Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI I iR LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 55 FOLK ¦ HALLDÓR Halldórsson leik- ur í dag sinn 100. leik í meistara- flokki IR, er liðið mætir KS. Þetta er 113. leikur ÍR í meistaraflokki síðan hann var endurstofnaður 1983. ¦ Zico, knattspyrnuhetjan kunna frá Brasílíu hefur skrifað undir nýjan samning við Flam- engo. Zico ætlar sér að halda áfram í knattspyrnunni að minnsta kosti til 37 ára aldurs. Samningur- inn sem er til eins árs er svokallað- ur áhættusamningur. „Ég vil ekki vera ásakaður um að afla mér pen- inga á auðveldan hátt Ef sú staða kemur upp að ég get ekki staðið við minn hluta samningsins þá rifti ég honum og skila hluta peninganna aftur" sagði Zico. Hann segist hafa sterkar taugar til Fiamengo enda hefur hann leikið með liðinu frá 1967 að undanskildum tveimur árum er hann lék með Udiense á ítalfu. ¦ SVISSNESKA knattspyrnu- h'ðið Grasshopper mun leika í Basel í 1. umferð Evrópubikar- keppninnar. UEFA dæmdi Grass- hopper til þess að leika einn heima- leik í Evrópukeppninni utan Z"urich sem er heimaborg liðsins. ¦ PATRIK SjSberg, sænski heimsmethafinn í hástökki, er ekki meðal sænska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í dag. Ástæðan er sú að hann á við meiðsli að stríða í fæti að sögn Viljo Nous- iainen þjálfara hans. Nousiainen neitaði þeim orðrómi að Sjöberg hefði hætt við þátttöku á mótinu vegna þess að hann væri pirraður á stanslausri umfjöllun um meiðsli sín og ágiskunum um hversu mikið hann þénaði á íþróttinni. „Patrik finnur enn fyrir meiðslunum og það er eina ástæðan fyrr því að hann keppir ekki", sagði Nousiainen sem einnig er fósturfaðir Sjöberg. ¦ PERESTROJKA Mikhail Gorbachevs hefur sín áhrif á íþróttir í Sovétríkjunum. Nýjustu fréttir herma að nú eigi sovésk knattspyrnufélög að standa sjálf undir rekstri sínum, en þau hafa verið ríkisrekin til þessa. í sam- bandi við þá baráttu sem staðið hefur árum saman um hvort sov- éskir knattspyrnumenn eigi að fá leyfí til þess að fara út í atvinnu- mennsku, er á döfinni að stofna nýtt knattspyrnusamband skipað leikmönmnum, þjálfurum og dóm- KNATTSPYRNA / 2.DEILD Morgunblaðio/KGA Barlst um boltann. J6n Erling Ragnarsson, FH og Vilhjálmur Einarsson, Víði, eru einbeittir á svip og ætla sér greinilega báðir að ná til boltans. Barátta setti sinn svip á leikinn. FH-sigur á elleftu stundu FH-ingartryggðu sérsigurá Víðismönnum með tveimur mörkum á tveimur síðustu mínútunum ÞAÐ voru aðeins rúmlega tvœr mínuútur eftir. Staðan var 2:1 fyrir Víði og biaöamaður Morg- unblaðsins var í huganum f ar- inn að semja fyrirsögn sem hljómaði eitthvað á þessa leið: „Gamla Víðisbaráttan setti FH-inga út af laginu." Þá skyndilega skoruðu FH-ingar tvívegis og sigruðu. Eftir þenn- an sigur er 17 stiga munur á FH„ sem er efst í 2. deild og Víði, sem er f þriðja sæti. Fátt markvert gerðist í upphafi leiks FH og Víðis, sem fór fram á Kaplakrikavelli f gær. Er líða tók á hálfleikinn fóru bæði liðiri að skapa sér færi en það voru Víðismenn, sem skoruðu eina mark háifleiksins. Björn Vilhelmsson skallaði þá boltann í markið eftir góða sókn. FH-ingar mættu