Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR :8.'UEPTOMBER 1988
49
Minning:
Elías Sveinsson
Vestmannaeyjum
Fæddur 8. september 1910
Dáinn 13. jú!í 1988
Elías Sveinsson var jarðsunginn
19. júlí sl. frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum.
Hann fæddist á Gamlahrauni við
Eyrarbakka, sonur hjónanna
Sigríðar Þorvaldsdóttur frá Vallar-
hjáleigu í Flóa og Sveins Þórðarson-
ar frá Mýrum í Villingaholtshreppi.
Þau hjónin fluttu með börn sín
til Vestmannaeyja árið 1925 og
bjuggu í Varmadal.
Systkini Elíasar voru þau Helga,
fædd árið 1900, giftist Ama Magn-
ússyni; Þórður, fæddur 1902,
kvæntist Elínu Jónsdóttur og Valdi-
mar, fæddur 1905, kvæntist Mar-
gréti Pétursdóttur. Þegar til Eyja
kom fór Elías að róa á Enok hjá
Þórði Jónssyni frá Bergi. Eftir að
hafa verið þar í nokkrar vertíðir
hóf hann nám í vélstjóraskóla og
gerðist síðan vélstjóri á mb. Óðni.
Formennsku sína hóf hann á Gull-
toppi I, en lengst var hann með
mb. Sjöstjömuna.
Elías Sveinsson var í hópi hinna
reyndu aflaskipstjóra í Eyjum sem
þekktu vel til miða. Honum hélst
vel á mönnum, góður andi var ævin-
lega um borð enda stutt í ljúft bros-
ið og gamanyrðin hjá formanninum.
Mörg sumur fór Elías til síldveiða
fyrir norðan land, fyrst á tvflemb-
Laugarásbíó:
„ Vitni að
morði“
frumsýnd
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýninga kvikmyndina „Vitni að
morði“ með Lukas Haas, Alex
Rocco og Katherine Helmond í
aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Frank Laloggia.
í fréttatilkynningu frá Laugarás-
bói segir: „Lukas Haas leikur úr-
ræðagóðan og athugulan dreng í
smábæ í Nýja Englandi. Hann nær
valdi jrfir bekkjarfélögum sínum og
hræðir næstum úr þeim og kennur-
um sínum líftóruna með dáleiðslu-
kenndum draugasögum sínum.
Hann er kænn smábæjargutti sem
í tímans rás hefur töfrað fram sína
eigin skemmtun.
Öskudagurinn rennur upp frekar
dumbungslegur, Lukas lokast inni
í skólanum og í fyrsta skipti í lífi
sínu verður hann sjálfur hræddur
er hann upplifir atburði sem áttu
sér stað í raunveruleikanum á þess-
um stað fyrir löngu.“
ingunum Óðni og Ófeigi. Þeir voru
saman um eina nót við veiðarnar.
Síðar var hann nokkur sumur með
Sjöstjömuna með hringnót.
Árið 1935 giftist Elías eftirlif-
andi konu sinni, Evu L. Þórarins-
dóttur Bjamasonar jámsmiðs úr
Reykjavík og konu hans, Unu Jóns-
dóttur. Böm þeirra em: Sigurður
Sveinn, fæddur 1936, kvæntur Sig-
rúnu Þorsteinsdóttur. Þau eiga 3
böm. Una Þórdís, fædd 1938, gift
Önundi Kristjánssyni, eiga þau 4
böm. Atli, fæddur 1939, kvæntur
Kristínu Frímannsdóttur, böm
þeirra em 3. Sara, fædd 1943, gift
Bimi Baldurssyni. Þeirra böm em
3. Sævaldur, fæddur 1948, kvæntur
Svanborgu Oddsdóttur. Þau eiga 3
böm. Hjalti, fæddur 1953, kvæntur
Júlíu Andersen.
Þá mánuði sem jarðeldurinn var
uppi í Heimaey vom þau hjón á
fastalandinu, en strax og gosinu
lauk vom þau aftur komin í
Varmadal. Hin síðari ár komu þau
oft til landsins. Á björtum sumar-
dögum óku þau um sveitir og fundu
ættingja og vini.
Á uppvaxtarámm sínum var Elí-
as í sveit á Baugsstöðum hjá Helgu
móðursystur og Jóni Magnússyni.
Hjá þeim hjónum ólst upp annað
systkinabam Helgu, Ólaftir Gunn-
arsson, er síðar bjó þar og er nú
látinn fyrir fáum árum. Mikið vin-
fengi var með þeim frændum og
kom Elías því oft að Baugsstöðum
einkum hin síðari ár. Sá hann þá
út yfir sjóinn og brimið við hraun-
strönd bemsku sinnar.
