Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
17
konur í bæjarstjórn Reykjavíkur.
Það er því ljóst að kvennalistinn á
íslandi í dag varð ekki fyrstur til
um sérframboð kvenna.
Þessar konur sem sátu í bæjar-
stjórn beittu sér mjög fyrir máíum
sem snertu börn. Skólamál voru
þeim mjög hugleikin, t.d. börðust
þær fyrir heilsueftirliti skólabarna,
skólalækni, skólahjúkrunarkonu,
matargjöfum til barna og sund-
kennslu stúlkna. Það var ekki fyrr
en eftir að konur komust í bæjar-
stjórn að fyrsta konan varð fastur
kennari. Þessar konur komu einnig
fram með kröfur um betra skipulag
á dreifingu mjólkur og auknar
hreinlætiskröfur í því sambandi,
ennfremur beittu þær sér fyrir því
að komið væri upp barnaleikvöllum
o.fl.
10 árum seinna, eða 1918, voru
2 konur kosnar í bæjarstjórn. Þær
fengu því m.a. framgengt að barns-
meðlög hækkuðu verulega. Það er
athyglisvert að á 6 ára tímabili á
eftir, 1922—'28, þegar engin kona
sat í bæjarstjórn, þá voru meðlögin
tvisvar sinnum lækkuð, allt um
67%. Þetta sýnir áhrif kvenna á
þessu sviði, raunar virðast afskipti
kvenna af þessum málaflokki vera
áberandi allt fram á þennan dag.
Það er rétt að geta þess, að Iaga-
lega er meðlag f rauninni hugsað
barninu til hagsbóta.
Stofnun mæðrastyrks-
nefndar í Reykjavík og bar-
áttan fyrir bar nsmeðlaginu
Kvenréttindafélag íslands tók
svo aftur upp þessa baráttu 1927
og '28 er stofnuð var Mæðrastyrks-
nefndin í Reykjavík. Tilgangurinn
var m.a. að vinna að bættum kjörum
ekkna og einstæðra mæðra og fá
framgengt kröfunni um styrk til
þeirra af ríkisfé. Það má nærri
geta að börn þessara kvenna voru
á þeim tíma almennt miklu ver
stödd $ þjóðfélaginu en hjónabands-
börn. Er óhætt að segja að ýmsar
réttarbætur fengust fram vegna
starfsemi Mæðrastyrksnefndar, t.d.
hækkun meðlaga og betri inn-
heimta hjá barnsfeðrum, ennfremur
að meðlögin bæri að skoða sem
rétt en ekki fátækrastyrk.
Með sifjalöggjöfinni 1921 hafði
ógifta móðirin að vísu öðlast mikla
réttarbót, er það varð að lögum,
að meðalmeðlag með óskilgetnu
barni skyldi greitt af opinberu fé,
hvort sem faðirinn endurgreiddi það
eða ekki. Þ6 varð meðlagsúrskurður
viðkomandi valdsmanns að vera
fyrir hendi. En það kom í ljós, er
Mæðrastyrksnefnd safnaði skýrsl-
um um kjör mæðra, að helmingur
ógiftra mæðra, sem gáfu skýrslu,
hafði ekki notið þessa réttar.
Ekkjur og fráskildar konur áttu
aðeins rétt á syeitarstyrk og hann
var ekki auðfenginn. Oftar en ekki
voru konurnar sendar í sfna heima-
sveit, og var þá venjan sú að ráð-
stafa börnunum sínum á hvern
bæinn og henni sjálfri í vinnu-
mennsku með eitt barnið. Má leiða
að því líkur, að þessum börnum
hafi oft verið misboðið.
Slíkur var réttur móður og barna
þegar kvenréttindafélagið hóf bar-
áttu sína fyrir mæðrastyrkjum.
Áherslan á stöðu
konunnar sem móður
Landsfundur íslenskra kvenna er
haldinn 1930 og verður framhald á
þeim. 1944 er ísland verður full-
valda ríki er slíkur landsfundur
haldinn, þar sem m.a. voru konur
úr öilum stjórnmálaflokkum kosnar
í framkvæmdastjórn.
