Morgunblaðið - 09.08.1988, Qupperneq 60
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Eskifjörður:
Fyrsta skipið
til loðnuveiða
Töluvert selt fyrirfram af afurðunum
HÓLMABORG SU, skip Hrað-
frystihúss Eskifjarðar, hélt í gær
á loðnuveiðar, fyrst islenskra
skipa á þessari vertíð.
„Loðnuafli Hólmaborgar verður
bræddur hér á Eskifirði," sagði
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri hrað-
frystihússins, í samtali við Morgun-
blaðið. „Afurðaverðið hækkaði
smátt og smátt í sumar og við erum
búnir að selja töluvert af loðnuaf-
urðum fyrirfram. Hins vegar hefur
verðið fyrir tonn af lýsi fallið úr
um 480 dölum í 420 dali vegna rign-
inga á þurrkasvæðunum í Banda-
ríkjunum að undanfömu. Mjölverðið
hefur hins vegar haldist óbreytt,
9,80 dalir fyrir prótíneininguna,"
sagði Aðalsteinn.
Norsk skip máttu veiða 40.000
tonn af loðnu í íslensku fískveiðilög-
sögunni þar til á morgun, miðviku-
dag, en hafa einungis veitt á milli
3.000 og 4.000 tonn og eru farin
af miðunum, að sögn Landhelgis-
gæsiunnar en flugvél hennar flaug
yfir miðin í gær. Færeysku loðnu-
skipin eru hins vegar að veiðum 10
til 20 sjómílum fyrir utan íslensku
fískveiðilögsöguna norðvestur af
Homi.
Gjaldeyris-
viðskipti
meðeðli-
legum hætti
Gjaldeyrisviðskipti voru
með eðlilegnm hætti í gær
og engin vísbending um, að
einstaklingar eða fyrirtæki
reyndu að kaupa óeðlilega
mikið af erlendum gjald-
eyri. Sala á gjaldeyri til
ferðamanna var rífleg en
að öðru leyti hefur verið
heldur meira um gjaldeyris-
kaup en gjaldeyrissölu á
undanförnum vikum, þann-
ig að gjaldeyrisstaðan hefur
batnað nokkuð.
Lundavertíðin:
Rokveiði
á enda-
sprettinum
Vestmannaeyj um
ROKVEIÐI hefur verið hjá bjarg-
veiðimönnum í Vestmannaeyjum
síðustu daga í orðsins fyllstu
merkingu, því bæði hefur veiðst
vel og hvassviðri hefur verið af
stærri gráðunni. Lundaveiði í
úteyjum Vestmannaeyja og á
heimalandinu var í meðallagi í
sumar, en leiðindaveður hefur
frekar haldið lundanum niðri.
Lundaveiðitímabilinu lýkur 15.
ágúst, en síðustu daga hafa úteying-
ar úr Álsey, Elliðaey, Bjamarey og
fleiri eyjum komið með tugi kippa í
land. í hverri kippu eru 100 fuglar.
Síðustu daga hefur lundapysjan látið
sjá sig í Vestmannaeyjabæ, frekar
í seinna lagi eins og annað í lundabú-
skapnum í sumar, en margir Eyja-
menn dóla um í bílum sínum á kvöld-
in og bjarga pysjunum af götunum.
Það sem laðar pysjumar á nætur-
bröltinu eru ljósin í bænum, en það
skiptir öllu máli fyrir þær að komast
til hafs. . á.j.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
________ í Keflavíkurhöfn liggja dragnótabátarnir vegna veðurs. Á meðan
bíður norska tankskipið Gunnar Junior, efst til vinstri á mynd-
l'ÍÍÉP' • inni, eftir lifandi lúðum sem fluttar verða til Skotlands. Á inn-
' ■WlPEM feldu myndinni er Peter Smith sjávarlíffræðingur.
Lifandi lúður til Skotlands
Grindavík.
SKOSK tilraunastöð í eldi sjávarfiska, sem rekin
er á vegum ríkisins á vesturströnd Skotlands,
hefur fengið fjóra dragnótabáta í Keflavík til
að veiða fyrir sig smálúðu og landa henni lifandi
í norska tankskipið Gunnar Junior í Keflavíkur-
höfn. Lúðan verður siðan flutt til Skotlands til
eldis í sjókvíum og byggt á reynslu sem fengist
hefur af lúðueldinu i Grindavík.
Að sögn Peters Smiths sjávarlíffræðings, sem hér
er staddur til að annast þessi lúðukaup, var þessi
leið valin þar sem lúða er nánast uppurin á fískimið-
um við Bretlandseyjar.
„Fyrir fimm ámm var farinn mjög dýr leiðangur
til lúðuveiða og tókst aðeins að fá 19 lúður á einni
viku. Þessar lúður vom síðan notaðar til undaneldis
sem gengið hefur mjög erfíðlega. í fyrra tókst hins
vegar að halda fímm seiðum lifandi og náðu þau
að vaxa upp í 20 sm, en þau dóu í vetur sem leið
er eldishúsið brann.
