dró upp mynd af framtíðarskipulagi í Sovétríkj- unum þar sem væri gnægð matar og neysluvara, þar sem fmm- kvæði einstaklinganna fengi að njóta sín, skrifræðið væri horfið og flokksmaskínan væri ekki eins þung í vöfum. Umbætur í landbúnaði em lyk- ilþáttur í umfangsmiklum tillög- um Míkhaíls Gorbatsjovs sem snerta bæði stjómmála- og efna- hagslífið. Landbúnaður í Sov- étríkjunum gengur yfirleitt ekki eftir áætlun en tilraunir með að leigja bændum land hafa gefið góða raun. Þar sem það var gert breyttist afstaða fólks til vinnu sinnar og það afkastaði meim. Nú vill Gorbatsjov leigja bændum ríkisjarðir til langs tíma, t.d. í 20, 30 eða 50 ár. Hann virðist gera sér ljóst að bændur leggja ekki á sig að vinna við að bæta landið nema þeir fái að njóta afraksturs- ins. Hann segir að á þennan hátt ráði bóndinn raunvemlega yfir landinu sínu. Hann öðlist sjálf- stæði sem framleiðandi. Á leigu- jörð „geta menn nýtt skipulags- hæfíleika sína til fulls og ræktað landið á þann hátt sem þeim þyk- ir best henta,“ sagði Gorbatsjov á fundi miðstjómarinnar. í anda sósíalismans Gorbatsjov tók skýrt fram að þessi stefna væri í samræmi við sósíalíska kenningu. „Við þurfum ekki að vera feimnir við að láta framleiðsluöflin í hendur bænd- anna sjálfra. Það er ekkert andsó- síalískt við það,“ sagði hann. „Þetta er raunvemlegur sósíalismi því þarna er manneskjan höfð í fyrirrúmi." Sovétleiðtoginn leggur einnig til atlögu við skrifræðið, stofnanir og biðraðir sem em nöturlegt merki um bágborið efnahags- ástand. Gorbatsjov segir að það sé til skammar að ekki hafi verið gert neitt til að koma í veg fyrir þær. Kona nokkur sem vinnur í verksmiðju sagði við hann að hún þreyttist meira á því að bíða í tvo til þijá tíma í biðröðum á hvetjum degi, heldur en hún gerði í vinn- unni. Gorbatsjov leggur einnig til gaumgæfilega athugun á iðnaði, stjómun, flármögnun og endur- skoðun. Þau fyrirtæki sem haldið er uppi með ríkisstyrkjum vill hann endurskipuleggja eða leigja samvinnuhópum starfsmanna eða jafnvel leggja þau niður. Yfir hundrað þjóðarbrot em í Sovétríkjunum og spenna þeirra á milli brýst út í ýmsum myndum. Míkhaíl Gorbatsjov kennir skeyt- ingarleysi embættismanna ' um ýmis þau vandamál sem hafa sprottið upp í því sambandi. Á miðstjórnarfundinum í síðustu viku lagði hann fram tillögur um hvernig draga mætti úr ýfingum á milli þjóðarbrotanna. í þeim má sjá stuðning við þá hugmynd að lýðveldin fimmtán fái meiri efna- hagslega sjálfstjórn. Þeirri hug- mynd hefur verið haldið á lofti af þjóðernissinnum í Eystrasalts- lýðveldunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Gorbatsjov hvatti til að innan sovétlýðveldanna yrðu viðkomandi tungumálum gert jafn hátt undir höfði og rússneskunni sem hingað til hefur verið aðal- málið. En hann sagði að of sterk þjóðerniskennd væri vatn á myllu andstæðinga umbótastefnunnar sem kennd er við perestrojku og sagði að „hópum spilltra manna" hefði á nokkmm stöðum tekist að „breyta eðlilegu þjóðarstolti í eyðileggjandi þjóðarrembing." Framkvæmd tillagnanna hraðað Miðstjórnin samþykkti þijár ályktanir á fyrrnefndum fundi sínum. Ein þeirra fjallaði um end- urskipulagningu á flokknum, önn- ur um kosningar og sú þriðja varð- aði framkvæmd þeirrar stefnu sem var mörkuð á flokksráðstefn- unni fyrr í sumar. Tillögur Gorbatsjovs em allar í formi pólitískra og efnahags- legra endurbóta sem hann hyggst framkvæma með ótrúlegum hraða. Minnugur fyrri tillagna sem ekki hafa verið framkvæmdar lagði hann fram áætlun fyrir mið- stjórnarmeðlimina, þar sem helstu breytingar vom tímasettar. Opin- berar umræður um umbótatillög- ur Gorbatsjovs, eiga að fara fram í október. I seinni hluta nóvember kemur Æðsta ráðið saman til að samþykkja breytingar á stjórnar- skránni og nýja kosningalöggjöf. Nýtt þing, sem kemur í stað Æðsta ráðsins, verður kosið í mars en það á að koma saman í apríl. Á fyrsta fundi þess verður svo kosinn nýr og valdameiri for- seti, Míkhaíl Gorbatsjov. Heimildir: Daily Telegraph, International Herald Tribune, New York Times og Reuter. Reuter Míkhaíl Gorbatsjov á tali við bændur á samyrkjubúi í nágrenni Moskvu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.