Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 36
Fjórðungsþing Norðlendinga: Lífið á landsbyggðinni og landsbyggðin í fréttum Fjórðungssamband Norðlendinga heldur sitt 30. fjórðungsþing að Húnavöllum 2. og 3. september nk. Þingið er árlegur aðalfundur sambandsins, sem eru samtök sveitar- og sýslufélaga í Norður- landi. Þingið hefst í Húnavallaskóla föstudaginn 2. sept. kl. 13.00. Að lokinni þingsetningu flytja formaður og framkvæmdastjóri skýrslur sínar. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra mun flytja ræðu um verkefni í sveitarstjómarmálum og ný viðhorf í félagsmálaráðuneytinu, meðal annars um jafnréttismál og endurskoðun húsnæðislánakerfis- ins. Aðalmál þingsins að þessu sinni eru lífið á landsbyggðinni og lands- byggðin í fréttum. Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri fjallar um kosti landsbyggðar með tilliti til nútíðar og framtíðarsýnar. Mar- teinn Friðriksson framkvæmda- stjóri fjallar um þýðingu lands- byggðar m.a, fyrir undirstöður efnahagskerfísins og um framlag landsbyggðar til þjóðarbúsins. Kristinn G. Jóhannsson skólastjóri ræðir um menninguna á lands- byggðinni og hlut hennar í þjóð- menningu og þátt í menningar- sköpun. Um síðara aðalmál þingsins, sem fjallað verður um á síðari degi þingsins, „Landsbyggðin í fréttum" flýtur Markús Öm Antonsson út- varpsstjóri ávarp um Ríkisútvarpið, stöðu þess og hlutverk. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV fjallar um fjölmiðla og hlutverk þeirra og Bragi V. Bergmann ritstjóri á Degi fjallar um fjölmiðlun á Norður- landi. Af hálfu heimamanna verða þeir Magnús Ólafsson blaðamaður Feykis í Húnaþingi og Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík í forsvari. Fyrir þessu þingi liggja níu til- lögur fjórðungsstjómar. Stjórnin leggur til að horfið verði frá núver- andi lánskjaravísitölu. Lán Bygg- ingasjóðs ríkisins verði tryggð eftir markaðsvísitölu fasteigna sem reiknist eftir svæðum í landinu. Það verði hlutverk Byggingasjóðs að jafna muninn í stað þess að greiða niður vexti af lánum eins og nú tíðkast. í tillögum þessum er lögð áhersla á að tekjustofnakerfíð verði aðhæft staðgreiðslukerfinu og að endur- skoðað verði hlutverk Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga þannig að hann tryggi eðlilegt jafnvægi á milli sveitarfélaga m.a. vegna verkefna- tilfærslu milli ríkis og sveitarfé- laga. Lagt er til að útsvarsprósenta verði aðhæfð staðgreiðslukerfínu. í stað aðstöðugjalda verði atvinnu- reksturinn skattlagður miðað við tekjur og sami hundraðshluti verði fyrir allan atvinnurekstur í sama sveitarfélagi. Fundinn verði nýr grundvöllur til álagningar fast- eignaskatts, sem byggist á meðal- mati hvers fasteignamatsflokks í landinu. Hlutverki Jöfnunarsjóðs verði skipt í tvennt. Landsútsvörin verði aukin svo að þau standi und- ir jöfnunarhlutverki sjóðsins, um að jafna aðstöðu sveitarfélaga. Framlag ríkisins verði einskonar útsvar sem miðist við launagreiðsl- ur ríkiskerfisins, og verði úthlutað sem íbúaframlagi til sveitarfélaga að frádregnum sameiginlegum gjaldaliðum Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga. Með tilliti til þeirrar úttektar, sem sambandið hefur gert á áhrif- um tillagna verkaskiptanefndar á fjárhag norðlenskra sveitarfélaga, er lögð áhersla