Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 56
EIGIVA MiniinviN 2 77 II f I S C H 0 I í S S í fi í I E J . Swemr Knstifssúrt, sclustjóri - Þoíleifor Guðfrojndsson, soturr ^^á^íHeikíoiíOT, WtaUnftS^AírtW.. smi 12320 **gmi(Iafrft LAUGARDAGUR 13. AGUST 1988 VERÐ I LAUSASOLU 70 KR. Þorskafli 24.000 -tonnum minni en í fyrra Aflibáta 19.000 tonnum minni ÞORSKAFLINN fyrstu sjö mán- uði ársins var 239.726 tonn eða 24.017 tonnum minni fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tima í ^—fyrra, samkvæmt bráðabirgða- tölum frá Fiskifélagi íslands. Þorskafli báta fyrstu sjö mánuði ársins var 102.051 tonn, eða 19.196 tonnum minni en á sama tíma í fyrra, þorskafli togara var 115.250 tonn, eða 3.586 tonnum minni en í fyrra, og þorskafli smábáta var 22.425 tonn, eða 1.235 tonnum minni en í fyrra. Heildaraflinn fyrstu sjö manuði ársins var hins vogar 98.468 tonnum meiri en á sama tíma í ^vrra, eða 1.067.515 tonn. '¦^¦"í Ólafsvík var landað 9.524 tonn- um af þorski fyrstu sjö mánuði árs- ins, eða 5.462 tonnum minna en á sama tíma í fyrra, í Grindavík var landað 9.117 tonnum af þorski, eða 2.841 tonni minna en í fyrra, á Hornafirði var landað 10.335 tonn- um af þorski, eða 1.305 tonnum minna en í fyrra, í Þorlákshöfn var landað 8.222 tonnum af þorski, eða 1.249 tonnum minna en í fyrra, í Reykjavík var landað 7.520 tonnum af þorski, eða 1.212 tonnum minna en í fyrra, og á Vopnafirði var land- að 3.315 tonnum af þorski, eða 945 tonnum minna en í fyrra. m Loðnuaflinn fyrstu sjö mánuði Jj^rsins var 604.765 tonn, eða 112.694 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, humaraflinn var 1.912 tonn, eða 504 tonnum minni en í fyrra, rækjuaflinn var 17.885 tonn, eða 2.731 tonni minni en í fyrra, hörpudisksaflinn var 1.503 tonn, eða 3.458 tonnum minni en í fyrra og annar afli var 7.457 tonn, eða 7.167 tonnum meiri en í fyrra. v% Eldur við pingholts- skóla Slökkviliðið var kallað út til Þingholtsskóla í Kópavogi klukk- an 22.38 í gærkvöldi. Þar hafði kviknað í göinlu húsi skammt f rá aðalbyggingunni sem eitthvað er notað til kennslu. Tveir reykkaf- arar fóru inn i húsið og réðu niðurlögum eldsins á skömmum tíma. Að sögn slökkviliðsmanna virðist ^~-r^m kviknað hafi í svampdýnum er voru í einu herbergi hússins. Mikill hiti hafði myndast í herberginu og var það meira og minna sviðið og skemmt af reyk. Ekki er vitað um eldsupptök en talið er að hugsanlega hafi verið um íkveikju að ræða og var Rann- sóknarlögreglan fengin til að kanna Jið. Háttyfir Skólavörðuholti Morgunblaðið/Þorkell VIÐGERÐUM á turni Hailgrímskirkju miðar vel áfram. Undanfarinn mánuð hefur verið unnið við að endursteypa stökkla. Þeir eru 270 talsins og búið er að ljúka viðgerðum á um 70 þeirra. Vönast er tíl að viðgerðum verði endanlega lokið í október, en veður gæti sett strik í reikninginn enda blæs stundum hressilega uppi í turninum. Að sðgn Arnar Steinars Sigurðssonar, verkfræðings, sem hefur umsjón og eftiríit með verkinu fyrir Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, verður allt gert til þess að verkinu Ijúki á tilsettum tíma og sagði hann allt benda til þess að það takist. Ellefu menn vinna við viðgerðirnar. Átta lög- reglubílar stóðust ei skoðun SÉRSTÖK skoðun var gerð á um það bil helmingi af 45 bílum lög- reglunnar í Reykjavik á finuntu- dag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stóðust átta bif- reiðar. skoðunina ekki, og voru fimm þeirra teknar úr umferð, sumar vegna aðfinnsluverðs hemla- eða stýrisbúnaðar. Sérstök skoðun var gerð á bfla- flotanum í tengslum við úttekt á bfla- og verkstæðismálum