Morgunblaðið - 09.08.1988, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
Hrafnborg Guðniunds-
dóttir - Minning
Fædd 9. september 1938
Dáin 31. júlí 1988
Hún Bogga frænka er dáin. Við
fréttina var sem köld hönd læsti sig
um mig alla. Söknuðurinn er sárari
en orð fá lýst. Mig langar til að
minnast elsku Boggu með fáeinum
orðum.
Það er næstum því sama hvað
ég rifja upp varðandi uppvaxtarárin
á Akureyri, Bogga er alltaf inni í
myndinni. Hún lét sér mjög annt
um okkur systurnar og það leið
varla sá dagur að við sæjum hana
ekki. Okkur þótti óendanlega vænt
um hana. Hún gætti okkar, hún
huggaði okkur og hún tuktaði okk-
ur líka til þegar þess var þörf. Hún
sat stundum heilu dagana og saum-
aði föt á brúðumar okkar. Brúðurn-
ar fóru í „pössun" til hennar í
nokkra daga og komu svo heim
aftur ásamt fullri tösku af nýjum
fötum.
Ég man, að alltaf þegar hún kom
heim í Byggðaveginn og fékk sér
kaffisopa í eldhúsinu, fannst mér
hún alltaf fylla herbergið — hún
var svo sterkur og mikill persónu-
leiki.
Bogga var sú fölskvalausasta
manneskja sem ég hef kynnst. Hún
var alltaf hrein og bein og sjálfri
sér samkvæm. Þess vegna var allt-
af svo gott að leita til hennar og
margur vandinn var farsællega
leystur við eldhúsborðið í Austur-
byggðinni. Bogga hafði mjög góða
kímnigáfu og hún hló oft hátt og
mikið svo tárin streymdu úr augun-
um. Þessi smitandi hlátur kom öll-
um í gott skap. Oft gerði hún í því
að stríða okkur systrunum og þegar
hún sá að við vorum orðnar vondar
þá skellihló hún svo innilega að það
var ekki hægt annað en hlæja líka.
Bogga var mjög frændrækin og
ræktarsöm. Hún sleppti ekki af
okkur systrunum hendinni þó við
flyttum allar hver á sitt landshom-
ið. Hún hringdi alltaf í okkur ein-
göngu til að athuga hvort ekki
væri nú allt í lagi hjá okkur og
hvemig okkur gengi í hinu daglega
amstri. Hún var bömunum okkar
einstaklega góð og þegar þau áttu
afmæli þá átti hún það til að senda
þeim kveðju í útvarpinu ásamt ein-
hverju uppáhaldslagi.
Bogga var vérðug fyrirmynd.
Hún kenndi mér margt um lífið
sjálft og tilveruna. Hún réð mér
alltaf heilt. Því sem hún kenndi
mér mun ég svo miðla áfram til
bamanna minna, því þar er gott
veganesti. Þannig munu þau líka
kynnast henni þó hún sé nú farin
frá okkur.
Ég mun varðveita vel dýrmætar
minningar um þessa glæsilegu og
dásamlegu konu.
Ég trúi því, að Bogga frænka
mín sé nú komin á æðra tilverustig
þar sem henni líður vel.
Ég þakka henni fyrir allt og bið
algóðan Guð að styrkja Halla og
bömin í þeirra djúpu sorg.
Blessuð sé minning hennar.
Eva
Sunnudaginn 31. júlí sl. andaðist
á Landspítalanum Hrafnborg Guð-
mundsdóttir eftir erfiða sjúkdóms-
legu.
Með henni féll í valinn sérstakur
persónuleiki sem lengi verður minn-
isstæður þeim er til þekktu.
Foreldrar Hrafnborgar vom Guð-
mundur húsasmíðameistari Tómas-
son Pálssonar frá Bústöðum í
Skagafirði og kona hans Ragna
Lúðvíksdóttir Kemp verkstjóra og
skálds er lengi bjó á Illugastöðum
í Laxárdal.
Þau fluttu til Akureyrar upp úr
1930 og varð Guðmundur, svo sem
bræður hans, dugandi iðnaðar- og
athafnamaður í bænum.
Bogga var þriðja í aldursröð sex
systkina, fædd 9. sept. 1938, og
skorti því nokkrar vikur upp á að
hún næði fimmtugsaldri. Hún ólst
upp í foreldrahúsum og að loknu
venjulegu unglinganámi gegndi hún
ýmsum störfum hér á Akureyri,
bæði við verslun og á símstöðinni.
Eftir verslunarnám í Liverpool í
Englandi kom hún heim og aðstoð-
aði við fyrirtæki föður síns, Kex-
verksmiðjuna Lorelei, eftir að heilsu
hans fór að hraka.
