Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Fyrir framan Höfða. Davíð Oddsson, borgarstjóri, Ólafur V. Noregskonungur, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, og frú Ástríður Thorarensen. Heimsókn Ólafs V. Noregskonungs; Norsku skólabörnin fögnuðu með fánum og húrrahrópum ÞRIÐJI dagur opinberrar heim- sóknar Ólafs V. konungs Noregs tQ íslands hófst með skoðunar- ferð i Ámastofnun. Konungur og forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt fylgdar- liði skoðuðu handritin og nutu við það leiðsagnar Ólafs Hall- dórssonar handritafræðings. Úr Ámastofnun var haldið til Norræna hússins, þar sem Knut Ödegárd, forstöðumaður hússins og samlandi konungs, tók á móti þjóð- höfðingjunum. Norsk skólaböm, sem hér em stödd í bekkjarferð, vom fyrir framan húsið og fögnuðu konungi með norskum fánum og húrrahrópum. Konungur heilsaði upp á starfsfólk Norræna hússins og skoðaði meðal annars sýningu á verkum myndlistarmannsins Rolfs Nesch, sem var þýskur að uppmna en lengst af búsettur í Noregi og gerðist norskur ríkisborgari. Mynd- verk hans em hér í láni frá Na- sjonalgalleriet í Ósló og stendur sýningin yfír til 13. september. Úr Norræna húsinu var farið í Listasafn íslands við Fríkirkjuveg og safnið skoðað í fylgd Hrafn- hildar Schram, listfræðings, og það- an farið út í Viðey, þar sem snædd- ur var hádegisverður í boði borgar- stjórans í Reykjavík, Davíðs Odds- sonar. Á matseðlinum var humar- glás, léttsteiktur lambavöðvi og ferskir ávextir í eftirrétt. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, rakti sögu staðarins, borgarstjóri bauð konung velkominn og konung- ur þakkaði fyrir sig. Að loknum hádegisverði var Við- eyjarkirkja skoðuð undir leiðsögn staðarhaldara, en þvínæst haldið til lands og dmkkið kaffí í Höfða, húsi Reylq'avíkurborgar. Seinnipart dagsins var utanríkisráðherra með opinbera móttöku fyrir konunginn í Ráðherrabústaðnum og um kvöld- ið bauð konungur til kvöldverðar til heiðurs forseta íslands á Hótel Holti. Opinberri heimsókn Ólafs V. Noregskonungs lýkur í dag. Hann flýgur til Noregs frá Reykjavíkur- flugvelli klukkan 10 fyrir hádegið. Ný vatnsveita á Hólmavík Hólmavík. VERIÐ er að vinna að nýrrí vatns- veitu fyrir HóLmavík og er áætlað að taka hana í notkun í október. Áætlaður kostnaður er 13 miQjón- ir króna. í sumar var hafíst handa við að leggja nýja vatnsleiðslu til Hólmavík- ur. Leiðsla þessi liggur frá eymm ósár, skammt frá bænum Ytra-Ósi, til Hólmavíkur. Vatnsorkudeild Orkustofíiunar vann að framrann- sókn, en vatnsveitan var hönnuð af Almennu verkfræðistofunni hf. Grafnir vom bmnnar í eyrar Ósár, því talið er að vatnið hreinsist á ieið- inni gegnum eyrina og á að verða laust við gerla. Vatnsleiðslan er 2.812 metrar að lengd og er hún úr plasti keyptu frá Reykjalundi. Hún er um 180 mm í þvermál og þoiir um 6 kg þrýsting. Hólmvíkingar sjá sjálfir um fram- kvæmdir, nema að sjóða saman, það gera menn frá Reykjalundi. Miðlun- artankur verður síðan reistur fyrir ofan Brandskjól í 50 m hæð yfír sjó og á hann að taka 600 tonn af vatni. Vatnsveitan er öll fjármögnuð með lánsfé og kemur stærstur hluti þess frá Lánasjóði sveitarfélaga. Þess ber að geta að lagning þess- arar vatnsleiðslu er mjög brýn. Gamla vatnsleiðslan liggur upp að svonefndum Hádegisvötnum á Kálfa- nesflalli. Úr þeim hafa Hólmvíkingar fengið sitt vatn og hefur það oft verið mjög gmggugt. í því hafa fund- ist gerlar og hafa þau fyrirtæki á Hólmavík er stunda matvælafram- leiðsiu þurft að koma fyrir hreinsi- tækjum í húsum sínum Nú sér fyrir endann á þessu ófremdarástandi með tilkomu nýrrar vatnsveitu. - BRS Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur Noregskonungur ásamt Hrafnhildi Schram, listfræðingi, fyr- ir framan eina af myndum Jóhannesar Kjarvais á Listasafni ís- lands. Myndin heitir Frá ÞingvöUum 1940. Við komuna til Norræna hússins. Knud Ödeg&rd, forstöðumaður Norræna hússins býður konung velkominn. Borgarstjórí tekur á móti Noregskonungi við komuna til Viðeyjar. Konungur skoðar handrítin i Áraasafni undir leiðsögn Ólafs Halldórs- sonar, handrítafræðings. o,PA> SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR KRINGWN Domus Medica, KöneNn USSSÍ. Sími 689212. í TOPPSKÓNUM, VELTUSUNDI skór frá S. Waage, Kringlunni og Domus Medica Allt selst innan við 995 kr. tovÆ ^5^5--SKÖRINlí VELTUSUNr 21212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.