Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Bændurnir fá til-
boð frá Sambandinu
Bændurnir átta, er gengn á
sínum tíma í persónulegar
ábyrgðir fyrir hönd Kaupfélags
Svalbarðseyrar, hafa nýverið
fengið ákveðið tilboð frá SÍS.
Ekki hefur fengist uppgefið í
hverju tilboðið felst, en að sögn
—.Tryggva Stefánssonar á Hallgils-
stöðum fyrrverandi stjórnar-
formanns KSÞ er um að ræða
beinan fjárstuðning til lækkunar
þeim kröfum sem á búunum
hvila.
„Tilboðið er athugunarvert að
okkar mati og erum við þessa dag-
ana að skoða málið. Við höfum ósk-
að eftir frekari skýringum frá Sam-
bandinu og bíðum eftir svari þar
um. Okkur sýnist tilboðið ekki leysa
mjög mikinn vanda, en á meðan
Sambandið sýnir vilja til lausnar
málinu er það af hinu góða,“ sagði
Tryggvi. Hann sagðist helst vilja
koma málinu í höfn áður en Valur
Amþórsson stjómarformaður Sam-
bandsins léti af störfum því erfiðara
yrði að koma nýjum manni inn í
allt það sem á undan væri gengið.
Utgerðarfélag Akureyringa:
Flökunarvél lofar góðu
NÝJA flakaskurðarvélin, sem Út-
gerðarfélag Akureyringa hefur
verið að prufukeyra í sumar, lofar
góðu að sögn Gfsla Konráðssonar
'"'íramkvæmdastjóra og er fastlega
gert ráð fyrir kaupum á vélinni
þegar reynslutímanum líkur eftir
nokkra mánuði.
Vélin sker flökin með hárflnni
vatnsbunu, 0,4 millimetrar að sver-
leika, eftir útreikningi tölvu til að
ná sem mestri hagkvæmni út úr
hveiju flaki. Vélin er bandarísk, nú
í eigu Coldwater Seafood Corpora-
tion. „Ákvörðun um kaup á vélinni
liggur ekki fyrir, en okkur sýnist hún
skila árangri. Við fáum betri nýtingu
úr flakinu og náum stærri hluta af
flakinu í verðmeiri pakkningar en
áður. Vélin sker flökin niður eftir
ormahreinsun og er tölvustýrð. Hún
tekur í fyrstu mynd af flakinu til að
reikna út hvemig skera megi það
þannig að hvert stykki nái sem
mestri nýtingu," sagði Gísli. Vélin
er sú eina sinnar tegundar í heimin-
um, en hún er byggð eftir teikningum
sams konar vélar, sem notuð hefur
verið í laxaskúrð vestanhafs.
Blaðburðarfólk
óskast í eftirtalin hverfi:
Bjarkarstíg, Helgamagrastræti, Munka-
þverárstræti - Brekkugötu, Klapparstíg.
PtnrjjímÍJ ití»
Uppl. á afgreiðslu Morgunblaðsins, Hafnarstræ’ti 85,
Akureyri, sími 23905.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Hluti hópsins hélt af stað um miðjan dag í gær frá Umferðamiðstöðinni á Akureyri.
Akureyringar fjölmenna á
vinabæjamót í Randers
Vinabæjamót hefst í Randers í Danmörku á morgun, sunnudag,
og stendur í viku. Randers er vinabær Akureyrar og halda 54
Akureyringar utan í dag. Aðaláhersla verður lögð á myndlist og
tónlist, en yfirleitt hafa samskipti vinabæjanna verið á sviði
íþrótta- og æskulýðsmála.
Tuttugu manna hópur stór-
sveitar Tónlistarskólans á Akur-
eyri, svokallað Big Band, verður
á meðal þátttakenda auk þriggja
nytjalistarmanna, þeirra Margr-
étar Jónsdóttur, Jóns Geirs
Ágústssonar og Ásdísar
Frímannsdóttur. Tveir fulltrúar
frá Norræna félaginu fylgja
hópnum. íþróttakennarar fjalla
um íþróttamál á mótinu og ungl-
ingar fjalla um myndlist í
menntaskóla, framtíðarbæ og
myndbandagerð. Fararstjórar í
ferðinni verða Þorleifur Þór
Jónsson atvinnumálafulltrúi,
Ingólfur Armannsson skóla- og
menningarfulltrúi og Hermann
Sigtryggsson íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúi. Af hálfu bæjar-
stjómar fara þær Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir og Bergljót
Rafnar.
Vinabæir Akureyrar auk
Randers eru Álasund í Noregi,
Lahti í Finnlandi og Vasteras í
Svíþjóð. Fulltrúar allra þessara
bæja fjölmenna einnig á mótið.
Jafnhliða vinabæjamótinu verður
haldin árleg Randers-vika. Siík
vika hefur farið fram síðustu
tólf árin og er mikill hátiðarbrag-
ur á bænum á meðan vikan
stendur. Vinabæjamótið í Rand-
ers er fyrsta mótið í fimm ára
áætlun þar sem ætlunin er að
stefna að mun víðtækara sam-
starfi en til þessa hefur tíðkast.
Kaffisala að
Hólavatni
RIKISUTVARPID
AAKUREYRI
Þáttur um 70 ára afmæli Sigluf jarðar
á Rás tvö í kvöld kl. 19.30.
Margrét Blöndal sér um þáttinn,
en Siglfirðingarnir Karl E. Pálsson
og SigurðurT. Björgvinsson koma
einnig viðsögu.
Margrét Blöndal
Kaffisala verður í sumarbúð-
um KFUM og KFUK að Hóla-
vatni á morgun, sunnudag, á
milli kl. 14.30 og 18.00, en venja
er að sumarstarfinu ljúki með
kaffisölu.
í sumar hafa tveir hópar drengja
og tveir hópar stúlkna dvalið að
Hólavatni undir stjóm Björgvins
Jörgenssonar og Þóreyjar Sigurðar-
dóttur. Kaffisalan er liður I ljáröfl-
unarstarfí félaganna og hún gefur
einnig velunnurum starfsins og öðr-
um tækifæri til að koma að Hóla-
vatni og skoða sumarbúðimar.
Kaffísala á Hólavatni hefur verið
mjög vel sótt undanfarin ár og
greinilegt er að margir líta á það
sem fastan þátt að aka fram Eyja-
fjörðinn og fá sér kaffi að Hóla-
vatni.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Klapparstíg 27, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 50,-
Orð dagsins, Akureyri.