Hún kynntist ung að árum efnis-
pilti, Pétri Hólm, nýstúdent frá
Hrísey, og varð það henni mikið
áfall að missa unnusta sinn þegar
hann fórst, ásamt Stefáni bróður
sínum, í flugslysi á Vaðlaheiði í
ársbyrjun 1959.
En engin ský eru svo dimm að
sólin fái þar ekki brotist í gegn um
síðir. Bogga kynntist Haraldi Val-
steinssyni bankafulltrúa á Akureyri
og reyndist hann hinn traustasti
eiginmaður, sem mat kosti hennar
að verðleikum. Hann hafði einnig
orðið fyrir þeirri sáru lífsreynslu
að missa maka sinn, Valgerði Val-
týsdóttur, eftir stutt hjónaband og
mun þetta mótlæti beggja hafa
bundið þau enn traustari böndum
skilnings og ástríkis. Syni þeirra
Valgerðar og Haralds, Heimi,
reyndi Bogga eftir mætti að koma
í móðurstað.
Haraldi og Boggu varð fjögurra
bama auðið, elst er Halla Valgerð-
ur, þá Guðmundur Pétur, Valsteinn
og yngst er Ragna, nú 14ára.
Arið 1979 fluttu þau til ísafjarð-
ar, þegar Haraldi var falið þar starf
útibússtjóra Landsbankans. Þau
undu hag sínum vel vestra, en eftir
7 ára dvöl þar flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur er Haraldur hóf störf
1 aðalbankanum. En Bogga vann í
hlutastarfi við útvarp Rásar 2 og
fór hún oft vinsemdarorðum um
samstarfsfólkið þar.
Á saknaðar- og kveðjustundu
hrannast upp í minningunni skyndi-
myndir margra ánægjulegra stunda
með henni og íjölskyldunni.
Á Akureyrarárum þeirra var nær
daglega samgangur milli íjöl-
skyldna okkar, og oft var þá slegið
á létta strengi yfir kvöldkaffinu,
og ógleymanlegar verða mér
skemmtilegar orðaskilmingar við
mágkonu mína um hin margvísleg-
ustu málefni, þegar hvort okkar
stóð fast á sinni „réttu skoðun" og
hvorugt vildi láta sinn hlut. Makar
okkar. skemmtu sér hið besta og
ætíð var skilið í fullri vinsemd.
Böm okkar Elsu gengu þar um
garða sem þau væru heima hjá sér
og ætíð sýndi Bogga þeim skilning
og þolinmæði, en einnig hæfilegar
ábendingar, þegar ærslin keyrðu
úr hófi fram.
Hún var ör á hrós og viðurkenn-
ingarorð þegar vel var gert, en hún
hafði einnig til að bera þá hrein-
skilni og einurð að tjá skoðanir
sínar, hveijum sem var, umbúða-
laust, í trausti þess að menn virtu
sannleiksgildi orða hennar. Sú festa
og myndarskapur sem henni lærðist
í foreldrahúsum var síðar einkenn-
andi í fa?i hennar. Ræktarsemi og
vinsemd við unga sem aldna í ijöl-
skyldunni var henni ofar öllu öðm
og ættfræðispjall við eldri kynslóð-
ina var henni ávallt ánægjustund.
Þegar tíminn hefir dregið úr sár-
ustu sorgum og trega, munum við
sem til þekktum ávallt geyma í
hugskoti okkar hugljúfa minningu
um konu sem ætíð bar með sér
góðvild, skilning og hjálpsemi.
Megi sá er öllu ræður styðja og
styrkja Harald, böm þeirra, móður
hennar, og annað skyldulið á þess-
ari sorgarstundu.
Haraldur Sigurðsson
aldeilis sérstöku tilboösveröi, eða kr. 74.200 stgr. (júlíverð var
96.200).
NASHUA 6115 tekur 15 Ijósrit á mínútu og allt upp í A3 stærð.
Gerið samanburð, og látið okkur vinsamlegast vita et þið getið
gert betri kaup.
OPTiMA
ÁRMÚLA 8 - SÍMAR 84900, 688271
Birting afmælis- og
minningargreina,
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
'berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
•og með góðu línubili.
Éj
r&ir þú í fríinu??
28-h7\ Nýr og spennandi kúr
'EFtTU /V7EÐ OG HFilNGDU STFtAXU
IRITUNARSÍMIÁ BÁÐA STAÐI83730.
1
Líkamsrækt og megrun fyrir konur á ölium aldri
flokkar sem hæfa öllum.
Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988