ákveðnir til seinni hálfleiks, sóttu stíft. og jöfn- uðu fljótlega. Krisján Hilmarsson Guðmundur Jóhannsson skrifar KNATTSPYRNA / 2. DEILD Dýrmætur sigur hjá SeBfyssingum L SELFYSSINGAR unnu dýrmœt- an sigur á Breiðabliki á heima- velli í gær. Það var baráttugleði Selfossliðsins sem skóp þenn- an sigur, en leikurinn var dýr- mœtur báðum liðum vegna stöðu þeirra í deildinni. Ibyrjun fyrri hálfleiks náðu Sel- fyssingar strax undirtókum sem þeir héldu allan hálfleikinn. Eina mark leiksins gerði Heimir Bergs- son eftir góða send- ingu frá Guðmundi Magnússyni og skoraði örugglega frá markteig. Eftir markið einkenndist leikur liðanna af nokkru miðjuþófi án þess að þau næðu afgerandi sóknarlot- um. Selfyssingar tókst þ6 undir lok- in að ógna aðeins marki Blikanna sem náðu sér illa á strik utan hvað Jón Þórir Jónsson skapaði nokkrum sinnum hættu við mark Selfyssinga í skyndisóknum. Blikarnir komu ákveðnir til leiks i síðari hálfleik, staðráðnir í að jafna leikinn. G6ð varnarbarátta Selfyss- inga undir stjórn Þórarins Ingólfs- sonar kom í veg fyrir það. Mikill darraðadans varð oft í vitateig Sel- fýssinga þegar háar sendingar Blik- anna komu fyrir markið. Þeir höfðu þó ekki heppnina með sér til að skora og mega því una við fallbar- áttuna enn um sinn. skaut föstum bolta fyrir markið og þar var Pálmi Jónsson fyrstur að átta sig og tókst að ýta knettinum inn í markið. FH-ingar fengu stuttu síðar víta- spyrnu eftir klaufalegt brot Víðis- manna í vítateig sinum. En Gísli Hreiðarsson, markvörður Víðis, gerði sér lítið fyrir og varði víta- spyrnu Guðmundar Hilmarssonar stórglæsilega. Þetta var vendipunktur í leikn- um. Víðismenn fóru að gera harða hríð að marki FH og þegar tíu mínútur voru eftir kom Heimir Karlsson, þjálfari Vfðis, sínum mönnum yfir með marki af stuttu færi. Leikurinn snýst vlð FH-ingar gáfust þó ekki upp eins og áður sagði og tókst þeim að skora tvö mörk á elleftu stundu. Baráttujaxlinn ólafur Jóhannesson jafnaði 2:2 þegar tvær mínútur voru eftir. Með mikilli ákveðni tókst honum að koma sér í gott skotfæri í teig Víðismann og sendi knöttinn glæsilega efst í fjærhornið. Sigurmarkið skoraði Kristján Gíslason á síðustu mínútu. Hann sneri af sér varnarmenn Víðis og sendi boltann neðst í bláhornið. Þannig var sigur FH í höfn en Víðis- menn sátu eftir með sárt ennið og eiga nú enga möguleika á að kom- ast upp í 1. deild. Víðismenn börðust vel lengst af í leiknum en slökuðu stundum á og það var afdrifaríkt. FH-ingar geta íeikið mun betur en þeir gerðu í þessum leik. Miðað við gang leiks- ins hefði jafntefli verið sanngjarnt FH-Víðir 3:2 (0:1) M6rk FH: Pálmi Jónsson (52.), Ólafur Jóhannesson (88.), Kristján Gfslason (90.). MBrk Víðis: Björn Vilhelmsson (35.), Heimir Karlsson (81.). Maður leiksins: Ólafur Jóhannesson, FH. Siguriur Jonsson skrifar fráSelfossi SeHoss-UBK 1 : 0 (1 : 0) Mark Solfoss: Heimir Bergsson (30. mín.). Maður leiksins: Þórarinh Ingólfsson, Selfossi. GOLF Olafur Jónsson for holu í höggi jjÞETTA var rosalegt — svona gerist ekki nema einu sinni á ævinni," sagði Ólafur Jónsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í hand- knattleik, við Morgunblaðið í