Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 4 » „Hann erennpá. \ZaLiuf." Aster... Í0J7 ... þegar samveran er aðalatriðið — ekki mat- urinn. TM R«g. U.S. Pal Otf.—«11 rights reeerved • 1987 Los Angeles Times SyndKSte f Höf um við áhuga á heimil- istryggingu? Hver bað um saumavéla- olíu...? HÖGNI HREKKVISI #>|CASAFR TPTWT V\ 9 Athugasemd frá f orseta Hæstaréttar í greinarkorni, er birtist í Velvak- anda fímmtudaginn 11. ágúst 1988 undir heitinu: „Eiður að baugi", með undirskriftinni Þorsteinn Guð- jónsson, er rangt farið með allar staðreyndir, nema þá, að kjörtíma- bil forseta íslands er til fjögurra ára. 1. Greinarhöfundur segir að emb- ættistaka forseta íslands hafí farið fram 31. júlí s.l. Þetta er rangt. Hið rétta er 1. ágúst s.l. 2. Greinarhöfundur segir: „Við eiðtöku forseta íslands". . . Einnig þetta er rangt. Hið rétta er, að for- seti undirritaði drengskaparheit um það að halda Stjórnarskrá lýðveldis- ins íslands. 3. Þá segir greinarhöfundur að hann hafí heyrt forseta Hæstarétt- ar, Magnús Thoroddssen, bera fram óskir um heill til handa forseta ís- lands, „landi voru og — ríki". Þetta er líka rangfærsla. Hið rétta er: „landi voru og lýð." Hugleiðingar greinarhöfundar í sambandi við þessa rangfærslu eru því út í hött. Að lokum þetta: Innsetning for- seta íslands í embætti hinn 1. ágúst 1988 fór fram á sama hátt og tíðkast hefír frá 1. ágúst 1949, er Sveinn Björnsson var settur í em- bætti. Magnús Thoroddsen forseti Hæstaréttar. Eru 600 kr. há eða lág upphæð? Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milíi kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvf ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Háttvirti Velvakandi. í blaðinu í dag, 9. ágúst, kvartar Bergljót undan háu verðlagj fyrir útlendinga hérlendis. Sem íslend- ingur tek ég undir þessar áhyggjur Bergljótar, en sámúð mín er meiri með okkar eigin fólki, sem býr hér og þiggur laun. Þegar við nefnum ákveðna upp- hæð, til dæmis 600 kr., þá segir sú tala okkur ekkert um það, hvort það er mikið eða lítið fyrir útlending að borga þá upphæð fyrir físk- máltíð. Spurningin er sú; hvað er útlendingurinn lengi að vinna fyrir 600 krónunum. Þegar við vitum það, getum við dæmt um, hvort þessi upphæð sé há eða lág. Það er sagt, að laun séu lág á íslandi og ég trúi því, að hér sé fastakaupið lágt hjá mörgum. Þess vegna er samúð mín eingöngu með þeim, sem hér búa. í framhaldi af þeirri niðurstöðu langar mig að varpa fram ágætri hugmynd.^Það er að við gerum eins og ítalir og Spánverjar og bjóðum okkar fólki lægra verð á sumum sviðum. Ég held að aðstaða okkar sé með þeim hætti, að okkur sé hollast að búa sem mest að þvf, sem er okkar eigið. Þar með talið, að 'eggja rækt við ferðir íslendinga um Island. Berljót nefnir oft ljótt orð og leið- inlegt. Það er þjóhusta. Ég held, að Islendingum láti ekki vel að vera þjónar. Öðru máli gegnir um gest- risni. íslendingar hafa alltaf verið gestrisnir, en aldrei viljað vera þjón- ar gesta sinna. Að lokum vil ég hvetja þá til að fara í ferðalag, sem einlægt halda að fslenskri starfs- orku og hugviti sé best varið í lág- kúrulega þjónustu við útlendinga. Með vinsemd, Gísli Rúnar Marvinsson. Víkverji skrifar Flugstöð Leifs Eiríkssonar er óumdeilanlega hin glæstasta bygging, en er um leið að verða hálfgerð hrakfallasaga. í fyrsta lagi hefur hún reynst þjóðinni dýrari en áætlanir gerðu.ráð fyrir, og sitthvað virðist hafa farið