á að tillögur um verkaskiptingu komi ekki til loka- ákvörðunar Alþingis fyrr en hlið- stæð úttekt hafi verið gerð varð- andi öll sveitarfélög í landinu. í til- lögu nefndarinnar er gert ráð fyrir framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga er miðast við íbúafjölda sveitarfélags. Fjórðungsstjórn leggur til að þetta framlag verði fellt niður, þar sem þau muni auka á misrétti á milli sveitarfélaga. Hinsvegar er fallist á framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna grunnskólakostnaðar. Ef farið er að tillögum verkaskiptanefndar hagnast ríkið á tilfærslunni um 44 millj. kr. á verðlagi 1985. Gerð er tillaga um að heilsugæslan færist yfír á ríkið, sem mundi stórlega bæta hlut þéttbýlissveitarfélaga, án þess að skerða hlut dreifbýlis- sveitarfélaga. Þrátt fyrir þetta mun verkefnatilfærslan kosta sveitarfé- lögin meira með grunnskólafram- lagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en kemur í hlut ríkisins endanlega þótt farið sé að tillögu Fjórðungs- sambandsins. Tillaga er um að fræðsluskrifstofur færist yfír á sveitarfélögin, sem liður í því að færa grunnskólastigið frá ríki til sveitarfélaga. Fjórðungsstjóm leggur til að lög Fjórðungssambandsins og starfs- hættir þess verði endurskoðaðir og niðurstöður lagðar fyrir næsta fjórðungsþing 1989 m.a. með tilliti til þess hvaða skipan sveitarstjóm- arsamtaka á Norðurlandi sé hag- kvæmust til frambúðar. í tillögum fjórðungsstjómar um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds er lögð áhersla á að umboðs- þjónusta ríkis verði í hveijum bæ og á eldri sýslusvæðum ef þar ekki er kaupstaður. Með ti.lliti til þess að ekki liggur fyrir umsögn Lagastofnunar HI um hvemig staðið skuli að úrsögn Siglufjarðarkaupstaðar úr Fjórð- ungssambandi Norðlendinga er lagt til að fjórðungsstjórn sé falið að afgreiða málið þegar umsögnin liggur fyrir þar sem ekki em ákvæði um þessi efni í lögum sam- bandsins. Lagt er til að stofnaðar verði gjaldheimtur bæði á Norðurlandi vestra og eystra með aðild ríkisins þar sem þorri norðlenskra sveitar- félaga er fylgjandi stofnun tveggja gjaldheimta á Norðurlandi. Jafn- framt verði sett almenn lög um gjaldheimtur, sem byggist á þeirri svæðisskiptingu sem er að mótast á Norðurlandi. Að lokum er því beint til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að haldnir verði kynningarfundir úti í kjördæmum landsins til að kynna sveitarstjórnarmálefni. Þá er bent á að flýta þarf fjármálaráð- stefnu á haustinu vegna fjárhags- áætlanagerðar 'sveitarfélaga. Krakkamót KEA: KA sigrar í fjórða sinn A-lið KA sigraði fjórða árið í röð í krakkamóti KEA sem fram fór á KA-svæðinu síðastliðinn laugardag. Ellefu knattspyrnu- lið af Norðurlandi tóku þátt í mótinu og var hart barist, að sögn Gunnars Kárasonar, móts- stjóra og formanns unglingar- áðs knattspyrnudeildar KA. B-lið KA lenti í öðru sæti og Leiftur frá Ólafsfírði í því þriðja. Kaupfélag Eyfírðinga veitti verð- laun í keppninni, farandbikar og verðlaunapeninga. Liðin, sem þátt tóku í mótinu, voru: A, B og C-lið KA, A og B-lið Þórs, A og B-lið Knattspymufélags Siglufjarðar, A og B-lið Ungmennafélags Svarf- dæla og B-lið Ungmennasambands Eyjafjarðar sem í eru böm úr Ár- roðanum og Framtíðinni. A-lið KA lék úrslitaleikinn við B-lið KA og lauk