Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁG.ÚST 1988 15 eldranna, ef það að annast börn sín sjálf verður ævinlega dýrasta lausn- in. Möguleiki foreldra til að gera valið milli leiða í umönnun veltur á pólitískum ákvörðunum um að hinn opinberi fjárhagslegi stuðningur við barnafjölskyldur miðist við hvert og eitt barn og þá verði það for- eldranna að ákveða hvers konar umönnun sé heppilegust fyrir það. 5. Jafnréttið og fjölskyldan Þá er komið að fimmta og síðasta þættinum í erindi mínu. Þar sé ég skýringuna á því að fjölskyldustena hefur vakið æ meiri almennan áhuga á síðustu árum. Milli fjölskyldustefnu og jafnrétt- is er rökrétt samhengi. En jafnrétt- ið og breytt staða kvenna krefst nýrrar fjölskyldustefnu. Þetta var undirstrikað í nýtti skýrslu Evrópu- ráðsins um fjölskyldustefnu. Niður- staða þeirrar skýrslu, sem Evrópu- ráðið samþykkti í maí sl., er að fjöl- skyldustefna sé árangurslaus nema hún byggist á jafnrétti karla og kvenna. Jafnréttið þýðir m.a. að menn meta og viðurkenna þá reynslu og þekkingu, sem nauðsynleg er í heimilis- og umönnunarstörfum og að sú viðurkenning sé sýnd í verki bæði innan heimilis og í atvinniilíf- inu. Vonandi er sá tími brátt á enda að sá sem vinnur krefjandi starf utan heimilis og er kona þurfi að hafa stöðugar áhyggjur af því að börnin sem hún elskar fái ekki þá umönnun, sem þau eiga rétt á, og þá festu og hamingju, sem þau gætu annars notið. Bæði karlar og konur verða að hafa raunverulegt frelsi til þess samtímis að uppfylla skyldur sínar gagnvart börnum og fjölskyldu og að velja þann lífsstíl og þá verka- skiptingu, sem þau sjálf ákveða en ekki hið opinbera. Þess vegna telj- um við að allt þjóðfélagið verði að viðurkenna samhengið milli fjöl- skyldustefnu og jafnréttis. Um þetta höfum við, konurnar í Sjálf- stæðisflokknum, kjörorð, sem rit- höfundurinn Björg Einarsdóttir hef- ur orðað svo: Einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd. HSfundw er alþingiamaður. Landakotsmál eftirOlafÖrn Arnarson Undanfarið hefur mikið fjölmiðla- fár geisað í kringum Landakots- spítala. Það upphófst með því að trúnaðarskýrslum var dreift til fjöl- miðla án þess að sá aðili sem málið helst varðaði, stjórn spítalans, fengi tækifæri til þess að koma sínum athugasemdum á framfæri. Síðan var stjórnin beðin um að halda að sér höndum á meðan reynt væri að leysa málin, en jafnvel þá var „upp- lýsingadreifingu" haldið uppi. Enn var stjórnin beðin um að draga það að skýra sín mál, uns fulltrúaráð Sjálfseignarstofnunar St. Jósefsspít- ala, Landakoti, hefði haldið fund og fjallað um samkomulag það, sem ráðherrar fjármála og heilbrigðis- mála hafa samþykkt að binda áfram- haldandi rekstur spítalans við. Landakotsspítali hefur starfað í 86 ár. Allan þennan tíma hefur hann átt í fjárhagsörðugleikum. St. Jó- sefssystur gáfust upp á rekstrinum 1976 og við tók sjálfseignarstofnun. Fagmennska ekkigagnrýnd Innlagnir á spítalann 1987 voru tæplega 6000. Auk þess sinnir spitalinn nokkur þúsund manns án innlagnar. Engin gagnrýni hefur komið fram á faglega starfsemi. í heilbrigðislögum segir að landsmenn skuli eiga kost á þeirri bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á. Greiðsla