Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Konur og fjölskyldan eftír Ragnhildi Helgadóttur Hér fer á eftir erindi flutt fyrir hönd sjálfstæðiskvenna hinn 2. ágúst sl. á kvennaráð- stef nunni í Olsó á sameiginlegum fundi kvennasamtaka Sjálfstæð- isflokksins og þeirra flokka á Norðurlöndum, sem honum eru likastir og hann hefur á ýmsum vettvangi átt samstarf við undan- farna tvo áratugi. R.H. Mér er ánægja að fá tækifæri til þess að taka þátt í ráðstefnu „hægri" kvenna á Norðurlöndum um efnið „Konur og fjölskyldan". Enn meira gleðiefni er, að fundur- inn er haldinn í hinum fagra og gamla sumarskrýdda Noregi. Erindi mitt fjallar um fjölskyldu- stefnu Sjálfstæðisflokksins Islenska í nokkrum höfuðdráttum, sem reyndar eru að mestu sama eðlis og aðalatriðin f fjölskyldustefnu hinna norrænu flokkanna, sem standa að þessari ráðstefnu. Þeir eru: Samlingspartiet í Finnlandi, Moderata samlingspartiet í Svíþjóð, Det Konservative Folkeparti í Dan- mörku og Hoyre í Noregi. Einstakir þættir í stefnunni verða ítarlega ræddir síðar í dag, eftir að ráðstefnugestir hafa skipt sér í umræðuhópa. Ég mun m.a. ræða samhengið milli jafnréttis og fjölskyldustefnu og hve nauðsynlegt það er að leggja sjónarmið fjölskyldustefnunnar til grundvallar mörgum pólitískum ákvörðunum. Aðalumræðuefni ráðstefnunnar byggist á hugsjón jafnframt því sem það tekur mið af veruleika samtím- ans. Efnisval undirbúningsnefndar- innar sýnir raunsætt mat á stöðu kvenna- og fjölskyldu í dag um leið og það dregur fram grundvöllinn í þeirri lífssýn, sem einkennir stefnu lýðræðislegu hægri fiokkanna á Norðurlöndum. Þessi grundvöllur er orðaður með mismunandi hætti í stefhuskrám flokkanna, en aðal- hugmyndirnar eru fimm: 1. Fjölskyldan sem grunneining þjóðfélagsins. 2. Heimilið sem rammi hennar, samastaður og kjölfesta. 3. Hjónaband, eða samband sem jafna má til þess, sem grundvöll- ur fjölskyldunnar. 4. Höfuðábyrgð foreldra sjálfra á uppeldi barna og réttur foreldra til að sú ábyrgð sé virt. 5. Jafnrétti karla og kvenna innan og utan heimilis. Við fyrstu sýn virðast þessi 5 atriði sjálfsagðir hlutir, en um þess- ar hugmyndir má segja hið sama og um frelsið og ástina — þær þurfa stuðning og hljómgrunn til að blómstra. 1. Fjölskyldan grunneining Ragnhildur Helgadóttir Varla dregur nokkur í efa, að fjölskyldan sé grunneining þjóð- félagsins. Þetta er ekki siðferðisleg kennisetning heldur aðeins ein af staðreyndum lífsins. Það eru mann- réttindi, að menn viðurkenni þessa staðreynd. Þess vegna er þessa setningu ekki aðeins að finna í stefnuskrám margra stjórnmála- fiokka, heldur stendur hún í Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir í 16. gr. 3. málsgrein: „Fjölskyldan er f eðli sínu frumeining þjóðfélagsins, og ber þjóðfélagi og ríki að vernda hans." Margir stjórnmálaflokkar eru sammála um þetta, en stjórnmála- ágreiningur getur orðið um það, að hve miklu leyti og með hvaða hætti þjóðfélag og ríki eiga að uppfylla þessa skyldu. 2. Heímilið Af hverju lítum við á heimilið sem hornstein? Það er af því að þar telj- um við hinn eðlilega og æskilega uppeldisstað barna. Þess vegna telj- um við skólana, dagheimilin og frístundaheimilin vera heimiium til hjálpar en ekki koma í þeirra stað. „ Vonandi er sá tími brátt á enda að sá sem vinnur krefjandi starf utan heimilis og er kona þurfi að hafa stöð- ugar áhyggjur af því að börnin sem hún elsk- ar fái ekki þá umönnun, sem þau eiga rétt á, og þá festu og- hamingju, sem þau gætu annars notið." Það er ljóst að heimilið myndar þann jarðveg, sem gefur fjölskyld- unni og samkennd hennar kraft og næringu og þar fær innbyrðis vænt- umþykja hennar framrás í daglegu lífi. Það er út frá þessu mati verð- mæta sem stjórnarskrár Norður- landa friðlýsa heimilin. Spyrja má hvort ekki sé ástæða til að draga þær stjórnarskrárgreinar oftar fram og nota þær meira í hvers- dagslífinu. Slíkar bollaleggingar heyra þó fremur undir grenndarrétt („nærmilJ0"), sem aðrar konur munu fjalla nánar um hér í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnu sinni ætíð lagt áherslu á að fjölskyldan eigi sjálf sitt húsnæði. Sú skipan er sfðan vitaskuld háð efnahagsstefnunni, peningamála- stefnunni og skattastefnunni. Það minnir okkur á hve margar hliðar stjórnmálanna hafa áhrif á fjöl- skyldulíf. 