Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR :8.'UEPTOMBER 1988 49 Minning: Elías Sveinsson Vestmannaeyjum Fæddur 8. september 1910 Dáinn 13. jú!í 1988 Elías Sveinsson var jarðsunginn 19. júlí sl. frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. Hann fæddist á Gamlahrauni við Eyrarbakka, sonur hjónanna Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Vallar- hjáleigu í Flóa og Sveins Þórðarson- ar frá Mýrum í Villingaholtshreppi. Þau hjónin fluttu með börn sín til Vestmannaeyja árið 1925 og bjuggu í Varmadal. Systkini Elíasar voru þau Helga, fædd árið 1900, giftist Ama Magn- ússyni; Þórður, fæddur 1902, kvæntist Elínu Jónsdóttur og Valdi- mar, fæddur 1905, kvæntist Mar- gréti Pétursdóttur. Þegar til Eyja kom fór Elías að róa á Enok hjá Þórði Jónssyni frá Bergi. Eftir að hafa verið þar í nokkrar vertíðir hóf hann nám í vélstjóraskóla og gerðist síðan vélstjóri á mb. Óðni. Formennsku sína hóf hann á Gull- toppi I, en lengst var hann með mb. Sjöstjömuna. Elías Sveinsson var í hópi hinna reyndu aflaskipstjóra í Eyjum sem þekktu vel til miða. Honum hélst vel á mönnum, góður andi var ævin- lega um borð enda stutt í ljúft bros- ið og gamanyrðin hjá formanninum. Mörg sumur fór Elías til síldveiða fyrir norðan land, fyrst á tvflemb- Laugarásbíó: „ Vitni að morði“ frumsýnd LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Vitni að morði“ með Lukas Haas, Alex Rocco og Katherine Helmond í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Frank Laloggia. í fréttatilkynningu frá Laugarás- bói segir: „Lukas Haas leikur úr- ræðagóðan og athugulan dreng í smábæ í Nýja Englandi. Hann nær valdi jrfir bekkjarfélögum sínum og hræðir næstum úr þeim og kennur- um sínum líftóruna með dáleiðslu- kenndum draugasögum sínum. Hann er kænn smábæjargutti sem í tímans rás hefur töfrað fram sína eigin skemmtun. Öskudagurinn rennur upp frekar dumbungslegur, Lukas lokast inni í skólanum og í fyrsta skipti í lífi sínu verður hann sjálfur hræddur er hann upplifir atburði sem áttu sér stað í raunveruleikanum á þess- um stað fyrir löngu.“ ingunum Óðni og Ófeigi. Þeir voru saman um eina nót við veiðarnar. Síðar var hann nokkur sumur með Sjöstjömuna með hringnót. Árið 1935 giftist Elías eftirlif- andi konu sinni, Evu L. Þórarins- dóttur Bjamasonar jámsmiðs úr Reykjavík og konu hans, Unu Jóns- dóttur. Böm þeirra em: Sigurður Sveinn, fæddur 1936, kvæntur Sig- rúnu Þorsteinsdóttur. Þau eiga 3 böm. Una Þórdís, fædd 1938, gift Önundi Kristjánssyni, eiga þau 4 böm. Atli, fæddur 1939, kvæntur Kristínu Frímannsdóttur, böm þeirra em 3. Sara, fædd 1943, gift Bimi Baldurssyni. Þeirra böm em 3. Sævaldur, fæddur 1948, kvæntur Svanborgu Oddsdóttur. Þau eiga 3 böm. Hjalti, fæddur 1953, kvæntur Júlíu Andersen. Þá mánuði sem jarðeldurinn var uppi í Heimaey vom þau hjón á fastalandinu, en strax og gosinu lauk vom þau aftur komin í Varmadal. Hin síðari ár komu þau oft til landsins. Á björtum sumar- dögum óku þau um sveitir og fundu ættingja og vini. Á uppvaxtarámm sínum var Elí- as í sveit á Baugsstöðum hjá Helgu móðursystur og Jóni Magnússyni. Hjá þeim hjónum ólst upp annað systkinabam Helgu, Ólaftir Gunn- arsson, er síðar bjó þar og er nú látinn fyrir fáum árum. Mikið vin- fengi var með þeim frændum og kom Elías því oft að Baugsstöðum einkum hin síðari ár. Sá hann þá út yfir sjóinn og brimið við hraun- strönd bemsku sinnar. Nú þegar Elías er til moldar bor- inn í Eyjum er hún komin þar öll Alyktun stjórnar LL: Ráðist að fjárhags- grundvelli heimila fjölskyldan sem flutti í Varmadal árið 1925. Samúðarkveðjur. Sigurður