Nú þegar Elías er til moldar bor-
inn í Eyjum er hún komin þar öll
Alyktun stjórnar LL:
Ráðist að fjárhags-
grundvelli heimila
fjölskyldan sem flutti í Varmadal
árið 1925.
Samúðarkveðjur.
Sigurður Kr. Árnason
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða á stjómar-
fundi Landssambands lögreglu-
manna, sem haldinn var 2. sept-
ember sl.:
„Stjóm Landssambands lög-
reglumanna mótmælir harðlega
einhliða skerðingu stjómvalda á
samningsrétti og launum opin-
berra starfsmanna. Stjóm LL telur
óþolandi og óviðunandi að venju-
legt launafólk skuli alltaf þurfa
að bera þyngstu byrðamar í efna-
JC Hafnarfjörður:
Fyrstí funduriim á starfsárinu
I kvöld verður haldinn fyrsti fé-
lagsfundur JC Hafnarfjarðar á
starfsárinu 1988-1989. Er þessi
fundur upphafið á starfsemi
vetrarins, en gestur fundarins
verður Hildur Magnúsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
Ný stjóm tók við störfum í félag-
inu í júní og er Gunnur Baldurs-
dóttir forseti félagsins á þessu
starfsári. Stærsta verkefnið sem
framundan er á starfsárinu er
Skandek þing, sem haldið verður í
maí á næsta ári, en á það þing
koma félagar frá einu JC félagi í
hveiju Norðurlandanna. Er búist
við að á milli 70 og 100 manns frá
JC félögum á hinum Norðurlöndun-
um komi á þingið.
JC Hafnarijörður hélt landsþing
JC hreyfingarinnar síðastliðið vor,
en það er í fyrsta sinn í 15 ára
sögu félagsins sem það heldur
landsþing.
Fundurinn í kvöld er haldinn að
Dalshrauni 5 í Hafnarfírði og hefst
hann klukkan 20.15. Fundurinn er
öllum opinn.
hagsráðstöfunum en lítið sé leitað
til þeirra staða í þjóðfélaginu, þar
sem meira er af að taka.
Um sl. áramót var lagður á
matarskattur, sem harðast hefur
bitnað á hinum launalægstu. Síðan
hefur samningsrétturinn verið af-
numinn um tima til undirbúnings
frekari skerðingu á samnings-
bundnum kjörum. Nú hefur verið
ráðist á sjálf launin, þau rýrð og
um leið skert greiðslugeta hús-
byggjenda. Þar með er ráðist að
fjárhagsgrundvelli heimila hins
almenna launþega.
Með þessu háttalagi er stefnt í
trúnaðarbrest milli þjóðar og
stjómvalda, og þar með í vantrú
á réttarríki og réttlátt þjóðfélag.
Stjóm LL sýnist því full þörf á
að minna ríkisvaldið á það sem
forðum var mælt: Með lögum skal
land byggja, -en með ólögum
eyða.“
(Fréttatilkynning)
Nokkuð um innbrot
Nokkuð var um innbrot, þjófnaði
og skemmdarverk um síðustu
helgi. Brotist var inn í verslunina
Karakter við Þingholtsstræti og
þaðan stolið peningakassa. Kass-
inn fannst í næsta nágrenni.
Brotist og inn í Vídeómeistarann
við Seljabraut og þar höfðu þjófar
einhver verðmæti upp úr krafsinu.
Brotist var inn í Ægisborg við
Ægisíðu en engu stolið.
Farið var inn í Pítuhomið við
Bergþórugötu en engu stolið.
Brotist var inn í bfl við bflasölu
í Skeifunni.
Smkemmdarverk voru unnin á
níu bflum við Bflaleigu Akureyrar
f Skeifunni.
BOGDAN KOWALCZYK OG
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
IÁTA DÆLUNA GANGA
Á SHELLSTÖÐINNI VIÐ MIKLUBRAUT
í dag kl. 14:30-17:30 munu Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari
og Guðjón Guðmundsson liðsstjóri íslenska landsliðsins í
handbolta, aðstoða við bensinafgreiðslu á Shellstöðinni á
Miklubraut suður, Kringlumegin.
Tilefnið er landsleikurinn við Dani í kvöld. Við hvetjum alla til
að fjölmenna í Höllina og örva okkar menn til dáða gegn
frændum okkar og uppáhaldsandstæðingum í íþróttum,
Dönum. Bogdan og Guðjón munu ennfremur leita hjálpar
viðskiptavina við að skafa af nokkrum Fjörkum.
Skeljungur styrkir íslenska handboltalandsliðið til þátttöku í
Ólympíuleikunum.
Stefnum á stóran sigur, góðan undirbúning
fyrir Ólympíuleikana.
Laugarásbíó sýnir nú kvikmynd-
ina „Vitni að morði“ með Lukas
Haas, sem lék í „Vitninu" i aðal-
hlutverki.
Skeljungur hf.