úrskeiðis við hönn- un hennar. í vetur var það t.dl^ næðingurinn á heiðinni sem blés inn í bygginguna, svo að starfsfólk mátti standa kappklætt við far- þegaafgreiðsluna. Næsta áfall er svo, samkvæmt fréttum Morgun- blaðsins, að afgreiðslusalurinn fyrir farþega að fara úr landi er svo lítill að yfír háannatfmann standa far- þegar í biðröð sem teygir sig út á stétt flugstöðvarbyggingarinnar. Hefðu hónnuðirnir ekki átt að sjá þetta fyrir? Til að gæta allrar sanngirni er þó rétt að nefna að Flugstöð Leifs Eiríkssonar er ekki eina flug- stöðin þar sem hálfgert umferða- röngþveiti skapast vegna farþega. í fréttum frá Bretlandi má lesa að miklar annir séu þar á Heathrow- flugvelli vegna sólarlandaferða Breta, og oft þurfa sólarlandafarar að bíða á vellinum hálfan og heilan sólarhring áður en þeim tekst að komast upp í flugvélina sem á að flytja þá f sólina. Sökin í þessu tilfelli liggur hjá breskum ferðaskrifstofum, sem eiga ekki sjö daganá sæla um þess- ar mundir. Neytendur eða öllu held- ur farþegarnir eiga sér nefnilega málsvara sem er stofhun á vegum hins opinbera og á að tryggja heið- arlega viðskiptahætti. Forstöðu- maður hennar, sir Gordon Borrie, hefur deilt hart á ferðaskrifstofurn- ar bresku fyrir meðferðina á far- þegum sínum. Þar að auki hefur stofnunin deilt á ferðaskrifstofurnar fyrir að hækka ferðir á sama tíma og fyrir liggji að verðlag á flugvélaeldsneyti sé á niðurleið. Sólariöndin við Mið- jarðarhaf deila einnig á bresku ferðaskrifstofurnar fyrir að flytja aðallega ðaldarlýð eða svokallaðar sólarlanda-bullur til stranda þeirra. Kannanir á vegum Evrópubanda- lagsins sýna einnig að breskar ferðaskrifstofur eru með hæsta hlutfall neytendakvartana í þessari grein innan bandalagsins, og til að hrella breska ferðaskrifstofumenn enn frekar þá liggja nú fyrir frum- varpsdrög á vegum EB sem er ætl- að að auka verulega bótaskyldu ferðaskrifstofa innan EB-landanna, í þeim tilfellum þegar ferðir fara úrskeiðis. Er talið að þetta bitni harðast á bresku ferðaskrifstofun- um. Ýmsir íslendingar hafa löngum horft á tilboð t.d. bresku ferðaskrif- stofanna og þótt mikið til þeirra koma í samanburði við það verð sem fslenskar ferðaskrifstofur hafa boð- ið á pakkaferðum. En af þessum heimildum að dæma er greinilega ekki allt gull sem glðir. Mitt í öllu gjaldþrotatalinu og bölsýninni sem lagst hefur yfír fslenskt atvinnulff þessa stund- ina, þá er óneitanlega upplífgandi að lesa um tvö fslensk fyrirtæki af gjörólfkum toga vera að hasla sér völl erlendis og ætla bæði að byggja á því að flytja út fslenskt hugvit. í öðru tilvikinu er um að ræða fyrir- tækið Eldisráðgjöf sem ráðist hefur í fískeldisverkefni í Portúgal f sam- starfí við heimamenn. í hinu tilfell- inu er það fyrirtækið Saga Film er stofnað hefur dótturfyrirtæki í Kaupmannahöfn með það fyrir aug- um að nýta reynslu fyrirtækisins f gerð sjónvarpsauglýsinga hér heima á liðnum árum á dönskum auglýsingamarkaði, því að í haust verða sjónvarpsauglýsingar heimil- aðar í dönsku sjónvarpi í fyrsta sinn. í skálaræðum er iðulega klifað á gáfum fslenskrar þjóðar og góðri menntun, og þvf sé íslenskt hugvit mikilvægasta útflutningsgrein þessarar þjóðar. í reynd er ísland hins vegar fyrst og fremst hráefna- útflytjandi, og hugvitið er ekki ýkja fyrirferðamikið í opinberum út- flutningstölum. Þessi tvö dæmi eru kannski til marks um að í hönd fari breyttir tímar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.