Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 63 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Barátta Framara dugði skammt gegn léttleikandi Spánveijum Síðari leikurinn ætti að vera auðveldurfyrirspænsku bikarmeistarana ÞRÁTT fyrir hetjuiega baráttu máttu nýkrýndir íslandsmeist- arar Fram sœtta sig við tveggja marka tap, gegn einu af stórlið- um Evrópu, Barcelona frá Spáni, í fyrri leik liðanna í Evr- ópukeppni bikarhafa á Laugar- dalsvelli í gærkvöldi. Framarar þurfa ekki að skammast sín fyrirframmistöðuna í leiknum. Þeir börðust vel og báru Iftla virðingu fyrir hinum frægu spænsku knattspyrnumönn- um. Mörkin voru þó full ódýr. Leikurinn fór rólega af stað og lítið markvert gerðist þar til Spánveijar náðu forystunni á 32. mínútu og kom markið eins og köld vatnsgusa framan ( ValurB. Framara sem höfðu Jónatansson haft í fullu tré við skrífar spænsku bikar- meistarana. Roberto Femandez skoraði markið af stuttu færi eftir skemmtilega útfærða sókn upp vinstri kantinn þar sem Framarar hreinlega sváfu á verðin- um. Femandez gerðl út um lelklnn Framarar byijuðu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og freistuðu þess að jafna metin. Pétur Amþórs- son átti þrumuskot rétt utan víta- teigs sem fór rétt framhjá og skömmu síðar átti Ormarr skot úr þröngu færi sem einnig fór framhjá. Femandez gerði endanlega út um vonir Framara er hann bætti öðru marki við á 56. mínútu. Það var frekar slysalegt mark. Birkir sendi knöttinn út á Ómar Torfason. Hann gaf svo mjög vafasama send- ingu, sem ætluð var Pétri Ormslev, en Spánveijar komust inná milli og vom allt í einu orðnir fímm á móti tveimur vámarmönnum Fram og eftirleikurinn því auðveldur. Fem- andez afgreiddi boitann snyrtilega í netið vinstra megin, óveijandi fyr- ir Birki. Framarar eiga hrós skilið fyrir vasklega framgöngu en áttu hrein- verðum að spila af skynsemi í síðari leiknum. Völlurinn er stór og mun erfíðari leikur. Aðalatriðið er að reyna að ná góðum úrslitum og auka álitið á íslenskri knatt- spymu." Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram: „Ég var ánægður með margt í þessum leik, vinnsluna og barátt- una, slæmt að þurfa að elta bolt- ann allan leikinn þegar við erum vanir að halda honum. Spánver- jamir komu okkur ekki á óvart og við vissum alveg hvað við vor- um að fara út í. Fyrra markið kom eftir mistök, það vantaði að fylgja miðjumanni. I síðara markinu vor- um við að reyna að spila inn á miðjuna og boltinn var bara hirtur af okkur. Síðari leikurinn verður án efa mjög erfiður og ekki mikl- ir möguleikar á að komast áfram." Johan Cruyff, þjálfari Baroelona: „Þetta var ágætur leikur og ég er ánægður með úrslitin. Framlið- ið lék ágætlega og leikmenn nr. 4 [Pétur Ormslev] og nr. 5 [Viðar Þorkelsson] voru bestu menn liðs- ins. í síðari leiknum byijum við upp á nýtt. Það er annar leikur og aldrei að vita hvemig fer. Gary Lineker verður líklega ekki búinn að ná sér fyrr en eftir þijár vikur og óvíst hvort hann leikur í síðari leiknum." Morgunblaöiö/Einar Falur Johan Cryff, framkvæmdastjóri Barcelona, fylgist hér með leiknum af varamannabekknum. Lengst til vinstri er enski landsliðsmaðurinn Gary Lineker. Hvað sögðu þeir? „Mörkin voru ódýr" PóturOrmslev: ÍÞR&mR FOLK ■ FRAM hefur ekki skorað mark (Evrópukeppni í 452 mínút- ur. Það var Guðmundur Torfason sem skoraði síðast fyrir Fram gegn Rapíd Vín á Laugardalsvelli 1985. I MIKILL áhugi var á leik Barcelona og Fram á Spáni. Alls vora 10 spænskar útvarpsstöðvar með beina útsendingu frá leiknum og eins var leikurinn sýndur beint í sjónvarpi. Alls vora 30 spænskir íþróttafréttamenn sem fylgdust með leiknum og um 100 áhorfendur komu með liðinu frá Spáni. I GARY Lineker sat á vara- mannabekknum hjá Barcelona í gær. Hann hefur átt við veikindi að stríða en Johan Cruyff þjálfari hefur viljað hafa hann á leikskýrslu svona til öryggis. Lineker er mark- heppinn mjög og var meðal annars markahæsti