Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 2
-w MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Norrænt geðlæknaþing: Lyfjanotkun eykst mikið með aldrinum ÞINGI norrænna geðlækna, sem staðið hefur yfir f Reykjavík, lýk- ur i dag. Á þinginu hafa verið haldnir 230 fyriríestrar á yfir 40 fundum og fjalla þeir allir um þunglyndi og kviða eða mál þvi tengd. Yfir 5% íslendinga þjást af þunglyndi á hverjum tfma og um 1% þeirra fá lyf í Reykjavfk. Lyfjanotkun eykst verulega eftir þvf sem fólk eldist, en lítill munur Evrópumót í brids: íslendingar í 17. sætinu ÍSLENSKA Iiðið á Evrópumóti yngri spilara í brids var enn f 17. sæti eftir 18 umf erðir. Frakk- ar eru í ef sta sætinu en útlit er fyrir mikla baráttu f lokaum- ferðunum. Mótinu lýkur í dag. ísland tapaði 11-19 fyrir Frökk- um í 16. umferð. Að sögn Jóns Páls Sigurjónssonar fyrirliða liðsins áttu Matthías Þorvaldsson og Hrannar Eriingsson mjög góðan leik f opna salnum en það dugði ekki til sigurs enda voru Frakkarn- ir þá nýkomnir í efsta sætið á mót- inu og ætluðu ekki að láta það baráttulaust eftir. I 17. umferð tapaði ísland fyrir Ungverjalandi, 12-18 og í 18. um- ferð tapaði liðið fyrir ísrael 14-16. ísland var með 225 stig eftir 18 umferðir en í gærkvöldi spilaði íslenska liðið gegn Belgum. I dag spilar ísland við Bretland og Svíþjóð. Frakkar voru með 348 stig eftir 18 umferðir en Norðmenn áttu 332 stig og Svfar 331. ítalir voru með 229 stig í 4. sætinu. er á tfðni sjúkdómsins eftir aldri. Þetta kom fram á þíngiuu f gær og jaf nf ramt að þunglyndiskvart- anir hér á landi eru ekki breytileg- ar eftir árstfðum. Þingið hófst á miðvikudag og lýk- ur á hádegi í dag. Haldnir hafa ver- ið daglegir yfíriitsfundir í Há- skólabíói þar sem fjallað er um það helsta sem komið hefur fram, en síðdegis hafa verið í gangi margir fundir í einu á háskólalóðinni. Á yfir- litsfundinum á fimmtudag var fjallað um þunglyndissjúkdóma og um kvíðasjúkdóma í gærmorgun og það hversu algengir þeir eru. 5% fólks á Vesturiöndum þjáist af þunglyndis- og kvíðasjúkdómum á hverjum tíma og er svipað hlutfall hér á landi. Líkurnar á því að fólk fái þessa sjúk- dóma einhverntfma á ævinni eru 14% fyrir karia og 21% fyrir konur. Af þeim 5% sem haldnir eru þung- lyndis- og kvíðasjúkdómum á hverj-1. um tíma fá . 1% fuBorðinna lyf í Reykjavík. Þetta kom fram í erindi sem Tómas Helgason, geðlæknir, flutti á síðdegisfundi í gær. Hann sagði að þó lítill munur væri á tíðni þunglyndis eftir aldri þá ykist fjöldi þeirra sem fær lyf þegar komið er upp f eldri aldurshópa. Af þeim sem eru á aldrinum 20-30 ára fá 0,3% lyf við þungiyndi og 0,8% kvíðalyf, en 1,4% á aldrinum 50-60 ára fá þung- lyndislyf og 7,6% kvíðalyf. Þetta var fundið út frá athugun sem gerð var á lyfseðlum gefnum út á einum mán- uði í Reykjavík. Vetrarþunglyndi, sem svo er nefnt, virðist vera meira í Norður-Noregi en f suðurhluta landsins að því er kom fram í erindi sem norskur lækn- ir flutti á þinginu. Andrés Magnús- son, læknir, hefur borið saman tíðni á árstíðabundnu þunglyndi og komist að raun um að tfðninni hér á landi svipar meira til þess sem er í Flórída en-New York, þar sem tíðnin er mest. Högni Óskarsson kynnti at- hugun sem gerð var fjórum sinnum hérlendis á síðasta ári um hvort