Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Maraþonmolar Konungur maraþonhlaupanna Derek Clayton frá Ástralíu setti heimsmet í maraþonhlaupi í Japan í desember 1967 (2 klst, 9 mín og 34 sek) og aftur í Hollandi í maí 1969 (2 klst, 8 mín og 34 sek). Clayton var lengi kallaður konung- ur maraþonhlauparanna, því að þetta heimsmet hans féll ekki fyrr en tólf árum seinna þegar Banda- ríkjamaðurinn Alberto Salazar hljóp maraþon á 2 klst, 8 mín og 13 sek í New York í október 1981. Clayton viðurkenndi löngu seihna að hann hefði lagt of hart að sér til þess að geta sett þessi heimsmet. Hann var sex mánuði að jafna sig eftir síðara metið og hljóp aldrei nærri því eins vel eftir þetta. (RW maí 1979) Veg’gixrínn mikli Margir maraþonhlauparar hafa hlaupið „á vegginn" eins og það er kallað. Þetta er skyndileg og mikil, andleg og líkamleg þreytutilfínning, sem talið er að komi í ljós þegar sykurbirgðir líkamans eru á þrot- um. Til að koma í veg fyrir þetta reyna menn oft að háma í sig sy- kurríka fæðu síðustu daga fyrir keppni. Æ styttri tími Bandaríkjamaðurinn A1 Michels- en komst undir 2 klst og 30 mín í maraþonhlaupi árið 1925. Síðan liðu 28 ár en þá náði Bretinn Jim Peters undir 2 klst og 20 mín. Enn liðu árin, 14 ár í þetta sinn, þar til Ástralíumaðurinn Derek Clayton komst maraþon á skemmri tíma en 2 klst og 10 mín. Nú er liðið 21 ár til viðbótar, en samt hafa menn ekki komist undir 2 klst og 5 mín. Hvenær fer heimsmetið í maraþon- hlaupi undir 2 klst? Fyrirheit um betri árangur Portúgalinn Carlos Lopez setti heimsmet í maraþonhlaupi í Rott- erdam 1985 og hljóp á 2 klst, 7 mín og 11 sek, þá 38 ára gamall. Hann sagðist þá geta hlaupið hrað- ar, hversu hratt vissi hann ekki enn. Hann sagðist hlaupa af því að honum þætti það gaman en ekki eingöngu til þess að setja með eða vinna sigur (RW, júlí 1985). Heims- met hans var ekki slegið fyrr en 17. apríl á þessu ári og þá tvívegis, en það gerðu Belayneh Dinsamo frá Eþíópíu (2:06.50) og Ahmed Salah frá Djibouti (2:07.07) í maraþon- hlaupi í Rotterdam. Framtíðin sker Rásnúm- er og leið- beiningar Það er mjög áríðandi að keppendur sæki keppnisgögn sin á Ferðaskrifstofu Úrvals laugardaginn 20. ágúst milli kl. 09:00 og 16:00. Enn fremur er ástæða til að ítreka loka- frest til að skrá sig, sem er 15. ágúst. Ætlast er til að keppend- ur verði komnir að rásmarki kl. 11:40 á keppnisdaginn til að forða því að hlaupinu seinki. úr um hvort Lopez á nokkum tíma eftir að hlaupa hraðar en þetta. Fyrirmyndarskokkari Hinn frægi fyrirmyndarfaðir, Bill Cosby, skokkar 3-10 km daglega. Hann var flölhæfur fijálsíþrótta- maður á sínum yngri árum, er nú orðinn fímmtugur en kemst enn 400 metrana á undir 60 sekúndum! Cosby hefur einkaþjálfara til að hjálpa sér við sprettæfíngar en virð- ist ekki stefna á maraþonhlaup. (RW, apríl 1988) Þjálfun Margir maraþonhlauparar telja að þeir þurfi að æfa mikið og hlaupa a.m.k. 50 km í hverri viku (t.d. 5+10+10+5+20 km) til að komast maraþon. Þeir sem ætla sér að ná sérstaklega góðum tíma hlaupa þó oft miklu meira, eða 100-150 km á viku. Eftirfarandi æfíngaseðill er nokkuð dæmigerður fyrir afreks- menn: Mánudagur....10 km á 41 mín. Þriðjudagur..20 km á 1:42 mín. Miðvikudagur... .Hvfld. Fimmtudagur..15 km á 1:05 mfn. Föstudagur...2x5 km á 20 mín hvort hlaup rheð hvfld á milli. Laugardagur..Hvfld. Sunnudagur...30 km á 2:30 mín. (Jogging, aprfl 1988) Með seinni skipunum? Þeir sem ekki eru búnir að æfa alveg nógu mikið til að hlaupa fulla maraþonvegalengd í Reykjavíkurm- araþoninu geta velt fyrir sér öðrum hlaupum: Berlínarmaraþon..9. október. Feneyjamaraþon...16. október. New York maraþon... 