Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
fnmc0ttvMáStíb
Útgefandi
Fra m k væmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fróttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson. -
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Martröð
húsnæðiskerfisins
Miklar vonir voru bundnar
við nýja húsnæðiskerfíð
sem kom til framkvæmda í
september 1986 eftir að náðst
hafði samkomulag um breytta
skipan húsnæðismála í kjara-
samningum í febrúar fyrr á
sama ári. Lána átti allt að 70%
af íbúðarverði til 40 ára á
breytilegum vöxtum, sem
hingað til hafa verið 3,5%
raunvextir. Nýja húsnæðis-
kerfið átti að fjármagna með
skuldabréfakaupum lífeyris-
sjóða.
Strax í upphafi sáust hættu-
merki á lofti. Nefnd sem vann
að tillögum um húsnæðismál
í kjölfar febrúarsamninganna
1986 benti á að ef „mismunur-
inn á vöxtum og á teknum
lánum og veittum hjá Bygg-
ingarsjóði ríkisins [verður]
meiri en 2-3% til lengdar, mun
lánakerfið sligast," þar sem
ríkissjóður þurfti að greiða
mismuninn. Síðan segir í áliti
nefndarinnar: „Þannig sýna
dæmi, sem tekin hafa verið
' um 5-6% vaxtamun til langs
tíma, að slík niðurgreiðsla
krefðist sífellt meiri ríkisfram-
laga og lántöku hjá lífeyris-
sjóðum. Þetta gæti aðeins
staðið mjög skamma hríð og
hlyti að kalla á gagngera end-
urskoðun þessara mála og
breytingu á lögum."
Nú þegar tveggja ára
reynsla er komin á nýja hús-
næðiskerfið sést glögglega að
eitthvað mjög alvarlegt er að.
Félagsmálaráðherra sagði á
Alþingi í vetur að ef ekkert
yrði að gert myndi Byggingar-
sjóður fara að ganga á eigið
fé innan nokkurra ára og fljót-
lega verða gjaldþrota.
Vegna hinna niðurgreiddu
vaxta á húsnæðislánum hefur
eftirspurnin eftir þeim verið
gríðarleg. í mars á síðasta ári
þurfti Húsnæðisstofnun að
hætta að senda út lánsloforð
þar sem það fjármagn sem hún
hafði til ráðstöfunar var ein-
faldlega á þrotum. Útsending
lánsloforða hófst síðan í byrjun
þessa árs. Á þeim mánuðum
sem liðu frá því að kerfinu var
lokað og þar til það var opnað
á ný bárust Húsnæðisstofnun
5800 lánsumsóknir og ekkert
lát virðist vera þar á. fhverjum
mánuði berast um 430 Iánsum-
sóknir til viðbótar en útsend
lánsloforð eru um 250. Biðröð-
in eftir húsnæðislánum heldur
því áfram að lengjast. Biðtími
eftir lánum hefur hingað til
verið um tvö ár en nú stefnir
í það að hann verði 3-4 ár.
Sá hópur sem á hvað erfið-
ast uppdráttar í þessu kerfi
er unga fólkið sem er að fara
eignast sitt fyrsta húsnæði. Á
meðan beðið er eftir hús-
næðisláni verður það oftast að
leita á náðir leigumarkaðarins.
Slíkt væri kannski hægt að
þola í skamman tíma en ekki
í 3-4 ár eins og staðan á leigu-
markaðinum er í dag. Framboð
á leiguhúsnæði er mjög tak-
markað og það sem er til stað-
ar e'r dýrt og erfitt að fá til
lengri tíma. 25.000 til 35.000
krónur í leigu á mánuði fyrir
litla íbúð er fremur regla en
undantekning. Hvernig á fólk
með meðaltekjur, sem greiðir
fyrrnefndar upphæðir, eða enn
hærri, í leigu á hverjum mán-
uði, að leggja fyrir fé til íbúð-
arkaupa?
Þetta kerfi hefur "haft
hörmulegar afleiðingar í för
með sér fyrir fjölda fjöl-
skyldna. í örvæntingu sinni
selur þetta fólk oft lánsloforð
sín með miklum afföllum og
fjármagnar það sem upp á
vantar með dýrum skamm-
tímalánum. Slíkt gerir því enn
erfiðara fyrir að standa í skil-
um með skuldbindingar sínar.
Talið er að sá hópur sem lent
hefur í alvarlegum erfiðleikum
vegna húsnæðiskaupa telji vel
á annað þúsund fjölskyldur.
Sundraðar fjölskyldur eða fjöl-
skyldur í of þröngu, ófullnægj-
andi og jafnvel h'eilsuspillandi
húsnæði skipta síðan hundruð-
um.