Kr. Árnason Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða á stjómar- fundi Landssambands lögreglu- manna, sem haldinn var 2. sept- ember sl.: „Stjóm Landssambands lög- reglumanna mótmælir harðlega einhliða skerðingu stjómvalda á samningsrétti og launum opin- berra starfsmanna. Stjóm LL telur óþolandi og óviðunandi að venju- legt launafólk skuli alltaf þurfa að bera þyngstu byrðamar í efna- JC Hafnarfjörður: Fyrstí funduriim á starfsárinu I kvöld verður haldinn fyrsti fé- lagsfundur JC Hafnarfjarðar á starfsárinu 1988-1989. Er þessi fundur upphafið á starfsemi vetrarins, en gestur fundarins verður Hildur Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Ný stjóm tók við störfum í félag- inu í júní og er Gunnur Baldurs- dóttir forseti félagsins á þessu starfsári. Stærsta verkefnið sem framundan er á starfsárinu er Skandek þing, sem haldið verður í maí á næsta ári, en á það þing koma félagar frá einu JC félagi í hveiju Norðurlandanna. Er búist við að á milli 70 og 100 manns frá JC félögum á hinum Norðurlöndun- um komi á þingið. JC Hafnarijörður hélt landsþing JC hreyfingarinnar síðastliðið vor, en það er í fyrsta sinn í 15 ára sögu félagsins sem það heldur landsþing. Fundurinn í kvöld er haldinn að Dalshrauni 5 í Hafnarfírði og hefst hann klukkan 20.15. Fundurinn er öllum opinn. hagsráðstöfunum en lítið sé leitað til þeirra staða í þjóðfélaginu, þar sem meira er af að taka. Um sl. áramót var lagður á matarskattur, sem harðast hefur bitnað á hinum launalægstu. Síðan hefur samningsrétturinn verið af- numinn um tima til undirbúnings frekari skerðingu á samnings- bundnum kjörum. Nú hefur verið ráðist á sjálf launin, þau rýrð og um leið skert greiðslugeta hús- byggjenda. Þar með er ráðist að fjárhagsgrundvelli heimila hins almenna launþega. Með þessu háttalagi er stefnt í trúnaðarbrest milli þjóðar og stjómvalda, og þar með í vantrú á réttarríki og réttlátt þjóðfélag. Stjóm LL sýnist því full þörf á að minna ríkisvaldið á það sem forðum var mælt: Með lögum skal land byggja, -en með ólögum eyða.“ (Fréttatilkynning) Nokkuð um innbrot Nokkuð var um innbrot, þjófnaði og skemmdarverk um síðustu helgi. Brotist var inn í verslunina Karakter við Þingholtsstræti og þaðan stolið peningakassa. Kass- inn fannst í næsta nágrenni. Brotist og inn í Vídeómeistarann við Seljabraut og þar höfðu þjófar einhver verðmæti upp úr krafsinu. Brotist var inn í Ægisborg við Ægisíðu en engu stolið. Farið var inn í Pítuhomið við Bergþórugötu en engu stolið. Brotist var inn í bfl við bflasölu í Skeifunni. Smkemmdarverk voru unnin á níu bflum við Bflaleigu Akureyrar f Skeifunni. BOGDAN KOWALCZYK OG GUÐJÓN GUÐMUNDSSON IÁTA DÆLUNA GANGA Á SHELLSTÖÐINNI VIÐ MIKLUBRAUT í dag kl. 14:30-17:30 munu Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari og Guðjón Guðmundsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í handbolta, aðstoða við bensinafgreiðslu á Shellstöðinni á Miklubraut suður, Kringlumegin. Tilefnið er landsleikurinn við Dani í kvöld. Við hvetjum alla til að fjölmenna í Höllina og örva okkar menn til dáða gegn frændum okkar og uppáhaldsandstæðingum í íþróttum, Dönum. Bogdan og Guðjón munu ennfremur leita hjálpar viðskiptavina við að skafa af nokkrum Fjörkum. Skeljungur styrkir íslenska handboltalandsliðið til þátttöku í Ólympíuleikunum. Stefnum á stóran sigur, góðan undirbúning fyrir Ólympíuleikana. Laugarásbíó sýnir nú kvikmynd- ina „Vitni að morði“ með Lukas Haas, sem lék í „Vitninu" i aðal- hlutverki. Skeljungur hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.