Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 13
886í H3aM3T<iaí! .8 flUOAQIJTMMn .QIOAJaVIUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 SI 13 íslendingnr fær verðlaun Ameríska stærðfræðifélagsins SIGURÐUR Helgason, stærðfræðiprófessor við Tæknistofnun Massachusettsfylkis í Bandaríkjunuin, hlaut nýverið bókaverðlaun Ameríska stærðfræðifélagsins fyrir stærðfræðiritverk sín. Innan vébanda Ameríska stærðfræðifélagsins eru um 30 þúsund einstakl- ingar. Verðlaun þau sem koma í hlut Sigurðar eru ein þriggja sem Ameríska stærðfræðifélagið veitir á ári og eru þau nefnd Leroy P. Steele verðlaunin. Fjögurþúsund bandaríkjadalir koma í hlut hvers verðlaunahafa, eða sem svarar um 185 þúsund krónum. Sigurður hlýtur þau fyrir þrenn stærðfræði- ritverk sín, sem eru Differential Geometry and Symmetric Spaces (1962), Differential Geometry, Lie Groups, and Symmetric Spaces (1978), og Groups and Geometric Analyses (1984). „Jú, þakka þér fyrir. Ég er að sjálfsögðu ánægður með þessa miklu viðurkenningu," sagði Sig- urður. Hann sagði að það væri ósköp sjaldgæft að stærðfræðingar fengju viðurkenningu á nokkrum sköpuðum hlut þannig að viðburð- ur sem þessi væri kærkominn. Sigurður sagði að bók hans frá 1962 hefði að ýmsu leyti verið undirbúningur að þriðju bókinni sem kom út 1984. „Bókin 1962 er að miklu leyti byggð á rannsókn- um Elie Cartan og Harish- Chandra, en bók mín frá 1984 Prófessor Sigurður Helgason byggir meira á mínum eigin rann- sóknum," sagði Sigurður. í umsögn dómnefndarinnar um stærðfræðiritverk Sigurðar segir m.a. : „1962 gaf Sigurður út rit- verk sem síðan hefur náð að festa sig í sessi og er orðið sígilt verk á þessu sviði." Síðar segir að rök- færslan sé skýr og tær og eigi erindi til stórs hóps stærðfræðinga. Halldór Elíasson stærðfræði- prófessor við Háskóla íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að með bók sinni frá því 1962 hafí Sigurð- ur Helgason áunnið sér alþjóðlega viðurkenningu meðal stærðfræð- inga. „Sigurður hefur verið mjög virkur og ekki síst i rannsóknum. Þó að þarna séu bara nefndar þess- ar þijár bækur, þá liggja geysilega margar vísindagreinar eftir hann,“ sagði prófessor Halldór Elíasson. Haustfagnað- ur harmon- ikku unnenda á Suðurlandi Haustfagnaður harmonikku- unnenda á Suðurlandi verður í Gunnarshólma laugardaginn 10. september kl. 21.30. A Haustfagnaðinum verða harmónikkutónleikar ásamt söng og fleiru. Gestagangur og gömlu lögin verða spiluð og sungin. Harm- onikkufélag Rangæinga sér um haustfagnaðinn ásamt ýmsum gest- um. (Fréttatilkynning) Söngskóli Agústu settur á laugardag SÖNGSKÓLI Ágústu Ágústs- dóttur verður settur laugardag- inn 17. september klukkan 16 að Garðastræti 36 í Reykjavík. Kennslan í skólanum hefur söng- tækni að meginmarkmiði. Tæknin byggir á aðferð prófessors frú Hanne-Lore Kuhse, sem margir íslenskir söngnemar hafa kynnst á námskeiðum hennar í Weimar og hér heima. Píanóleikari aðstoðar og boðið er upp á þýskukennslu. Engin próf eru í skólanum. f stað þeirra koma tónleikar. (Úr fréttatilkynningu) JL-/esið af meginþorra þjóðarinnar daglega! fKwgtuiMftfcffr NI5SAN MICRA ÁRGERÐ 1989 NÚ Á BETRA VERÐI EN NOKKRU SINNI FYRR TEGUND STAÐGR.-VERÐ FULLT VERÐ KR. 423.000,- KR. 441.000,- KR. 489.000,- fcVJi Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði sími 91-3 35 60. NISSAN MICRA 1,0 DX 4RA GÍRA. NISSAN MICRA 1,0 GL 5 GÍRA. NISSAN MICRA 1,0 GLSJÁLFSKIPTUR. NISSAN MICRA 1,0 SPECIAL VERSION. ...OG KJÖRIN ERU HREINT ÓENDANLEG. IMIS5AINIE/? MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í EVRÓPU. KR. 410.000,- KR. 427.000,- KR. 474.000,- KR. 460.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.