Morgunblaðið - 08.09.1988, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER Í988
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakúr, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti' 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjaíd 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Avöxtun sf. og fjár-
magnsmarkaðurinn
Aundanfömum árum hef-
ur orðið bylting á íslensk-
um fjármagnsmarkaði. Hún
kemur fram í ýmsum mynd-
um. Miðstýring hefur horfið í
vaxtaákvörðunum og fleiri
fyrirtæki en bankar bjóða al-
menningi þá þjónustu að
ávaxta fé. Um þessa byltingu
hefur verið harðlega deilt og
ágreiningur um efnahagsmál
um þessar mundir snýst með-
al annars um hvaða leiðir eigi
að fara í þessu efni. í opin-
berum umræðum beinist at-
hyglin einkum að vanköntun-
um á hinni nýju skipan. Menn
virðast gleyma því að það er
almenningur, sem leggur fyrir
og á spariféð að mestum hluta
en fyrirtæki sem fá peningana
að láni. Ef eitthvað fer úr-
skeiðis eða fer á verri veg í
þessu efni er það oftast hinn
almenni borgari sem situr
uppi með tjónið. Þannig verð-
ur það ef Ávöxtun sf. tekst
ekki að standa í skilum við
þá sem treystu fyrirtækinu
fyrir fjármunum sínum.
Unnt er að tapa fé með
mismunandi hætti í banka-
kerfínu eða hjá verðbréfafyr-
irtækjum, eins og þær stofn-
anir eru nú kallaðar sem segj-
ast bjóða hvað besta ávöxtun
á sparifé. í Mprgunblaðinu í
gær lýsir Jón Á. Gissurarsón,
fyrrum skólastjóri, því hvem-
ig fór fyrir 30 krónum sem
hann lagði inn á sérstaka
sparisjóðsbók í Landsbanka
íslands 1936, en þessi fjárhæð
jafngilti þá launum kennara
fyrir 10 stunda vinnu. Bókina
fann hann nú eftir rúma hálfa
öld, fór með hana vongóður í
banka og rifjaði upp fyrirheit
þess tíma um gildi ávöxtunar
en fékk greidda út 40 aura.
Lýsing af þessu tagi segir
sína sögu um hvemig fer fyr-
ir fjármunum sem ekki halda
verðgildi sínu í þeirri verð-
þenslu sem yfír okkur hefur
dunið undanfama áratugi.
Frjálsræði á fjármálamarkaði
var ætlað að auka trú manna
á gildi spamaðar. Raunin hef-
ur orðið sú að hann hefur
aukist og sífellt fleiri hafa
valið nýjar leiðir í því efni eins
og meðal annars má sjá af
þeim fjármunum sem eru í
vörslu Ávöxtunar sf. nú þegar
fyrirtækið er tekið undir opin-
bera stjóm bankaeftirlits og
hafin er lögreglurannsókn á
starfsemi þess. Þeir sem eiga
um sárt að binda ef Ávöxtun
sf. getur ekki staðið við skuld-
bindingar sínar em þeir fjöl-
mörgu einstaklingar sem
treystu fyrirtækinu fyrir flár-
munum sínum. Hlýtur að
verða lagt höfuðkapp á af
opinberri hálfu að gæta réttar
þeirra.
Á það reynir í framhaldi
af vandræðum og áfalli
Ávöxtunar sf. hvort almenn-
ingur sýnir verðbréfafyrir-
tækjum sama traust og áður.
í umræðum um það atriði er
bent á, að öðru máli gegni um
þau fyrirtæki sem talin eru
umsvifameiri á þessum mark-
aði en Ávöxtun sf., þar sem
þau hafí öll sterka bakhjarla
sem geti ábyrgst greiðslugetu
þeiira ef eitthvað fer úrskeið-
is. Ávallt hefur verið ljóst, að
hér er um áhættustarfsemi
að ræða og þeir hafa boðið
hæsta vexti sem tilbúnir eru
til að taka mesta áhættu. Öll-
um hefur verið frjálst að
ganga að þeim kjörum og
hætta þar með fé sínu, ef
þannig má að orði komast.
