Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 31 O Sultaðar gúrkur kkur fínnst það eins konar sumar- boði, þeg- ar íyrstu gúrkurnar koma síðla vetrar og þá borðum við gúrk- umar með áfergju eins og þær koma fyrir. En gúrkur geta ver- ið eins konar haust- eða vetrar- boði. Nú lækkar verð á gúrkum mjög mikið og það boðar okkur það að nú sé kominn tími til að sulta og sjóða gúrkur til vetrarf- orða. Gúrkur henta aftur á móti ekki mjög vel til frystingar, þær verða seigar í frostinu. Þó getur verið ágætt að frysta sýrðar gúrkur í leginum, ef við höfum ekki góða geymslu. Gúrkur eru að miklum hluta vatn eins og svo margt grænmeti, en þær eru mjög hitaeiningasnauðar og í þeim er talsvert af A- og C-vít- amíni. Talið er að gúrkur hafí lækningarmátt og við kvenfólkið þekkjum að gúrkur eru notaðar f snyrtivörur. Ef gúrku er nud- dað í húðina, gerir það hana hvíta og mjúka og hún linar vel sviða af sólbruna og getur lækn- að fleiri særindi í húðinni. En við hér sunnanlands þurfum víst ekki að nota gúrkuna til að lina sólbmna í ár. Gúrkan er upprunnin í Indl- andi, en vex þó hvergi villt, en þó hafa nokkur afbrigði skyld henni fundist villt í nokkrum héruðum Indlands. Talið er að gúrkan hafí flust vestur á bóginn áður en sögur hófust. Rómveijar notuðu háþróaðar aðferðir til að rækta gúrkur. utan uppskerUtí- mans, þar sem Tíberíus keisari taldi sig ekki geta verið án þeirra, og segir sagan að hann hafí borðað gúrkur hvem ein- asta dag ársins. Þessar keisara- legu gúrkur vora ræktaðar á beðum sem vora á hjólum. Þær vora síðan keyrðar út í sólina eins og sjúklingar á spítala, og síðan ef veðrið varð kalt var þeim rennt undir ramma og yfír þá settir eins konar gluggar úr gegnsæjum steinum. Kólumbus flutti síðan gúrkur með sér til Nýja heimsins eins og svo marg- ar aðrar grænmetistegundir um aldamótin 1400—1500, en indí- ánar í Kanada vora famir að rækta gúrkur árið 1535, og sagði spænski landkönnuðurinn DeSota að gúrkumar sem indí- ánamir ræktuðu væra miklu Ijúffengari en þær sem ræktaðar væra á Spáni, og getur það al- veg verið rétt, en loftslag hefur mikil áhrif á eiginleika gúr- kanna. Við þekkjum það t.d. hérlendis að hýðið á okkar gúrk- um er yfírleitt þynnra en á inn- fluttum gúrkum. Við afhýðum yfírleitt ekki gúrkur, en þó verð- ur sumum betra af gúrkunum sé það gert. Hér er farið að rækta stuttar gúrkur, sem era ekki mikið frábragðnar þeim, sem við eigum að venjast, en era þó ívið sætari. Alls konar sultaðar gúrkur era mjög góðar bæði með kjöt- og fískréttum og ómissandi á lifrarkæfuna í nesti skólabama. Við skulum nýta okkur hið lága verð sem nú er á gúrkum og sulta og sjóða niður til vetrarins. Þegar maður sultar græn- meti, ávexti og ber, þarf að gæta fyllsta hreinlætis, ef góður árangur á að nást. Öll glös og krakkur þurfa að vera mjög vel hrein, einnig þau lok sem maður notar. Mjög gott er að setja krakkur í bakarofri og hita að 150°C, taka síðan úr ofninum og hvolfa á stykki. Lok og tappa þarf að sjóða í nokkrar mínútur. Ekki er taiið hollt að nota rot- vamarefni, en hægt er að skola ílát með sterku áfengi og væta smjörpappír, sem maður setur ofan á krakkuna, í þvf. Er það góð rotvöm. Best er ef geymslan er bæði köld og dimm, en slíka geymslu hafa fæstir. Ýmislegt er hægt að frysta, en gúrkur verða ekki skemmtilegar í frosti, þó era þær gúrkur, sem búið er að sjóða, ágætar úr frysti, sult- aðar gúrkur getur því verið ágætt að geyma þannig. Plastlok getur verið ágætt að nota ef þau þola suðu. Plastfílma er ekki nægileg vöm og ál- pappír ættum við aldrei að nota ofan á það sem súrt er, vegna þess að sýran getur myndað smágöt á pappírinn. Cellofan er ágætt að nota. Mörg ágæt lok fylgja krakkum, en lokin þarf að sjóða vel. Aðalatriðið er hrein- læti og það að nota gott og ferskt hráefni. Munið svo að merkja með innihaldi og dag- setningu. Súr/sætar grírkur IV2 kg gúrkur, u.