fyrir þessa þjónustu á að koma í gegnum skattakerfið og er úthlutað á fjárlögum. Ákveðnar kröfur eru gerðar til spítalans um þjónustu og hann hefur ítrekað spurt hvort þeim ætti að breyta. Fyrirmælium óbreyttan rekstur Við gerð fjárlaga eru raunhæfar áætlanir spítalans, miðað við fullan rekstur, skornar niður þannig að jafnan er fyrirsjáanlegur halli um ca. 10% á hverju ári. Spítalinn hef- ur ítrekað bent yfirvöldum á þessa staðreynd, þ.e. að ekki er samræmi milli þeirrá kraf na sem til hans eru gerðar og niðurstöður á fjárlögum. í mars 1988 skrifaði stjórn spítalans heilbrigðisráðherra bréf þar sem tilkynntur var nauðsyn- legur samdráttur ef halda ætti rekstri innan ramma fjárlaga. Þann 30. mars 1988 skrifaði heilbrigðis- ráðherra bréf þar sem segir svo: „Ráðherra ætlast til að spítalinn fresti öllum samdráttaraðgerðum í starfsemi sinni, sem leitt geti til þess að spítalinn geti ekki sinnt þeirri bráðavaktarþjónustu, sem hann hefur nú ..." Miðað við kostn- að á legudag er rekstur Landakots síst dýrari en annarra spítala og hækkanir milli ára sambærilegar. Stór hluti núverandi vanda er vaxta- kostnaður vegna þess hversu lengi hefur dregist að taka ákvarðanir í málinu. Orsök hallans er því fyrst og fremst vanreiknuð laun, ekki er ágreiningur um stöðuheimildir. Jafn- framt veldur verulegur niðurskurður á öðrum rekstargjöldum halla á þeim lið. Asakanir um ýmsar óvirðingar í rekstri spítalans sem komið hafa fram að undanförnu dylja þessar einföldu staðreyndir. Margt hefur þegar verið gert í • venjubundinni endurskoðun Ríkisendurskoðunar er bent á ýmis smávægileg atriði sem betur mættu fara. Að mörgu því hefur verið unn- ið, t.d. með því að taka upp nýjan bókhaldslykil um síðustu áramót, önnur atriði orka tvímælis, því svo virðist sem oft séu skiptar skoðanir í bókhaldsfærslu. Athugun Ríkisendurskoðunar á orsökum hallans staðfestir það sem að ofan er sagt. Skoðun á áætlana- gerð spítalans skeikar miklu enda er þar um að ræða reikningsskekkju af hálfu Ríkisendurskoðunar, sem nemur rúmlega 50 milljónum króna, og að sjálfsögðu eru því ályktanir sem dregnar eru þar af rangar. Rannsóknarstof a — vísvit- andi rangfærslur? Mikið er gert úr greiðslum til yfir- læknis deildarinnar. Misskilningur kemur fram hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun þegar talað er um „laun" yfírlæknisins í minnisblaði, sem stofnunin lét frá sér fara til fjár- málaráðherra. Ríkisendurskoðandi hefur leiðrétt þennan misskilning opinberlega. Staðreyndir eru þessar: Spítalinn greiðir yfirlækninum að- eins föst laun. Aðrar greiðslur koma frá Tryggingastofnun ríkisins sam- kvæmt samningum, sem spítalinn ' hefur ekkert með að gera, og at þeim greiðir yfirlæknirinn samtals 74% til spítalans. Þessar greiðslur standa undir 84% af öllum bók- færðum kostnaði við rekstur rann- sóknarstofnunnar og er þannig mjög hgstæður frá sjónarmiði spítalans. Það sem yfirlæknirinn heldur eftir eru ekki laun heldur dregst þar frá verulegur kostnaður. Rétt er að taka fram að sú þjónusta sem rannsókn- arstofan veitir er mjög góð. í samkomulagi ráðherranna er gert ráð fyrir breytingum á rekstri rannsóknarstofunnar. Þær breyting- ar leiða væntanlega af sér að þessar