Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 25

Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 25 Botha: Stöðu Nanubíu ognað með refsiaðgerðum Jóhannesarborg. Reuter. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, gaf sterklega í skyn í gær að horfumar á sjálfstæði Namibíu versnuðu ef Bandaríkin samþykktu frekari refsiaðgerðir vegna kynþáttaaðskilnaðar- stefnu stjórnvalda í Suður- Afríku. Daginn áður hafði full- trúadeild Bandaríkjaþings sam- þykkt lagafrumvarp sem gæti tekið fyrir nær ðll viðskipti land- anna. Oldungadeildin þarf að samþykkja frumvarpið áður en það verður að lögum auk þess sem Ronald Reagan Bandaríkja- forseti þarf að skrifa undir lögin. það tók gildi sagði að brottflutning- ur suður-afríska hersins frá Angólu myndi hefjast á miðvikudag. í gær höfðu samt ekki borist fréttir um að herinn hefði farið yfír landamær- in milli Angólu og Namibíu. Hér sést suður-afrísk bryndreka- sveit á leið suður til Namibíu en hernum var snúið við frá Angólu þegar samið var um vopnahlé. Botha gat þess að Bandaríkin hefðu miðlað málum í Genf í deilu Angólu, Suður-Afríku og Kúbu. Inn í þær viðræður hefði fléttast álykt- un Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna númer 435 um sjálfstæði Namibíu sem verið hefur undir stjóm Suður-Afríku frá fyrri heims- styijöld. Botha sagði að lagafrum- varpið fæli í sér að fjármagnsflutn- ingar á milli landanna myndu stöðv- ast og því yrði ekki mögulegt að framfylgja ályktun Sameinuðu þjóðanna ef frumvarpið yrði sam- þykkt. Samkomulagið sem náðist í við- ræðunum í Genf fyrir viku kvað m.a. á um brottflutning u.þ.b. tveggja þúsunda suður-afrískra hermanna frá Angólu fyrir næstu mánaðamót. Samkvæmt frásögn sjónarvotta er suður-afríski herinn byijaður að treysta landamæri Ang- ólu og Namibíu vegna þessa. Er það gert í því skyni að kúbverski og angólski herinn freistist ekki til að ráðast inn í Namibíu eftir að Suður-Afríkumenn eru horfnir úr Angólu. I vopnahléssamkomulaginu sem gert var opinbert á mánudag þegar Kína: Steingerðir risaeðluung- ar í Góbí-eyði- mörkinni Peking, Reuter. Steingerðar hauskúpur og bein risaeðluunga, sem talið er að hafi kafnað í sandroki í Góbí-eyðimörkinni fyrir 75 miiyónum ára, hafa nú verið grafnar upp af kínverskum og kanadískum vísindamönn- um. Vísindamennimir sem þátt tóku í leiðangrinum í Góbí- eyðimörkinni héldu blaða- mannafund í gær þar sem þeir greindu frá þessum merka fundi. Steingerð bein að minnsta kosti fímm pinacosaur- usa voru grafín upp úr sand- skafli i Bayan Mandahau í Innri-Mongólíu í sumar. Á síðasta ári fann sami hópur og þátt tók í þessum leiðangri leif- ar af stærstu risaeðlu sem lifði í Asíu á miðlífsöld, skammt frá þeim stað þar sem pinacosaur- usamir fundust nú. Philip Currie, starfsmaður við Tyrrell-steingervingasafnið i Kanada, sagði blaðamönnum að í Bayan Mandahau væri líklega mest af steingerðum risaeðlum í heimi. Pinacosaurusinn var risaeðia sem þakin var skelplötum. Dýr- in gátu náð 6 metra hæð og vógu á annað tonn fullvaxin. Ungamir sem fundust í sumar hafa verið á stærð við sauðk- indur, að sögn Currie. Póstverslun, Bæjarhrauni14, 222 Hafnarfjörður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.