Morgunblaðið - 09.08.1988, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
t
Móðir mín og amma okkar,
ANNA LÁRENSÍA VIGFÚSDÓTTIR,
Garðvangi,
Garði,
lést í Borgarsjúkrahúsinu 5. ágúst sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbergur Guöjónsson,
Agnes, Guðjón og Anna Þóra.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐLAUG HÖGNADÓTTIR,
Austurgötu 9,
Hafnarfirði,
er látin.
Gísli Guðmundsson og dœtur.
t
Útför systur okkar,
GUÐRÚNARJÓNSDÓTTUR
frá Ási,
Lokastig 15, Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 13.30.
Jónfna, Þuríður og Margrót.
t
MARÍA HELGADÓTTIR,
frá Klettstíu,
andaöist í Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 6. ágúst.
Vandamenn.
t
MAGNÚS MAGNÚSSON,
framkvœmdastjóri frá Eyrarbakka,
andaðist aðfaranótt 7. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristfn Borghildur Thorarensen,
Sigurður Magnús Magnússon.
t
Átkær eiginmaöur minn,
ERLING NIELSEN
bryti,
Kv artsveien 3,
Lambertseter, Oslo,
lóst í Langerud sykehjem þann 4. ágúst sl.
Kristfn Nielsen.
t
Elsku drengurinn okkar,
STEINGRÍMUR ÖRN STEINGRÍMSSON,
Hlíðargötu 13,
Neskaupstað,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju i dag, 9. ágúst, kl. 13.30.
Esther Hauksdóttir, Steingrfmur Örn Steingrímssor
Magnús Ólafsson, Ásdís Sigurðardóttir.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamom/Gmit
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjöröur
Asta Sigvaldadóttir
Jónsson - Minning
Fædd 10. maí 1911
Dáin 31. júlí 1988
Brotið er biað
birta dvín
reikar árroði
rís ekki sól.
Verður svo veröld
í vina-augum
er harmþrungnir horfa
að hinsta beði.
(Jenna Jensdóttir)
Þetta er upphaf að ljóðlínum er
urðu til eftir andlát Péturs Jónsson-
ar læknis á Akureyri, eiginmanns
Ástu Jónsson, en hann varð bráð-
kvaddur í miðjum önnum dagsins á
heimili þeirra í mars 1988 — 67
ára að aldri.
Þeir Akureyringar sem nú eru
komnir um og yfír miðjan aldur
muna eflaust vel þessi glæsilegu
hjón og ágætu manneskjur, sem
eyddu ómældum starfstíma saman
í að lina þjáningar meðbræðra sinna
og reynast þeim sem best. En Ásta
aðstoðaði Pétur jafnan við þær að-
gerðir er hann framkvæmdi á lækn-
isstofu sinni á þeim tíma. Hjálpsemi
hennar, skilningi og alúð var við-
brugðið. Heimilið var stórt — fimm
Málfríður Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 12. mars 1935
Dáin 2. ágúst 1988
í dag, þriðjudaginn 9. ágúst,
verður kvödd frá Borgarneskirkju
Málfríður Sigurðardóttir, eða Fía
eins og hún var ætíð kölluð meðal
vina og ættingja. Hún andaðist á
Landspítalanum 2. ágúst eftir
stutta sjúkdómslegu og kom fregn-
in um veikindi hennar og síðar and-
lát sem reiðarslag. Aðeins fyrir ör-
fáum vikum komu þau hjónin við
hjá mér á leið í ferðalag, hress og
kát að vanda. En það sannaðist
máltækið að enginn ræður sínum
næturstað.
Fía var fædd í Borgamesi 12.
mars 1935, dóttir hjónanna Val-
gerðar Kristjánsdóttur og Sigurðar
Kristjánssonar og þar ólst hún upp
ásamt systkinum sínum í skjóli
góðra foreldra. Hér í Borgarnesi
varð starfsvettvangur hennar alla
tíð. Ung giftist hún mætum manni,
Gísla Bjarnasyni, og eignuðust þau
§ögur böm, Gunnþómnni, Jón, El-
ías og Magnús en áður hafði Fía
eignast soninn Sigurð Val Sveins-
son.
Frá því að ég var lítil stelpa og
allar götur síðan var Fía mér afar
kær, enda auðvelt að láta sér þykja
vænt um hana. Hún var stórbrotin
kona ertók hlutunum meðjafnaðar-
geði og var kletturinn í fjölskyld-
unni. Mikil vinátta var milli þeirra
hjóna og móður minnar heitinnar
og lýsir það Fíu vel er hún sendi
bömum mínum afmælisgjafir eftir
lát ömmu þeirra er á stóð „frá
ömmu Fíu“. Þannig var hjartalag
hennar. Mikill kærleikur var innan
íjölskyldunnar og er nú söknuður-
inn sár.
