Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 30
Sftfír ÍL'tréNMT’íaH H HUOACIUTMMN .ÖiaAJHWJOHOM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
Óvenjuleg metsölubók á Bretlandi:
Bók um uppruna
alheimsins selst
í tugþúsundatali
Reuter
Skór Eltons Johns
Enski skóframleiðandinn Stephen Griggs í skóm sem hann keypti á uppboði í Lundúnum í gær. Skóna
átti breski söngvarinn Elton John.
St. Audrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
BÓK um uppruna alheimsins eftir prófessor í eðlisfræði er nú
orðin metsölubók. Fjögur stór útgáfufyrirtæki höfnuðu henni þar
sem þau töldu að bókin myndi ekki höfða til almennra lesenda.
Bókin nefnist „Stutt saga tímans" eftir Stephen Hawking, sem
er prófessor í eðlisfræði við háskólann í Cambridge.
Hawking hefur lengi verið tal- varð tii, en einnig endalok hans,
inn einhver snjallasti eðlisfræðing-
ur Breta í dag. Bók hans kom út
16. júní síðastliðinn og hefur verið
söluhæst þeirra bóka, sem ekki
eru skáldverk, síðustu fímm vikur.
Hún hefur selst betur en ævisaga
Michaels Jacksons og bók um
kynlíf Picassos.
í bókinni er fjallað um uppruna
alheimsins, í stóru sprengingunni
svonefndu, þegar efnismassi al-
heimsins splundraðist og tíminn
Sovétríkin:
Brezhnev var lifgaður við
efdr heilablóðfall árið 1976
*
Spilltir embættismenn þrifust ístjórnleysi á efri árum hans
Moskvu. Reuter.
SOVÉSKUR sagnfræðingur
heldur því fram að Leonid Brez-
hnev, fyrrum Sovétleiðtogi, hafi
klíniskt séð látist af völdum
heilablóðsfalls árið 1976 en ver-
ið lífgaður við. Hann hafi
stjórnað landinu næstu sex árin
án þess að gera sér fulla grein
fyrir þvi sem gerðist í kring um
hann.
Það voru einkum spilltir emb-
ættismenn sem höfðu hag af því
að Brezhnev gegndi stöðu sinni
sem lengst að sögn sagnfræðings-
ins, Roy Medvedevs. Þeir studdu
hann til valda, til að geta sjálfír
verið öruggir í starfí. Eftir hjartaá-
fallið átti Brezhnev sífellt erfíðara
með að sinna opinberum störfum
og skildi lítið af því sem fram fór
umhverfís hann. Þetta kom fram
í grein eftir Medvedev í vikuritinu
Moskvufréttum í gær. Medvedev
var rekinn úr flokknum á vald-
atíma Brezhnevs en hann er nú
leiðandi í þeirri endurskoðun sem
stendur yfír á sögu Sovétríkjanna
þar í landi. Hann lýsti Brezhnev
sem veikgeðja manni sem hafí
forðast deilur og jafnvel sýnt þeim
linkind sem vitað var að höfðu
svikið fé úr opinberum sjóðum.
Brezhnev tókst að koma í æðstu
stöður þeim mönnum sem hann
safnaði í kring um sig á fjórða og
fímmta áratugnum og þó margir
þeirra séu nú látnir eða hafí verið
vikið frá völdum þá telur
Medvedev að „Brezhnev-klíkan"
sé enn við lýði.
Brezhnev komst til valda árið
1964 en nú er opinberlega talað
í Sovétríkjunum um valdatíð hans
sem tíma félagslegrar og efna-
hagslegrar stöðnunar. Þessa dag-
ana er tengdasonur Brezhnevs,
Júrí Tsjúrbanov, fyrir rétti í
Moskvu en hann er sakaður um
spillingu og mútuþægni.
þegár efnið sogast aftur saman í
einn massa og tímanum lýkur.
Hawking telur sig geta fellt saman
í eina heild lögmál afstæðiskenn-
ingarinnar um himintunglin og
lögmál skammtafræðinnar. Hann
setur skoðanir sínar um þetta efni
fram á 175 blaðsíðum án þess að
grípa til þess tæknimáls, sem eðlis-
fræðingum er eiginlegt.
Bókin hefur selst nú þegar í 50
þúsund eintökum og búist er við
að önnur 50 þúsund seljist fyrir
næstu jól. Talið er að salan stafí
af því hvað efni bókarinnar er
skýrt fram sett. Almenningur virð-
ist einnig hafa samúð með höfund-
inum, sem þjáist af taugasjúkdómi
og getur ekki tjáð sig nema með
aðstoð tölvu. Hann er bundinn við
hjólastól og getur einungis sagt
tíu orð á mínútu. Það tók hann
fímm ár að semja þessa bók.
Handrit bókarinnar var boðið
ýmsum stórum forlögum, þ.á m.
Penguin Books, William Collins,
Grafton Books og Century Hutch-
inson, sem öll höfnuðu því. Fram-
kvæmdastjóri Hutchinsons segist
hafa talið að lesendur myndu tapa
þræðinum og hafna bókinni.