3. Sambúðarf orm Sjálfstæðisflokkurinn fslenski hefur löngum talið hjónaband það sambýlisform, sem veitir fjölskyld- unni mesta festu. Þess vegna teljum við í Sjálfstæðisflokknum, að lög- gjöfin eigi að styðja hjónabandið og að minnsta kosti ekki í minna mæli en önnur sambúðarform. Komi það m.a. fram í löggjöf um skatta og um tryggingar svo og í framkvæmd ýmiss konar félags- legrar aðstoðar. Auðvitað verður að virða óskir þeirra, sem heldur kjósa annað sam- búðarform, þ.e.a.s. óvígða sambúð, og margur býr af ýmsum ástæðum einn með börnum sfnum. Þó að aðstaða þessara fjölskyldna sé ólík teljum við nauðsynlegt, að þjóð- félagið — ríki og aðrir opinberir aðilar — stuðli að því svo sem verða má, að öll börn fái sömu tækifæri. Það er hagur barnsins, sem á að vera í fyrirrúmi. Á sfðustu tveim áratugum hafa verið gerðar merkjar skýrslur um stöðu hjónabandsins, bæði samnor- rænar skýrslur og á vegum ein- stakra Norðurlandaríkja. Hafa þær leitt til margra lagabreytinga. Hin óvígða sambúð hefur fengið geysi- inikla umfjöllun og margir rætt aðgerðir til að veita henni réttar- áhrif hjúskapar. En nú er svo að sjá sem hjónabandið komist meir í tísku á nýjan leik og unga fólkið sjái að leiðin til að veita sambúð- inni æskileg réttaráhrif er einfald- lega að gifta sig. Samt eru blikur á lofti, þvf að á síðustu árum hafa 30% hjónabanda f Vestur-Evrópu farið út um þúfur og á Norðurlönd- um 50%. Miklu skiptir að barns- fæðingar eru á sfðustu tveimur árum og sérstaklega á síðasta ári fleiri en mannfjöldaspár gerðu ráð fyrir. Það sem að ofan er rætt um hjónabönd og barnsfæðingar gerir það enn nauðsynlegra að skynsam- legri og mannúðlegri fjölskyldu- stefnu sé fylgt við pólitískar ákvarð- anir. 4. Foreldrar og börn Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að það eru foreldrarnir sjálfir, sem bera höfuðábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna, og hið opinbera á með ýmsu móti að styðja foreldrana til að geta gegnt þessu ábyrgðarhlutverki sínu. Þeir eiga að hafa rétt og möguleika til að hafa samstarf við skólann og áhrif á aðferðir hans og innihald kennslu, þegar þeirra eigin börn eiga í hlut. Þetta leiðir m.a. af því, sem ég nefndi í 1. tölulið, þ.e. að fjölskyld- an hefur sem grunneining þjóð- félagsins rétt til stuðnings og verndar. Mikilvæg aðferð til að veita þann stuðning er að sjá um að foreldrarnir eigi kost á því að gegna uppeldisskyldu sinni á þann hátt sem þeir telja sjálfir að barninu sé hollast. Þetta er og í samræmi við grundvallarréttindi barnsins. Útivinnandi foreldrar ættu að eiga fleiri kosta völ en að senda börn sín til gæslu í stofnunum hins opinbera, er bjóða niðurgreidda vist, sem aðrir eiga ekki kost á. Enn er alllöng leið að því marki að við getum talað um raunverulegt val- frelsi foreldra þegar umönnun er annars vegar. Það verður fyrst þeg- ar hinir ýmsu kostir eru fjárhags- lega sambærilegir, bæði á opin- berum stofnunum eða í höndum einkaaðila innan eða utan heimilis barnsins. Við getum ekki heldur talað um raunverulegt valfrelsi for- FINLANDIA 88 Frímerkl Jón Aðalsteinn Jónsson Forsjármaður þessa frímerkja- þáttar í Mbl. hefur tekið sér smáhvíld frá skrifum um frímerki og annað þeim skylt, enda mun satt bezt að segja tæplega mikill tími hjá frímerkjasöfnurum til að sinna þessu tómstundagamni sfnu um hásumarið. Hins vegar hef ég orðið þess var á liðnum vikum, að spurzt hefur verið fyrir um þessa þætti og þá einkum, hvort ekki verði sagt eitthvað frá síðustu al- heimsfrímerkjasýningunni, FIN- LANDIU 88, sem haldin var í Hels- inki í Finnlandi dagajia 1.