gœrkvöldi skömmu eftlr að hann hafði farið holu (höggi á Öndverðarnessgolfvelli. Tíu Víkingar taka nú þátt í hinu árlega „Big^M" golf- móti, sem hófst í dag. Ólafur, sem var aðalfararstjóri lands- liðsins í handknattleik a' Spánar- mótinu, kom með liðinu til lands- ins í gær. Hann komst ekki f golf í ferðinni, en átti von á góðu gengi í mótinu. „Þetta er æðsti draumur allra kylfinga, en ég náði takmarkinu á einni erfiðustu par þrjú holu landsins og ekki skemmir það fyrir," sagði ólafur. Umrædd hola er á 6. braut og er 178 metrar. 1. DEILDKV. Fyrsti sigur Fram Framstúlkurnar unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í sum- ar er þœr stgruðu BÍ á Fram- velli í gœrkvöldi. Leikurinn end- aði 2:0 fyrir Fram. Stigin þrjú sem Fram fékk voru fyrstu stig liðsins í deildar- keppninni í sumar. Leikur botnlið- anna var vægast sagt slakur. Bar- átta Framstúlknanna var þó öllu meiri, enda uppskáru þær sigur. Fyrra mark Fram skoraði Lára Eymundsdóttir á 10. mínútu beint ur aukaspyrnu. Rétt fyrir leikhlé bætti Brynhildur Þórarinsdóttir öðru marki við fyrir Fram og fieiri urðu mörkin ekki í leiknum. 3. DEILD Grindavík tapaði! Tveir leikir yoru i 3. deild í gærkvöldi. í Sandgerði vann Reynir Grindavík 2:1, en staöan var 1:1 í hálfleik. Jóhann Jónsson og Valþór Sigþórsson gerðu mörk heimamanna, en Páll Björnsson skoraði fyrir Grindavík. Júlíus Ing- ólfsson misnotaði vítaspyrnu fymW^, gestina og Reynismenn léku 10 all- an seinni hálfleik, þar sem einum þeirra var vikið af velli. Huginn gerði góða ferð á Höfn og sigraði Sindra 2:3. Staðan í leikhléi var jöfn 1:1. Hermann Stefánsson og Þrándur Sigurðsson gerðu mörk heimamanna en fyrir Huginn skor- aði Kristján Jónsson 2 mörk og Valdimar Júlíusson eitt Ólafur Jónsson Um hekjina Um helgina verður mikið að gerast í knattspymunni. Á laugardag leika ÍR- KS i 2. deild karla kl. 14 í Laugadal. í 1. deild kvenna verða tveir leikir kl. 14. Þá leika ÍBK-ÍA i Kefiavík og KA-Stjarnan á Akureyri. Einn leikur verður í 2. deild kvenna, UBK-Þór A. mætast í Kópavogi kl. 14. Þá verða fjöimargir leikir i 3. og 4. deild. Sunnudagur Valur-Völsungur leika í 1. deiki karla kl. 19 á Hliðarenda. 1 1. deild kvenna verður einn leikur. KR-ÍBÍ spila á KR-velli kl. 14. Tveir leikir verða í 4. deild. Mánudagur Pjórir leikir verða f 1. deild karla. FYam-ÍBK á Framvelli, KA-KR á Akur- eyri, Leiftur-Víkingur á Ólafsfirði og ÍA-Þór á Akranesi. Allir leikirnir hefj- ast kl. 19. Þá verður islandsmeistaramótið í tennis á Víkingsvelli. I Síðari hálff- leikurinn for líka fram... ÞAU mistök urðu við vinnslu blaðsins í gser að síðasta hluta f rásagnar af leik Leifturs og l'BK f undanúrslltum Mjólkur- bikarkeppni KSÍ vantaði í grein- ina. Beðist er velvirðingar á „ þessu, en hér birtist niðurlagið; eins og það átti að vera: í síðari hálfleik voru Leifturs- menn mun ákveðnari en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þeir pressuðu stíft mikinn hluta hálf- leiksins að marki Keflvíkinga en sóknir þeirra runnu yfirleitt út í sandinn þegar kom að vítateignur% Það vantaði broddinn í sóknina hjá þeim og herslumuninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.