Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 í i J Minning: Einar Björnsson -Litlalandi [SflMBO] Fæddur 9. september 1887 Dáinn 8. ágúst 1988 Einar Bjömsson frá Laxnesi, síðar að Litlalandi, lést í Reykja- lundi mánudaginn 8. ágúst nær hundrað og eins árs að aldri. Með Einari er genginn einn merkasti bóndi héraðsins. Hann fæddist í Laxnesi í Mosfellssveit en ólst upp á næsta bæ, Norður- gröf á Kjalameshreppi. Einar bjó síðan í Mosfellssveitinni allan sinn aldur á jörðunum Lambhaga, Skeggjastöðum og í Laxnesi en við þann bæ var hann jafnan kenndur. í byijun stríðsins brá hann búi og stundaði eftir það ýmis störf, en ávallt stundaði hann tamningar svo sem hann hafði reyndar gert frá blautu bamsbeini. Einar var maður vinsæll og víðkunnur og hafa þættir úr lífi hans þótt ærið merkilegir og birst í ýmsum blöðum og tímaritum t.d. „Hestinum okkar“. Einar var gæfumaður í lífínu, eignaðist væna kona og lífsföru- naut en það var Helga Magnús- dóttir ljósmóðir. Þau eignuðust tvö böm, Magnús kennara og Margr- éti starfsstúlku hjá pósti og síma. Ennfremur ólu þau upp einn fóst- urson, Aðalstein Halldórsson. Hvort systkinanna eignaðist 5 böm og em þau og börnin hið mesta atgervisfólk, vel gefin og vinsæl. Einar hafði aldrei mjög stórt bú en notadrjúgt og gagnsamt enda var hlúð að hverri skepnu svo góð- ar afurðir skiluðu sér til sölu á markað. Á yngri ámm var Einar í fremstu röð íþróttamanna og var einkum snjall glímumaður. Tíu ára eignaðist hann sinn fyrsta hest og hann átti hesta ávallt síðan eða þar til hann hætti að fara á hest- bak um 95 ára aldurinn. Hann var svo lánsamur að vera andlega hress allt sitt líf, allt fram á síðustu Menn telja að Einar hafi verið einn af þeim fáu sem var orðinn þjóðsagnapersóna í lifanda lífí, en það undraði engan sem til þekkti. Hann sagðist sjálfur aldrei hafa hitt annað en gott fólk á sínum lífsferli. Sagði sem svo að kannske hefðu menn verið eitthvað misjafn- ir en „þeir sem vom eitthvað gall- aðir þeim kynntist ég aldrei,“ sagði hann við blaðamann þegar hann varð níræður. í öllu því sem Einar tók sér fyrir hendur var hann ákveðinn og fylginn sér og sagt var hér fyrr á ámm að það þætti hentugt og gott veganesti fyrir frambjóðendur að eiga stuðning og fylgi Einars á Litlalandi. Æviferill Einars er þegar skráð- ur við ýmis tækifæri eins og áður er getið og því litlu við að bæta öðm en þökk fyrir samfylgdina frá okkur samferðamönnum fyrir þau nær eitt hundrað ár sem hann var þátttakandi í lífí og starfí fólksins í sveitinni, og vel mundi hann tvær kynslóðir. Hann var öragglega sá íbúi sveitarfélagsins sem lengst í samfleytt, hefír verið skráður í bækur hreppsins, enda elstur allra núlifandi manna hér í sveit er hann lést. Þessi fáu og fátæklegu kveðju- orð verða ekki lengri, enda var Einar ekki gefínn fyrir hávært hól í lifanda lífí og fannst á stundum næsta lítið til um slíkt tal. Með vinsemd og þökk stöndum- við nú vinir og kunningjar yfír moldum þessa aldraða íslenska höfðingja og óskum honum góðrar ferðar yfír móðuna miklu. Hann beið brottfararinnar í ró og æðm- leysi og trúði því staðfastlega að famir ástvinir biðu hans. Einari var margvíslegur sómi sýndur á efri ámm og var m.a. heiðursfélagi Hestamannafélags- ins Harðar í Kjósarsýslu. Aðstandendum Einars er vottuð samúð við fráfall hans. Jón M. Guðmundsson, Reykjum Kveðjuorð: • 00 Steingrímur Orn Steingrímsson Fæddur 2. maí 1970 Dáinn 1. ágúst 1988 Þann 9. ágúst fylgdum við ást- kæmm vini og skólafélaga okkar til grafar. Okkur langar með þess- um fáu orðum að kveðja í hinsta sinn vin okkar, Steingrím Öm eða Steina eins og við kölluðum hann alltaf. Við kynntumst Steina okkar fyrst þegar hann hóf göngu sína í 8. bekk Austurbæjarskóla. Með okkur tókst fljótt góður vinskapur enda hefði annað verið einkennilegt vegna skapferlis Steina. Hann var svo opinskár, einlægur og blíður. Það er okkur minnisstætt þegar við gengum í gegnum erfíðleika ungl- ingsáranna saman, hvemig Steina, sem átti stundum erfiðara en við, tókst ávallt að rífa okkur upp úr dapurlegum hugsunum með glað- værð og skilningi. En þrátt fyrir að Steini væri dagfarsprúður dreng- ur bjó hann yfír miklu skapi sem honum tókst listilega vel að hemja. Ef það kom fyrir að hömlurnar bmstu var ætíð stutt í blíða brosið hans. Á þessu skemmtilega skóla- ári brölluðum við Steini ýmislegt saman. Oft á dimmum vetrarkvöld- um sátum við saman og ræddum málefni líðandi stundar. Það ein- kenndi Steina hversu vel hann tal- aði um vini sína og fjölskyldu. Þó bar mest á hve vel hann lét af bróð- ur sínum sem hann leit mjög upp til. Viljum við um leið votta honum dýpstu samúð. Næsta skólaári fengum við því miður ekki að deila með Steina. Hann fluttist til Neskaupstaðar. Þó héldum við sambandi eftir fremsta megni. Steini leit alltaf inn þegar hann var í Reykjavík og dvaldist hjá ömmu sinni. Með bros á vör hugsum við til þeirra yndislegu stunda sem við eyddum með Steina. Það er sorg- legt til þess að hugsa að andlit hans er nú aðeins til í hugum okk- ar og hjörtum. Steini okkar hefur gengið veginn á enda. Við biðjum Drottin að styrkja og varðveita fjölskyldu hans um leið og við vottum þeim alla samúð okk- ar. Bára, Sif og Berglind dagana sem hann lifði og fótavist hafði hann einnig nema í veikind- um sínum tvær síðustu vikumar. Tamningar vom sérgrein Einars en einkum lét honum vel að taka ólma og illviðráðanlega hesta til lagfæringar eins og það var kall- að. Þá kom honum að góðu gagni lipurð, kraftar og mýkt glímu- mannsins. Einar var viljasterkur maður og harðgreindur sem hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum en var ekki alltaf tilbú- inn að ræða þær við hvem sem var. Vandur var hann að virðingu sinni og gætinn í orðum en gaf ekki kost á sér til mannaforráða enda þótt á stundum væri eftir því leitað. Skaphöfn Einars var ólgandi sterk á alvömstundum og í glað- værðinni en dillandi hlátur hans var einstakur og óvenjulegur og hreif alla með. Glettni var snar þáttur í daglegu lífí hans og í glöðum hópi var hann hrókur alls fagnaðar. Á seinni ámm hóaði hann hinum mörgu vinum sínum saman á stóraf- mælum, þá komu margir og þá var sungið og dansað fram eftir nóttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.