Þessi árangur varð þó til að sannfæra menn um
að lúðueldi er mögulegt, en til að hægt sé að halda
því áfram þarf að sannfæra þá um arðsemina og
því hafa 23 laxeldisfyrirtæki sem áhuga hafa á lúðu-
eldi sameinast um kostnaðinn við að ná lúðum frá
Islandi til matfískeldis í Skotlandi.
Ég reikna með að 1500 lúður veiðist í þessari
viku og miðað við venjuleg afföll vegna sára eftir
veiðarfæri þá er markmiðið að koma 1000 lúðum
lifandi til Skotlands.
Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir ennþá en
áríðandi er að vel takist til því að kostnaður við
tankskipið er 25 milljónir krónur," sagði Peter Smith
og bætti við að nú hamlaði aðeins veðráttan því að
hann fengi lúðumar því að öll leyfí og vottorð væru
frágengin.
Kr.Ben.
Rafþéttar með eiturefnimi PCB:
Átta tonn flutt utan
til Bretlands í vikunni
ÁTTA tonn af rafþéttum með eit-
urefninu PCB verða flutt utan til
Bretlands í þessari viku en í Bret-
landi verður þeim eytt. Alls er
hér um 123 rafþétta að ræða sem
safnað hefur verið saman víða af
landinu. Nú er unnið að heildarút-
tekt á fjölda rafþétta og spennu-
Skipaútgerð ríkisins:
Ráðgj afarfyrirtæki ger-
ir úttekt á rekstriniim
Samgönguráðuneytið hyggst fá
rekstrarráðgjafarfyrirtæki til
þess að fara ofan í saumana á
rekstri Skipaútgerðar ríkisins.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun fyrirhugað að skipta
rekstrarúttekt þessari í tvo hluta.
Annars vegar á að kanna núver-
andi fyrirkomulag rekstrarins,
umboðsmannakerfi, siglingar,
þjónustuþörf og möguleika á því
að draga úr kostnaði en halda
uppi óbreyttri þjónustu við lands-
byggðina. Hins vegar verða kann-
aðir ýmsir nýir kostir, til dæmis
að minnka umfang ríkisrekinna
strandsiglinga en veittur verði
stuðningur til þess að einkaaðilar
geti haldið uppi slíkum flutning-
um til afskekktra staða.
Athugun þessi siglir í kjölfar
tveggja skýrslna, sem gerðar hafa
verið um Skipaútgerðina. Annars
vegar er um að ræða skýrslu Ríkis-
endurskoðunar frá því í vor, þar.sem
gerð er grein fyrir miklum rekstrar-
örðugleikum fyrirtækisins og stórum
vanskilaskuldum, sem safnast hafa
upp á árunum 1982-1987 og nema
hundruðum milljóna. Hins vegar
hefur Byggðastofnun unnið að könn-
un á flutningamagni til ýmissa
landshluta eftir mismunandi leiðum,
og hvort bættar samgöngur á landi
geti dregið úr þörfínni fyrir Strand-
siglingar á einhverjum stöðum.
Byggðastofnun hefur skilað bráða-
birgðaskýrslu um þessar athuganir,
en endanlegrar skýrslu er að vænta
í september.
Samkvæmt heimildum blaðsins
eru í samgönguráðuneytinu meðal
annars uppi hugmyndir um að draga
úr umfangi starfsemi Skipaútgerð-
arinnar en leysa þörf þeirra staða,
sem ekki komist af án strandflutn-
inga, til dæmis með því að einkarek-
in skipafélög sjái um þá gegn
greiðslu úr ríkissjóði í stað þess að
ríkið haldi uppi umfangsmiklu og
óhagkvæmu flutningakerfí.
Stuðningur ríkisins til Skipaút-
gerðarinnar á fjárlögum þessa árs
nemur 155 milljónum króna. Rekstr-
arúttektin mun væntanlega verða
lögð fram við afgreiðslu fjárlaga á
næsta þingi.
breyta með PCB hérlendis og á
þvi verki að vera lokið í næsta
mánuði.
í haust er síðan von á reglugerð
frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem
innflutningur og notkun á rafþéttum
og spennubreytum sem innihalda
PCB verður bönnuð. Birgir Þórðar-
son hjá Hollustuvemd ríkisins segir
að allir rafþéttar og spennubreytar
sem fínnist verði sendir til Bretlands
til eyðingar. Mörg lönd banna nú
þegar innflutning á þessum hlutum,
þar á meðal Svíþjóð, en flestir þeirra
hluta sem til eru hérlendis eru frá
sænska fyrirtækinu ASEA.
Sem kunnugt er af fréttum Morg-
unblaðsins uppgötvaðist snemma í
vor að eiturefnið PCB Askarell er
notað víða í raforkuvirkjunum hér-
lendis. Efni þetta er mjög hættulegt
þó í litlu magni sé ef það kemst í
snertingu við hörund eða brennur.
Við bruna myndast af því lífshættu-
legar eiturgufur. Efnið sest aðallega
í fítuvefi líkamans en einnig í lifur
og heila og er það flokkað sem
krabbameinsvaldandi.
Slys varð á Neskaupstað snemma
í vor þar sem PCB kom við sögu.
Olía sem inniheldur efnið fór í höfn-
ina þar og tveir menn urðu fyrir
eituráhrifum.