-12. júní sl. Segja má og, að engum sé það skyldara en mér, þar sem ég var umboðsmaður sýningarinnar hér á landi. Vissulega var greint allræki- lega frá henni og undirbúningi hennar hér $ blaðinu f þætti 30. aprfl sl, og það muna vafalaust einhverjir. Hins vegar er þessi sýn- ing nú að baki, svo að auðveldara er að segja nákvæmlega frá henni að þessu sinni. Raunar sendi ég nokkra fréttapistla heim, meðan ég dvaldist f Helsinki, en vitaskuld má búast við, að þeir hafi farið fram hjá einhverjum. Þess vegna er nú rétt að birta nokkuð heillega frá- sögn frá FINLANDIU 88 og hinu helzta, sem þar mátti sjá. Eins og venjulega verður samt að segja frá. flestu í sem stytztu máli og stikla á mörgu, þar sem hér var bæði margt og mikið að skoða. í fyrrgreindum þætti í apríllok var sagt allrækilega frá undirbún- ingi undir FINLANDIU 88 og vænt- anlegri þátttöku fslenzkra safnara í sýningunni. Verður að vísa~ til þess, sem segir um þetta í téðum þætti. FINLANDIA 88 var opnuð með allmikilli viðhöfn 1. júní fyrir boðs- gesti, sem voru fjölmargir, í sýning- arhöll (Masshallen] Helsinki-borg- ar. Er þessi sýningarhöll mjög rúm- góð og björt og tekur að mínum dómi mjög fram Bella Center f Kaupmannahöfh, þar sem HAFNIA 87 var haldin í október síðastliðn- um. Hafa Finnar bætt þó nokkru rými við þennan sýningarstað frá 1985, en þá var NORDLA 1985 haldin þar. Hér var t. d. mjög rúmt á milli sýningarramma, svo að auð- velt var að skoða sýningarefnið vel og rækilega, þótt mannfjöldi væri á stundum mikill. Hið eina, sem ég gat fundið að þessum stað, var of mikill raki í húsinu. Mátti jafnvel sjá merki þess f ýmsum römmum, þegar lfða tók á sýninguna, þar sem frímerki og umsíög tóku að detta niður. Allt var þetta samt lagað jafnóðum og það uppgötvaðist. Rakavandamál hefur lengi fylgt frímerkjasýningum og þá ekki sízt, þegar mjög heitt er í veðri eins og var þessa sýningardaga í Helsinki. Einn daginn komst hitinn t. d. upp undir 30 stig á Celsius og alla dag- ana var hann yfir 20 stig. Þótti Mörlandanum jafnvel nóg um suma dagana. Vafalaust hefur þessi hiti haft sömu áhrif og sólskinið hafði hér á landi sumarið 1984, þegar við héldum NORDIU 84 í Laugar- dalshöllinni, þ.e. dregið úr aðsókn Séð yfir sýningarsal FINLANDIU 88. að sýningunni. Finnar höfðu vænzt þess, að sýningargestir yrðu alls um 100 þúsund eða svo létu þeir uppi. Hins vegar varð niðurstaðan sú, að þeir urðu alls rúmlega 50 þúsund, að því er ég fregnaði. Má vera, að það hafi valdið aðstandend- um sýningarinnar einhverjum von- brigðum. Er það ofur skiljanlegt, því að hér hafði verið unnið mikið verk um fímm ára skeið til þess að koma á fót stórglæsilegri alheims- sýningu, sem jafnframt var af- mælissýning í tvennum skilningi. Engu að síður undraðist ég á stund- um, hversu margir sóttu sýninguna — og það jafnvel á rúmhelgum degi — þrátt fyrir sólskin og mikinn hita fyrir utan. Ekki var unnt að skoða þessa miklu sýningu nema með hvíldum, enda var víða í höllinni séð fyrir margs konar stöðum, þar sem fó mátti veitingar eftir hæfi og vild. En ekki voru þær gefnar þar, svp að ég held við þolum vel saman- burð við Finna, þótt flestum þyki allt orðið dýrt á veitingastöðunv hérlendis. Sýningarsvæðið, sem fara þurfti yfir, var um tveir hektar- ar að flatarmáli, og þar voru til sýnis meira en milljón frímerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.