Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 ■ JÓN Bjarai Guðmundsson, sem skoraði jöfnunarmark Fylkis gegn FH og tryggði Fylki þar með 1. deildarsæti, fór morguninn eftir leikinn utan til náms í leikhúss- fræðum í Bandaríkjunum og mun ekki leika meira með liðinu í sumar. ■ HVORKI fleiri né færri en sex leikmanna 1. deildarliðs KA í knatt- spymu eru nú fluttir, eða að flytja, -^ suður fyrir heiðar vegna náms, og hitta félaga sína í liðinu einungis í leikjum. Þetta eru þeir Jón Kristj- ánsson, Gauti Laxdal, Arnar Bjarnason, Friðfinnur Her- mannsson, Stefán Ólafsson, og SteingTÍmur Birgisson. ■ GUÐMUNDUR Garðarson leikmaður Leifturs meiddist í minningarleiknum gegn Þór í fyrrakvöld og leikur væntanlega Segn KA í deildinni um helgina. I UMSK-MÓTIÐ í tennis fer -jg^fram við Kópavogsskóla 8.-11. september. Verður þetta væntam lega síðasta útimót sumarsins. Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast til Itiartans Óskarssonar, mótstjóra. ■ RINAT Dassajev, landsliðs- markvörður Sovétmanna, segir til- boð það, sem spænska liðið Sevilla gerði honum, allt of lágt og segir, að félagið verði að punga út að minnsta kosti fjórum milljónum dollara. I SOVÉZKIR íþróttamenn á ÓL fá greiddan vænan bónus, ef þeir vinna til gullverðlauna. Forseti sovézku ólympíunefndarinnar hef- ur staðfest þetta og segir að bónus- inn jafngildi 19 þús dollurum. Jafn- . ^ framt segist hann hafa áhyggjur af öryggismálum á leikunum. ■ ÍSRAELSKI landsliðsmaður- ii.n Eli Ohana vill fara frá Evrópu- bikarmeisturum Mechelen eftir að hann missti sæti sitt í liðinu til Hollendingsins Johnny Bosmann. M NORMAN Whiteside, n-irski landsliðsmaðurinn, er meiddur og missir af leik N-írlands og írlands í undankeppni HM en hann fer fram 14. september. UMFÍ styrkir Ólympíu- fara STJÓRN Ungmennafélags íslands samþykkti á fundi um síðustu helgi að veita styrk úr verkefnasjóði UMFÍ til þátttöku íslendinga á Ólympíuleikunum í Seoul. Samþykkt var að veita Ólympiunefnd lslands styrk að upphæð kr. 390.000 og Ólympíuneftid fatlaðra kr. 150.000. Þess má geta að 18 íslensku ólympíufaranna eru félagar í Ungmennafélagi. KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA Skagamenn endurskipu- leggja vömina fyrir kvöldið Újpesti Dozsa hefur átján sinnum orðið ungverskur meistari „LEIKURINN leggst bara vel í mig. Ég hef fremur litlar upp- lýsingar um ungverska liðið en hef séð leik með þeim á mynd- bandsspólu. Af henni að dœma spila þeir skemmtilegan bolta og virðast sterkir", sagði Sig- urður Lárusson, þjálfari Skaga- manna í samtali við Morgun- blaðið. ÍA keppir f kvöld fyrri leik sinn gegn ungverka liðinu Újpesti Dozsa í fyrstu umferð Evrópukeppni félgsliða. Leikur- inn fer fram á Akranessvelli og hefstkl. 18:00. Skagamenn munu breyta leik- skipulagi sínu frá því sem ver- ið hefur í sumar. Þeir munu nú leika með „sweeper" sem aftasta mann en það hafa þeir ekki gert áður í sumar. Þeir munu einnig leika með aðeins einn framlínumann. Guðbjöm Tiyggvason, sem leikið hefur 13 leiki fyrir Skagamenn í Evrópukeppni, er í leikbanni vegna brottrekstrar í leik við Kalmar í fyrra. Er það skarð fyrir skildi þar sem Skagaliðið er mjög ungt og skortir rejmslu í stórleikjum. Karl Þórðarson er langreyndasti ieik- maður liðsins sem leikur í dag. Hann hefur leikið 14 Evrópuleiki. Byijunarlið