embætt- isins. Lögreglufélag Reykjavíkur mun hafa átt frumkvæði að því að í skoðunina var ráðist. Lögreglu- stjóri fékk verkfræðing til að hafa umsjón með henni, en einnig voru menn frá Bifreiðaeftirliti ríkisins viðstaddir. Við embætti lögreglu- stjórans er starfrækt verkstæði með 5-6 starfsmönnum sem annast eft- irlit og viðgerðir 50-60 bifreiða flota embættisins. Almenn óánægja hef- ur verið innan lögreglunnar með ásigkomulag og viðhald bifreiðanna og töldu lögreglumenn sem rætt var við í gær að sparnaðarsjónar- mið hafi oft á tíðum vegið þyngra en öryggissjónarmið við mat á nauðsyn viðgerða. Sturla Þórðarson deildarlögfræð- ingur hjá embætti lögreglustjórans vildi ekki staðfesta fyrrgreindar tölur um niðurstöður skoðunarinn- ar. Hann sagði að hún hefði verið liður í því að kanna tækjabúnað og -kost lögreglunnar í því skyni að komast að því hvar úrbóta væri þörf. Isfisksölur í Bretlaiidi: Sala leyfð á 640 lestum LEYFT var í gær að selja um 640 lestir af ferskum þorski og ýsu í Bretlandi vikuna 21. til 27. ágúst næstkomandi, að sögn Vil- hjálms Vilhjálmssonar fulltrúa hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna. 26 aðilar fengu leyfi til að selja um 340 lestir af þorski og ýsu úr gámum en 27 var synjað um leyfi. Þrjú skip, Bergey VE, Heiðrún EA og Vörður ÞH, fengu leyfi til að selja um 300 lestir en 8 skipum var synjað um leyfí, að sögn Vilhjálms. Nýtt skipulag fuglaræktar FRAMLEIÐENDUR alifuglaafurða vinna nú að nýju skipulagi fugla- ræktar í landinu í samstarf i við norska f uglaræktarsambandið Norsk Fjörfeavslag. „Nú er áformað að taka ræktunarmálin föstum tökum, og ætlunin er að auka möguleika okkar í samkeppni bæði innbyrðis og út á við með því að reyna að stuðla að þvi að vera alltaf með bestu stofna bæði i kjöti og varpfuglum," sagði Jón M. Guðmundsson á Reykjum, en hann hefur um árabil staðið fyrir innflutningi nýrra stofna tíl landsins fyrir alifuglaframleiðendur. Að sögn Jóns er staðan hjá fugla- bændum yfirleitt slæm í dag og skuldir miklar eftir innbyrðis átök milli framleiðenda á markaðnum undanfarið. „Vegna þessara átaka hafa safn- ast skuldir hjá bændum, og nú er staðan það slæm að erfitt er að verðleggja vöruna þannig að staðið sé í skilum. Sumir framleiðendur hafa þegar gefist upp og af þeim sökum hefur fækkað í stéttinni. Annar vandi í sambandi við skuld- irnar er líka sá að menn hafa orðið að fjárfesta í nýjum húsum og vél- um til að uppfylla kröfur um heil- brigðiseftirlit. Við þetta bætist að viðskiptavinir okkar í þéttbýlinu eru mjög illa staddir og eiga erfitt með að standa í skilum við okkur vegna slæmrar lausafjárstöðu." Jón sagði að þessa erfiðleika ali- fuglaframleiðenda ætluðu þeir að reyna að leysa með félagslegu átaki samtakanna, og hafa mikil funda- höld staðið yfir hjá þeim undanfar- ið um þessi mál. „Hluta af fóðurbætisgjöldum sem framleiðendur greiða verður veitt til sameiginlegra verkefna til að leysa afmörkuð verkefni. Eggja- bændur hafa nú sameinast í eitt hagsmunafélag, og kjúklingabænd- ur hafa tekið upp mjög náið sam- starf við það félag. I samstarfi við norska fuglaræktarsambandið er nú unnið að endurbótum fuglarækt- ar í landinu. Til þess að ná tak- marki okkar höfum við augastað á að innflutnings- og kynbótastöð í eigu fuglabænda verði komið á lag- girnar við Bændaskólann á Hvann- eyri. Þar er bæði húsnæði og véla- kostur sem hentar vel til að reka þar stöð af þessu tagi. Félögin hafa náð samkomulagi um að skoða til- boð sem liggur fyrir um að yfirtaka mannvirki sem þarna eru."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.