Það er athyglisvert að líta á að-
altillögu þessa fundar, þar sem
þung áhersla er lögð á stoðu kon-
unnar sem móður, svohljóðandi:
„Landsfundur íslenskra kvenna
gerir þá kröfu fyrir hönd íslenskra
kvenna, að jafnrétti karla og
kvenna sé tryggt sérstaklega í
stiórnarskránni, og tekið fullt tillit
til aðstöðu konunnar sem móður."
Fjöldi kvenna í stjórnmál-
um sem kjörnir fulltrúar
Það gefst ekki ráðrúm til þess
hér að gera grein fyrir öllum þeim
málum sem konur í stjórnmálum
beittu sér fyrir á þessari öld, til að
bæta réttarstöðu barna. Þau voru
mörg, en sum þeirra tók Iangan
tfma að koma í framkvæmd. Það
hafa þó nokkrar konur setið í bæjar-
stjórn en þær voru mjög fáar á
Alþingi allt fram tii ársins 1983.
Það er erfitt að átta sig á því hvað
veldur, sumir hafa nefnt það að
konur hafi verið heldur tregar til
að gefa kost á sér, a.m.k. framan af.
Þær hafa þó verið ófeimnar við
það sfðustu árin og hafa mikið bar-
áttuþrek en ekki alltaf hlotið erindi
sem erfiði.
Það er þó ljóst að fjöldi þeirra
stendur í dyragættinni, bæði sem
varabæjarfulltrúar og varaþing-
menn. Lftum nánar á tölur um
fjölda þeirra.
Borgarstjórn Reykjavíkur 5 dag.
Aðalmenn 15 alls, af þeim eru 6
konur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
meirihluta fulltrúa í borgarstjórn,
alls 9 og af þeim eru 2 konur. Hins-
vegar eru þær í meirihluta sem
varamenn eða 5 konur af ,9 alls.
Hér skal einnig á það bent, að
þessir fulltrúar, þ.e. bæði aðalmenn
og varamenn, taka jafnan sameig-
inlega þátt í mótun kosningastefnu
flokksins.
Konur sem kosnar hafa verið til
Alþingis: (Ég tek aðeins gróft yfir-
lit og stundum eru þetta sömu kon-
urnar.)
1916 er kosið í fyrsta skipti til
Alþingis, þá var engin kona kjörin.
1922-*39 1 Ein kona v
1930-'38 1 Ein kona
1938-'46 0 Engin
1946-'49 1 Ein kona
1949-'53 2 Tvær konur
1953-'56 0 Engin
1956-'63 2 Tvær konur
1963-'71 1 Ein kona
1971-'79 3 Þrjár konur
1979-'83 2 Tvær konur
Þessar konur eru langflestar full-
trúar Sjálfstæðisflokksins og náðu
tvær því að verða ráðherrar og ein
borgarstjóri í Reykjavík.
Síðan fjölgar konum á þingi veru-
lega.
1983-'87 9 Níu konur (þar af
hefur Kvennalist-
inn 3 fulltrúa).
1987-'88 13 Þrettán konur (þar
af hefur Kvenna-
listinn nú 6 full-
trúa).
Áhrif kvenna innan stjórn-
málaflokka
Þessar konur, sem að framan eru
taldar, hafa allar haft mjög mikil
áhrif, ekki síst til að bæta réttar-
stöðu barna. En konur létu líka
mjög mikið til sín taka f starfi inn-
an stjórnmálaflokkanna og höfðu
jafnan mikil áhrif á stefnu þeirra.
Þetta hefur ekki síst verið áber-
andi í Sjálfstæðisflokknum.
Ég sá nýlega kosningabók
flokksins fyrir borgarstjórnarkosn-
ingar í Reykjavík, þar sem lýst var
störfum tímabilið 1946—'50, og að
hverju skyldi stefnt. Þar var kona,
Auður Auðuns, í 2. sæti listans.
Það er athyglisvert að í þessari bók
er m.a. stór kafli er nefnist,: „Börn-
in eru dýrmætasta eignin", og þar
eru mörg stefnumál tilgreind, svo
sem að reistir verði leikskólar, sem
fullnægi þörfum bæjarbúa.
Þrátt fyrir það að sjálfstæðiskon-
ur hafi verið mjög ötular í starfi
sínu, bæði í jafnréttis- og fjöl-
skyldumálum, þá hefði fjöldi þeirra
á Alþingi þurft að vera meiri. Sama
gildir um aðra stjórnmálaflokka
raunar, sbr. t.d. Framsóknarfiokk-
urinn, þeir fengu eina konu kjörna
á þing núna 1987, en þá hafði eng-
in kona setið á þingi fyrir þá í 34 ár.