tíðni á þunglyndiskvörtunum væri breyti- leg eftir árstíðum, en hún reyndist vera sú sama. Alkóhólismi var eitt þeirra mál- efna sem fjallað var um á þinginu, en þó svo helmingi fleiri konur þjáist af þunglyndi er það oftar ástæðan fyrir of mikilli drykkju hjá körlum. Meðferð við þunglyndis- og kvíða- sjúkdómum var einnig rædd og bent á að einungis innan við þriðji hluti þeirra sem hafa þessa sjúkdóma fá fullnægjandi meðferð. Ástæðurnar fyrir því geta verið margar, m.a. skortur á þekkingu heilbrigðisstarfs- manna og almennings á sjúkdómun- um. Meðferð við þunglyndi felst oft- ast í lyfjagjöf eða viðtölum, sem hvorutveggja hefur reynst vel, að sögn Tómasar Helgasonar. En veru- legur hluti sjúklinga þyrfti samt á sjúkrahúsþjónustu að hatda. AP Uppseltá alla tónleika Sykurmolanna Sykurmolarnir eru nú á ferð um Bandarfkin og hefur hljómsveitin leildð á ellefu tónleikum í jafn mörgum borgum. Þessi mynd var tckin á tónJeikum hljómsveitarinnar í Cabaret Metro f Cbicago í fyrra- kvöld. Hljómplata Sykurmolanna, Life's too Good, er nú í 82. sæti á bandaríska breiðskffulistanum, á uppleið. Hafa selst af plötunui um 170.000 eiritók og seljast af henni um 7.000 eintök á dag. Tónleikaað- sókn hefur verið slík að margir hafa þurft frá að hverfa og hefur hljómsveitin bætt við einum tónleikum í Los Angeles og öðrum í Nevv York, en heldur fast við það áform að lengja ekkí tónleikaforina frá þvf sem ákveðið var í upphafi. Þegar er orðið uppselt á aukatónleik- ana, líkt og alla aðra tónleika f erðarinnar. Nafnvextir lækka síð- ar i þessum mánuði JÓN Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, sagði að loknum fundí með aðilum á fjármagnsmarkaði f gær, að nafnvextir myndu lækka eftir 20. ágúst uk. f kjölfar hjaðnandi verðbólgu. Lækkun raunvaxta myndi sfðan væntanlega sigla f kjölfarið og væri samkomulag ríkisins við viðskiptabanka um sðlu spariskírt eina skref f þá átt. Fundinn í gær sóttu fulltrúar allra þeirra aðila sem starfa með formleg- um hætti á fjármagnsmarkaðinum, m.a. Seðlabanka, viðskiptabanka, lífeyrissjóða, Húsnæðisstofnunar, verðbréfasjóða og kaupleigufyrir- tækja. A fundinum var rætt um skýrslu verðtryggingarnefndar, vaxtaþróun að undanförnu og hvernig best mætti ná þvf markmiði að lækka verðbólgu og vexti og gera lánskjör sambærileg því sem gerðist á erlendum lána- mörkuðum. Jón Sigurðsson sagði að loknum fundinum að með hliðsjón af skýrslu verðtryggingarnefndar væri form- lega fátt því til fyrirstöðu að breyta grundvelti lánskjaravfsitölu. Hann ítrekaði pó að variega þyrfti að fara f allar slíkar breytingar. Breytingar á þessu mikilvæga tæki á lánamark- aðinum mætti ekki gera breyting- anna vegna. Það mætti eingungis gera ef eitthvað betra væri í sjón- máli og samhliða víðtækari aðgerð- um. Jón taldi vel koma til greina að auka vægi gengis í verðtryggingunni til dæmis þannig að gengisvfsitala tæki við af lánskjaravísitölu í áföng- um eða yrði notuð samhliða henni. Þá væri einnig til staðar markaðs- leiðin, þ.e. að auðvelda fjármagns- flutninga milli landa. Hugsanleg sameiginleg krafa Norðurlanda til Norðurslóða: Auðveldar þjóðun- um að vernda hafið Á FUNDI utanríkismálanefndar Alþingis með samstarfsnefnd Norðurlandaráðs f alþjóðamál- um, sfðastliðinn