leikmaður Heimsmeist- arakeppninnar í knattspymu í Mex- íkó 1986. ■ BARCELONA fékk 11 auka- spyrnur í leiknum á móti 22 hjá Fram. Það má því segja að Spán- veijamir hafi leikið fast. Barcel- ona fékk sjö homspymur en Fram enga. Alls voru 50 innköst og skipt- ust bau nokkuð iafnt niður á liðin. „Þeir era með mjög sterkt lið og léku vel en mörkin sem við feng- um á okkur voru ódýr. Þeir fengu ekki mörg færi. Mér fínnst að dómarinn hefði mátt gefa fyrirlið- anum gult eða rautt spjald fyrir brotið þegar ég var kominn í gegn. Það var „fagmannabrot" og hann var að bjarga sér eftir að hafa misst boltann klaufalega. Ég veit ekki hvort ég hefði gert það sama, ég er svo sjaldan í vöminni! Ég hlakka til síðari leiksins. Það verð- ur gaman að leika á þessum velli." Amljótur Davfðsson: „Það var mjög erfítt að leika gegn þessu liði, en við hefðum getað gert betur. Þetta_ era sterkir og leiknir leikmenn. Ég var ekki sátt- ur við leikinn. Mér fannst við ættum möguleika en svo fengum við markið á okkur. Sfðari leikur- inn verður erfíður. Völlurinn þeirra er stór og það verða mikil hlaup." Pétur Amþórsson: „Barcelona kom mér ekki á óvart, þetta er sterkt lið. Það er mjög %■ Morgunblaölö/RAX Roborto Fernandoz var hetja Barc- elona gegn Fram í gærkvöldi. Hann skoraði bæði mörk liðsins. Hér er fyrra markið í uppsiglingu. Þorsteinn Þor- steinsson kemur engum vömum við. MorgunblaðnVEmar Falur Blrklr Krlstlnsson, markvörður, greip vel inní í leiknum og verður ekki sakaður um mörkin. erfítt að koma úr deilarleikjum f svona leik og mikil hlaup, enda var ég orðinn mjög þreyttur f síðari hálfleik. Líklega var rétt hjá dómaranum að stöðva leikinn þegar Pétri var bragðið, brotið var ljótt en hann hefði átt að gefa spjald. Svo er bara að vona það besta fyrir seinni leikinn." Blrkir Krlstlnsson: „Þetta var ekki slæmur leikur en ég hefði viljað fá betri úrslit. Mörkin voru ekki merkileg og komu upp úr þurru. Hann hitti reyndar ekki boltann í sfðara markinu og var mjög heppinn. Síðari leikurinn verður erfíður, völlurinn stór og öskrandi áhorf- endur. Ég á von á Spánveijunum harðari og leiðinlegri." ÓmarTorfason: „Þetta vora sanngjöm úrslit. Þetta lið er einum flokki ofar en við og því við ofurefli að etja. Við Fram-Barcelona O : 2 Laugardalsvöllurinn, Evrópukeppni bikarhafa, 1. umferð, fyrri leikur, mið- vikudaginn 7. september 1988. Mörk Barcelona: Roberto Femandez (32. og 56.) Ahorfendur: 4.029. Dómari: Pat Kelly. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson (Jón Sveinsson vm. á 65.), Ómar Torfason, Amljótur Davíðsson og Ormarr örlygsson. Lið Barcelona: Andoni Zubizarreta, Urabano Ortega, Jose Alexanko (Ric- ardo Sema 72.), Luis Milla, Julio Mor- eno, Roberto Femandez, Francisco Carrasco (Cristobal Parralo 83.), Euse- bio Sacristan, Julio Salinas, Miguel Soler og Aitor Beguriristain. lega við ofurefli að efja. Það er ekki skömm að tapa með tveggja marka mun fyrir einu frægasta og besta félagsliði heims og verður að teljast góð frammistaða. Pétur Ormslev, Amljótur og Pétur Am- þórsson vora bestu leikmenn Fram. Viðar Þorkelsson átti ágæta kafla og Birkir verður ekki sakaður um mörkin. Valinn maður f hverju rúml Leikmenn Barcelona era léttleik- andi og þar er valinn maður í hveiju rúmi. Þeir hafa yfír miklum hraða að ráða og era líkamlega sterkari en Framarar. Spænsku bikarmeist- aramir eiga sjálfsagt eftir að fara langt í keppninni undir stjóm hins fræga knattspymumanns og þjálf- ara Johan Cruyff. Þetta var fyrsti leikur Barceolna í Evrópukeppni undir stjóm hans og lofar góðu. Leikurinn ytra verður íslandsmeist- uranum erfíður og draumurinn um að komast í 2. umferð er úr sögunni. Dómarinn, Pat Kelly frá írlandi, dæmdi þokkalega en sleppti greini- lega að spjalda fyrirliða Barcelona, Luis Milla, er hann braut á Pétri Ormslev er hann komst einn innfyr- ir vöm Barcelona í síðari hálfleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.