tekjur falla brott. Við það eykst kostnaður spítalans af rekstri rann- sóknarstofunnar verulega og færist á ríkisjóð. Athuganir Stefáns Ingólfssonar Stefán Ingólfsson verkfræðingur hefur gert nokkrar sérathuganir á ýmsum þáttum. Hefur Ríkisendur- skoðun því miður gert niðurstöður hans að sínutn. Á raunar við þær niðurstöður, eins og fleira það sem birt hefur verið til ófrægingar Landakotsspítala upp á síðkastið, að hefðu menn haft fyrir því að leita skýringa \ stað þess að slá fram fullyrðingum hefði mátt komast hjá ýmsum þeim missögnum sem birst hafa. Marargata 2. Stefán telur að spítalinn hafi tápað á þeim viðskipt- um. Hann gefur sér m.a. að spítalinn hafi tapað tæplega 5 milljónum króna í beinhörðum peningum vegna hugsnlegrar sölu hússins. Sú for- senda er ekki fyrir hendi og niður- staðan því röng. ennfremur reiknar Alls urðu sýnendur um 750 og I rammafjöldinn í samkeppnisdeild um 4 þúsund. Að auki voru svo í öðrum deildum um eitt þúsund rammar. Af þessari upptalningu má ljóst vera, að menn hafa víða orðið að fara fljótt yfir sögu, enda hygg ég flestum söfnurum sé orðið það Ijóst, að þeir verða að velja úr það, sem þeir vilja fyrst sjá og skoða vandlega, og láta annað sitja á hakanum. Er það og ofur skiljan- legt, því að enginn safnari kemst lengur yfir að hafa jafnmikinn áhuga á öllu sýningarefni. Vissulega var ekki að búast við, að mikið færi fyrir íslenzkum sýn- endum á FINLANDIU 88. Þeir voru kynntir sjö.í sýningarskrá. í reynd urðu þeir samt ekki nema sex, þar sem eitt sýningarefni í bókmennta- deild barst af einhverjum ástæðum ekki til sýningarinnar. í samkeppn-^ isdeild varð niðurstaða íslending- anna mjög viðunandi, enda hlaut þeim, sem sýninguna sáu og allt ,það mikla og góða efni, sem fram var borið, að vera það ljóst, að við ramman reip var að draga fyrir okkur hér úti á hjara veraldar. I Ijalti Jóhannesson fékk gyllt silfur fyrir íslenzka póststimpla 1873- 1930 , Páll H. Ásgeirsson stórt silf- ur fyrir Plugfrímerkjasafn 1928- 1945 og Jón Aðalsteinn Jónsson silfrað brons fyrir Danmörku 1870-1905 . í bókmenntadeild fékk Sigurður H. Þorsteinsson silfrað brons fyrir verðlistann íslensk frímerki 1988 og Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara brons- verðlaun fyrir tímaritið Grúsk. Að auki sýndi Hálfdan Helgason í déild dómara íslenzk bréfspjöld 1879- 1920 , en eðli málsins samkvæmt var það safn ekki dæmt til verð- launa. Á FINLANDIU 88 voru svo þrjú söfn íslenzkra frímerkja og stimpla, sem erlendir safnarar sýndu og hlutu verðlaun fyrir. Eitt þeirra var safn Ingvars Andersson í Gauta- borg, sem var hér á LÍFÍL 88 í marz síðastliðnum og hlaut þá gull- verðlaun. Það nefnist íslenzkir póststimplar fyrir 1893. Auðvitað gilda aðrar og strangari reglur á alheimssýningum, þegar dæmt er til verðlauna. Ingvar hafði bætt í safn sitt frá í marz m. a. mjög góðum og fágætum umslögum með ýmsum fallegum stimplum, enda hlaut safnið nú stórt gyllt silfur. Finninn Lars Trygg fékk gyllt silfur fyrir fallegt safn, sem nefndist Aurafrimerki 1876-1901 . Þetta safn vakti verðskuldaða athygli þeirra fáu íslendinga, sem það sáu. Er vonandi, að íslenzkir safnarar eigi þess kost að sjá það hér heima, og þá dettur mér