Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 25
'JJflKI
T5,T.4TTr'rT'>*'
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
25
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Leirvogsá í 1000 laxa?
Þannig gæti farið, að Leirvogsá
í Mosfellssveit ijúfí 1000 laxa
múrinn í sumar, þar verður veitt
til 19. september og síðast er
fréttist höfðu veiðst þar um 870
laxar. Aðeins er veitt á tvær
stangir í ánni og veiðin hófst 25.
júni. Það hefur því verið hrein
mokveiði í allt sumar. Talsvert er
talið vera af laxi í ánni enn og
einhver reytingur enn að ganga.
1975 veiddust 739 laxar í ánni
og var það metið sem nú er rokið
út í veður og vind. Einn 19 punda
lax hefur veiðst í ánni í sumar
og eru slík tröll fágæt í ánni.
Met í Leirársveit?
Nú munu komnir rúmlega 1600
laxar úr Laxá í Leirársveit og er
það áþekk veiði og veiðisumurin
miklu 1975 (1654 laxar) og 1986
(1610 laxar). Enn meiri veiði hef-
ur þó komið úr Laxá fyrir 1974
og er spuming hversu há lokatal-
an verður nú. Enn aflast ágætlega
miðað við aðstæður, t.d. veiddust
á tveimur dögum fyrir skömmu
50 laxar á 7 stangir og voru sum-
ir veiðimanna þó nýliðar í Laxá.
Mikill lax er í ánni, en að mestu
hættur að ganga. Hann tekur illa
og grannt, en samt em menn að
slíta upp þokkalega veiði.
Grimsá stefnir í met...
Veiðin í Grímsá er nú um 2000
fískar, rétt tæplega. Þar er veitt
til 17. september og er metveiðin
frá 1975 í hættu. Þá veiddust
2116 laxar í Grímsá og Tunguá.
Fyrir skömmu veiddist stærsti lax
sumarsins í Grímsá, 20 punda
hængur á flugu í Lambakletts-
fljóti. Annars hefur allur þorri
laxana verið 4 til 7 pund. „Þeir
eru bara fleiri í staðinn," segir
Sturla í Fossatúni.
Laxáslök
Veiði hefur verið dauf í Laxá
í Aðaldal í sumar, sérstaklega er
á það hefur liðið. 15 stanga holl
fékk t.d. fyrir skömmu aðeins 18
laxa á fjórum dögum og náði ein
stöngin þar af 9 fískum. Þeir sem
á eftir komu veiddu enn minna,
mest komu 3 laxar á eina stöng-
ina, en hinar voru með þetta einn
eða engan og voru þetta þó vanir
menn. Heildartalan er einhvers
staðar nálægt 1900 löxum sem
þykir ekki mikið í Laxá þegar að
er gætt að þetta er a.m.k. 20
stanga á.
Mynd 1: Valdimar Hermannsson verslunarstjóri afhendir 1. og 2.
verðlaun í sumargetraun Hagkaups. Til vinstri er Kristín Gísladótt-
ir en Anna Lisa Guðmundsdóttir stendur í miðjunni.
Verðlaun veitt í sum-
argetraun Hagkaups
Skrifstofutæknir
Athyglisvert
námsKeið!
Nú er tækifærið til að mennta sig fyrir allt er
lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er
lögð á notkum PC-tölva. Námið tekur þrjá
mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög
gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á
skrifstofuvinnu.
í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagna-
grunnur, töflureiknar og áætlunargerð, tölvubókhald, toll- og
verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við
stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og
verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að
námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki.
Innritun og nánari upplýsingar veittar í
símum 687590 og 686790
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
Hvað segja þau
um námskeiðið.
Sólveig Kristjánsdóttir:
Siðastliöinn vetur var ég við ném
hjáTölvufræðslunni. Þessi tími
er ógleymanlegur bæði vegna
þeirrar þekkingar, sem ég hlaut
og kemur mér mjög til góða þar
sem ég starfa nú, svo og vegna
andans sem þama rikti. Þetta
borgaði sig.
Sigríður Þórisdóttir:
Mér hefur nýst némiö vel. Ég
er öruggari í starfi og m.a. feng-
ið stöðuhækkun. Víötæk kynn-
ing á tölvum og töh/uvinnslu í
þessu nómi hefur reynst mér
mjög vel. Maður kynnist þeim
fjölmörgu notkunarmöguleikum
sem tölvan hefur upp á að bjóða.
Þetta nám hvetur mann einnig *
til að kanna þessa möguleika
ogfærasérþáinyt.
Jóhann B. Ólafsson:
Ég var verkamaður áður en ég
fór í skrifstofutækninámiö hjá
Tölvufræðslunni. Ég bjóst ekki
við aö læra mikiö á svo skömm-
um tíma, en annaðhvort var það
að ég er svona gáfaður, eða þá
að kennslan var svona góð (sem
ég tel nú að f rekar hafi verið),
að nú er ég allavega orðinn að-
stoðarframkvæmdarstjóri hjá
íslenskum tækjum. Ég vinn svo
til eingöngu á tölvur, en tölvur
voru hlutir sem ég þekkti ekkert
inná áður en ég fór i námið.
Á skrifstofu
Tölvufræðslunnar
er hægt að fá
bæklinga um
námið,
bæklingurinn er
ennfrcmur sendur í
pósti til þeirra sem
þess óska
NÝLGA voru afhent verðlaun í
sumargetraun Hagkaups, en get-
raun þessi var í blaði, sem versl-
unin gaf ót á síðasta vori. Fyrstu
verðlaun, fimmtán þúsund króna
vöruúttekt, hlaut Anna Lísa Guð-
mundsdóttir.
Önnur verðlaun voru 10.000 kr.
vöruúttekt og komu þau í hlut
Kristínar Gísladóttur. 3,- 12. vinn-
ingar voru leikfong, sem hafa þegar
verið send vinningshöfum.
í fréttatilkynningu frá verslun-
inni segir, að í blaðinu hafí, auk
getraunarinnar, verið kynning á
nýjum vörumerkjum og hagstæð-
ustu innkaupunum í verslunum
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Hagkaups. Einnig voru þar kynntar
framleiðsluvörur tveggja íslenskra
fyrirtækja, Sólar hf. og Alpans.
•^Artline gefurltmma
Merkipennar, tússpennar, glcerupennar, töflutússpennar, plakatpennar, áherslupennar o.m.fl. Artline pennar
fyrir alla notkun. Artline býður eitt mest selda úrual merki-og skrifpenna.