Löggjöf um hinn nýja fjár-
magnsmarkað hefur verið í
smíðum. Við núverandi að-
stæður eru lagaleg atriði
mörg óviss og einmitt af þeim
sökum hefur eftirlitsskylda
ríkisvaldsins verið meiri en
ella, enda hafði bankaeftirlitið
fylgst náið með starfsemi
Ávöxtunar sf. Eftir á rís auð-
vitað spuming um hvort nógu
hart hafí verið gengið fram í
því eftii. Reyna alþýðubanda-
lagsmenn nú að slá pólitískar
keilur á þeim forsendum.
Þeirri þrætu er unnt að halda
áfram endalaust. Mestu skipt-
ir að tekið sé á úrlausnarefn-
inu af þeirri festu sem ber og
þannig staðið að framhaldinu,
að um þessa starfsemi eins
og aðra gildi skýrar og sann-
gjamar reglur með hagsmuni
þeirra að leiðarljósi sem
stunda spamað í trausti þess
að hagur þeirra sé ekki fyrir
borð borinn í þágu hinna sem
taka fé að láni.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
eftir AGNESIBRAGADÓTTUR
og PÉTUR GUNNARSSON
Skilanefnd tekur við sjóðum Ávöxtunar í dag:
Fyrirtæki Péturs og1 Ammnns
skulda sjóðunum 7 0 milljónir
Eigendur reka Ávöxtun sf. áfram
ÞEIR geta verið margir sem tapa einhveijum fjárhæðum á starf-
semi Avöxtunar sf., Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og Rekstrar-
sjóðs Ávöxtunar hf. Ef að líkum lætur tapar hver og einn ekki
stórvægUegum fjárhæðum. Telja viðmælendur úr fjármálaheim-
inum að upphæðimar sem hver og einn á hjá fyrirtækjunum
þremur séu líklega á bilinu 300 þúsund til ein milljón' króna í
flestum tilvikum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur
það fram í skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka íslands að starf-
semi sú sem þeir Armann Reynisson og Pétur Björasson hafa
rekið á undanföraum árum, meðfram verðbréfamarkaðnum,
geti verið ólögleg og er þar vísað til innlánsstarfsemi þeirra,
þar sem þeir hafa boðið ákveðna ávöxtun. Er talið að á milli 50
og 60 milljónir króna standi nú á slíkum reikningum. Jafnframt
er það til skoðunar nú, hvort lánsstarfsemi Verðbréfasjóðs
Ávöxtunar hf. til Ávöxtunar sf. sé ekki brot á 8. grein laga um
verðbréfamiðlun, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa
sjóðirnir lánað Ávöxtun sf. um 25% fjárins sem þeir höfðu yfir
að ráða, eða a.m.k. 100 miiyónir króna.
Pétur Bjömsson segir um inn-
byrðis viðskipti sjóðanna við
Ávöxtun sf. aðspurður um hvort
hann tehi að um lögbrot sé að
ræða: „Eg veit það ekki. Satt að
segja veit ég ekki hvað þetta felur
í sér. Það eru náttúrlega sam-
skipti þama á milli og við emm
rekstraraðilar og eitthvað hefur
mnnið saman í rekstrinum. Það
vita allir."
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að Ávöxtun sf. og fyrir-
tæki tengd eigendum þess skul-
daði Verðbréfasjóði Ávöxtunar hf.
um 70 milljónir króna þegar
bankaeftirlitið tók við rekstri sjóð-
anna, en á undanfömum mánuð-
um hefur skuldin verið greidd nið-
ur um 40 milljónir króna.
Pétur var spurður hvort það
gæti talist eðlilegt að ofangreindir
sjóðir hefðu lánað Ávöxtun sf. og
fyrirtækjum tengdum því fyrir-
tæki um fjórðung alls fjár síns,
eða um 100 milljónir: „Það fer
náttúrlega eftir því í hvað fjármag-
nið hefur verið notað, en það var
vitað mál í hveiju við voram. Þetta
þjónaði allt sama tilgangi — að
ná hárri ávöxtun."