miðvikudag, kynnti Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanrfkismálanefnd- ar, hugmyndir um hvernig Norð- uriö'ndin gætu gert kröfu til svo til alls haf svæðis á Norðurslóð- um, sem nú er fyrir utan efna- hagslögsögu rfkjanna. í samtali við Morgunblaðið sagði dr. Man- ik Talwani, sem verið hefur ráð- gjafi íslendinga f hafsbotnsmál- um, að ef það yrði gert myndi það auðvelda þjóðunum veru- lega að vernda svæðin gegn mengun. í þessari viku var haldinn f Reykjavík fundur samstarfsnefnd- ar Norðuriandaráðs f alþjóðamálum en hún fjallar um umhverfismál og önnur sameiginleg hagsmunamál Norðurlandanna f samskiptum við önnur ríki. Þar kynnti Eyjólfur Konráð Jónsson hugmynd um að Norðurlöndin nýttu sér 76. grein hafréttarsáttmálans og gerðu sam- eiginlega kröfu til hafsvæða á Norðurslóðum sem eru utan efna- hagslögsögu ríkjanna. Sagði Ey- jólfur að með þessu væri hægt að vinna markvissar að því að stöðva mengun á þessu svæði þar sem um fullveldisréttindi væri að ræða. Dr. Manik Talwani, prófessor við Houston-háskólann í Bandaríkjun- um, hefur unnið að því, fyrir ís- Morgunblaðið/KGA Eyjólfur Konráð Jónsson og dr. Manik Talwani skoða kort af Norðurslóðum. lands hönd, undanfarin sjö ár, að kanna rétt íslands til hafsbotnsins utan efhahagslögsögunnar. Morgunblaðið náði tali af dr. Talwani og spurði hann hvernig löggjöf um mál af þessu tagi væri háttað. „Alþjóða hafréttarsáttmál- inn er mjög ákveðinn varðandi það hversu stórra hafsbotnssvæða hver þjóð getur gert kröfu til," sagði dr. Talwani. „Allar þjóðir hafa rétt til að krefjast 200 mflna efnahags- lögsögu en í sumum tilvíkum ná hafsbotnssvæðin út fyrir efnahags- lögsöguna. Því voru við gerð haf- réttarsáttmálans settar reglur um það hversu langt hver þjóð getur fært út lögsögu sína út fyrir 200 mflurnar. Það sem ég hef verið að vinna að er að fínna út til hvaða svæða íslendingar geta gert krófu. Eftir að hafa komist að niðurstöðu varð- andi Reykjaneshrygginn og síðar Hatton-Rockall svæðið vaknaði sú spurning hvort ekki væri hægt að gera samsvarandi kröfur á Norður- slððum og hversu stórs svæðis væri hægt að gera kröfu til ef Norðurlöndin ynnu sameiginlega Á þessu korti af Norðurslóðum má sjá haf svæðin sem um er að ræða. Skyggðu svæðin á kortinu eru fyrir utan efnahagslögsögu ríkjanna og hefur Eyjólfur Konráð lagt til að NorðurlSndin geri sameiginlega tilkall til þeirra. Þau svæði sem merkt eru með spurningamerki er óljóst hvaða ríki á mest tilkali til. að málinu. Ég kannaði því dyptarkort yfir þetta hafsvaeði, að ósk Eyjólfs Konráðs, og reíknaði dæmið með hliðsjón af reglum hafréttarsátt- malans. í ljós kom að Norðurlöndin geta gert kröfu til Norðurslóða nánast í heild sinni. Þetta getur haft marga kosti í för með sér til dæmis varðandi náttúruauðlindir sem kunna að finnast á þessu svæði, en ekki síður vegna náttúru- verndarsjónarmiða. Ef Norðurlönd- in gerðu kröfu til alls þessa svæðis væri mun auðveldara fyrir þau að koma í veg fyrir að ýmsum úr- gangi væri komið fyrir í hafinu á Norðurslóðum." Talwani taldi mikilvægt að gerð yrði krafa til þessa svæðis sem fyrst og fagnaði þvS að Sslensk stiórnvöld hefðu haft frumkvæði að því að koma af stað umræðu um málið á vettvangi Norðurland- aráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.