Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR Í3. ÁGÚST 1988
37
Vefur Kóngulóarinnar
eftirHalldór
Þórðarson
í sjónvarpinu 20. júlí sl. voru
myndir og viðtal við heilbrigðisráð-
herra um kjöt og óhollustu þess.
í hvoru tveggja, máli ráðherrans
og myndum sjónvarps, léku hlut-
aðeigendur heldur frjálslega með
sannleikann. Lögðu þeir að jöfnu,
hvað salmonellasýkingu snerti,
hættu af dilkakjöti og kjúklingum.
Við erum vön svona sannleika í
fjölmiðlum, á þessu sviði og öðr-
um, ekki síst þegar rætt er um
sauðfé á íslandi. Mér finnst þó
óþarfí að þingmaður Norðlend-
inga, sem þar að auki er ráðherra,
taki þátt í þessii, en auðvitað er
það hans mál. Mitt mál er aftur á
móti sú hlið sem snýr að alís-
lenskri framleiðslu. Það er þar sem
leiðir mínar og ráðherrans sker-
ast. Svo einkennilega vill til að
um sama leyti í fyrra — 24. júlí —
var líka frétt í útvarpinu um sama
efni. Þar var hvað eftir annað tal-
að um salmonellasýkingu í kjúkl-
inga- og nautakjöti. Þar kom fram
lífsnauðsyn þess að hafa ekki fleiri
sláturhús en dýralækna. Þeir
þyrftu lífsnauðsynlega að vera í
húsunum allan daginn. Einnig var
rædd nauðsyn þess að leggja niður
öll svokölluð .undanþáguhús af
heilbrigðisástæðXmi. Allt var þetta
vandlega fléttað saman við salm-
onellasýkingu — sem því miður
er útlit fyrir að neytendur sumra
kjöttegunda muni alltaf eiga á
hættu. í sambandi við þetta skrif-
aði ég smágrein, sem DV birti.
Þar lagði ég fram 5 einfaldar
spurningar sem blaðið var svo vin-
samlegt að leita svara við hjá for-
manni samtaka dýralækna. Spurn-
ingamar voru: 1. Hefur salmon-
ellasýkingar einhvern tíma orðið
vart í lamba- eða nautakjöti á ís-
landi? Svarið var nei. 2. Hefur
salmonellasýkingar orðið vart í
kjöti frá undanþáguhúsunum?
Svarið var nei. 3. Treystir dýra-
læknirinn, sem rætt var við, sjálf-
um sér til að finna salmonellusýk-
ingu strax ef hann er staddur í
sláturhúsinu meðan slátrun fer
fram? Svarið var nei. 4. Hefur
komið í ljós að vinna á kjöti frá
undanþáguhúsunum sé verri en
frá hinum — og hefur kjöt frá
undanþáguhúsum valdið einhverju
tjóni? Svarið var: „Kjöt frá undan-
þáguhúsunum þarf ekki að vera
verra en burtséð f rá gæðum (let-
urbr. mín) þurfa sláturhús að upp-
fylla þær kröfur sem gerðar eru
til sláturhúsa almennt í lögum og
reglum." 5. spurning: Voru ekki
sláturhúsin sem sýkta kjötið kom
frá löggild og undir góðu eftirliti
dýralækna? Svarið var: Jú, þau
voru löggilt og undir eftirliti.
Þessi svör virðast eiga erindi til
ráðherra og fleiri aðila. Varðandi
svar nr. 4 vil ég aðeins benda á
orðin „burtséð frá gæðum". Það
var einmitt það — burtséð frá
gæðum. — Krafan virðist ekki
bundin gæðum matvörunnar.
Hvernig var það — fór ekki fram
fyrir nokkrum árum gerlatalning
á yfirborði kjöts í sláturhúsum,
voru það ekki undanþáguhús sem
komu best út í þeirri skoðun, ekki
flísalögðu húsin stóru? Afkoma
sláturhúsanna sem slátra mörgum
tugum þúsunda fjár og hafa auk
þess mikla stórgripaslátrun virðist
verri en smærri húsanna. Á aðal-
fundi Búnaðarsambands Vest-
fjarða um daginn lagði ég fram
eftirfarandi tillögu: „Aðalf. Bsb.
