Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988 Frakkland: Jean-Marie Le Pen ákærður fyrir meiðyrði FRANSKUR saksóknari ákærði á mánudag Jean-Marie Le Pen, leið- toga Þjóðarfylking’arinnar sem er yst til hægri í frönskum stjóm- málum, fyrir meiðyrði en hann hafði í ræðu reynt að koma höggi á ráðherra með ósmekklegum orðaleik er vísaði til útrýmingar nas- ista á gyðingum í síðari heimsstyijöldinni. Le Pen hafði tengt nafn ráð- herrans Michels Durafours við orðið crematoire, eða líkhús, svo úr varð four-crematoire, eða líbrennsluofn. Hafa menn túlkað þetta sem tilví- sun til brennsluofna nasista í of- sóknum þeirra á hendur gyðingum. Þessi ummæli Le Pens hafa vak- ið mikla reiða meðal allra stjóm- málaflokka og hvatti Pierre Arpail- lange, dómsmálaráðherra, dóms- yfirvöld til að kæra Le Pen fyrir rógburð. Saksóknari Nanterre, en bærinn Saint Cloud, þar sem Le Pen býr heyrir undir það lögsagnar- umdæmi, lagði í kjölfar þess fram ákæru á mánudag. Þetta atvik hefur orðið til þess að menn hafa rifjað upp önnur svip- uð ummæli Le Pens á síðasta ári en þá sagði hann að morðin á sex milljónum gyðinga í heimsstyijöld- inni síðari væru einungis „smáat- riði“ í mannkynssögunni. Franska dagblaðið x Liberation minnti í forystugrein fyrr í þessari viku á að Þjóðarfylking Le Pens hefði fengið 15% atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosning- anna í vor. „Le Pen veit að hann er ekki eini franski gyðingahatarinn og í kosningunum komst hann að því að tal hans um „smáatriði" fældu ekki kjósendur frá sér,“ sagði Liberation Jafnvel í Þjóðarfylkingunni sjálfri hefur gætt mikillar óánægju með þessi síðustu ummæli Le Pens, leiðtoga flokksins, og hafa nokkrir forystumanna hennar þeirra á með- al eini þingmaður flokksins, Yann Piat, opinberlega gagnrýnt þau. Framkvæmdastjóm Þjóðarfylking- arinnar rak á þriðjudag nokkra for- ystumenn úr flokknum en talið er að þrátt fyrir það muni brátt geta komið til uppgjörs milli harðlínu- manna og „hófsamra" í Þjóðarfylk- ingunni. Reuter Jean-Marie Le Pen sést hér koma til Aþenu í gær en þar verður hann í forsæti á fundi þingmanna úr röðum skoðnabræðra hans er sæti eiga i Evrópuþinginu. Tveir kennslustaðir: „Hallarsel", Þarabakka 3 í Mjóddinni og Auðbrekka 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Nemendur skólans unnu 17 af 20 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1988. Hættuleg hryðjuverka- samtök upprætt á Italíu Rómaborg. Reuter. ÍTALSKA lögreglan upprætti hættulegustu hryðjuverkasam- tök landsins i gærmorgun, að sögn Italo Leopizzi, yfirmanns LEIÐTOGI hinna löglegu verka- lýðssamtaka i Póllandi, Alfred Miodowics, sagðist i gær vera mótfallinn þvi að Samstaða, ólög- legu verkalýðssamtökin, yrði við- urkennd. Hann sagði ennfremur að deilan um lagalega stöðu Sam- stöðu mætti ekki verða aðal um- ræðuefni fyrirhugaðra viðræðna stjóraarinnar og stjóraarandstæð- inga. „Það að viðurkenna Samstöðu gengi í berhögg við hugmyndir okkar um að aðeins eitt verkalýðsfélag skuli vera í hverri verksmiðju," sagði Mi- odowicz. Hin löglegu verkalýðssam- tök, OPZZ, voru sett á stofn eftir að Samstaða var bönnuð árið 1982 og í þeim eru um sjö milljónir félaga. Miodowicz ítrekaði kröfu verka- lýðssamtakanna um að pólska stjóm- in segði af sér. Talsmenn samtak- anna sögðu á þriðjudag að þau myndu leggja fram vantrauststillögu þegar þingið kæmi saman síðar í þessum mánuði. Samtökin hafa að undanfömu tek- ið undir gagnrýni á stjómina fyrir lögreglusveita Rómaborgar. Um 200 lögreglumenn gerðu áhlaup á fylgsni hryðjuverkamanna í og við ítölsku höfuðborgina um efnahagsþrengmgamar í landmu, sem hafa valdið miklum vömskorti og 50 prósent verðbólgu. Bretland: LSDsagtí hveitiktíði Lundúnum. Reuter. HVEITIKLÍÐ er ef til viU ekki jafn heilsusamlegur morgunverð- ur og margir halda, þvl í þvi gæti verið vímugjafinn LSD, að því er breskur næringarfræðingur sagði á þriðjudag. David Conning næringarfræðing- ur sagði á árlegri ráðstefnu samtaka vísindamanna I Bretlandi að LSD væri eitt af þeim efnum sem kom- dijóli, sjúklegur ofvöxtur í komi af völdum grasdijólasvepps, framleiddi. Með daglegri neyslu komdijóla í kommeti gætu menn fengið í sig fjór- um sinnum stærri skammt af LSD en þyrfti til að víma hlytist af. miðja nótt i fyrrinótt og handtók 21 liðsmann sveitanna, sem ganga undir nafninu Bardaga- sveitir kommúnista (PCC). Sam- tökin voru stofnuð af fyrrver- andi liðsmönnum Rauðu her- deildanna, illræmdra hryðju- verkasveita, sem létu mikið að sér kveða á áttunda áratugnum. Meðal hinna handteknu voru Fabio Ravalli og kona hans Maria Cappello, en þau vom eftirlýst vegna morðsins á þingmanninum Roberto Ruffílli í apríl. Hann var einn nánasti ráðgjafi Ciriaco De Mita, forsætisráðherra, en var myrtur aðeins þremur dögum eftir að De Mita tók við starfi. ítölsku lögreglunni hefur orðið ágengt í baráttunni við hryðju- verkamenn að undanfomu. í júní voru systursamtök PCC í Mflanó upprætt og í fyrra vora önnur hættulegustu hryðjuverkasamtök landsins, Bandalag baráttukomma (UCC), upprætt. Þau létu m.a. lífláta háttsettan herforingja í ítalska flughemum. Að sögn Roberto Jucci, yfír- manns ítölsku herlögreglunnar, er talið að rekja megi flest hryðjuverk undanfarinna þriggja ára til liðs- manna PCC, sem handteknir vora í fyrrinótt. Þar á meðal era morð á mörgum háttsettum embættis- mönnum, m.a. morðið á Lando Conti, borgarstjóra Flórens, árið 1986. Á felustöðum hiyðjuverka- mannanna fundust 16 skammbyss- ur, tvær haglabyssur, Kalas- hnikov-riffill, 21 sprengjuhleðsla, sprengjur og gífurlegt magn af sprengiefni, og 200 milljón lírar, jafnvirði 6,7 milljóna íslenzkra króna. Löglegn verkalýðssamtökin í Póllandi: Samstaða verði ekki viðurkennd Varsjá. Reuter. Innritun og upplýsingar dagana 1. - 10. september kl. 10 - 19 í síma: 641111. Kennsluönnin er 15 vikur, hefst mánudaginn 12. september og lýkur með jólaballi. FID Betri kennsla - betri árangur. DANSSKÓU SIGURÐAR HÁKONARSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.