Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 25 Botha: Stöðu Namibíu ógnað með ref siaðgerðum Jóhannesarborg. Reuter. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, gaf sterklega í skyn í gær að horfurnar á sjálfstæði Namibíu versnuðu ef Bandaríkin samþykktu frekari refsiaðgerðir vegna kynþáttaaðskilnaðar- stefnu srjórnvalda í Suður- Afríku. Daginn áður hafði full- truadeild Bandaríkjaþings sam- þykkt lagafrumvarp sem gæti tekið fyrir nær öll viðskipti land- anna. Oldungadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum auk þess sem Ronald Reagan Bandarfkja- f orseti þarf að skrifa undir lðgin. Botha gat þess að Bandaríkin hefðu miðlað málum í Genf í deilu Angólu, Suður-Afríku og Kúbu. Inn í þær viðræður hefði fléttast álykt- un Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna númer 435 um sjálfstæði Namibíu sem verið hefur undir stjórn Suður-Afríku frá fyrri heims- styrjöld. Botha sagði að lagafrum- varpið fæli í sér að fjármagnsflutn- ingar á milli landanna myndu stöðv- ast og því yrði ekki mögulegt að framfylgja ályktun Sameinuðu þjóðanna ef frumvarpið yrði sam- þykkt. Samkomulagið sem náðist í við- ræðurium í Genf fyrir viku kvað m.a. á um brottflutning u.þ.b. tveggja þúsunda suður-afrískra hermanna frá Angólu fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt frásögn sjónarvotta er suður-afríski herinn byrjaður að treysta landamæri Ang- óíu og Namibíu vegna þessa. Er það gert í því skyni að kúbverski og angóiski herinn freistist ekki til að ráðast inn í Namibíu eftir að Suður-Afríkumenn eru horfnir úr Angólu. f vopnahléssamkomulaginu sem gert var opinbert á mánudag þegar Kína: Steingerðir risaeðluung- ar í Góbí-eyði- mörkinni Peking, Reuter. Steingerðar hauskúpur og bein risaeðluunga, sem talið er að hafi kafnað í sandroki í Góbí-eyðimörkinni fyrir 75 miUjónum ára, hafa nú verið grafnar upp af kínverskum og kanadískum vísindamönn- Vísindamennirnir sem þátt tóku í leiðangrinum í Góbí- eyðimörkinni héldu blaða- mannafund í gær þar sem þeir greindu frá þessum merka fundi. Steingerð bein að minnsta kosti fimm pinacosaur- usa voru grafin upp úr sand- skafli S Bayan Mandahau í Innri-Mongólíu í sumar. Á síðasta ári fann sami hópur og þátt tók í þessum leiðangri leif- ar af stærstu risaeðlu sem lifði í Asíu á miðlífsöld, skammt frá þeim stað' þar sem pinacosaur- usarnir fundust nú. Philip Currie, starfsmaður við Tyrrell-steingervingasafnið í Kanada, sagði blaðamönnum að í Bayan Mandahau væri líklega mest af steingerðum risaeðlum í heimi. Pinacosaurusinn var risaeðla sem þakin var skelplötum. Dýr- in gátu náð 6 metra hæð og vógu á annað tonn fullvaxin. Ungarnir sem fundust í sumar hafa verið á stærð við sauðk- indur, að sögn Currie. það tók gildi sagði að brottflutning- ur suður-afríska hersins frá Angólu myndi hefjast á miðvikudag. í gær höfðu samt ekki borist fréttir um að herinn hefði farið yfir landamær- in milli Angólu og Namibíu. Hér sést suður-afrísk bryndreka- sveit á leið suður til Namibíu en hernum var snúið við frá Angólu þegar samið var um vopnahlé. Reuter of London Póstverslun, Bæjarhrauni 14, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.