Bankaeftirlitið bendir á að
skýrsla sú sem lögð hefur verið
fram um starfsemi Ávöxtunar sf.
og undirsjóðanna sé fmmathugun,
sem gefí fullt tilefni til nánari
rannsóknar. Nú sé málið annars
vegar í höndum ríkissaksóknara
og rannsókn Rannsóknarlögreglu
ríkisins sé í fullum gangi. Hins
vegar sé fjárhagsleg hlið málsins
og hvert framhald verður á þeim
vettvangi nú til skoðunar hjá
bankaeftirlitinu.
Eftir því sem næst verður kom-
ist munu forsvarsmenn Ávöxtunar
og fulltrúar bankaeftirlitsins hafa
átt fund í fyrrakvöld, þar sem
komist var að málamiðlunarsam-
komulagi. Þeir Armann Reynisson
og Pétur Bjömsson munu þar hafa
greint frá þeim ásetningi sínum
að opna fyrirtækið á nýjan leik í
gærmorgun og reka það einungis
sem innheimtufyrirtæki en ekki
verðbréfamiðlun. Á fundinum mun
það hafa komið fram að bankaeft-
irlitsmönnum leist engan veginn á
þennan ásetning, og þeir munu
hafa látið að því liggja að ef svo
færi, þá kæmi eftirlitið hvergi
nærri framhaldi mála hjá Ávöxt-
un. í gær varð svo úr að sam-
þykkt var að hluthafafundur hjá
sjóðum Ávöxtunar kysi sér þriggja
manna skilanefnd, sem tæki að
sér daglegan rekstur fyrirtækisins
og raunar mun það aðeins hafa
verið formsatriði eitt, því banka-
eftirlitið setti það skilyrði að það
eitt veldi nefndarmenn. Heimildir
herma að bankaeftirlitið hafi sett
fram mjög strangar kröfur þar að
lútandi að rekstur sjóðanna yrði
alfarið í höndum skilanefndar-
manna.
Verðbréfasjóði Ávöxtunar
hf. slitið i gær
Kl. 13.43 í gær hófst svo hlut-
hafafundur í Verðbréfasjóði
Ávöxtunar hf. þar sem tillaga
stjómarformannsins, Gísla Gísla-
sonar, var samþykkt samhljóða.
Tillagan var svohljóðandi: „Hlut-
hafafundur í Verðbréfasjóði
Ávöxtunar hf. samþykkir að félag-
inu verði slitið og að kosin verði
skilanefnd sem sjái um að koma
eignum sjóðsins í verð og skipta
á milli eigenda hlutdeildarbréfa
og eftir atvikum hluthafa." Jafn-
framt samþykkti fundurinn sam-
hljóða að í skilanefnd yrðu kosnir
þeir Gestur Jónsson hrl., Ólafur
Axelsson hrl. og Símon Ölafsson
lögg. endurskoðandi, en þetta em
nöfn þeirra sem bankaeftirlitið
gerði kröfu um að hluthafafundur-
inn kysi.
Því má búast við að skrifstofur
Ávöxtunar sf. og sjóðanna verði
opnar í dag, undir stjórn skila-
nefndarinnar, en rekstur Ávöxtun-
ar sf. er áfram í höndum þeirra
Ármanns Reynissonar og Péturs
Bjömssonar. Pétur staðfesti það í
samtali í gær að skrifstofumar
yrðu opnaðar í dag. Hann sagðist
mundu vinna að því að ganga frá
málefnum Ávöxtunar sf. jafnframt
því sem hann myndi aðstoða skila-
nefndina eftir því sem óskað yrði.
Sagðist Pétur einkum mundu
reyna að innheimta fíárhæðir sem
Ávöxtun sf. ætti útistandandi og
selja eignir. Þeir fjármunir sem
þannig losnuðu yrðu fengnir skila-
nefnd til ráðstöfunar. Pétur var
spurður hvort það gæti talist eðli-
legt í rekstri sjóðanna tveggja,
einkum Verðbréfasjóðs Ávöxtunar
hf., að um helmingur ijárins í
sjóðnum, eða um 200 milljónir
væri einungis tryggður með sjálf-
skuldarábyrgðum: „Fólk borgar
auðvitað, þó að um sjálfskuldar-
ábyrgðir sé að ræða. Það þarf
ekki að vera steinkassi í tryggingu
á bak við hvem einasta hlut.“
Pétur kvaðst telja að fyrir utan
eðlilegar afskriftir myndu úti-
standandi fjárhæðir innheimtast
og það væri þeirra markmið að
allir fæm sem best út úr þessu
dæmi.