Áhrif kvenna í stjórnmáhun
á réttarstöðu barna
Ég hafði ekki tök á þvf að gera
nákvæma úttekt á fjölda mála, sem
konur lögðu áherslu á, mér virðist
þó að bein fylgni sé milli þess fjölda
kvenna sem eru kjörnir fulltrúar
og þeirra mála, sem snerta réttar-
stöðu bama. Það. er einnig mín
reynsla á þeim stutta tfma sem ég
hef starfað að borgarmálefnum og
á Alþingi. Það er líka reynsla þeirra
sjálfstæðiskvenna sem ég ræddi við
fyrir gerð þessa erindis. Þær eru
að sjálfsögðu margar sem hafa lagt
hönd á plóginn og úr öllum flokk-
um. Mig langar þó til að vitna í
störf þriggja sjálfstseðiskvenna,
sem allar hafa verið mjög virkar í
stjórnmálum. Éjr tek aðeins nokkur
dæmi um þau mál, sem þær hafa
lagt áherslu á.
Katrin Fjeldsted, úr borgar-
stjórn Reykjavíkur
1. Lækkun hámarkshraða í íbúðar-
hverfum Reykjavíkur.
2. Hraðahindranir (öldur) á um-
ferðargötum:
3. Skólatannlækningar, m.a. notk-
un flúors og fyrirbyggjandi að-
gerðir, með þeim árangri að
tannskemmdir skólabarna hafa
nú minnkað töluvert.
4. Heilsugæslustöðvar, sem m.a.
vinna með skólum og hverfum
og hafa eftirlit með börnum.
Salome Þorkelsdóttir, alþingis-
maður
1. Heimilisfræðikennsla .í skólum,
snýr að börnum vegna breyttra
heimilisaðstæðna.
2. Umferðarmál, t.d. a) bifreiðir
skuli aka með Ijós allan sólar-
hringinn, b) skólabifreiðir séu
vel merktar og stöðvunarskylda
sé gagnvart slíkum bifreiðum.
Ragnhildur Helgadóttir, alþingis-
maður
og fyrrverandi menntamálaráð-
herra og heilbrigðis- og tryggingar-
málaráðherra:
1. Skattamál, þannig að hjónum
væri ekki mismunað eftir því
hvort konan væri heimavinnandi
eða ekki.
2. Skattfrelsi gjafa til líknar- og
menningarmála.
3. Hækkun mæðralauna.
4. Lenging fæðingarorlofs, hefur
nú verið lengt upp í 4 mánuði,
á næsta ári 5 mánuðir og svo
upp í 6 mánuði. Það er að sjálf-
sögðu bæði foreldrum og börn-
um til mikilla hagsbóta.
Að auki hefur hún í ráðherratíð
sinni haft áhrif á fjöldamörg mál
sem snerta réttarstöðu barna.
Raddir kvenna á Alþingi
Ég hef setið töluvert á Alþingi í
vetur sem fyrsti varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og
mér hefur fundist áberandi hversu
mikið hefur verið rætt þar um mál
sem snerta réttarstöðu barna. í
langflestum tilvikum eru það konur
sem hafa verið upphafsmennirnir,
bæði með frumvörpum og þings-
ályktunartillögum, einnig hafa þær
verið mjög áberandi f umræðum.
Hér má nefna til dagvistunarmál,
samfeildan og einsetinn skóla, um-
boðsmann barna, o.fl. og fl. Fjöldi
varaþingmanna, sem eru konur,
hefur setið þetta þing og þeirra
fyrstu mál snerta einmitt oftast
réttarstöðu barna.
Ég get nefnt sem dæmi 2 vara-
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þær
Marfu Ingvadóttur og Arndísi Jóns-
dóttur. Þeirra fyrstu mál voru ann-
ars vegar skattahagræðing vegna
framfærslu barna í framhaldsskóla
og hinsvegar að skólaárið út um
allt land verði jafnlangt, þannig að
öll börn hefðu þar sömu réttarstöðu.