vitaskuld fyrst í hug NORDIA 91 hér í Reykjavík sumarið 1991. Ýmsir munu kannast við Þjóðverjann Kurt Bliese. Hann sýndi Skildinga- og aurafrímerki. Þetta safn er sízt þessara íslenzku safna, enda þótt ýmsir góðir hlutir séu í því. Því voru dæmd silfruð bronsverðlaun. Dómnefnd FINLANDIU 88 fór að öllu leyti eftir nýjum dómreglum Alþjóðasambands frímerkjasafnara (FTP), en þær eru mun strangari en fyrri reglur. Mun þetta vafalaust hafa valdið vonbrigðum meðal ýmissa sýnenda, því að mörg söfn lækkuðu nokkuð í verðlaunastigan- um frá fyrri sýningum. Hins vegar hlýtur þetta að hafa í för með sér, að sýningarefni verði bæði vand- aðra og betra en ella, þegar fram líða stundir. Á hinn bóginn kemur svo aftur sú spurning, hverjir hafi í reynd efni á að keppa til verð- launa á alheimssýningum. Um þetta hafa orðið og verða örugglega lengi enn miklar umræður. Má vera, að þetta og ýmislegt annað, sem varð mér íhugunarefni á FINLANDIU 88, gefi mér tilefni til umræðu hér í þættinum, þegar fer að hausta og tfmi verður drýgri til skrifta. Ekki verður svo skilizt við þetta spjall um FINLANDIU 88, að ekki verði sagt frá spurningakeppni norrænna unglinga innan tvítugs um frímerki Norðurlanda. Raunar var sagt allrækilega frá þessari keppni hér í Mbl. 8. júní sl. Hins vegar fer vel á, að frásögn um hana birtist einnig í þessum frímerkjaþætti. Eins og margir lesendur vita, var tekin upp spurningakeppni ungl- inga um norræn frímerki á STOCK- HOLMIU 86, Kepptu þrír unglingar frá hverju Norðurlandanna — nema Færeyjum. Finnar endurtóku svo þessa keppni á FTNLANDIU 88 með svipuðu sniði, en þó breyttu þeir um aðferð. Nú fengu allar sveitir sömu spurningar, en síðan varð að velja um einn kost af fimm, sem settir voru fram, og var einn þeirra hið rétta svar. Eðlilega gat þess vegna brugðizt til beggja vona um hið rétta svar. Af hálfu íslands tóku þátt í þess- ari skemmtilegu spurningaíþrótt þeir Kjartan Þórðarson, Magnús Helgason og Valdimar Tómasson. Keppnin fór fram dagana 4. og 5. júní, og voru 20 spurningar hvorn dag. Að sjálfsögðu voru þær um hin margvíslegustu efni, og þurfti oft verulega þekkingu og eins gott . minni til þess að rata á rétta svar- ið. Fyrri daginn var eingöngu spurt um finnsk frímerki. Finnar urðu þar að vonum efstir og svöruðu öllum spurningum rétt. Hins vegar komu íslenzku unglingarnir þar verulega á óvart, þvf að þeir urðu í öðru sæti og svöruðu 19 spurningum rétt. Sá árangur var frábær og vakti verðskuldaða athygli. Því mið- ur gekk þeim ekki eins vel seinni daginn, því að þá svöfuðu þeir 13 spurningum rétt. Lentu þeir í 3.-4. sæti með Svíum með 32 stig. Hins vegar voru Svíum dæmd 3. verð- laun, þar sem þeir höfðu svarað fleiri almennum spurningum seinni daginn. Um þessa reglu má auðvit- að deila, ekki sízt þar sem íslenzku keppendurnir stóðu sig svo frábær- lega vel í þröngu sérsviði daginn áður. Finnar sigruðu í keppninni með 37 stigum og Danir urðu næst- ir með 36 stig. Norsku unglingarn- ir ráku svo lestina með 27 stigum. Þegar á allt er litið, megum við mjög vel una við frammistöðu íslenzku unglinganna og þá ekki sízt í ljósi þess, að hinir drengirnir munu flestir hafa verið valdir eftir harða keppni í heimalöndum