Morgunblaðið hefur heimildir
fyrir því að forsvarsmenn séu ugg-
andi um að erfítt muni reynast
að innheimta um 50 milljónir
króna, sem tryggðar em með sjálf-
skuldarábyrgð, en Pétur kvað
þetta vera alrangt. Aðspurður um
hvort það væri ekki óeðlilega hátt
hlutfall í verðbréfasjóði að 50%
ijármagnsins væm tryggð með
sjálfskuldarábyrgð sagði Pétur:
„Þetta er náttúrlega áhættusjóður
og á að gefa háa ávöxtun."
Skilanefnd stjórnar eins og
sfjórn í hlutafélagi
Þórður Ólafsson forstöðumaður
bankaeftirlits Seðlabanka íslands
var í gær spurður hvað þetta hefði
að segja fyrir áframhald á starf-
semi sjóðanna tveggja: „Stjóm
málefna sjóðanna er komin í hend-
ur skilanefndar sem tekur allar
nauðsynlegar ákvarðanir eins og
um stjóm í hlutafélagi væri að
ræða ,“ sagði Þórður.
AVOXTUN
sf.
Stofnaö 26. janúar 1983
Stofnendur:
Ármann Reynisson
Pátur Björnsson
Bjami Stefánsson
(Bjarni hætti 1985)
Tilgangur félagsins:
Kaup og sala verfibréfa,
fjárvarsla, almenn ávöxtun,
ávöxtunarþjónusta og ráðgjöf.
Verðbrófasjóður Avöxtunar hf.
Stofnaður 15. des. 1986
Formaður: dr. Páll Sígurðsson
frá 5.7.1988: Gísli Gíslason hdl.
Meðsjórn.: Ármann Reyniss. og Pétur Björnss.
Hluthafar: Ármann Reynisson kr. 240.000
Reynir Ármannsson 10.000
Pétur Bjömsson 220.000
Olga Guðmundsdóttir 20.000
Uselotte Gunnarsson 10.000
Fjármálaspekingar sem rætt
var við benda á að þegar Ármann
Reynisson hafí sótt um leyfi til
verðbréfamiðlunar fyrir þremur
ámm hafí það ekki gengið átaka-
laust fyrir hann. Hann hafí þá
verið ákærður af bankaeftirlitinu
fyrir innlánsstarfsemi sína, en
ríkissaksóknari hafí fallið frá kæ-
mnni að því tilskildu að hann
hætti allri innlánsstarfsemi og því
hafí hann lofað. Einn talsmaður
Ávöxtunar telur þessa skýringu
fráleita og segir að ríkissaksókn-
ari hafí einfaldlega fallið frá kæ-
mnni, þar sem ekki hafí legið fyr-
ir að um brotlegt athæfi hafí ver-
ið að ræða.
Uppfyllti Armann
aldrei skilyrðin?
Þá benda fjármálasérfræðing-
amir á að loks hafí það verið Pétur
Bjömsson, en ekki Ármann Reynis-
son, sem fékk verðbréfamiðlunar-
leyfíð, þar sem Ármann hafí aldrei
uppfyllt þau skilyrði sem uppfylla
þurfi til þess að takast á hendur
slíka starfsemi, að því er tekur til
menntunar og reynslu.
Benda viðmælendur á að fljótt
hafí þeim sögum farið af Ávöxtun
að forsvarsmenn þess fyrirtækis
gerðu ekki jafn strangar gæða- og
öryggiskröfur til þeirra bréfa sem
þeim stóð til boða að kaupa og
aðrir fjárfestingarsjóðir. Enda hef-
ur það nú komið á daginn, að þeirra
sögn, að einhver þeirra fyrirtækja
sem Ávöxtun á kröfur í em þegar
gjaldþrota og önnur á barmi gjald-
þrots. Munu Ávöxtunarmenn þegar
hafa afskrifað um 10 milljónir
króna vegna þessa.