Hvað sjálfa mig varðar þá flutti
ég í haust frumvarp um breytingu
á þeim ákvæðum hegningarlaganna
sem snerta kynferðisbrot, ekki síst
gagnvart börnum. Gert var m.a. ráð
fyrir hækkun refsingar með varnað-
arsjónarmið f huga og að sömu regl-
ur giltu um nauðgun persónu af
sama kyni og af gagnstæðu kyni.
Þar hafði ég ekki síst í huga þá
fjölgun kynferðisafbrotamála, þar
sem karlmaður nauðgar ungum
drengjum. Það er að mínu mati
ekki síður skaðvænlegt en hefð-
bundin nauðgun.
Tel ég að þetta frumvarp feli í
sér mikla réttarbót til verndar börn-
Lítum til framtíðar
Ég hef nú leitast við að rökstyðja
það álit mitt, að þátttaka kvenna í
stjórnmálum hafi áhrif á réttar-
stöðu barna í þjóðfélaginu.
Með því móti er ég þó ekki ð
gera lítið úr hlut þeirra karla sem
hafa látið þessi mál sig varða. Sjálf-
stæðismenn hafa nú forystu í ríkis-
stjórn íslands og þar er unnið að
margvíslegum verkefnum í þágu
jafnréttis- og fjölskyldumála.
Á tfmabili virðist mér sem ríkt
hafi ákveðin deyfð í þessum málum,
samanborið við áhrif kvenna fyrr á
þessari öld, enda þótt kvenréttinda-
baráttan hafi tekið við sér af fullum
krafti um 1970.
E.t.v. má segja að einhver aftur-
kippur hafi orðið, m.a. með tilkomu
rauðsokkuhreyfingarinnar, sem
márgir töldu alltof róttæka. Sumir
álitu hana eingöngu miðast við það
að koma konunni út af heimilinu
og að karlmaðurinn væri óvinurinn.
Slfkar öfgar geta þvf gert ógagn
þótt stundum virðist þeirra þörf.
Hvað sem veldur, þá er þó ljóst
að í dag hefur orðið mikil hugar-
farsbreyting og hefur útivinna
kvenna vafalaust haft þar talsverð
áhrif. Því verður þó ekki á móti
mælt að konur f stjornmálum fá oft
á sig þann „stimpil" að þær taki
bara um mjúku málin, er þær leggja
áherslu á bætta réttarstöðu barna.
Þessi mál hljóta þó að snerta bæði
konur og karla og börn þeirra í
þessu þjóðfélagi.
Við verðum að sameinast um það
að brúa bilið milli mannréttinda
fullorðinna og barna, þvf að börnin
okkar, þau eru framtiðin. Ég lýk
þessu erindi með því að taka undir
orð Ólafs Thors, fyrrum leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins, er hann
sagði.:
„Fortiðin varðar miklu,
nútíðin meiru, en mestu þó
framtíðin."
Höfundw er varaþingamaður
Sjálfstæðisflokksins fyrír
Reykjavíkurkjördæmi.
A. ^'HL 'WL WH M Ml AW YDPAF12.41/SIA
HAUSTFERÐIR TIL FLORIDA ^Sg&
— Lœkkað verð! —
Við bjóðum verulega lœkkað verð á nokkrum ferðum til
Florida íseptember og október- verðlœkkun sem geturgertþér
kleift að láta drauminn um Floridaferð rætast!
Á Florida finna allir eitthvað við sitt hœfi. Baðstrendurnar
eru frábœrar, bœði við Mexíkóflóa og Atlantshafsmegin,
aðstaða til golfiðkana hvergi betri, á Florida erDisney World og
ótal fleiri skemmtigarðar, hvergi eru aðrar eins verslanamið-
stöðvar og í Bandaríkjunum, steikurnar engu líkar - og svo
mœtti endalaust telja.
Dœmi um verð:
íbúðagisting í sumarleyfisparadísinni Isla del Sol við
St. Petersburg, 12 nœtur frá 28.290 kr.*
DvöláAlden íbúðahótelinu, sem margir íslendingarþekkja
afeigin raun, 12 nœtur frá 30.890 kr.*
* Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára,i íbúð.
Brottfarardagar: 9., 14., 21., 25. og28. september.
12. október.
Vinsamlegast hafið samband strax því sætafjöldi
Discover
••:
America
FERÐASKRIFSTOFAN URVAL
- fólk sem kann sitt fag!
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.
ífjöldi er takmarkaður! ^JAw Æ É^^^ * V V^^