sínum. Þessi keppni fór drengilega fram, en ekki verður því neitað, að mönn- um þótti gæta nokkurrar hlut- drægni í spurningum, og hlaut það að koma sér vel fyrir finnsku kepp- endurna. Varð ég þess greinilega var, að leiðbeinendur hinna kepp- endanna voru mjög óhressir yfir því, hversu margar spurningar vörðuðu einnig finnsk og álenzk frímerki seinni daginn, enda þótt allar 20 spurningar fyrri daginn væru úr finnskri lögsögu. Ég held þetta þurfi endurskoðunar við fyrir næstu alheimssýningu á Norður- löndum. Ólafur Örn Arnarson „Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu mis- sögnum, sem blásnar hafa verið upp til þess að gera rekstur spítal- ans tortryggilegan. Vonandi fær spítalinn nú þann rekstrargrund- voll sem ekki hefur tek- ist að skapa honum fyrr í langri sögu hans." Stefán rangt, þegar hann gleymir láni að upphæð kr. 1.900.000 sem tekið var til breytinga á húsnæðinu. Staðreyndin er sú að spítalinn og þar með ríkið munu eignast þetta hús fyrir ekki neitt, algerlega kvaða- laust á tíu árum enda var það grund- völlur þess að ekki þyrfti að leita heimilda til kaupanna. Er stjórn spítalans með öllu óskiljanlegt hvernig það má teljast ámælisvért að koma húseign ókeypis með öllu og kvaðalaust í eigu islenska ríkis- ins. Þvottahús. Spítalinn hefur rekið þvottahús í 86 ár. Útreikningar Stef- áns á hagkvæmni þess eru byggðir á misskilningi, sem auðvelt hefði verið að leiðrétta ef spítalinn hefði fengið að fara yfir skýrsluna áður en hún var gerð opinber. Sannleikur- inn er sá að þessi rekstur er hag- .kvæmur hvort seni miðað er við fyrri rekstur eða þyottahús Ríkisspítala. Styrktarsjóður Landakotsspít- ala. Ummæli Stefáns og tortryggni um styrktarsjóð spítalans eru ákaf- lega furðuleg. Styrktarsjóðurinn var stofnaður með það í huga að styrkja spítalann á allan þann hátt sem fært væri. Hann fær tekjur sínar m.a. með gjöfum frá spítalanum til sjóðsins og síðan leggja allir læknar spítalans fram 4% af tekjum sínum til sjóðsins. Mun slíkt einsdæmi í okkar heilbrigðiskerfi. Sjóðurinn hefur lagt til spltalans samtals um 35—40 milljónir króna og svo sann- arlega ekki verið neinn baggi á rekstrinum. Þvert á móti hefur spítalinn ávallt skuldað sjóðnum fé. í skipulagsskrá hefur það ákvæði verið alla tíð að verði sjóðurinn lagð- ur niður muni eigur hans renna til spítalans og þar með ríkisins. Kaupleigusamningar. Spyrja má hvort óeðlilegt sé að fyrirtæki sem veltir yfir 900 milljónum króna ári geri kaupleigusamninga að upphæð 28 milljónir króna, sem greiðast á 4—5 árum til þess að leysá bráð- nauðsynleg verkefni. Hér er m.a. um tölvukaup að ræða sem gera spítaianum mögulegt að veita yfir- völdum nauðsynlegar upplýsingar um starfsemina. Hér hefur aðeins verið stiklað á stærstu missögnum, sem blásnar hafa verið upp til þess að gera rekst- ur spítalans tortryggilegan. Vonandi fær spítalinn nú þann rekstrar- grundvöll sem ekki hefur tekist að skapa honum fyrr í langri sögu hans. Það er skilyrði fyrir því að starfs- friður fáist og spítalinn geti gegnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu al- mennings í þessu landi. Höfundur er yfirlæknir á Landa- koti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.