Pétur Bjömsson þvertekur fyrir
sannleiksgildi þessara orða og segir
Rekstrarsjódur Avöxtunar hf.
Stofnaður 18. janúar 1988
Formaður: Gfsli Gíslason hdl.
Meðsjórn.: Ármann Reyniss. og Pétur Björnss.
Hluthafar: Ármann Reynisson kr. 240.000
ReynirÁrmannsson 10.000
Pétur Björnsson 220.000
Olga Guðmundsdóttir 20.000
Uselotte Gunnarsson 10.000
Morgunblaðið/Einar Falur
Skrifstofur Ávöxtunar sf. verða opnaðar að nýju í dag. Til þess að svo mætti verða þurftu eigendur
fyrírtækisins þó að láta líma yfir hluta af skiltum í glugga fyrírtækisins. Þar stendur nú Ávöxtun sf. í
stað Ávöxtun sf., verðbréfamiðlun. I dag tekur skilanefnd við rekstrí Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. og
Rekstrarsjóði Ávöxtunar hf. en rekstur Ávöxtunar sf. verður sem fyrr í höndum eigendanna, Péturs
Björnssonar og Armanns Reynissonar.
enga fjármuni hafa verið afskrif-
aða. Það geti svo farið að einhveij-
ar upþhæðir verði að afskrifa, en
varasjóðir eigi að geta mætt slíkum
áföllum.
Eiríkur Guðnason, formaður
stjómar Verðbréfaþings íslandsn
var j gær spurður um ástæður þess
að Ávöxtun fékk ekki aðild að Verð-
bréfaþingi íslands á sínum tíma:
„Þeir hjá Ávöxtun sóttu um og
vom meðal fyrstu umsækjenda.
Þeirra umsókn var þó aldrei hægt
að ljúka meðferð á. Bankaeftirlitið
var beðið um umsögn og fór því í
eftirlitsheimsókn. Umsögnin var á
þann hátt að gerðar vom athuga-
semdir við viss atriði í rekstrinum.
Til dæmis taldi bankaeftirlitið að
þeir stunduðu starfsemi sem væri
of skyld innlánsstarfsemi, þar sem
þeir auglýstu tiltekna ávöxtun.
Þetta mál var í meðferð í alllangan
tíma, þannig að við fengum á með-
an enga umsögn frá bankaeftirlit-
inu. Síðan mátti ætla að Ávöxtun
hefði tekið þessar athugasemdir til
greina og gert breytingar á rekstr-
inum hjá sér, án þess þó að við
hefðum fyrir því neina vissu. Við í
stjóm Verðbréfaþings íslands send-
um síðan Ávöxtun bréf á nýjan leik
og skýrðum frá því að meðferð
hefði ekki verið hægt að ljúka. Ef
þeir vildu eiga aðild að Verðbréfa-
þingi íslands, þá báðum við þá að
endumýja umsókn sína. Það gerðu
þeir hins vegar aldrei, en þetta var
síðla árs 1986."
Hættu aldrei
innlánsstarfsemi þrátt fyrir
loforðþarum
Nú kann að vera komin á daginn
skýringin á því hversvegna for-
svarsmenn Ávöxtunar, þeir Ár-
mann Reynisson og Pétur Bjöms-
son, endumýjuðu aldrei umsókn
sína. Skýringin gæti legið í því að
þeir hættu aldrei innlánsstarfsemi
sinni. Pétur Bjömsson skýrir á
baksíðu Morgunblaðsins í gær
Fyrirtæki tengd Ávöxtun sf. og eigendum þess:
Islensk matvæli hf.
Stofnað 1. júlí 1976
Varnarþing i Stykkishólmi,
útibú í Hafnarfirði.
Formaður:
Hluthafar:
Pétur Björnsson
Pétur Björnsson
Olga Guðmundsd.
Sigurður Bjömsson
Ágúst Slgurðsson
Sigurfiur Ágústsson
Rakel Olsen
kr.
