Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
sýningunni
í Laugar-
dalshöll
1.-11. sept.
Míele
• i
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89
S. 46350
S. 46350
Vílver sf.
Smiðjuvegi 60
Okkar sérgrein er
VOLVO-viðgerðir.
Morgunblaðið/Sverrir
Methafarnir á Sandskeiði, f.v.: Magnús I. Óskarsson, Garðar Gíslason, Sigmundur Andrésson og Eg-
gert Norðdahl.
Sviffhigsmet yfir íslandi
Fjórir svifflugsmenn flugu 300 km
ÞRÍR svifflugmenn náðu þeim
árangri að fljúga yfir 300 km
vegalengd þriðjudaginn 30.
ágúst. Það voru þeir Garðar
Gislason, núverandi íslands-
meistari í svifflugi, Magnús I.
Óskarsson og Sigmundur Andr-
ésson. Auk þeirra hafði Eggert
Norðdahl flogið yfir 300 km
tveim dögum áður. í 50 ára sögu
svifflugs á íslandi hefur aðeins
einu sinni tekist að fljúga þá
vegalengd yfir Islandi en það
gerði Baldur Jónsson. Flugmála-
félag íslands á eftir að staðfesta
þennan árangur svifflugmann-
anna.
Til að ná Gull-C afreksstigi í
sviffiugi verða flugmenn að fljúga
300 krn yfir landi, ná 300 metra
flughækkun og vera á lofti í meira
en 5 klst. Þetta má vera í sitt
hveiju fluginu. Demant-C hljóta
menn fyrir 300 km. flug yfir landi
samkvæmt flugáætlun, 500 km.
flug yfir landi eða 5.000 m. flug-
hækkun. Auk Baldurs hafa hlotið
afreksstig þeir Þórhallur Filipusson,
Leifur Magnússon og Þorgeir L.
Ámason en þeir flugu vegalengdina
erlendis.
Eggert Norðdahl, sem flaug 324
km. flug, sagði mjög erfitt að velja
flugleið. Fjöldi tilrauna hefði verið
gerður fyrir austan fjall, svo sér
hefði dottið í hug að fljúga yfir
Mýrum. Eggert reyndi fyrst við 300
km. í lok júlí en mistókst. Hann
reyndi aftur og þá á betri svifflugu.
Flaug hann yfir Kjalames, Akra-
fyall og Skarðsheiði, upp á Mýrar á
svifflugunni TF-SAG. Náði hann
allt að 4300 metra hæð. Þaðan
brunaði hann á sem svarar 200 km.
hraða upp á Mýrar, smellti mynd
af Ökrum og fór á um 350 km
hraða yfír Laugarvatn. Þaðan lá
leiðin að Sandskeiði. Flugtími Egg-
erts var 4 klst. og 38 mín, sem
gerir tæplega 70 km meðalhraða.
Magnús I. Óskarsson flaug svif-
flugunni TF-SIS á 300 km. þríhym-
ingsbraut í samfloti við þá Garðar
Gíslason og Sigmund Ándrésson.
Þeir flugu einnig að Ökmm á Mýr-
um, þaðan að Hrauneyjarfossi og
enduðu á Sandskeiði. Þeim til að-
stoðar var Baldur Jónsson, sem
fyrstur flaug 300 þúsund km.
Magnús flaug upp að Esju þar
sem hann náði demantshækkun,
5.700 metra hæð í 20 stiga frosti.
Þaðan flaug Magnús í um 3.000
metra hæð yfír Akra á Mýmm en
skýjað var og erfítt um vik við
myndatöku. Magnús fór fyrir félög-
um sínum, Garðari og Sigmundi
yfír að Hrauneyjarfossvirkjun en
varð að fljúga yfir að Sigöldu til
að sjá niður úr skýjaþykkninu. Það-
an lá leiðin heim. „Veik bylgja milli
Valafells og Sultartanga skilaði mér
aftur upp í 2.300 m. Með vindinn
í bakið ætti ég að ná heim þó að
ég fengi ekkert uppstreymi á leið-
inni. En ég þurfti engar áhyggjur
að hafa að því, ég gat fylgt bylgju-
skýi til vesturs allt að Apavatni.
Ömggur með mig setti ég stefnuna
á Sandskeið, jók hraðann og bm_n-
aði heim. Lengsta svifflugi á ís-
landi samkvæmt flugáætlun var
lokið. 347 km. á 5 tímum og 20
mínútum, meðalhraðinn 65 km.
meðalhraði."
Sigmundur Andrésson hafði, eins
og Eggert, nýverið gert tilraun til
að ná 300 þús. km. en mistekist.
Hann lagði upp á TF-SOL frá Stóra
Ármóti og stefndi á Mýrar í kjölfar
Magnúsar og Garðars. „Eftir
myndatökuna á Mýmm klifraði ég
upp í 5.000 metra hæð þar sem
frostið var drjúgum meira en í
frystikistu en útsýnið bætti það
ríflega upp.“ Þaðan flaug Sigmund-
ur yfír að Hrauneyjarfossi og sneri
heim.
Sigmundur var að lokum beðinn
að útskýra hvað heillaði við flugið.
„En eftir hveiju emm við að sækj-
ast, sem storkum stórviðiri yfír
hálendi íslands með 400 kg. í lausu
loft tímunum samna án mótors og
siglingatækja? í baráttu mannsins
við náttúmöflin er heillandi að
kynnast eðli þeirra og nýta það
hugmundum sínum til framdráttar
í stað þess að lúta þeim.“
Talaðu við
ofefeur um
eldhústæfei
Talaóu
við
ohhur
á heimilis-
IMAMSKEIÐ
Sækið námskeið hjá traustum aðila
Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni:
TÖLVUNÁMSKEIÐ:
- Kerfisgreining fyrir forritara
og kerfisfræðinga...........................26.-30. sept.
ALMENN NÁMSKEIÐ:
- Þjónustunámskeið
(samskipti við viðskiptavini).........20.-21. sept.
- Verslunarreikningur
(prósentureikningur og verðútreikningar).3.-6. okt.
- Skjalavarsla - virk skjöl...............10.-12. okt.
- Árangur í sölu- og afgreiðslustörfum..10.-13. okt.
TÖLVUBÓKHALD:
- Ópus - fjárhagsbókhald.................10.-11. sept.
-Ópus-viðskiptamannabókhald..................17.-18. sept.
- Ópus - birgða- og sölukerfi................24.-25. sept.
STJÓRNUN FYRIRTÆKJA OG DEILDA:
- Verslunarréttur
(réttarreglur viðskiptalífsins).13.-15. og 20.-22. sept.
- Starfsmannahald/þjónusta...................27.-29. sept.
- Reksturfyrirtækja............................3.-4. okt.
- Samskipti og hvatning í starfi...............5.-6. okt.
- Markaðsmál.................................10.-12. okt.
- Fjármál fyrirtækja......................17.-20. okt.
BHM, BSRB, VR og fleiri stéttarfélög styrkja sína félaga
til þátttöku. Frekari upplýsingar fást í síma 688400.
- Innritun ferfram á skrifstofu skólans -
Verzlunarskóli íslands
JIióripwMafotífr
Askriftarsíminn er 83033
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -688589
5 A haustnámske'ð
'tjrwoéee780'
S. t‘> I E Y J /\ lí
ENGJATEIGI 1 við Sigtúnsreit
SÍMAR: 687701 og 687801
l
LEIKURAÐLÆRA
AÐ DAIMSA HJÁ
0KKUR
I