6. nóvem- ber. Honolulumaraþon..desember. Auglýsingar og hlaup Tímarit fyrir skokkara og hlaup- ara eru vinsæl. í þeim er m.a. fyall- að um það hvemig best sé að æfa, hvað best sé að borða, hveiju best sé að klæðast, hvaða skór séu best- ir o.s.frv. Fréttir eru af frægum hlaupum og hlaupurum og oft við- töl við afreksmenn á sviði hlaupaí- þróttarinnar. Lesendum er boðið að skrifa og fá góð ráð um þjálfun, meiðsl, mataræði o.s.frv. Litfagrar auglýsingar velqa alltaf athygli. Jafnan ber mest á auglýsingum um skó eða hlaupaklæðnað. Einnig eru auglýst tölvuúr fyrir hlaupara, út- vörp til að hlaupa með, vegmælar, heilsudrykkir og vökvunarbelti, tölvur og forrit til að gera æfínga- skrár, endurskinsmerki og svo mætti lengi telja. Það nýjasta er svo færiband til að hlaupa á heima í bflskúmum eða kjallaranum þegar veðrið er vont! 21 km eða hálfmaraþon Það er ekki sama hvað það er kallað! Maraþonhlaupari nokkur var spurður að því hvort hann ætlaði að hlaupa Reykjavíkurmaraþon. Þegar hann sagðist ætla að hlaupa „hálft maraþon“ fannst mönnum ekki mikið til koma. Síðan breytti hann um svar og segir nú ætíð: „Já, ég ætla að hlaupa 21 km“ og fólki fínnst hann reglulega dugleg- ur. Jóhann H. Jóhannsson tók saman Knútur hvattur óspart í Reykjavíkurmaraþoninu 1987. Stefnir í metþátttöku - segir Knútur Óskarsson, formaður Reykjavíkurmara- þons og framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Úrvals KNÚTUR Óskarsson hefur stundum verið nefndur faðir Reykjavíkurmaraþonsins. Víst er að hugmyndin að hlaupinu var hans og hefur hann ætíð tekið gildan þátt í undirbúningi hlaupsins ásamt starfsfólki ferðaskrifstofunnar frá fyrsta Reykjavíkurmaraþoninu 1984 en framkvæmdastjóri hlaupsins er Ágúst Þorsteinsson. Það væri því ekki úr vegi að heyra hljóðið í Knúti rétt fyrir fímmta Reykjavíkurmaraþonið. Knútur var fyrst spurður að því hver væri forsaga Qölmennasta hlaupsins sem haldið er hér á landi. Knútur kvað hugmyndina hafa fæðst er hann vann hjá Ferðaskrif- stofunni Úrval 1982—1983. Mark- miðið var að lengja ferðamannatím- ann og fá þekkta útlendinga til að taka þátt í slíkri keppni, eins og venjan er erlendis. Því voru hlaupin að sögn Knúts haldin í lok ferða- mannatímabilsins. Þá var áhugi á skokki fremur lítill hér á landi og höfðu unnendur hlaupaíþróttarinn- ar hug á að bæta þar úr. Maraþonkeppnir eru haldnar víðs vegar um heiminn,(um 50 maraþon innan vébanda AIMS (Association of Intemational Marathons) árið 1987) og árið 1984 var ráðist í fyrsta Reykjavíkurmaraþonið, að sjálfsögðu var það strax innan ÁIMS og samþykkt sem alþjóðlegt keppnishlaup. „Fyrsta Reykjavíkurmaraþonið var þrískipt, 42,2 km., 21,1 km. og 7 km. og hefur sú skipting haldist æ síðan.