400.000
50.000
50.000
400.000
50.000
50.000
Hersir hf.
Stofnaö 1984 um b/v Hersi HF 227
Formaður: Pétur Björnsson
Meðstjórn.: Sigurður Bjömsson
Einar Jóhannsson
Varastjórn: Hildur Sigurbjörnsdóttir
Þórdfs Ólafsdóttir
Hluthafar: Pétur Bjömsson kr. 40.000
Sigurður Björnsson 40.000
EinarJóhannsson 40.000
Eðvarð Benediktss. 40.000
Reynir Ragnarsson 20.000
Vilhj. H. Vilhjálms. 10.000
Kjötmiðstöðin hf.
Stofnað 27. des. 1985
Hlutafé aukið í 8 milljónir 8. okt. 1987
Formaður: Ármann Reynisson
Hlutafélagið er eign Ármanns Reynissonar
(22,5%), Póturs Björnssonar (22,5%), Hrafns
Backmans (45%) og Halldórs Krfstlnssonar
(10%)
Önnur fyrirtæki:
Byssubúðin-heildverslun, þrfr söluturnar,
ein hárgreiðslustofa, Verslun Hjartar Ni-
etssen og tölvufyrirtnklð Hughönnun
Húseignir:
Þingholtsstrœti 2, Hverfisgata 12, Smára-
gata 5, Lótraströnd 56, u.þ.b. tfu fbúðir
f miðborg Reykjavfkur, tvnr fbúðir í Al-
viðru f Garðabæ og iðnaðarhúsnnðl f
Artúnshöfða.
Ragnarsbakarí hf.
Stofnað 1. júní 1976
Avöxtun sf. keypti fyrirtækið af þrotabúi 8.
des. 1987. Skv. heimildum Mbl. var kaup-
verðið 20 milljónir króna.
Fyrirtækið var selt Björgvini Vfglundssyni f
ágúst 1988. Skv. heimildum Mbl. var sölu-
verðið 50 milljónir króna.
ástæður þess að innlánsstarfsem-
inni var aldrei hætt. Hann segir þar
m.a.: „Þetta var okkar gamla kerfí
og við ætluðum að láta það ganga
sér til húðar með tímanum ... Hins
vegar vomm við búnir að ákveða
og lofa að breyta okkar starfsemi
ogþófum í framhaldi af því útgáfu
á Ávöxtunarbréfum."
Ein höfuðskýringin á því hversu
erfið staða Ávöxtunar sf. og sjóð-
anna tveggja er í dag er talin sú
að verðbréfasjóðimir tveir hafi fjár-
fest af mikilli óvarkámi í trygging-
arlausum bréfum, jafnvel hjá fyrir-
tækjum sem em gjaldþrota eða á
barmi gjaldþrots og síðan lánað
Ávöxtun sf. fjármuni sem hafí ver-
ið nýttir til kaupa á fyrirtækjum.
Annað sem hafí gert þeim erfítt
um vik séu umsvif þeirra hvað varð-
ar húsakaup, byggingar og endur-
byggingar. Þá hafa þeir keypt hús-
eignir, látið gera þær upp til þess
að selja með ágóða, en dæmið hef-
ur ekki gengið upp, heldur tapaðist
fé á þessum umsviftim, þó enn liggi
ekki fyrir hversu mikið.
Kjötmiðstöðin sögð skulda
Ávöxtun 17 milljónir
Enn eitt dæmið um erfíðleika
Ávöxtunar sf. er tengsl þess eða
eigenda þess við Kjötmiðstöðina.
Pétur og Ármann eiga hvor um sig
22,5% hlut í fyrirtækinu. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
kemur fram í úttekt bankaeftirlits
Seðlabanka íslands að Kjötmiðstöð-
in skuldi Ávöxtun sf. vemlega fjár-
upphæð, eða um 17 milljónir króna.
Og samkvæmt sömu heimildum
fóm þau lánsviðskipti fram í formi
einskonar hlaupareikningsvið-
skipta.