þeim leik með sigri A-liðsins, 4-0. Þá lék Leiftur frá Ólafsfírði við Þór um þriðja sætið og lauk þeim leik með sigri Leifturs, 3-0. Mót þetta er árlegur viðburður á Akureyri og er ætlað bömum tíu ára og yngri. Sigurlið KA í krakkamóti KEA. Þjálfari er Arnar Freyr Jónsson og fyrirliði er Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir. Imömmuleik ílnnbænum Þessar glaðbeittu ungu „dagmömmur" voru á röltinu i Innbænum á Akureyri fyrir skömmu er ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þær. Þær heita frá vinstri talið, Vala, Andrea og Hildur, og eru allar í vist í sumar, eins og reyndar svo margir aðrír á þeirra aldri. Ungu piltarnir þrír, sem allir eru á öðru árinu, voru sam- taka þegar ljósmyndarinn mundaði myndavélina og litu allir við á réttu augnabliki. Þeir heita taldir frá hægri, Baldvin Dagur, Arnar Össur og Kristján. Vinkonurnar þijár búa allar á Brek- kunni þó þær passi í Innbænum og eru því oft á tíðum saman með kerrurnar í bænum þegar veður gefst. Kvikmyndahátíð á Akureyri Kvikmyndahátíð verður haldin á Akureyri dagana 22.-29. október nk. Vikan hefur hlotið yfirskriftina „Myndvika á Akureyri 1988“. Sýndar verða kvikmyndir eftir Eðvarð Sigurgeirsson og úrval leik- inna íslenskra mynda, sem sýna þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Þeim þætti myndvikunnar lýkur með frumsýningu á Akureyri á nýrri íslenskri kvikmynd. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í október á síðasta ári var sam- þykkt tillaga menningarmálanefnd- ar um að unnið skuli að því í sam- ráði við fleiri aðila að haldin skyldi kvikmyndahátíð í tilefni af 80 ára afmæli Eðvarðs Sigurgeirssonar ljósmyndara. I framhaldi af sam- þykktinni var síðan boðað til fundar með fulltrúum frá myndklúbbum framhaldsskólanna, Eyfirska sjón: varpsfélaginu og Borgarbíói. I þennan vinnuhóp, til undirbúnings kvikmyndahátíðarinnar, völdust síðan Þórey Eyþórsdóttir, varafor- maður menningarmálanefndar, Birkir Sveinsson, myndklúbbnum Filmunni í Verkmenntaskólanum, Guðmundur Örn Sverrisson úr Kvikma, sem er kvikmyndaklúbbur Menntaskólans á Akureyri, Sigurð- ur Arnfínnsson, framkvæmdastjóri Borgarbíós, og Ingólfur Ármanns- son, menningarfulltrúi. Vinnuhóp- urinn hefur síðan unnið að undir- búningi kvikmyndahátíðarinnar og liggja nú fyrir helstu ákvarðanir uni fyrirkomulag hátíðarinnar. Kvikmyndasamkeppnin stendur nú yfir og þurfa væntanlegir þátt- takendur að skila inn myndum í síðasta lagi í lok ágústmánaðar. Bæklingur með nánari upplýsingum um keppnina liggur meðal annars frammi á skrifstofum Akureyrar- bæjar. Þeir, sem hug hafa á þátt- töku, geta fengið aðstöðu til úr- vinnslu myndbanda í allt að fímm klukkustundir án endurgjalds, en menningarfulltrúi bæjarins veitir nánari upplýsingar um það. Fyrstu verðlaun í samkeppninni eru 50.000 krónur og að auki verða veittar fjór- ar viðurkenningar, hver að upphæð 10.000 krónur. Öllum áhugamönn- um er heimil þátttaka. Efnið á að vera tekið upp á árinu 1988 og má ekki hafa verið sýnt opinberlega áður. Efnið á að vera á 8 mm kvik- myndafilmu eða V2 tommu mynd- bandi. Æskilegt er að hver mynd sé á bilinu 5 til 8 mínútna löng, þó ekki lengri en 15 mínútur. _lótíL_ STEFAHÍA 96-26366 AKUREYRI 96-26366 f * w

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.