Þótt almenningur kaupi bókina
þá er ekki víst að hann lesi hana.
Hún er erfið aflestrar en hefur nú
þegar fengið á sig orð fyrir djúpa
visku. Höfundinum koma þessar
vinsældir ekki á óvart. Hann seg-
ist sjálfur hafa hugsað bókina
þannig, að hún ætti að seljast á
flugvöllum fremur en í bókaversl-
unum háskóla.
Carlucci í Kína:
Leonid Brezhnev
Reuter
Blindir á Ítalíu:
Geta nú farið á veitínga-
hús í fylgd hunda sinna
Tórínó. Frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins.
BLINDU fólki a Ítalíu hefur hingað til verið meinaður aðgang-
ur að mörgum veitingahúsum, hótelum og verslunum. Ástæðan
er sú að margir blindir hafa hunda sér til halds og trausts, en
á afar mörgum stöðum eru hundar ekki leyfðir. Hefur þessu
banni nú verið aflétt.
Ný lög í þágu blindra hafa tek-
ið gildi á Ítalíu. Þeir geta nú ferð-
ast ókeypis ásamt hundum sínum
með almenningsvögnum. Neiti
veitingahúseigandi blindum
manni með hund um aðgang brýt-
ur hann gegn hinum nýju lögum.
Það var Vanda Dignani Grimaldi,
blindur þingmaður kommúnista-
fíokksins, sem á síðasta ári lagði
fram frumvarp um lagabreytingu
( þágu blindra.
„Eg hef heyrt ótrúlegar sögur
af því hvemig komið hefúr verið
fram við blinda," segir Aldo
Musmeci, formaður Samtaka
blindra á Ítalíu, sem fagnar þess-
ari lagabreytingu. „Nú vonumst
við til að hugarfar fólks breytist
og viðbrögð leigubílstjóra, stræt-
isvagnastjóra, verslunarmanna og
hóteleigenda verði jákvæðari og
samkvæmt almennum siðaregl-
um.“ Aldo bætir við að aðstoðar-
hundar blindra séu góðir vinir eig-
enda sinna, og þeir raski ekki ró
gesta á veitingahúsum eða hótel-
um.
Alls eru um 120.000 manns
blindir á ítalfu, þar af eru 80
þúsund féiagar í Samtökum
blindra. Þau ráku um árabil opin-
beran hlýðniskóla fyrir Scháfer-
hunda, en 1979 varð breyting á
rekstrinum. Er hann nú rekinn
af Toscana-héraði og kostar þjálf-
aður fylgdarhundur 180 til 250
þúsund íslenskar krónur.
Vonar að vopna-
söludeilan sé leyst
Peking. Reuter.
FRANK Carlucci, vamarmála-
ráðherra Bandaríkj anna, sagðist
I gær vera fullkomlega ánægður
með árangur viðræðna hans og
kínverskra stjómvalda. Hann
kvaðst ennfremur vófia að deila
Bandarjkjamanna og Kínveija
nm vopnasölu hinna síðaraefndu
væra úr sögunni og sagði að
hertækniviðskipti ríkjanna
myndu aukast.
Carlucci sagði á blaðamanna-
fundi að viðræður hans og kín-
verskra stjómvalda í þessari viku
hefðu verið þær árangursríkustu
sem fram hefðu farið milli þessara
aðila. Bandaríkjamenn drógu úr
hertækniviðskiptunum við Kínveija
til að refsa þeim fyrir sölu eldflauga
til írans meðan á Persaflóastríðinu
stóð. ísraelar höfðu ennfremur bor-
ið fram mótmæli við Bandaríkja-
stjóm vegna sölu kínverskra eld-
flauga til Saudí-Arabíu og fregna
um að Kínveijar hygðust einnig
selja Sýrlendingum slfk vopn.
Vamarmálaráðherrann sagði að
kínversku leiðtogamir hefðu ítrekað
að steftia þeirra væri sú að selja •
ekki kjamorkuvopn og varast íhlut-
un í innanríkismál annarra ríkja.
Reuter
Kinverski stjóramálamaðurinn Deng Xiaoping heilsar Frank Carluc-
ci, varaarmálaráðherra Bandaríkjanna, áður en viðræður Carluccis
og kínverskra leiðtoga hófust í gær. Deng kom Carlucci á óvart
með þvi að biðja hann fyrir kveðju til „gamalla vina“ sinna, Reag-
ans Bandarikjaforseta og Bush varaforseta, og kvaðst vona að sá
síðarnefndi bæri sigur úr býtum forsetakosningarnar í nóvember.
Hann sagði að því stæði ekkert í
veginum fyrir auknum hertæknivið-
skiptum ríkjanna. „Flestir Banda-
ríkjamenn eru fylgjandi dýpri vin-
áttutengslum við Kínveija og hem-
aðartengslin eru mikilvægur þáttur
í þeim,“ bætti vamarmálaráðherr-
ann við.