Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐH)
IÞRÓTTIR
LAUGARDAGUR 13. AGUST 1988
-f
FRJALSAR
Lewis
á 19,82
sekúndum
Carl Lewis náði þriðja bezta
tíma frá upphafi í 200 metra
hlaupi á frjálsíþróttamótinu í Sestri-
ere á ítalíu. Hann náði tímanum
19,82 sek og var meðvindur innan
löglegra marka. Bezti árangur Lew-
is í 200 metra hlaupi er 19,75_sek
en heimsmetið, 19,72 sek, setti ítal-
inn Pietro Mennea árið 1979.
Lewis keppti ekki í 100 m hlaupinu
en þar varð heimsmethafinn Ben
Johnson öruggur sigurvegari. Hann
hljóp á tímanum 9,98 sek, sem er
góður árangur miðað við að mót-
vindur var. Joe DeLoach varð annar
á 10,11 sek.
Roger Kingdom náði öðrum bezta
tíma frá upphafi í 110 m grinda-
hlaupi á mótinu. Hann hljóp á 12,97
sek en heimsmetið, 12,93 sek, setti
Renaldo Nehemiah fyrir sjö árum.
MARAÞON
Maraþonið
um næstu helgi
Reykjavíkurmaraþon fer fram í
fimmta skipti sunnudaginn
21.ágúst. Boðið er upp á þrjár vega-
lengdir, maraþonhlaup, hálfmara-
þon og 7 km hlaup.
Þeir, sem hyggjast taka þátt,
eiga að skrá sig í hlaupið fyrir 15.
ágúst. Eftir þann tíma tvöfaldast
gjald til skráningar. Skráning fer
fram hjá Ferðaskrifstofunni Úrval.
ROÐUR
Islenzkur róðrarkappi gerir
það gott í Bandaríkjunum
ÍSLENZKUR námsmaður í
Bandarflcjunum, Jón Magnús
Jónsson, hefur gert það gott
á háskólamótum í kappróðri
þar í landi. Hann náði til dœm-
is þeim árangri að verða í
þriðja sæti í flokki ferœringa
með stýrimanni, með liði sínu
frá Madison Wisconsin há-
skólanum á sterku móti í
Syracuse í New York fylki en
þar kepptu lið alls staðar að
úr Bandaríkjunum.
Amótinu í Syracuse, sem
fram fór í júní, kepptu lið
frá tæplega 30 háskólum og 12
í flokki Jóns og félaga. Miami frá
Flórída sigraði en Brown frá
Rhode Island varð í öðru sæti.
Jóni og félögum frá Madison Wis-
consin tókst síðan að tryggja sér
þriðja sætið eftir harða baráttu
við Loyla frá Kalíforníu.
Jón og félagar hans hafa einn-
ig gert það gott á öðrum mótum.
Þeir unnu til dæmis sigur S há-
skólakeppni í Miðríkjum Banda-
ríkjanna 'apríl.
Jón fór að æfa róður eiginlega
fyrir tilviljun. „Ég fór til náms í
landbúnaðardeildinni í Madison
Wisconsin síðasta haust og þekkti
þar engan til að byrja með. Síðan
rakst ég á róðrarkappa á æfingu
i ¦
Llð háskólans í Madlson Wlsconsln í flokki feræringa með stýrimanni. Jón Magnús Jónsson er lengst til
hægri.
fyrir tilviljun, heillaðist af íþrótt-
inni og þeir drifu mig með, þrátt
fyrir að ég kynni þá ekkert í
íþróttinni. Eftir það fór ég að æfa
og eftir erfiðar æfingar og bar-
áttu tókst mér að komast í skóla-
liðið í mínum flokki", sagði Jón í
samtali við Morgunblaðið en hann
er staddur hér á landi í sumar.
Jón segir að róður njóti vax-
andi vinsælda sem íþróttagrein í
Bandaríkjunum. Keppnismenn f
róðri þurfa að vera í geysilega
góðu úthaldsformi og stundaði
Jón æfingar í tvo til þrjá tíma á
dag sex sinnum í viku. „En það
er þess virði og ég ætla að halda
ótrauður áfram", sagði Jón.
Km
TILBOÐ VEGIVIA SJOTJOIMA
Coleman fellihýsi
verða seldmeð umtalsverðum afslætti
Opið virka daga kl. 10-18.
Sölusýning laugardag kl. 10-16. Bjóðum einnig'.
Fortjöld fyrir Coiumbia.
Gardinurfyrirrúm.
Hjólkoppa.
Ábreiður fyrir gaskúta.
Ábreiður fýrir grill
Griltteina.
Samalágaverðið:
Örfá IVIurry reiðhjól 20",
ýmsargerðir.
Qrf á grill óseld.
Síðasti opnunardagur xr^ipibijrRR
laugardagur 20. ágúst VUI ^Kur öö
Skeifan 3G símar 686204 og 686337.
FráJóni
Halldóri
Garðarssyni
ÍÞýskalandi
uðu fyrir
¦ VESTUR-Þjóðveriar und-
irbúa sig nú af krafti fyrir HM-
leikinn í knattspyrnu gegn Finn-
landi í lok mánaðarins. Liðið sigr-
aði vestur-þýska
ólympíuliðið 4:3 ný-
lega. Mill, Eck-
stein, Littbarski og
Klinsmann skor-
A-liðið en mörk
ólympíuliðsins gerðu Bayern-
leikmaðurinn Reuter 2 og Hörster
1.
¦ GUNNAS Sauer, varnarmað-
urinn snjalli hjá Werder Bremen,
meiddist í leiknum við ólympíuliðið.
Ekki er vitað hve slæm meiðslin
eru, en hann tognaði á fæti. Ekki
er víst að hann geti verið með í
leiknum gegn Finnum, en Becken-
bauer hafði lýst því yfir að hann
myndi byggja á Sauer, þar sem
Matthias Herget hefur verið
meiddur síðan í Evrópukeppninni.
¦ OTTO Rehagel þjálfari
Werder Bremen varð fimmtugur
áþriðjudaginn.
¦ LAJOS Detarí og félagar í
gríska liðinu Olympiakos Pir&us
tóku á móti vestur-þýska liðinu
Bayer Leverkusen í vináttuleik í
Aþenu í vikunni. Leikurinn fór 1:0
fyrir Grikkina og lagði Detari upp
markið, en var slakur að öðru leyti.
Samið var um þennan leik þegar
Detari var seldur frá Leverkusen
til griska liðsins fyrir 22 milljónir
marka; andvirði um 550 milljóna
fsl. króna, á sl. sumri.
¦ CHELSEA hefur keypt varn-
armanninn eitilharða Graham Ro-
berts frá Glasgow Rangers fyrir
470.000 pund. Rangers keypti
hann fyrir 450.000 í desember
1986, en eftir rifrildi við Souness,
stjóra Rangers í fyrravetur, til-
kynnti stjórinn að Roberts léki
ekki framar fyrir félagið.