Hrafn Backman, eigandi 45%
Kjötmiðstöðvarinnar, segir þetta
hins vegar alrangt og vísar í endur-
skoðað bókhald sitt frá því 1. júní
sl. þar sem hann segir að fram
komi að Ávöxtun sf. skuldi Kjötmið-
stöðinni eitthvert lítilræði. Pétur
Bjömsson var spurður um það hvort
það væri eitthvað hæft í því að
engir pappírar væm til um þessi
lánsviðskipti Ávöxtunar sf. við Kjöt-
miðstöðina: „Það em auðvitað til
pappírar fyrir þessu, þó að kannski
hafi ekki verið gengið frá þeim
formlega á skuldabréfí. Ég skal
ekkert segja til um hver upphæðin
er nákvæmlega sem Kjötmiðstöðin
skuldar okkur, en það liggur alveg
fyrir að um skuld er að ræða.“
Þórður Ólafsson, forstöðumaður
bankaeftirlits Seðlabankans, vildi í
samtali við Morgunblaðið ekki tjá
sig um efnislegt innihald skýrslu
eftirlitsins, en hann sagði að rann-
sókn á þeim hluta sem að bankaeft-
irlitinu sneri yrði hraðað eftir
megni. Þórður benti á að mikið
hefði verið leitað til eftirlitsins und-
anfama daga af fólki sem ætti fé
bundið hjá Ávöxtun. Það væri skilj-
anlegt að menn vildu fá sem ná-
kvæmastar upplýsingar um eigin
stöðu og allt yrði gert sem unnt
væri af eftirlitsins hálfu til þess að
hægt væri að hraða því að niður-
staða lægi fyrir.
Telja viðskiptaráðherra
fara of geyst
Gfsli Gíslason stjómarformaður
Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. og
Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. er í
raun nýkominn að sjóðunum á
þennan hátt, því hann tók við
stjómarformennsku þar 5. júlí sl.
af Páli Sigurðssyni. Gísli sagðist í
samtali við Morgunblaðið í gær vilja
ítreka það að hann væri einungis
lögfræðilegur ráðgjafí eigenda sjóð-
anna og tæki jafnframt að sér inn-
heimtur fyrir þá, en hann ætti eng-
an hlut í þessum fyrirtækjum og
því væri það ekki sitt að svara til
fyrir eigenduma. Jafnframt sagðist
Gísli hafa tekið að sér þetta verk-
efni til þess að aðlaga starfsemi
sjóðanna að skilyrðum nýrra verð-
bréfalaga.
Talsmenn Ávöxtunar benda á að
fyrirtæki Péturs og Ármanns hafí
reiknað allar sínar skuldir við Verð-
bréfasjóðinn á gengi Ávöxtunar-
bréfa, sem sýni í raun að þeir hafí
ekki hagnast á þessum viðskiptum.
Persónulegar eignir
Armanns og Péturs
trygging
Talsmenn Ávöxtunar sf. benda á
að samkvæmt lögum um sameign-
arfyrirtæki, þá séu eigendumir ein-
ir ábyrgir fyrir öllum skuldbinding-
um félagsins, þannig að persónuleg-
ar eigur þeirra Ármanns Reynisson-
ar og Péturs Bjömssonar muni jafn-
framt koma sem trygging, þegar
að innheimtu og uppgjöri sameign-
arfélagsins kemur. Mun þar vera
um umtalsverðar eigur að ræða.
Ávöxtunarmenn munu þó telja
að viðskiptaráðherra hafí bmgðist
við af miklu offorsi er hann svipti
Pétur rekstrarleyfínu. Segja þeir
að viðbrögð Jóns Sigurðssonar séu
öll til þess fallin að _grafa undan
viðskiptalegu trausti Avöxtunar og
vekja óhug í bijóstum viðskipta-
. manna fyrirtækisins.
Framtíð Ávöxtunar sf. og sjóð-
ann^ tveggja verður að teljast mjög
óljós um þessar mundir. Sjóðimir
tveir em nú komnir undir stjóm
skilanefndar, en eins og kemur fram
hér að framan segist Pétur Bjöms-
son ætla að reyna að komast til
botns í málefnum Ávöxtunar sf. og
þá líklega með það fyrir augum að
leggja fyrirtækið niður.