þ.b. 4 stk., 200 g vatn, 100 g salt, 1 dl edik, IV2 lítri edik, IV4 kg sykur, mikið dill (fæst oftast ferskt). 1. Þvoið gúrkurnar og skerið í Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 4 sm þykka bita eða kljúfíð þær í stafí og skerið í lengjur. 2. Setjið vatn, salt og edik í skál og hrærið í þar til saltið er uppleyst. Hellið þessu sfðan yfír gúrkumar, setjið pressu ofan á. Hægt er að nota skál með vatni f. Látið standa í 12 klst. 3. Síið gúrkumar og setjið í krakku. Klippið dillið og setjið í. 4. Sjóðið saman edik og sykur. Hellið heitu yfír gúrkumar. 5. Setjið farg ofan á, og látið vera á þessu þar til gúrkumar og lögurinn er orðið kalt. 6. Lokið krakkunum, merkið með innihaldi og dagsetningu og geymið á köldum stað. Athugið: Þið verðið'að gera það upp við ykkur sjálf, hvort þið no- tið rotvamarefni. Gúrkumauk með lauk og papriku 1 kg gúrkur, 3 stórir laukar, 2 grænar paprikur (meðalstór- ar), 1 rauð paprika (stór), 1 peli edik, V2 dl vatn, 250 g sykur, V2 msk. sinnepsfræ, 2 negulnaglar, smábiti' múskathneta (fæst í smáglösum), smábiti piparrót (fæst fersk í stórmörkuðum og heilsubúð- um). 1. Þvoið gúrkumar vel, afhýðið laukinn, þvoið paprikumar, takið úr þeim steinana og fjarlægið stiikinn. 2. Skerið gúrkur, lauk og papr- iku í bita. 3. Hakkið þetta allt í hakkavél eða grænmetiskvöm. Notið ekki blandara, þetta á ekki að fara alveg í mauk. 4. Setjið maukið í pott ásamt ediki, vatni, sykri og salti. 5. Setjið sinnepsfræ, negul og múskat í grisju og setjið saman við. 6. Sjóðið við hægan hita í lok- uðum potti í 35 mínútur. Hrærið öðru hveiju í þessu. Þetta á ekki Vjp að verða mjög þunnt, ef svo verð- ur, þarf að sjóða það áfram í lok- lausum potti. Takið grisjupokann úr og fleygið. 7. Slökkvið undir pottinum. 8. Rífíð piparrótina og setjið út í heita hrærana. Hrærið vel saman en látið ekki sjóða. 9. Hellið heitu í krukkur. 10. Merkið með innihaldi og dag- setningu. Hrásultaðar gúrkur meðdilli (notið styttri tegundina) 1 kg ferskar gúrkur, 1 dl gróft matarsalt, 500 g sykur, V2 lítri edik, blómstönglar eða greinar af dilli. 1. Þvoið gúrkumar, skerið í frekar þunnar sneiðar og setjið í stóra, víða krukku. 2. Blandið saman salti og sykri og stráið yfir. 3. Hellið edikinu yfír. 4. Rffið dillblómstönglana örl- ítið í sundur og setjið saman við (eða setjið greinar heilar f). 5. Hrærið í með gaffli nokkr- um sinnum. 6. Setjið lok á krukkuna eða bindið yfír. (Salt og sykur leysist smám saman upp, og er gott að hrista krakkuna lauslega öðra hveiju fyrstu 2 dagana, en gúrk- umar eru tilbúnar eftir hálfan mánuð. 7. Ef þetta er geymt á köldum stað, getur það geymst í nokkra mánuði. Súr/sætar gúrkur í sneið- um 1 kg gúrkur, 1 lítri vatn, 100 g salt, 1 lítri edik, 50 g sykur, 1 msk. pickle spice (blandað krydd). 1. Þvoið gúrkumar, skerið í þunnar sneiðar. 2. Setjið salt og vatn í skál og leysið upp saltið. Hellið síðan yfír gúrkumar. Setjið farg ofan á. Hægt er að nota skál með vatni. Látið standa þannig í 12 klst. Hellið þá leginum af og setjið gúrkumar í krukkur. 3. Sjóðið saman edik, sykur og krydd. Látið sjóða í 5—10 mínút- ur. Hellið heitu yfír það sem er í krukkunni. Gætið þess að þetta fljóti alveg yfír. Látið kólna, en lokið þá krukkunum og geymið á köldum stað. 4. Merkið með innihaldi og dagsetningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.