Skagamanna verður þannig: Ólafur Gottskálksson verð- ur í markinu, Alexander Högnason verður „sweeper", Sigurður B. Jónsson og Mark Duffíeld verða vamarmenn fyrir framan hann. Á vængjunum verða Heimir Guð- mundsson og Öm Gunnarsson. Á miðjunni verða Ólafur Þórðarson, Karl Þórðarson, Sigursteinn Gísla- on og Haraldur Ingólfsson. Aðal- steinn Víglundsson verður í framlín- unni. Komst í úrsllt 1969 Újpesti Dozsa hefur átján sinnum orðið ungverskur meistari í knatt- spymu. Gullöld liðsins var á áranum 1969-75 en liðið varð þá meistari öll sjö árin. Félagið hefur orðið ungverskur bikarmeistari sex sinn- um. Újpesti Dozsa hefur oft tekið þátt í Evrópumótunum í knatt- spymu. Bezta árangri sínum á þeim vettvangi náði liðið árið 1969. Þá komst það í úrslit UEFA-keppninn- ar en tapaði fyrir enska liðinu New- castle. Þrír leikmanna liðsins era í ung- verska landsliðinu, Kovács, Herédi og Kozma. Þeir era allir vamar- menn og er því greinilegt að Skaga- menn verða að hafa sig alla við í sókninni í leiknum í dag. SlgurAur Lárusson KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Það var aðsjóða upp úr“ - segirJón Krist- jánsson KA-maður „ÞAÐ var ýmislegt búið að ganga á áður en við vorum reknir út af. Ég var til dæmis búinn að fá marga pústra. Áður en við vorum reknir út af var alveg að sjóða upp úr inni á veliinum — það var aðeins spurning um hvað gerðist og hjá hverjum," sagði Jón KA-maður Kristj- ánsson, í samtali við Morgun- blaðið, en hann var rekinn af velli í leiknum gegn Fram um helgina, eins og Guðjón Þórð- arson þjálfari KA. Framarar höfðu margir orð á því að KA-liðið hefði leikið mjög gróft í leiknum, en KA-menn vilja meina að það hafí Framarar einnig gert. „Leikurinn byijaði ósköp rólega, en í seinni hálfleikn- um var mikill hiti í leiknum. Ég tel að dómarinn eigi sinn þátt í því, því hann missti alveg stjórn Jón Krlstjánsson. á leiknum. Það var mikið um pústra; ég hafði til dæmis fengið skurð fyrir neðan annað augað eftir högg er ég stökk upp í skalla- bolta. Framarar töluðu um það eftir leikinn að við hefðum spark- að í menn, jafnvel vísvitandi, en það gerðu þeir líka. Ormarr [Örl- ygsson] kom til dæmis einu sinni og sparkaði í mig þegar boltinn var víðs fjarri, þannig að það var ýmislegt búið að ganga á.“ Jón hélt áfram: „áður en ég sló Guðmund [Steinsson] hafði hann hangið á mér. Ég reyndi að hrista hann af mér en það tókst ekki. En það réttlætir alls ekki það sem ég gerði. Það er ófyrirgefanlegt. Eg vil að það komi skýrt fram,“ sagði Jón. KNATTSPYRNA Þrír KA-menn í leikbann Jón Kristjánsson í þriggja leikja bann JÓN Kristjánsson, varnarmað- urinn sterki hjá KA, fékk þriggja leikja bann á fundi aga- nefndar KSI á þriðjudag vegna brots í leiknum gegn Fram um síðustu helgi. Jón leikur því ekki meira með KA í 1. deild á þessu keppnistímabili þar sem aðeins þrjár umferðir eru eftir. Bróðir Jóns, Erlingur sem einnig leikur með KA, fékk eins leiks bann fyrir að hafa fengið fjögur gul spjöld. Eins fékk Guðjón Þórð- arson, þjálfari KA, eins leiks bann Leiðrétting m Ifrétt á íþróttsíðu Morgunblaðs- ins 7. sept. um val á landsliði eldri kylfinga vegna sveitakeppni Evrópusambands senjóra á Spáni, var einn liðsmanna, Ari Guðmunds- son, talinn úr Nesklúbbnum. Það er ekki rétt. Ari er að vísu félagi þar, en hann hefur keppt og keppir áfram