Ég bið algóðan guð að styrkja
þig, Gísli minn, og börnin ykkar,
litlu bamabömin, tengdabörn, aldr-
aðan föður og aðra vandamenn. Fíu
mína kveð ég með söknuði og bið
• •
Steingrímur Orn
Steingrímsson
Fæddur 2. maí 1970
Dáinn 1. ágúst 1988
í dag er til moldar borinn systur-
sonur minn, Steingrímur Örn
Steingrímsson. Foreldrar hans eru
Esther Hauksdóttir og Steingrímur
Öm Steingrímsson. Þau slitu sam-
vistir þegar Steini, eins og hann
var venjulega kallaður, var 6 ára
gamall. Steini fylgdi mömmu sinni.
Steini var rólegt og ljúft barn
þrátt fyrir óstöðugt heimiiishald.
Ljúfmennskan fylgdi honum út lífíð.
Hann var einkar bamgóður og hafði
gott lag á börnum. Hann sendi dótt-
ur minni uppáhaldsbarnabækurnar
sínar, Perlu-bækurnar og Sögumar
um Mola flugustrák, því hann vissi
að hún hafði gaman af bókum.
Mæðginin bjuggu á Neskaupstað
í 3 ár og síðan á Stokkseyri um 6
ára skeið, þar til þau fluttu aftur
til Neskaupstaðar fyrir 2 ámm. Þau
bjuggu oftast í nábýli við Kollu,
Einar og dætur. Hjá þeim átti
t
Móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR,
til heimilis Gfgjulundi 2, Garðabæ,
lést að kvöldi sunnudagsins, 7. ágúst.
Árni Ólafur Lárusson,
Valgerður Lárusdóttir,
Kristín Lárusdóttir,
Ólafía Lára Lárusdóttir,
Guðrún Lárusdóttir,
barnabörn
Sólveig Hannam,
Jón Þór Hannesson,
Hannes Á. Wöhler,
Guðmundur Axelsson,
Ágúst G. Sigurðsson,
barnabarnabörn.
ofl
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR,
Efri-Holtum
Vestur-Eyjafjöllum.
Jón Sigurjónsson,
Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, Oddur Sæmundsson,
Kristbjörg Sigurjónsdóttir, Jóhann Bjarnason,
barnabörn og barnabamabörn.
strákar glaðir og fyrirferðarmiklir,
mannvænlegir og geislandi af
lífsíjöri.
Sorgin gleymir engum. Sturla
sonur þeirra hjóna lést af slysförum
1949 aðeins sex ára að aldri. Sjötti
sonurinn, Pétur Stefán, bættist í
hópinn þeirra árið 1950 — en einn-
ig hann lést af slysförum 1974, sex
árum eftir andlát föðurins. Það sló
ekki fölva á þá reisn er var yfir
Ástu alla tíð. Hún tók þungbæru
mótlæti af stórmannlegu lundar-
fari, sem einkenndist af æðruleysi
og viljastyrk í því að sætta sig við
hið óviðráðanlega. Og því naut hún
þess að sjá synina sem eftir lifðu
mannkosta- og athafnamenn, sem
ásamt fjölskyldum þeirra færðu
henni mikilvægari lífshamingju en
ég held þá gruni.
Ásta var gáfuð kona. Hún var
víðlesin, vel að sér og rökföst í skoð-
unum. Mörgum stundum eyddum
henni guðs blessunar í nýjum heim-
kynnum.
Far þú í.friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
LiUa
Steini alltaf öruggt athvarf. Voru
þau honum sem fjölskylda.
Steini var snyrtimenni og alltaf
hugulsamur og góður við mömmu
sína. Hann lagði sitt af mörkum til
að gera heimili þeirra vistlegt. Sem
unglingur var Steini mikið fyrir
sveitina og eitt sumarið á Stokks-
eyri ræktaði hann bestu gulrætur
sem ég hef smakkað.
Á Neskaupstað voru Esta og
Steini búin að koma sér vel fyrir í
eigin húsi.
Framtíðin var björt, Esta búin
að hitta nýjan lífsförunaut, Magnús
Ólafsson. Magnúsi og Steina var
vel til vina. Þeirra tal var sem
maður við mann. Fjölskyldan ætlaði
að flytja suður. Steini ætlaði í iðn-
skólann og sinna öðrum áhugamál-
um sínum.
En vegir guðs eru órannsakan-
legir. Steini var kallaður burt í
skyndi. Það er huggun harmi gegn
að þeir deyja ungir sem guðirnir
elska.
Góði guð, gef Estu og öðrum
nærstöddum styrk í sorg sinni.
Hulda Hauksdóttir