“ Knútur sagði að það hefði verið mjög óvenjulegt fyrirkomulag að hafa 7 km. vegalengdina með, miðað við önnur lönd sem halda maraþonhlaup. „Þetta var ákveðið með því augnamiði að útiloka engan frá keppni og einnig að þróa hlaupa- menningu Islendinga á þann hátt, að fólk gæti byijað í 7 km., farið síðan í hálfmaraþonið og loks í maraþonið sjálft. Nú er hins vegar orðið algengara að hafa styttri hlaup með maraþonhlaupum er- lendis, vafalítið í sama tilgangi. Það Hvemig er undirbúningi fyrir keppni sem þessa háttað? „Nú er Ferðaskrifstofan Úrval aðeins eitt af þeim fyrirtækjum sem standa að keppninni. Flugleiðir, Reykjavíkurborg og Frjálsíþrótta- samband íslands sáu um fyrstu hlaupin, en síðan bættust Morgun- blaðið og Henson í hópinn. Einnig hefur tekist gott samstarf við RÚV og fíjálsu útvarpsstöðvamar. Verkaskiptingin er sú, að við sjáum um undirbúning að keppninni, skráningu og frágang bæklinga og plakata. Vikan sér um útgáfu Reykjavíkurmaraþonblaðsins sem kemur út 18. ágúst. Morgunblaðið hefur ávallt gegnt lykilhlutverki í kynningu á hlaupinu hér innan- lands. Ferðaskrifstofan Úrval og Flugleiðir sjá um kynningu á hlaup- inu erlendis í sameiningu, Frjáls- íþróttasambandið sér um fram- kvæmd hlaupsins sjálfs og tækni- lega hlið þess. Reykjavíkurborg annast uppsetningu á vegalengdar- skiltum um borgina og skipulagn- ingu í miðbænum, t.d. að setja upp rás- og endamark. Einnig hefur Hjálparsveit skáta og lögreglan eftirlit með hlaupurum ásamt sérstökum lækni hlaupsins. Úrval gefur út þátttökulista fyrir keppnina, sér um úrvinnslu á gögn- um að keppni lokinni og kemur úrslitum á framfæri við fjölmiðla samdægurs." Nú hafa lekið út upplýsingar um að Ferðaskrifstofan Úrval ætli að mynda sveit til þátttöku. Ert þú f henni? „Já, gott ef við myndum ekki tvær sveitir! Ég ætla mér að hlaupa í skemmtiskokkinu, en ég hljóp í hálfmaraþoninu í fyrra (á ágætis- tíma, innsk. blm.). Ég vil að lokum hvetja fólk til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði, því aðalmarkmiðið er að sjálfsögðu að vera með. Þeir sem ekki taka þátt ættu endilega að koma sér fyrir á hlaupaleiðunum og hvetja hlauparana, því þáttur áhorfenda í árangri íþróttamanna verður sjaldnast ofmetinn." Knútur Óskarsson. er ánægjulegt að fylgjast með því hve Reykjavíkurmaraþonið hefur skipað sér fastan sess í lífi okkar íslendinga. T.a.m. kom orðið skemmtiskokk ekki upp fyrr en í fyrsta hlaupinu 1984 og var það þýðing á orðinu „fun run“ úr ensku. Nú er orðið skemmtiskokk almennt notað um styttri vegalengdir. í fyrsta hlaupinu, árið 1984, luku um 200 manns keppni, en næsta ár komu 500 manns í mark. Árið 1986 var Reykjavíkurmaraþonið haldið í kjölfar svokallaðs Afríku- hlaups, sem haldið var til styrktar hungruðu fólki í Afríku. Þátttakan var mjög mikil, taeplega 1000 manns luku keppni. A síðasta ári fækkaði þátttakendum dálítið, og um 800 manns luku keppni. Nú stefnir hins vegar í metþátttöku, útlendingamir í fullt maraþon eru t.d. jafnmargir og allir þeir sem luku fullu maraþoni metárið 1986. Einnig hef ég orðið var við mikinn áhuga meðal íslendinga, bæði hjá íþróttafélögum sem hjá almenn- ingi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.