fyrir Golfklúbb Reykjavíkur. Leiðréttist þetta hér með. fyrir brottvísun í leik Fram og KA. Tveir leikmenn Leifturs verða f leikbanni gegn KA á laugardaginn. Það era framlínumennimir Steinar Ingimundarson og Hörður Benón- ýsson sem báðir fengu eins leiks bann. Sverrir Pétursson, Þrótti Reykjavík, fékk leikbann fyrir útaf- rekstur. Smári Hilmarsson, Víkveija, fékk einn leik fyrir fjögur gul spjöld og eins fékk Þórður Ól- afsson, Hugin, einn leik fyrir útaf- rekstur. HNEFALEIKAR Ætlaði Tyson að fyrírfara sér? KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ Njarðvíkingar mæta ekki - á landsliðsæfingar. „Erekki hættur," segirTeiturÖrlygsson NJARÐVÍKINGAR hafa ekki mætt á landsliðsæfingar og svo virðist sem leikmenn liðs- ins ætli ekki að gefa kost á sér í íslenska landsliðið í körfu- knattleik. Fjórir leikmenn voru valdir í 18 manna hóp, en að- eins einn hefur haft samband við KKÍ og látið vita að hann gef i ekki kost á sér. Laszlo Nemeth, landsliðsþjálfari, boðaði 18 manna hóp á lands- liðsæfíngar á Laugarvatni. Margir leikmenn létu ekki sjá sig, þar á meðal Njarðvíkingamir. Á næstu æfíngu mættu Njarðvíkingar ekki heldur, þrátt fyrir að ákvörðun hafí verið tekin ujn að landsliðsæfingar yrðu ávallt á föstudögum. Fjórir leikmenn frá Njarðvík vora valdir í landsliðshópinn. Teitur Örl- ygsson, Helgi Rafnsson, ísak Tóm- asson og Hreiðar Hreiðarsson. Eng- inn þeirra hefur mætt en aðeins Hreiðar hefur látið KKÍ vita að hann gefi ekki kost á sér í liðið, vegna vinnu. „Þessi æfíng var að vísu boðuð með stuttum fyrirvara, en það var búið að ákveða að föstudagar yrðu æfíngadagar fyrir landsliðið. For- ráðamenn liðanna höfðu samþykkt það og því átti öllum að vera kunn- ugt um þetta fyrirkomulag,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKÍ í samtali við Morgvnblaðið. „Aðeins Hreiðar hef- ur látið vita en við bíðum eftir svör- um frá hinum leikmönnum liðsins," sagði Pétur. „Ég er ekki hættur með landslið- inu. Eg hef einfaldlega ekki komist á tvær síðustu æfingar en reikna með að æfa með liðinu," sagði Teit- ur Örlygsson. „Það hafa verið mjög stífar æfíngar hjá okkur í Njarðvík en auðvitað langar mig til að æfa með landsliðinu," sagði Teitur. Laszlo Nemeth lýsti því yfír í viðtali við Morgunblaðið að þeir leikmenn sem ekki mættu á fyrstu æfíngarnar, yrðu ekki í liðinu. Mörg verkefni era framundan, þ.á.m. mót á Möltu í desember, fjög- urra þjóða mót og Norðurlandamót hér á landi í janúar. Flytja þurfti Mike Tyson, heimsmeistara í hnefaleik- um, á sjúkrahús eftir að hann ók bfl konu sinnar á tré skammt fyrir norðan New York á sunnu- daginn. New York Daily News, stærsta dagblað New York, heldur því fram, að atburðurinn hafi ekki verið neitt óhapp held- ur hafí Tyson ætlað að fyrirfara sér. Framkvæmdastjóri Tysons segir fréttina fáránlega. Framkvæmdastjóri Tysons, Bill Ciayton, vísaði fréttinni á bug sem fáránlegri.,, Getið þið ímyndað ykkur, að maður fari að reyna að fyrirfara sér með því að aka á tré á sinni eigin landareign", sagði hann. Tyson missti meðvitund í 20-30 mínútur eftir áreksturinn og man nú Ktið um hann og undanfara hans að sögn lækna. Hann getur ekki æft næstu 30-40 daga. Fresta verður því einvígi hans við Frank Brano en það átti að fara fram í Bret- landi 22. okóber.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.