Vestfjarða 1988 varar við fækkun
sláturhúsa. Bendir fundurinn á að
fækkun þeirra fylgir óhjákvæmi-
lega stór skerðing markaða fyrir
sláturfjárafurðir — sláturmarkað-
ur hrynur og kjötmarkaður stórm-
innkar á viðkomandi stöðum. Þá
bendir fundurinn á mikla vinnu
við slátrun — sem að mestu kemur
í hlut sveitafólks. Kjöt frá minni
sláturhúsum hefur yfírleitt komið
betur út en frá stórum húsum,
hvað vinnslugæði snertir. Vara frá
undanþáguhúsum hefur aldrei
valdið tjóni á neinn hátt. Fundur-
inn varar við öllum öfgum í sam-
bandi við kröfur til sláturhúsa.
Afkoma stórra sláturhúsa er síst
betri en þeirra minni, sem í sumum
„Vonandi geta flestir,
jafnvel ráðherrar og
framkvæmdastjórar,
verið mér sammála um
að g-æði vörunnar er
það sem málið snýst
um. Að kjöt verði ódýr-
ara ef það kemur úr
nóg-u stórum húsum er
algjör vanviska, eins og
dæmin sanna."
tilfellum eru undirstaða kaupfé-
laganna á staðnum."
Það eru gæði vörunnar úr slát-
urhúsunum sem máli skipta, ekki
húsið sjálft. Stór og margbrotin
hús eru engin trygging fyrir góðri
vöru. Vonandi geta flestir, jafnvel
ráðherrar og framkvæmdastjórar,
verið mér sammála um að gæði
vörunnar er það sem málið snýst
um. Að kjöt verði ódýrara ef það
kemur úr nógu stórum húsum er
algjör vanviska, eins og dæmin
sanna. Varðandi þessa svokölluðu
manneldisstefnu og „starfshópa"
á vegum heilbrigðisráðherra, sem
eigaað breyta gömlum matarvenj-
um íslendinga, vil ég benda á að
engin þjóð nær hærri meðalaldri
en íslendingar. Sá aldur byggist
á fólkinu sem ólst upp og lifði á
fiski og kjöti af jórturdýrum. —
Það naut ekki einu sinni þeirrar
heilbrigðisþjónustu og góðu að-
búðar sem öllum stendur til boða
í dag. Samt nær það þessum háa
aldri, það lifði eingöngu á því sem
framleitt var best í þessu landi,
þó gert væri við frumstæðar að-
stæður. Mengun matar af manna-
völdum kom ekki fyrr en það var
komið á miðjan aldur og sérstök
skattlagning á matvæli kom ekki
fyrr en 1987.
Höfundur er bóndi að Laugalandi
við ísafjarðardjúp.
<—
Áikriflarsiminn er 83033
'pnum
r nýja tímann
FAXAFEN5,SÍMI:685680
GRENSÁSVEGUR
Eldhúsið og baðið eru í sviðsljósinu á nýjan
og spennandi hátt í spánnýrri verslun
okkaraðFaxafeniö.
Breyttar áherslur í lífsstíl kalla á jákvæða
breytingu á „gleymdu herbergjunum", sem
fá nú að njóta sín upp á nýtt- eldhúsið sem
þungamiðjan og baðið sem undirstaða
vellíðunar.
Vlð hlökkum til að kynna ykkur stórkostleg-
ar innréttingar Finns Fróðasonar,
smíðaðar af Ármannsfelli og „flaggsklpin
þýsku" frá Poggenpohl ásamt spennandi
hönnun og handverki frá ítalíu, Sviss,
Danmörku, Þýskalandi... alltfrátækjumtil
flísaoghnífapara.
Sérstök opnunarsýning í dag
laugardag kl. 10:00-17:00 og á morgun
sunnudag kl. 13:00-17:00.