Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
4
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Bændurnir fá til-
boð frá Sambandinu
Bændurnir átta, er gengu á
sínum tima í persónulegar
ábyrgðir fyrir hönd Kaupfélags
Svalbarðseyrar, hafa nýverið
fengið ákveðið tilboð frá SÍS.
Ekki hefur fengist uppgefið í
hverju tilboðið felst, en að sögn
„Tryggva Stefánssonar á Hallgils-
stöðum fyrrverandi stjórnar-
formanns KSÞ er um að ræða
beinan f járstuðning til lækkunar
þeim kröfum sem á búunum
hvila.
„Tilboðið er athugunarvert að
okkar mati og erum við þessa dag-
ana að skoða málið. Við höfum ósk-
að eftir frekari skýringum frá Sam-
bandinu og bíðum eftir svari þar
um. Okkur sýnist tilboðið ekki leysa
mjög mikinn vanda, en á meðan
Sambandið sýnir vilja til lausnar
málinu er það af hinu góða," sagði
Tryggvi. Hann sagðist helst vilja
koma málinu í höfn áður en Valur
Arnþórsson stjórnarformaður Sam-
bandsins léti af störfum því erfiðara
yrði að koma nýjum manni inn í
allt það sem á undan væri gengið.
Útgerðarfélag Akureyringa:
Flökunarvél lofar góðu
NÝJA flakaskurðarvélin, sem Út-
gerðarfélag Akureyringa hefur
verið að prufukeyra í sumar, lofar
góðu að sðgn Gísla Konraðssonar
'""tframkvæmdastjóra og er fastlega
gert ráð fyrir kaupum á vélinni
þegar reynslutímanum líkur eftir
nokkra mánuði.
Vélin sker flökin með hárfínni
vatnsbunu, 0,4 miHimetrar að sver-
leika, eftir útreikningi tölvu til að
ná sem mestri hagkvæmni út úr
hverju flaki. Vélin er bandarísk, nú
f eigu Coldwater Seafood Corpora-
tion. „Ákvörðun um kaup á vélinni
liggur ekki fyrir, en okkur sýnist hún
skila árangri. Við fáum betri nýtingu
úr flakinu og náum stærri hluta af
flakinu í verðmeiri pakkningar en
áður. Vélin sker flöirin niður eftir
ormahreinsun og er tölvustýrð. Hún
tekur t fyrstu mynd af flakinu til að
reikna út hvernig skera megi það
þannig að hvert stykki nái sem
mestri nýtingu," sagði Gísli. Vélin
er sú eina sinnar tegundar í heimin-
um, en hún er byggð eftir teikningum
sams konar vélar, sem notuð hefur
verið í laxaskiirð vestanhafs.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hluti hópsins hélt af stað um miðjan dag i gær frá Umferðamiðstöðinni á Akureyri.
Akureyringar fjölmenna á
vinabæjamót í Randers
Blaðburðarfólk
óskas t í eftirtaliii hverfi:
Bjarkarstíg, Helgamagrastræti, Munka-
þverárstræti - Brekkugötu, Klapparstíg.
Uppl. á afgreiðslu Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85,
Akureyri, sími 23905.
Vinabæjamót hefst i Randers i Danmörku á morgun, sunnudag,
og stendur í viku. Randers er vinabær Akureyrar og halda 54
Akureyringar utan í dag. Aðaláhersla verður lögð á myndlist og
tónlist, en yfirleitt hafa samskipti vinabæjanna verið á sviði
íþrótta- og æskulýðsmála.
Tuttugu manna hópur stór-
sveitar Tónlistarskólans á Akur-
eyri, svokallað Big Band, verður
á meðal þátttakenda auk þriggja
nytjalistarmanna, þeirra Margr-
étar Jónsdóttur, Jóns _ Geirs
Ágústssonar og Ásdísar
Frímannsdóttur. Tveir fulltrúar
frá Norræna félaginu fylgja
hópnum. Iþróttakennarar fjalla
um íþróttamál á mótinu og ungl-
ingar fjalla um myndlist í
menntaskóla, framtíðarbæ og
myndbandagerð. Fararstjórar í
ferðinni verða Þorleifur Þór
Jónsson atvinnumálafulltrúi,
Ingólfur Armannsson skóla- og
menningarfulltrúi og Hermann
Sigtryggsson íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúi. Af hálfu, bæjar-
stjórnar fara þær Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir og Bergljót
Rafnar.
Vinabæir Akureyrar auk
Randers eru Álasund í Noregi,
Lahti í Finnlandi og Vasteras í
Svíþjóð. Fulltrúar allra þessara
bæja fjölmenna einnig á mótið.
Jafnhliða vinabæjamótinu verður
haldin árleg Randers-vika. Slík
vika hefur farið fram síðustu
tólf árin og er mikill hátíðarbrag-
ur á bænum á meðan vikan
stendur. Vinabæjamótið í Rand-
ers er fyrsta mótið í fimm ára
áætlun þar sem ætlunin er að
stefna að mun víðtækara sam-
starfi en til þessa hefur tíðkast.
• • . • •
••»..•
• • • • • • • ^"** • * • ^%
smm
RÍWSÚIVARPIB
AAKUREYRI
/yMeáaszUt
Þáttur um 70 ára af mæli Siglufjarðar
áRástvö íkvöldkl. 19.30.
Margrét Blöndal sér um þáttinn,
en Siglfirðingarnir Karl E. Pálsson
og SigurðurT. Björgvinsson koma
einnigviðsögu.
Kaffisala að
Hólavatni
Kaffisala verður i sumarbúð-
um KFUM og KFUK að Hóla-
vatni á morgun, sunnudag, á
milli kl. 14.30 og 18.00, en venja
er að sumarstarfinu ljúki með
kaffisölu.
í sumar hafa tveir hópar drengja
og tveir hópar stúlkna dvalið að
Hólavatni undir stjórn Björgvins
Jörgenssonar og Þóreyjar Sigurðar-
dóttur. Kaffisalan er liður í fjáröfl-
unarstarfi félaganna og hún gefur
einnig velunnurum starfsins og öðr-
um tækifæri til að koma að Hóla-
vatni og skoða sumarbúðirnar.
Kaffisala á Hólavatni hefur verið
mjög vel sótt undanfarin ár og
greinilegt er að margir líta á það
sem fastan þátt að aka fram Eyja-
fjörðinn og fá sér kaífi að Hóla-
vatni.
Margrét Blöndal
Ú>
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
Drottir.n Guó, veit mtír
vernd þina, og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifrcið.
I Jesú nafni. Amen.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50.-
Orð dagsins, Akureyri.