Rétturinn til húsnæðis er
eitt brýnasta mannréttindamál
okkar tíma ekkert síður mikil-
vægara en rétturinn til atvinnu
og menntunar. Það á að vera
eitt af helstu forgangsverkefn-
um stjórnvalda að búa fólki
þannig í haginn að það geti
notið þessara mannréttinda
með eðlilegri fyrirhöfh. Það er
ekki hægt í dag.
Eins og hið nýja kerfi var
kynnt á sínum tíma leit það
mjög vel út. Ef ástandið er
hins vegar skoðað í ljósi reynsl-
unnar sést að það hefur ekk-
ert batnað frá því sem var.
Opinber heimsókn Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra 1
$%ÆWi0PfflSl¥Ml&&§BBKHSt
-. ¦ ¦ •¦ : .
Morgunblaðið/RAX
Frá athöfninni f þjóðkirkjugarðinum i Arlington. Þar lagði Þorsteinn Pálsson forsætísráðherra blómsveig
að minnismerki óþekkta hermannsins. Þá voru þjóðsöngvar íslahds og Bandaríkjanna leiknir og hleypt var
af 19 fallbyssuskotum til heiðurs forsætisráðherra.
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í Bandaríkjunum:
Lagði krans að minn-
isvarða óþekkta her-
mannsins í Arlington
Heimsótti eina stærstu flotastöð heims
Wanhingtoii. Frá Ola Birni Kárasyni, fréttaritara Morininblaðsiiis.
ÞORSTEINN Pálsson, forsœtis-
ráðherra, lagði krans að minnis-
varða óþekkta hermannsins í
Arlington, þjóðkirkjugarði
Bandaríkjanna, i gærmorgun.
Við athöfnina voru þjóðsöngvar
íslands og Bandarikjanna Ieikn-
ir. Síðar um daginn var flogið í
forsetaflugvél, sem er sú flugvél
sem George Bush, varaforseti
Bandaríkjanna, notar, til Nor-
folk, en þar er ein stærsta flota-
stöð heims. Þar skoðaði forsætis-
ráðherra USS Theodore Roose-
velt, nýjasta flugmóðurskip.
Bandarikjaflota.
Athöfnin í Arlington hófst með
því að gengið var fram hjá fána-
Um borðí USS Theodore Roosevelt
Forsætisráðherra skoðaði nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjaflota í
gær þegar hann heimsótti flotastöðina í Norfolk. USS Theodore
Roosevelt var tekið í notkun í óktóber 1986. Skipið er kjarnorkuknú-
ið og eru skipverjar rúmlega 6200 talsins. Tvær sjónvarpsstöðvar
og útvarpsstöðvar eru um borð, körfuboltalið, leik- og afþreyingar-
salir. Skipherra er Dayton W. Ritt og tók hann á móti forsætisráð-
herra og fylgdarliði hans.Á neðri myndinni tekur forsætísráðherra
við bók sem Dayton W. Ritt færði honum að gjöf. Lengst til hægri
er Lee Bagget, yfirmaður flotastöðvarinnar í Norfolk, en við hlið
hans stendur Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi.
b°rg. °g var gengið með íslenska
fánann á eftir forsætisráðherra.
Síðan voru leiknir þjóðsöngvar land-
anna og lagður krans á minnis-
merki óþekkta hermannsins. Þá var
einnig skoðað safn í kirkjugarðin-
um. 19 fallbyssuskotum var hleypt
af til heiðurs forsætisráðherra.
Frá þjóðkirkjugarðinum var ekið
til Ardrew's-herflugvallarins og
flogið til Norfolk, þar sem Banda-
ríkjafloti hefur eina stærstu flota-
stöð í heimi. Lee Baggett, flotafor-
ingi ingi og yfírmaður flotastöðvar-
innar, tók á móti forsætisráðherra
og fylgdarliði hans. Þeir áttu síðan
fund saman þar sem rædd voru
öryggis- og varnarmál, sérstaklega
á Atlantshafi. Eftir það var farið
um borð í nýjasta flugmóðurskip
Bandaríkjanna, USS Theodore Ro-
osevelt, sem er kjarnorkuknúið. Þar
var snæddur hádegisverður og skip-
ið. skoðað. Að því loknu var farið
aftur til Washington.
Opinberri heimsókn Þorsteins
Pálssonar til Bandarfkjanna lýkur
í dag, laugardag.
Eftír að minningarathöfninni lauk
George Bush, varaforsetí Bandaríl
Þorsteins Pálssonar, Þorsteinn, N;
á íslandi, Ingvi Ingvarsson, sendihei